Morgunblaðið - 03.01.1989, Síða 9

Morgunblaðið - 03.01.1989, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1989 9 [í>nýr ém mi BBSnH B.MAGNÚSSONHF. HÓLSHRAUNI2 - SÍMI 52866 ■ P.H.410 ■ HAFNARFIRÐI \4xtarbréf UTVEGSBANKANS Vaxtarsjóðurinn er VERÐBRÉFASJÓÐUR í umsjón sérfræðinga Verðbréfamarkaðar Útvegsbankans. Vaxtarbréfin hafa gefið um 12% ÁVÖXTUN UMFRAM VERÐBÓLGU að undanförnu og eru ýmist gefin út á NAFN KAUPANDA EÐA HANDHAFA. EKKERTINNLAUSNARGJALD annan og þriðja afgreiðsludag hvers mánaðar. VERÐBREFAA/IARKAÐUR ÚTVEGSBANKANS SÍÐUMÚLA 23, 108 REYKJAVÍK, SÍMI 68 80 30 I 1 to co to 00 Góðan daginn! HeQum viðræður Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfetæðis- flokksins, segir um sam- skiptin við EB í Morgun- biaðsgrein á gamlársdag: „Innan Evrópubanda- lagsins er nú stefrit að sameiginlegum markaði 1992. Mikill meirihluti viðskipta íslendinga er nú við Evrópubandalag- ið. Við okkur blasir þvi það vandasama verkefhi að treysta stöðu okkar hér i miðju Norður-Atl- antshafinu með þvi að efla viðskipti og treysta viðskiptasambönd bæði við Ameríku og Evrópu. Aðild að Evrópubanda- laginu hefiir að sjálf- sögðu ekki verið á dag- skrá. En fram til þessa höfrun við vikið okkur undan þvi að liefja form- legar viðræður við Evr- ópubandalagið til þess að tryggja framtiðarhags- muni okkar innan þess. Að minu mati á nú að lieíja þessar viðræður. Það er að sönnu mikil- vægt að tryggja okkur pólitiska velvild með óformlegum samtölum við ráðamenn einstakra aðildarlanda Evrópu- bandalagsins. En það eitt dugir ekki. Viðræður eiga þvi að fara af stað, án tafar." Alliliða átak Jón Baldvin Hanni- balsson, sá ráðherranna sem fer með samskiptin við EB, vill að auknu fé og mannafla verði varið til undirbúnings undir 1992 af íslands hálfri. Og hann vill endurskipu- leggja utanrikisþjónustu íslendinga með aukinni áherslu á viðskiptaþjón- ustu og markaðsmál. Ut- anríkisráðherra minnir á það starf sem nú er unn- ið innan Alþingis og í stjómkerfinu til að fylgj- ast náið með framvind- unni innan EB og leggja mat á stöðu okkar. Jón Baldvin telur m.a. að við eigum að búa okkur und- ir breytingamar 1992: Afstaðan til EB í hefbundnum spurningum sínum til forystu- manna stjórnmálaflokka spurði Morgun- blaðið meðal annars um þessi áramót: „Hvernig er best staðið að undirbúningi af íslands hálfu vegna breytinga á markaði Evrópubandalagsins, sem kenndar eru við 1992?“ Fyrir utan að svara þessari spurn- ingu hér í blaðinu á gamlársdag tóku for- ystumenn stjórnmálaflokkanna afstöðu til málsins í áramótagreinum sínum. Er staldr- að við þetta í Staksteinum í dag. „Með beinum viðræðum við stjómamefiid Evr- ópubandalagsins og ríkisstjómir EB-landa i þvi skyni að auka skiln- ing á sérstöðu íslendinga og nauðsyn sérstaks við- bótarsamnings um fríverslun með fiskafurð- ir, umfram þann samn- ing, sem nú þegar er i gildi. Loks með tvíhliða viðræðum við ríkisstjóm- ir og einstaka ráðamenn EB-landanna.“ Af orðum utanríkis- ráðherra má ráða, að það sé stigsmunur á afetöðu hans og Þorsteins Páls- sonar að þvi er varðar ákvörðun um að hefja formlegar viðræður. Þær hljóta við núverandi aðstæður meðal annars að snúast um „nauðsyn sérstaks viðbótarsamn- ings um friverslun". Breið samstaða í áramótagrein i Tímanum segir Steingrímur Hermanns- son, forsætisráðherra, meðal annars: „Þótt við íslendingar deilum um flest virðist sem betur fer vera breið samstaða um afetöðuna til Evrópubandalagsins. Tvær ríkisstjómir hafa lýst yfir að full aðild komi ekki til greina. Á það legg ég mikla áherslu. Auðvelt er fyrir litla þjóð að týnast i þvi mannhafi sem Evrópu- bandalagið er. Einstaka raddir hafa þó heyrst sem hafa talið fulla aðild óhjákvæmi- lega. Einkum eru þær úr röðum iðnaðarins. Ég tel slíkt á miklum misskiln- •ngi byggt“ ... Ég verð stöðugt sann- færðari um að full aðild er óþörf fyrir okkur ís- lendinga. Við sækjumst ekki eftir þeim pólitísku áhrifum, sem fiiUri aðild kunna að fylgja fyrir stærri þjóðir. Við leitum fyrst og fremst eftir frjálsum markaði fyrir okkar framleiðslu. Við viljum einnig gjarna taka þátt i vísinda- og þróun- arstarfi. Það stendur okkur tfl boða.“ Forsætisráðherra tal- ar um „fulla" aðild án þess að segja frá þvi, að annaðhvort eru ríki aðil- ar að EB eða ekki, það er ekki á dagskrá banda- lagsins að veita neinum aukaaðild. Stjórnmála- starf Steingrímur Her- mannsson minnir lesend- ur á, að hann hafi rætt um ísland og EB við ýmsa ráðamenn i EB- ríkjum. Hann útfeerir skoðanir sínar hins vegar ekki með sama hætti og þeir Þorsteinn Pálsson og Jón Baldvin Hanni- balsson. Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Al- þýðubandalagsins, vill einnig einhvers konar viðræður við EB og segir m.a. i Morgunblaðssvari sinu: „Nærtækustu skrefin til að undirbúa aðgerðir íslendinga vegna breyt- inga á markaði Evrópu- bandalagsins eru að halda áfram að safiia ítarlegum upplýsingum um eðli þessara breyt- inga. Samtök atvinnulífe og launafólks þurfa i samvinnu við stjómvöld að afla itarlegra upplýs- inga og ræða ræltilega viðbrögð okkar við þess- um þáttasltilum. Jafiiframt þarf að hefia viðamikið stjóm- málastarf til að tryggja að hagsmunir íslendinga eigi greiða leið að ráða- mönnum Evrópubanda- Iagsins ... Þvi aðeins að við iyót- um velvildar og skilnings hjá forystumönnum Evr- ópubandalagsins og höf- um undirbúið mál okkar af nægilegri sérfræði- legri kunnáttu em líkur á að okkur takist að tryggja hagsmuni íslend- inga þegar hinar miklu breytingar ganga i garð á markaði Evrópubanda- lagsins." Hugsar þú um framtíð bamabamanna þinna? Peningagjöf sem lögð er fyrir núna, getur borið háa ávöxtun sem safnast upp þegar árin líða. Hún tvöfaldast á 9 árum og fjórfaldast á 18 árum-miðað við 8% vexti yfirverðb'ólgu. Þá gæti barnabarnið þitt verið að kaupa sína fyrstu íbúð, eða verið að eignast barnabarnabarnið þítt. Þá kæmi dálítið sparifé frá afa og ömmu sér án efa vel. Langtímasjóður VIB - Sjóður 1 - býður örugga leið til langtímasparnaðar. Hugsaðu vel um fjárhagslegt öryggi fjölskyldu þinnar. Velkomin í VIB. VIB VERÐBRÉFAMARKAÐUR HDNAÐARBANKANS HF Armúla 7,108 Reykjavík. Sími 68 15 30

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.