Morgunblaðið - 03.01.1989, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJIJDAGUR '3. JAtíÚAR 1989
17
er orðið nauðsynlegt að huga vel
að efnahagslegum grundvelli þjóð-
arbúsins, bæði til þess að stuðla að
eðlilegum og sem áfallaminnstum
hagvexti. Fiskstofnarnir munu ekki
lengi enn færa okkur aukinn auð.
Þeim eru eðlileg takmörk sett.
Orkulindirnar verða einnig innan
tíðar fullnýttar. En við eigum
marga aðra góða kosti. Til dæmis
mun fiskeldið eflaust verða þjóðar-
búinu ný og öflug stoð. Enn verð-
mætara hygg ég þó að þekking og
hugvit muni reynast þjóðinni, ef það
er ræktað með góðri menntun og
stuðningi við vísindi, rannsóknir og
þróunarstörf.
Góður orðstír getur einnig verið
dýrmætur. Ég efast um að önnur
þjóð hafi á síðustu árum hlotið
meiri og að flestu leyti betri kynn-
ingu en við Islendingar.
Landið er þekkt fyrir leiðtoga-
fundinn í október 1986 og ekki síður
fyrir þá mörgu íslendinga, sem
skara fram úr á erlendum vettvangi
fyrir andlegt og líkamlegt atgervi.
Menn vilja kynnast framleiðslu þess
lands og því landi sjálfu, þar sem
loftið og vatnið er hreint, þar sem
umhverfið er fagurt, þar sem fá-
menni er og kyrrð, þar sem meðal-
aldur verður hvað hæstur og heil-
brigð þjóð unir við sitt. Þetta kann
að hljóma sem öfgafull lýsing, en
þeir eru ótrúlega margir erlendir
menn, sem hafa slíka mynd af eyj-
unni okkar, og hún getur verið sönn,
ef við viljum.
Við íslendingar eigum að nota
okkur það góða álit, sem land og
þjóð nýtur, og kappkosta að allt,
sem íslenskt er, verði viðurkennt
sem það besta, sem völ er á, hvort
sem um er að ræða sjávarafurðir,
ullarvörur eða aðra framleiðslu eða
landið sjálft til ferðalaga og heilsu-
bótar.
Éjg hef stundum haft orð á því,
að Island gæti orðið fundarstaður
þeirra sem leita lausna á þeim fjöl-
mörgu vandamálum sem mannkyn-
ið hrjá. Það væri ánægjulegt hlut-
skipti.
Kostimir eru margir og þeir geta
tryggt efnahagslegt sjálfstæði
þessarar þjóðar og orðið henni til
góðs ef fyrirhyggja og forsjálni
ræður gerðum okkar. Allt er þetta
háð því, að við kunnum sjálf fótum
okkar forráð.
Loks vil ég nefna þær miklu
breytingar, sem eru að verða í Vest-
ur-Evrópu. Evrópubandalagið vehð-
ur innan fárra ára stærsti markaður
og ein voldugasta samsteypa heims.
Því geta fylgt hættur fyrir sjálf-
stæði smáþjóðar, sem er í næsta
nágrenni og er viðskiptalega háð
þessum markaði. Sem betur fer
virðist breið samstaða með þjóðinni
um þá stefnu sem tvær ríkisstjórnir
hafa boðað, að einangrast ekki en
aðlagast þeim breytingum sem eru
að verða í Evrópu, án þess að leita
aðildar eða fórna nokkm af auðlind-
um landsins eða rétti sjálfstæðrar
þjóðar.
Ég er sannfærður um að slík leið
er vel fær en jafnframt veit ég að
hættur em margar. Því er nauðsyn-
legt að vera stöðugt á varðbergi.
Góðir Islendingar.
Á annan í jólum fékk ég mér
góða gönguferð um Vífilsstaðahlíð
í Heiðmörk. Eftir stutt áhlaup á
jóladag var mnninn upp bjartur og
fagur vetrardagur.
I þessari hlíð renndi ég mér á
skíðum sem strákur og gekk til
rjúpna. Nú er hún friðuð, kjarrið
er orðið kröftugt og grerii- og fum-
trén, sem þama vom gróðursett
fyrir nokkmm áratugum, em orðin
há og falleg.
Dásamlegt er að eiga slíkan stað
svo nærri, og þeir em reyndar um
land allt. Þarna má finna frið, kyrrð
og hreinleika, sem Ísland eitt fárra
landa á. Loftið var silfurtært og svo
langt mátti sjá sem augað eygði.
Ólíkt er það meginlandinu, þar sem
varla grillir í enda götunnar eða
næstu hæð í gegnum mettað, meng-
að loft.
Á þessum fagra degi lögðu marg-
ir leið sína í Heiðmörkina. Þarna
vom bæði fjölskyldur og einstakl-
ingar á gangi og götuna utan girð-
ingar riðu hópar hestamanna. Stór-
kostlegt er hvað útivist hefur færst
í vöxt. Þeim fjölgar stöðugt, sem
kunna að meta þennan fjársjóð,
landið okkar.
Þegar ég gekk þarna um hlíðina
varð mér hugsað til þess, sem
Stephan G. Stephansson orti vestur
við Klettafjöll um aldamótin
síðustu. í hinu mikla kvæði Bræðra-
býti segir frá bræðmnum tveim,
sem erfðu landið nakið af aldanna
notkun.
.. bræðumir tveir hrepptu börðin
og blámel og flóðeyrar skörðin
og urð, sem við háfyallið hékk“
„Og annar kvaðst björg mundi bijóta
og brúnir þess öræfadals,
því víst lægi gull milli gijóta"
„En hinn vildi landspellin laga
um langeydda fjárbeit og tún
og gróandann hæna inn á haga.“
Þessi íslenski bóndi, Stephan G.
Stephansson, sem var fátækur af
velaldlegum auði en því ríkari af
andlegri hugsjón, var langt á undan
sinni samtíð. Fyrst nú á síðustu
ámm kunnum við almennt að meta
þann boðskap, sem kvæði hans
flytja.
í þessu sama kvæði, Bræðrabýti,
segir Stephan:
„Að hugsa ekki í árum en öldum,
að alheimta ei daglaun að kvöldum
því svo lengist mannsævin mest.“
Eigum við ekki, íslendingar góð-
ir, að láta þessi orð skáldsins frá
Klettaíjöllum ráða gerðum okkar á
nýju ári. Þá mun okkur vel farnast.
Ég þakka íslendingum öllum það
ár sem er að líða. Guð gefi íslensku
þjóðinni hamingju og farsæld á
nýju ári.
Tónleikar Musica Nova
í Islensku óperunni
NÝI músíkhópurinn heldur tón-
leika í íslensku óperunni í kvöld,
þriðjudagskvöld, kl. 20.30.
Þar verða frumflutt fjögur
íslensk tónverk, Millispil fyrir sjö
eftir Atla Ingólfsson, Sjöskeytla
eftir Hilmar Þórðarson — en bæði
þessi verk em skrifuð fyrir hópinn,
Jarðardreki eftir Snorra Sigfús
Birgisson (fmmflutt af Jónasi Ingi-
mundarsyni á Siglufirði síðastliðið
sumar, heyrist nú í fyrsta sinn í
flutningi höfundar) og raftónverkið
Resonance eftir Kjartan Ólafsson
samið úr íslenskum hverahljóðum í
tilraunastúdíói finnska útvarpsins.
Þá verða einnig flutt verkin
Márchenbilder eftir danska tón-
skáldið Hans Abrahamsen og Dia-
logue entre Metopes eftir Italann
Pietro Borradori.
Þetta em þriðju tónleikar Nýja
músíkhópsins. Að þessu sinni koma
fram 18 hljóðfæraleikarar sem
starfa á Islandi, í Noregi, Þýska-
landi, Hollandi, Sviss og Banda-
ríkjunum.
Stjórnendur verða tveir, Guð-
mundur Óli Gunnarsson og Hákon
Leifsson.
í fréttatilkynningu segir svo um
tónskáldin:
„Atli Ingólfsson býr nú í París
og semur tónlist eftir tónsmíðanám
á Ítalíu.
Hilmar Þórðarson nemur
tónsmíðar í Los Angeles.
Kjartan Ólafsson mun ljúka námi
innan skamms frá Sibelíusaraka-
demíunni í Helsinki.
Snorri er tónskáld og píanóleik-
ari vestast í Vesturbænum.
Borradori og Abrahamsen em í
fremstu víglínu ungra tónskálda
hvor í sínu landi, margverðlaunaðir
fyrir sína músík og víða fluttir."
Fellagörðum - Breiðholti III (í dansskóla HEIÐARS)
Ný námskeið hefjast í næstu viku
Aimenn námskeið
KARON-skólinn
leiðbeinum:
Rétt líkamsstaða, rétt
göngulag, fallegan fóta-
burð, andlits- og
handsnyrtingu, hár-
greiðslu, fata- og lita-
val, mataræði, hina
ýmsu borðsiði og alla
almenna framkomu o.fl.
Módelnámskeið
1. Sviðsframkoma,
göngulag, hreyfingar,
líkamsbeiting, snyrting
o.fl.
2. Framhaldsnámskeið
fyrir módel
- Ijósmyndari
- sviðshreyfingar
- undirbúningur fyrir
störf erlendis.
Innritun alla daga frá kl. 16-20
Sími 38126 Hanna Frímannsdóttir.
Byrjum aftur
eftir jólafrí 3. janúar
ÞOLAUKANDI OG VAXTAMOTANDI ÆFINGAR
Byrjendur I og II og framhald I
ng
|g^|
FRAMHALDSFLOKKAR I OG II
Lokaðirflokkar
ROLEGIRTIMAR
Fyrir eldri konur og þær, sem þurfa að fara varlega
§§§gj§! “
KERFI MEGRUNARFLOKKAR Fjórum sinnum í viku
K
FYRIR UNGAR OG HRESSAR
Teygja-þrek-jazz. Eldfjörugir tímar með léttri jazz-sveiflu
■■
W i
„LOW IMPACK" - STRANGIR TÍMAR
Hægar en erfiðar æfingar, ekkert hopp en mikil hreyfing
SKOLAFÓLK
Hörku púl og svitatímar
NYTT- NYTT
Nýi kúrínn siær í gegn!!
28+7
undirstjórn Báru og Önnu
ATH!
Kynniðykkur afslatt-
TSSSSSí'
j'jZXn^r-
inn
ATH!
Nú eru einnig tímar
á laugardögum
>D///iw/(/o/aym
Suðurveri, sími 83730 Hraunbergi, sími 79988