Morgunblaðið - 03.01.1989, Qupperneq 26
26
MpRGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1989
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Flaraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
ÁrniJörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
ÁgústlngiJónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 70 kr. eintakið.
Forseti haftiar böl-
hyggju og bölrækt
Steingrímur Hermannsson,
forsætisráðherra, sagði
þjóðinni ekkert um það í ára-
mótaræðu sinni á gamlárskvöld,
hvers hún mætti vænta frá ríkis-
stjóminni á hinu nýbyijaða ári.
Raunar bám yfirlýsingar að-
standenda ríkisstjórnarinnar
það með sér, að mál séu þar í
einhverri biðstöðu, þótt liggi í
loftinu, að efnahagsráðstafana
kunni að vera að vænta fýrr en
síðar. Þær hafa að vísu verið á
döfinni þá þijá mánuði, sem
stjómin hefur nú setið, en hing-
að til hefur hún einbeitt sér að
því að leggja aukna skatta og
nýjar álögur aðrar á borgarana.
Þótti forsætisráðherra ekki við
hæfi að gera skattbyrðina að
umtalsefni á síðasta kvöldi árs-
ins. Hann talaði á hinn bóginn
eins og fiskafli hefði verið rýr á
árinu 1988 og sagði meðal ann-
ars: „Eflaust eykst aflinn fljót-
lega aftur og eftirspurn eftir
góðum sjávarafurðum verður
mikil.“ Er næsta einkennilegt
að komast þannig að orði í lok
árs, sem hefur fært „íslensku
þjóðinni mestan sjávarafla frá
því að fiskveiðar hófust,“ svo
að vitnað sé í orð Þorsteins
Gíslasonar, fiskimálastjóra, hér
í blaðinu á gamlársdag.
Frú Vigdís Finnbogadóttir
forseti Islands vék að umræðum
um kreppu í ávarpi sínu á nýárs-
dag. Forsetinn sagði meðal ann-
ars:
„Því er vitanlega ekki að neita
að við eigum við nokkra örðug-
leika að stríða, samdrátt á ýms-
um sviðum, rekstrarvanda af
einu og öðm tagi. Sumir segja
að þjóðartekjur muni minnka
nokkuð. En er það samt ekki
vanþakklæti að kalla þessa örð-
ugleika kreppu? Við búum sem
fyrr við einhveijar hæstu þjóðar-
tekjur á nef eða samkvæmt
áætlun fyrir 1988 rétt innan við
milljón krónur á mann — og er
þá talið með sérhvert manns-
barn í landinu.“
Forseti líkti því við happ-
drættisvinning, sem gerðist hér
á ámnum 1986 og 1987, þegar
verð á sjávarafurðum var hátt
en olíuverð lágt og ýmislegt
fleira okkur í hag. Eftir slíkan
vinning væri erfitt að horfast í
augu við hversdagsleikann. „En
hversdagsleikinn er ekki
kreppa," sagði forseti og bætti
við innan sviga: „og allra síst
þegar litið er til þess að áður-
nefndar þjóðartekjur hafa stór-
aukist frá því sem þær vom
árið 1983 — og að þjóðin kaup-
ir 15 af hundraði meira með
tekjum sínum nú en hún gerði
fýrir 5 ámm.“ Og enn sagði
forseti íslands: „Og enginn verð-
ur meiri af að leggjast í böl-
hyggju og bölrækt. Við höfum
illa ráð á því að eyða orku okk-
ar sjálfra, sem er orka þjóðar-
innar, í krepputal og kvíða.“
Þessi orð forseta íslands
ganga þvert á það sem hæst
hefur borið í þjóðmálaumræðum
undanfarna mánuði. Að vísu
hafa þær raddir heyrst oftar en
einu sinni á þeim tíma, að oft
væri of fast að orði kveðið hjá
þeim sem hæst hafa látið í sér
heyra og notað orð eins og
„kreppa“ eða „þjóðargjaldþrot"
um núverandi ástand og það sem
í vændum væri. Sérstök ástæða
er þó til að staldra við þegar
forseti Islands flytur vamaðar-
orð af þessu tagi.
í þessu samhengi komst
Vigdís Finnbogadóttir einnig
þannig að orði: „Nær væri að
hugsa um það sem má styrkja
okkur sjálf til verka, í stað þess
að berast ráðvillt með því kapp-
hlaupi sem mikið er stundað í
fjölmiðlum og ég vil kalla að við
séum þar að vega að okkur sjálf-
um með bölsýni. Síst vil ég kasta
rýrð á góða fréttaþjónustu við
landsmenn við að skýra þeim
skjótt frá því sem er að gerast
í landinu og í heiminum öllum,
fréttaþyrstri þjóð. En má það
ekki vera augljóst að erfitt er á
stundum að öðlast heildarsýn
yfír málefni lands og lýðs þegar
setið er hveija stund um þá
stjórnmálamenn sem þjóðin hef-
ur kjörið og þeir fulltrúar eru
krafðir sagna um hugsanir sínar
frá andartaki til andataks."
Vilji menn komast að skyn-
samlegum niðurstöðum og finna
hæfilegar lausnir verða þeir
fyrst að gefa sér tíma til að fá
yfirsýn yfir og síðan skilgreina
vandann, sem við er að glíma.
Fjölmiðlar hafa meðal annars
því hlutverki að gegna að miðla
til manna upplýsingum, svo að
þeir geti dregið af þeim ályktan-
ir. Stjómmálamenn hafa gefið
kost á sér til ábyrgðarstarfa til
að greiða úr málum, taka
ákvarðanir, rökstyðja þær og
afla þeim stuðnings. Fjölmiðlar
geta ekki haft meira eftir stjórn-
málamönnum en þeir sjálfir
segja. Noti stjómmálamenn
röng orð eða tali áður en þeir
gefa sér tóm til að hugsa leiðir
það ekki til annars en vand-
ræða. Forseti íslands bendir
réttilega á, að þau vandræði em
töluverð með þjóðinni við upphaf
nýs árs.
Enginn verður n
af að legjgjast í
bölhyggju og böl
* +
Avarp Vigdísar Finnbogadóttur forseta Islan
Góðir landsmenn allir,
— gleðilegt nýtt ár.
A þessu nýja ári vil ég fyrst
þakka löndum mínum vinarhug og
það mikla traust sem mér var sýnt
á árinu sem nú er liðið.
Sem einatt fyrr við áramót hugs-
um við til þeirra sem ekki eru leng-
ur meðal okkar. Sameinuð stöndum
við ávallt í samhryggð okkar með
þeim sem verða að horfast í augu
við það sem orðið er og enginn fær
breytt. En við sameinumst einnig í
þeirri huggun sem líf og starf góðra
manna hefur verið okkur, þeim
styrk sem þeir skilja okkur eftir
eins og Ólafur Jóhann Sigurðsson
sagði í kveðjuljóði sínu:
. Af flestu því hef ég fátt eitt gert
sem fólki hér þykir mest um vert,
en ef til vill sáð í einhvem barm
orði sem mildar kvðl og harm.
Um síðustu áramót veltum við
um stund fyrir okkur bjartsýni og
mikilvægi hertnar í hugarfari þjóð-
ar. Ekki þeirri bjartsýni sem fæst
fyrir lítið á sölutorgum, heldur
þeirri sem byggir á heilbrigðu
sjálfstrausti, vilja tii að finna það
sem hjálpar manneskjunni af stað
og er okkur nauðsynlegur orku-
gjafi. Nú verður ekki betur séð en
að um þessi áramót sé enn og aftur
þörf á því að við tökum okkur bjart-
sýnistak. Því nú um skeið hefur
vofa verið á sveimi meðal okkar og
breitt úr sér freklega — og er köll-
uð kreppa. í fréttum er á því klifað
að hún glotti framan í okkur í
hverri gátt.
Því er vitanlega ekki að neita að
við eigum við nokkra örðugleika að
stríða, samdrátt á ýmsum sviðum,
rekstrarvanda af einu og öðru tagi.
Sumir segja að þjóðartekjur muni
minnka nokkuð. En er það samt
ekki vanþakklæti að kalla þessa
örðugleika kreppu? Við búum sem
fyrr við einhveija hæstu þjóðartekj-
ur á nef eða samkvæmt áætlun
fyrir 1988 rétt innan við milljón
krónur á mann — og er þá talið
með sérhvert mannsbam í landinu.
Á árunum 1986 og 1987 unnu ís-
lendingar í happdrætti ef svo mætti
að orði kveða. Verð á aðalútflutn-
ingsvöru okkar, sjávarafurðum, var
hátt, olíuverð var lágt og ýmislegt
fleira var okkur í hag. Það er
kannske von, að eftir þennan stóra
happdrættisvinning verði mönnum
ekki um sel, þegar þeir þurfa að
horfast í augu við hversdagsleik-
ann.
En hversdagsleikinn er ekki
kreppa (— og allra síst þegar litið
er til þess að áðurnefndar þjóðar-
tekjur hafa stóraukist frá því sem
þær voru árið 1983 — og að þjóðin
kaupir 15 af hundraði meira með
tekjum sínum nú en hún gerði fyrir
5 árum). Þessu hættir okkur til að
gleyma. Og enginn verður meiri af
að leggjast í bölhyggju og bölrækt.
Við höfum illa ráð á því að eyða
orku okkar sjálfra, sem er orka
þjóðarinnar, í krepputal og kvíða.
Nær væri að skoða vandkvæðin
algáðum augum og snpa bökum
saman til að vinna okkur út úr
þeim því „hvað má höndin ein og
ein“ eins og Matthías kvað í Islend-
ingaljóðum sínum. Nær væri að
hugsa um það sem má styrkja okk-
ur sjálf til verka, í stað þess að
berast ráðvillt með því kapphlaupi
sem mikið er stundað í fjölmiðlum
og ég vil kalla að við séum þar að
vega að okkur sjálfum með böl-
sýni. Síst vil ég kasta rýrð á góða
fréttaþjónustu við landsmenn við
að skýra þeim skjótt frá því sem
er að gerast í landinu og í heiminum
öllum, fréttaþyrstri þjóð. En má það
ekki vera augljóst að erfitt er á
stundum að öðlast heildarsýn yfir
málefni lands og lýðs þegar setið
er hveija stund um þá stjómmála-
menn sem þjóðin hefur kjörið og
þeir fulltrúar eru krafðir sagna um
hugsanir sínar frá andartaki til
andartaks. Er svo komið að mörg-
um ofbýður atgangurinn í harðri
samkeppni um tíðindi sem helst
þurfa að vera æsifréttir. Gæti ekki
svo farið að við hættum að taka
mark á þó hrópað væri: „Úlfur,
úlfur. ..“
Hvenær sem við lítum í kringum
okkur og skoðum þau efnislegu kjör
sem þjóðum em búin, þá hljótum
við að sjá að við emm vel sett með
þau lífsgæði sem starf okkar og
forfeðra okkar hefur fært okkur.
Við vomm fyrrum úrræðalítil og
bjargarlaus þjóð. — Nýlega var
gefin út myndabók breska listmál-
arans og íslandsvinarins Colling-
wood með yndislegum og ómetan-
legum vatnslitamyndum frá íslandi
af þeim stöðum sem frægastir em
í fomíslenskum bókmenntum — og
nefnd „Fegurð íslands". Colling-
wood var hér á ferð fyrir tæpri öld
og lýsir þá landsmönnum og höfuð-
staðnum á þennan veg: „Allir em
fátæklega til fara og staðurinn
sjálfur nakinn, aumur og eyðilegur.
Úndirokun og sinnuleysi þeirra, sem
ættu að geta stuðlað að bærilegri
og uppörvandi tilvem og vaxandi
velmegun þjóðarinnar, vom augljós,
eða svo fannst mér að minnsta
kosti. Hvarvetna er skítur og óreiða
og allt virðist hálfkarað .. .“
Nú er myndin önnur. Djörfung
og hugur hafa reist íslendinga úr
öskustó. Hvarvetna blasir við glæsi-
legur húsakostur velmenntaðrar og
framtakssamrar þjóðar sem, ef á
það mætti minna, sigraði td. skelfi-
legan smitsjúkdóm eins og berkla
á skemmri tíma en aðrar þjóðir af
því að hún lærði svo vel að varast
sýkilinn meðal annars með miklu
líkamlegu hreinlæti, sem Íslending-
ar hafa haft í hávegum æ síðan.
En maðurinn lifir ekki á einu
saman brauði. Þegar kreppa er
nefnd verður mér það ofar í huga
að við emm reyndar stödd í eins
konar þjóðemislegri kreppu. Og við
emm ekki ein um það. Hliðstæður
vandi steðjar að mörgum öðmm
þjóðum, smærri og stærri. Við lifum
þá tíma að sterk alþjóðahyggja ríkir
Innflutningsgjald bíla hækkar um 11%:
Utsöluverð ódýrs bíls
hækkað um 40 þúsund
Framfærsluvísitalan hækkar um 0,45%
INNFLUTNINGSGJALD af bílum hækkaði um 11% um áramótin.
Gjaldið er mishátt eftir bílum, var 5—55% en verður nú 16—66%.
Áhrifin á útsöluverð bíla er því mismunandi. Ef ekki verða aðrar
breytingar má búast við að meðalbíllinn hækki um rúm 8%, þannig
að útsöluverð bíls sem kostaði 500 þúsund fyrir áramót hækki um 40
þúsund. Fjármálaráðuneytið telur hins vegar að reynslan sýni að bú-
ast megi við að hækkunin gjaldsins komi ekki öll fram i útsöluverðinu
og að bilarnir hækki því um 6—7%.
Að sögn Bolla Þórs Bollasonar
skrifstofustjóra hagdeildar íjármála-
ráðuneytisins er búist við að hækkun
innflutningsgjaldsins auki tekjur
ríkissjóðs um 400 milljónir á næsta
ári og hafi þá verið gert ráð fyrir
að hækkunin minnki innflutning
bíla. Á síðasta ári voru fluttir inn
14—15 þúsund bílar og gerir fjár-
málaráðuneytið ráð fyrir að 10—11
þúsund bílar verði fluttir inn á ný-
byijuðu ári. Gísli Guðmundsson
formaður Bílgreinasambandsins tel-
ur hins vegar að bílainnflutningurinn
minnki enn meira, meðal annars
vegna hækkunar innflutningsgjalds-
ins, og að bílafjöldinn geti farið nið-
ur í 6 þúsund bíla.
Ef hækkun innflutningsgjaldsins
leiðir til 8% hækkunar á útsöluverði
bíla mun það leiða til 0,45% hækkun-
ar framfærsluvísitölunnar, sam-
kvæmt upplýsingum Vilhjálms Ól-
afssonar hjá Hagstofunni. í fram-
haldi af því mun lánskjaravísitalan
hækka um 0,3%. Gísli segir að bíla-
innflutningur hafi dregist mjög mik-
ið saman undanfarna mánuði. „Við
teljum að við þessa hækkun innflutn-
ingsgjaldsins muni innflutningurinn
dragast enn meira saman. Vegna
minni innflutnings mun ríkið ekki
fá fleiri krónur í kassann en áður
en eykur aðeins með þessu verð-
bólguna, eins og fram kemur í hækk-