Morgunblaðið - 03.01.1989, Síða 14

Morgunblaðið - 03.01.1989, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1989 Auglýsing frá ríkisskattstjóra: VfSITALA JÖFNUNAR- HLUTABRÉFA Samkvæmt ákvæðum 5. og 6. málsl. 1. mgr. 9. gr. laga nr. 75/1981 um tekju- og eignarskatt hefur ríkisskattstjóri reiknað út vísitölu almennrar verðhækkunar í sambandi við útgáfu jöfnunarhlutabréfa á árinu 1989 og er þá miðað við að vísitala 1.janúar1979 sé100. I.janúarl980 vísitala 156 1. janúar 1981 vísitala 247 l.janúar!982 vísitala 351 l.janúar!983vísitala 557 l.janúarl984vísitala 953 l.janúarl985 vísitala 1.109 l.janúarl986vísitala 1.527 l.janúar!987 vísitala 1.761 l.janúarl988 vísitala 2.192 l.janúarl989vísitaia 2.629 Við útgáfu jöfnunarhlutabréfa skal annars vegar miða við vísitölu frá 1. janúar 1979 eða frá 1. janúar næsta árs eftir stofnun hlutafélags eða innborgun hlutafjár eftir þann tíma, en hins vegar við vísitölu 1. janúar þess árs sem útgáfa jöfnunarhlutabréfa er ákveðin. Reykjavík 2. janúar 1989 RSK i RÍKISSKATTSTJÓRI Góðan daginn! Að trúa á íslendinga eftir Guðmund H. Garðarsson Orð unga skáldsins I sjónvarpsviðtali um hátíðarnar sagði unga skáldið, sem er með eina söluhæstu bókina í jólabókaflóðinu, eitthvað á þessa leið: „Islendingar hafa það gott. Þessi þjóð er ekki á gjaldþrotsbarmi. A Islandi eru svo margir möguleikar, þess vegna er það svo spennandi." Þetta voru orð að sönnu. Boð- skapur til unga fólksins, íslendinga allra, um að láta ekki svartsýni og bölmóð villa sér sýn, um það hversu mikil forréttindi það eru í nútíma- heimi firringar og miskunnarlausr- ar samkeppni að fá að byggja þessa eyju nyrzt norður í Atlantshafi í friði og við almenna velsæld. ísland og aðrar þjóðir Enginn, hvorki einstaklingur né þjóð, býr ekki við einhveija erfið- leika. En þá verður að skilgreina rétt. Greinarmun verður að gera á milli aðalatriða og aukaatriða, þess hvort erfiðleikarnir eru óyfírstígan- legir eða ekki og ennfremur hvort þeir stafa af innri eða ytri aðstæð- um. Flest meiri háttar vandamál okkar Islendinga eru sjálfsköpuð, en hafa þó ekki verið og eru ekki þess eðlis, að ekki hafi tekizt að byggja upp á íslandi fyrirmyndar lýðræðislegt þjóðfélag. Lítum nokk- uð á stöðu einstaklings og þjóðar í þessu samhengi. Hjá hinum stærri og fjölmennari þjóðum er gildi einstaklingsins oft harla lítils virði. Umhyggja al- mannavaldsins fyrir velferð ein- staklingsins er yfirieitt mjög tak- mörkuð. Bregðist heilsa eða for- senda efnahagslegrar afkomu er voðinn vís. I nágrannalöndum Is- lands búa milljónir manna við sult og seyru. Hið sama má segja um hin sósíalísku ríki í Austur-Evrópu. Þrátt fyrir hinar miklu framfarir þessarar aldar og þrátt fyrir það að almenningur búi við mun betri lífskjör en í upphafi aldarinnar, hefur ekki tekist að útrýma fátækt- inni. Fátæktin og þjóðfélagslegt ranglæti fylgir enn mannkyninu. Vissulega hefur mikið áunnist í þessum efnum, sérstaklega hjá lýð- Guðmundur H. Garðarsson „Það er lífsspursmál, að fólkið í landinu átti sig sem fyrst á því, að skattheimtustefha ríkisstjórnar Steingríms Hermanns- sonar mun eyðileggja enn frekar eignagrund- völl atvinnulífsins og afkomu með þar af leið- andi lífskjararýrnun og frelsisskerðingu. Þess- ari þróun verður að snúa við. Atvinnuveg- irnir og fólkið verður að hafa forgang í skipt- ingu þjóðarkökunnar og síðan ríkið. Um það mun stjórnmálabarátta næstu ára snúast.“ ræðisríkjunum í Vestur-Evrópu og Norður-Ameríku. I fáum ríkjum hefur betur til tekist en á Islandi. Á mælikvarða efnahagslegra lífskjara munu íslendingar standa fremstir þjóða. Það er mikill auður fólginn í hinum stórkostlegu híbýl- um landsmanna. I þeim efnum ríkir raunverulega mikill jöfnuður. Þótt einn búi í fjölbýlishúsi og annar í einbýlishúsi, eru gæði híbýlanna og umhverfi hin sömu. Hjá flestum öðrum þjóðum er slíkt fyrirbæri óþekkt. Hinir ríku, eða valdastétt sósíalísku ríkjanna, búa við ríkuleg- ar aðstæður, en almenningur ann- ars staðar við lakari aðstæður og óskemmtilegra umhverfi. Við trúum á íslenzka þjóð Á Islandi ríkir mikill jöfnuður til mennta. Miðað við stærð þjóðarinn- ar og getu er heilbrigðis- og trygg- ingakerfið með því bezta sem til þekkist. Fáir eru afskiptir í þeim efnum, þótt örugglega megi gera betur. Ef þessi mál eru skoðuð öfga- laust, sést að á síðustu áratugum hefur verið byggt upp þjóðfélag á Islandi, sem nálgast það að tryggja öllum gott umhverfi og góða lífsmöguleika. Það þýðir ekki, að sumir vilji ekki meira í sinn hlut eða að aðrir hafi ekki farið misvel út úr skiptingu þjóðarkökunnar. í þeim efnum getur verið erfitt að finna hinn eina og „rétta“ samnefn- ara, sem fullnægir óskum og kröf- um allra. Það sem máli skiptir er, að íslenzka þjóðin sem heild hefur haft það efnahagslega gott í áratugi. Umhverfíð, sem við lifum í, ber þess glöggt vitni. íslenzk list og menning hefur blómstrað. Þúsundir ungmenna stunda æðra nám. ís- lendingar eru fijálsir. Á hafi úti eru afkastamestu sjómenn heimsins, sem færa þessari 245 þúsund manna þjóð björg í bú, tryggja góð lífskjör. Fiskimennimir eru innan við 5.000 talsins. Skipstjómar- mennimir em flestir ungir og mjög menntaðir menn á sínu sviði. Hinn mikli tæknibúnaður og fullkomnu fískiskip krefjast þekkingar og hug- vits. I þeim efnum em íslenzkir sjó- menn meðal hinna fremstu í heimin- um. I þessu felst með öðm hinn mikli þjóðarauður. Á þessu byggist hin bjarta framtíð landsins. Trúnni á mátt sinn og megin og trúnni á þúsundimar, sem af hæfni og dugn- aði hafa byggt upp þetta mikla og fagra land, Island. Þannig skildi ég unga skáldið. Borgaralegft frelsi Frelsi til athafna hefur verið AIYI ÞANSSlCOLM Innritun frá kl. 13 til 18 kennsla hefst 9. janúar HAFNARFJÖRÐUR Kennum í nýju húsnæði á Reykjavíkur- vegi 72, sími 52996. REYKJAVÍK Kennum i Ármúla 17a, simi 38830. Einnig kennslustaðir: Selfoss: Kennsla hefst 11. jan. Innritun nýrra nemenda sama dag kl. 15-17 í Inghól. Þorlákshöfn: Kennsla hefst 13. jan. Innritun nýrra nemenda 12. jan. kl. 13-20 í síma 98-33551. Stokksey ri/Ey rarbakki: Innritun í síma 98-33551 á kvöldin. Njarðvík/Keflavík: Kennsla hefst 10. jan. Innritun í síma 92-11708 kl. 18-20 (Eygló). Barnadanskennsla Gömludansakennsla Samkvæmisdanskennsla Standard Latin Takmarkaður fjöldi nemendaí hverjum tíma Allt lærðir danskennarar og með- limir í Dansráði íslands NYTT Islandsmeistarar kenna Rokk/Tjútt Greiðsluskilmálar: raðgreiðslur/VISA/EURO NYTT NÝTT Bjóðum einkatíma eftir samkomulagi. 1 Lokaðir tímar fyrir félagasamtök og aðra hópa. § Hótel Loftleiðir: 57 manns sagt upp ÖLLU starfsfólki í veitinga- rekstri Hótels Loftleiða var.af- hent uppsagnarbréf í lok desem- ber. Einar Sigurðsson, firéttafull- trúi Flugleiða, sem reka hótelið, segir að uppsagnirnar væru vegna endurskipulagningar reksturs og breytinga á jarðhæð liótelsins. Hann segir að meiri- hluti fólksins verði endurráðinn áður eða um það leyti sem upp- sagnirnar eiga að taka gildi, sem er í lok marsmánaðar. Miklar endurbætur á að gera á jarðhæð hótelsins og segir Einar Sigurðsson að það sé gert í þeim tilgangi að breyta útliti og starfsemi á hæðinni í nútímalegt horf. Allur rekstur sem þar fer fram verður endurskipulagður. Einar sagði að ekki hefði verið ákveðið með hvaða hætti reksturinn verður. Í lok upp- sagnartímans, sem er eftir þijá mánuði, á öllum breytingum að vera lokið, enda er mesti annatími ársins þá í þann mund að hefjast, segir Einar. Uppsagnirnar nú standa í engu sambandi við launamál starfsfólks- ins, að sögn Einars, og eru ekki í þeim tilgangi að endurráða fólk á breyttum kjörum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.