Morgunblaðið - 03.01.1989, Síða 18

Morgunblaðið - 03.01.1989, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1989 Þjóðin má aldrei gleyma gnði sínum Prédikun sr. Hjalta Guðmundssonar í Dómkirkjunni á nýársdag Þegar við höfum kvatt gamla árið og lítum til baka yfír farinn veg, þá ri^ast upp fýrir okkur margir atburðir úr persónulegu lífí okkar. Við spyijum hvert og eitt: Hvað hefur þetta ár gefíð okkur, hvað skilur það eftir? Líka má spyrja: Hvað höfum við skilið eftir í lífí okkar og meðbræðra okkar á liðnu ári? Létum við eitthvað gott af okk- ur leiða eða hugsuðum við ein- vörðungu iim eigin hag og hvem- ig okkur mætti takast að komast sem best áfram án tillits til ann- arra? Það er mörgum mönnum eigin- legt að hugsa fyrst og fremst um eigin hag. Það var varla fyrr en Jesús Kristur vakti athygli okkar á því, að við ættum náunga og ættum skyldum að gegna við hann, að við fórum að gefa ein- hverjum öðrum gaum en sjálfum okkur. Það var Jesús, sem gaf okkur boðorðið um að elska Guð og að elska náungann eins og okkur sjálf. Mönnunum hefur vissulega farið fram á þeim nærri 2000 árum, sem liðin eru síðan, en þó fer því ijarri, að við séum full- numa. Það þarf auðvitað sjálfsaga til að muna eftir öðrum mönnum og að við eigum einhveijpm skyldum að gegna við þá, jafnvel menn, sem við vitum engin deili á og okkur kann jafnvel að vera í nöp við. „Elskið óvini yðar," sagði Jesús Kristur. Hvemig hefur okkur tekist að hlýðnast þessu boðorði Jesú á liðnu ári? Hvað fór mikið í eyðsluhítina og hvað fór til þeirra, sem eiga bágt? Þessar og svo fjöldamargar aðrar spumingar vakna í hugum okkar á þessum tímamótum. Það er nauðsynlegt að hugleiða lífíð og tilgang þess einmitt á slíkum tímamótum sem áramót em. Við megum ekki ana hugsun- arlaust áfram eins og ekkert skipti máli í þessu lífí, rétt eins og við bemm enga ábyrgð. Hver einasti maður ber ábyrgð á lífí sínu frammi fyrir Guði, sem hefur gefíð honum það. Hvað höfum við Guði að færa um þessi áramót? Guð gefí, að ekki blasi við andlegt gjaldþrot á þessum tímamótum, heldur mættum við öll eiga einhvem sjóð fram að færa, jafnvel þótt hann væri smár. Það ætti að vera öllum mönnum keppikefli, að geta borið eitthvað gott fram úr sínum sjóði um hver áramót, svo að greiðslujöfnuður okkar við Guð sé ekki mjög óhag- stæður, svo að notuð séu orð hag- fræðinnar, hvemig svo sem greiðslujöfnuður landsins á ver- aldlegu sviði reynist vera. En ef að líkum lætur, verður hann víst harla slæmur. Það er slæmt að standa illa að vígi í viðskiptum við önnur lönd. Þó er enn verra að standa illa að vígi gagnvart Guði. íslenska þjóð- in þyrfti að skoða stöðu sína gágn- ‘vart Guði gaumgæfilega. Sú staða er henni meira lífsspursmál en nokkuð annað. Það má vel þola erfiðleika um sinn og jafnvel skort á þeim vör- um, sem við höfum vanið okkur á. Við lifum það af. íslendingar hafa oft staðið frammi fyrir mikl- um erfiðleikum, en aldrei hefur skammdegið verið svo svart, að ekki hafí birt á ný. Þjóðin missti aldrei vonina um bjartari og betri daga, og þannig skal barátta þjóð- arinnar fyrir betri kjörum ein- kennast af bjartsýni og jákvæðu hugarfari, og þá mun allt ganga betur. Þá lifum við af þá erfið- leika, sem á vegi okkar verða. En trúleysi og skort á trausti til Guðs getur engin þjóð lifað af. Þegar til lengdar lætur, hlýtur slíkt að hafa geigvænleg áhrif á andlegt og siðferðilegt líf þjóðar- innar. Það má aldrei koma fyrir, að þjóðin gleymi Guði sínum í bar- áttu sinni fyrir meiri lífsgæðum. Það væri eins og maður, sem væri að byggja húsið sitt hærra og hærra, en sækti sér efnivið úr undirstöðum hússins. Við sjáum hvemig slíkt endar. í þessu tilliti er enginn munur á húsinu og einstaklingnum. Ef kapphlaupið um lífsins gæði og lystisemdir nagar burt andlegt og trúarlegt líf mannsins, þá á hann engar undirstöður lengur til að byggja líf sitt á og reikar um í rótleysi og viljaleysi. Þá glatast líka það, sem öllum mönnum er nauðsynlegt að eiga, en það er innri friður, sálarfriður og friður við Guð og menn. Hvemig er ástatt í þeim málum hjá okkur á þessum fyrsta degi hins nýja árs? Eigum við frið í sál, þegaf'við lítum yfír farinn veg og horfum fram til komandi tíma? Hvemig má öðlast innri frið, spyr margur maðurinn. Friðurinn kemur frá Guði, og hann er æðri öllum skilningi. Sá sem á sam- félag við guð, á gleði í hjarta sínu, og þarf ekki að vera hugsjúkur Séra Hjalti Guðmundsson um neitt. En það er ekki alltaf leitað til Guðs. Hann vill stundum gleymast. Menn leita annað og reyna að fínna frið, þar sem hann er ekki að fá. Menn leita á náðir alls konar eiturefna og reyna að kaupa sér frið um skamma stund, en það er falskur friður. Heimurinn á aðeins gervifrið að veita, sem breytist í böl að lokum. Þessi frið- ur kann að líta vel út á ytra borði, en þegar á reynir, hrynur allt. Sá friður, sem einn stenst og er varanlegur, er guðlegrar ættar og sækir líf sitt og þrótt til Guðs. Sá sem eignast þann ftíð, verður aldrei svikinn. Hann vaknar ekki upp að morgni með tómt höfuð og friðlaust hjarta. Friður Guðs er einmitt það, sem menn þarfnast mest af öllu nú á dögum. Það er erfitt að lifa mann- legu lífí í dag og eiga að standa einn og óstuddur í stormum lífsins. Slíkt er engum manni ætl- andr. FVrr eða síðar hlýtur eitthvað að Dresta, því að'Við erum ekki gerð fyrir allan þann gauragang, sem við höfum þyrlað upp í kring um líf okkar. Okkur er eðlilegra að lifa rósömu lífi og geta gefið okkur tíma til umhugsunar. Það líður engum vel, sem anar áfram í hugsunarleysi. Kyrrð og friður eru okkur lífsnauðsyn ekki síður en matur og drykkur. Hvergi njótum við betur friðar en í návist Guðs og með orð hans og bæn í hjarta. Þess vegna er gott að koma í hús hans á þessum morgni og heilsa nýju ári með lofgjörð og þökk til Guðs, sem hefur verið okkur svo góður. Við höfum öll margs að minn- ast með þakklæti. Og þó að erfið- leikar og sorgir hafí komið upp í lífi okkar, þá hefur góður guð hjálpað okkur að bera byrðamar. Hann hefur staðið við hlið okkar og veitt okkur stuðning. Guð hefur gefíð okkur helgi- stað, þar sem gott er að koma til fundar við hann í orði hans og bæn til hans. Þanníg erum við hluti af kirkjunni og hún er hluti af okkur. Við þörfnuðumst kirkjunnar til að styrkja okkur og leiðbeina í lífínu, og hún þarfnast okkar í þjónustu og samfélagi. Ef við bregðumst, þá bregst líka kirkjan, ekki bara prestamir, heldur allir þeir, sem henni tilheyra. Ef við emm trygg og staðföst, þá er kirkjan þeim mun sterkari og öflugri. Hvað gefur kirkjan okkur? Þeg- ar við tilbiðjum með öðmm, þá streymir blessun til okkar allra. Þegar við beygjum höfuð okkar í bæn, þá fínnum við nálægð Drott- ins Jesú, frelsarans. Og þegar við syngjum saman sálmana hjart- fólgnu, þá fínnum við kraftinn streyma inn í líf okkar, einmitt þann kraft, sem gerir okkur kleift að lifa lífínu eins og við ættum. Hvað gerðum við án kirkjunn- ar? Við vitum, að hún er sterk- asti bandamaður heimilisins og alls þess, sem fegurst er og best í mannlegu lífí. Kenningar kirkj- unnar, Guðs orð, leiða okkur til sannleikans, og það orð styrkir okkur í ótta og sorg, eflir trú okkar og vekur okkur nýja von og fyllir huga okkar gleði.‘ Megi sannur friður streyma til okkar allra 5 þessum nýársdegi og megi góður Guð gefa okkur hveiju og einu bjart ár og þjóð- inni allri gæfu og gleði. Guð gefí okkur öllum gleðilegt nýtt ár. í Jesú nafni. Amen.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.