Morgunblaðið - 03.01.1989, Side 36

Morgunblaðið - 03.01.1989, Side 36
36 MOKGUNBLAÐIÐ TSRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1939 JC Hunabyggð getur komið góðu til leiðar eftir Snorra Bjarnason Inn um bréfalúgur okkar Blöndu- ósinga var verið að skjóta blaði sem kallað er Fengur. Þetta er annað tölublað 1. árgangur af einhverskon- ar fréttablaði sem JC-Húnabyggð er að hefja útgáfu á, og er þetta jóla- blað. A forsíðu þessa blaðs er viðtal og kveéja til Húnvetninga frá Vigdísi Finnbogadóttur forseta islands. Þetta er ekki langt mál en eins og við mátti búast af okkar ástsæla forseta, er það sem þar er sagt gott og hnitmiðað og á vissulega erindi til allra Islendinga. Þar segir Vigdís aðspurð: yÁ því leikur enginn vafi að böm á Islandi tala bæði lakari íslensku og eru fátækari að orðaforða nú en fyrir nokkrum árum. Við lagfærum það best með því að vera stöðugt á varðbergi; að rétt sé farið með orða- tiltæki og málshætti og að menn leggi sig fram um að kenna bömum að nota þá auðlind tungunnar sem í þeim felst. Við megum ekki gleyma því nokkra stund að það emm við fullorðna fólkið sem bemm ábyrgð á því að kenna æskunni tungumálið. Bömin hafa eftir það sem fyrir þeim er haft. Málskyn bama auðgast auð- vitað sé mikið lesið fyrir þau. Mikil- vægt er að þau venjist á að njóta tungumálsins af frásögnum í bókum. Það er heldur ekkert leyndarmál að ég vil leggja ríkari áherslu á að kenna bömum ljóð, ekki síst ljóð sígildu skáldanna okkar frá 19. öld sem auðvelt er að læra vegna stuðla, höfuðstafa og ríms. Þau notuðu öll kjammikil og myndrík orð sem mörg hver em að hverfa úr tungunni. Við skulum hafa það hugfast að það er „Látum ekki það slys henda okkur að opna hér áfengisútsölu eða bjórstofur eins og eiga eftir að sjást í kaup- stöðum þessa lands.“ tungumálið sem gerir okkur að þjóð. Það er undirstaða þess að við emm eilítið öðmvísi og það aflar okkur virðingar meðal þjóða.“ Inni í blaðinu em ýmsar JC-fréttir sem mest lúta að æfingu í ræðumennsku. Þar stendur á einum stað: „Við í JC reyn- um að láta gott af okkur leiða til byggðarlagsins um leið og við þrosk- umst við hvert unnið gott verk.“ Á öðmm stað er talað um stofnun sam- taka um sorg og sorgarviðbrögð. Þar er sagt: „Sorg getur hlotist af fleim en ástvinamissi, eins og t.d. eigna- missi, skilnaði, atvinnumissi og mannorðsmissi." En þegar við komum að baksíð- unni þá er þar fyrirsögn jafn stór þeirri á forsíðunni og hún er svona: „Blönduósingar vilja áfengisútsölu." I fyrsta tölublaði Fengs sem kom út fyrir ekki all löngu er birt viðtal við bæjarstjórann í okkar nýja bæ, Ofeig Gestsson. Hann er þar spurður að því hvort hann myndi greiða at- kvæði með þvf að opnuð yrði áfengis- útsala á Blönduósi og svarar hann því hiklaust játandi. Nú hafa JC-menn fylgt þessu eft- ir með því að framkvæma könnun á vilja bæjarbúa (18 ára og eldri) um málefni þetta nú í desembermánuði. Niðurstaða þeirra er sú að áfengisút- sala njóti stuðnings meirihluta bæj- arbúa, þótt óneitanlega sé mjótt á mununum. Af 61 sem spurður var sögðu 32 já, 28 nei. Einn tók ekki afstöðu. Það er varla hægt að draga aðra ályktun af þessum skrifum Fengs, en hér sé um óskadraum að ræða. Sé svo sem ég vona að sé þó ekki, þá ráðlegg ég ykkur gott JC-fólk að lesa betur orð forsetans okkar og íhuga vel í víðara samhengi. Kaflinn um sorg og sorgarviðbrögð gæti líka snert þetta mál, það er líka vert íhug- unar. JC getur látið gott af sér leiða, og þroskast um leið við hvert unnið gott verk, en sú viðleitni má ekki snúast upp í andhverfu sína. P.S. Við Blönduósingana vil ég segja: Látum ekki það slys henda okkur að opna hér áfengisútsölu eða bjórstofur eins og eiga eftir að sjást í kaupstöðum þessa lands. Við skul- um þora að hugsa öðruvísi og vera eilítið öðruvísi en önnur bæjarfélög, það aflar okkur virðingar meðal ann- arra landsmanna og jafnvel meðal annarra þjóða. Við gætum orðið vegvísir að nýrri aldamótakynslóð. í lok viðtalsins við Vigdísi forseta biður Fengur forset- ann um einhver holl ráð til erfingja þessa lands, bamanna okkar. Svarið er: „Að rækta allt sem hægt er að rækta, land, þjóð og tungu.“ Við skulum því geyma forsíðu þessa blaðs svo þessi orð falli okkur ekki úr minni en baksíðuna látum við á áramótaeldinn. Eg óska öllum landsmönnum gleðilegs komandi árs og gifturíkrar framtíðar. Blönduósi, 28. des. 1988. HiSfundur er formaður áfengis- varnarnefhdar Blönduóss. V m* i BáLLETTSIÍLá INNRITUN DAGLEGA í SÍMA 38360 FRÁKL. 13-15 Kennsla hefst mánudaginn 9. jan. Fjölbreytt og skemmtilegt kerfi fyrir alla aldurshópa. Framhaldsnemendur mæti á sömu tímum og áður. Afhending og endurnýjun skírteina í skól- anum laugardaginn 7. jan. frá kl. 13-15. Ballettskóli A. Eddu ^ Scheving Skúlatúni 4 Meðlimur í Félagi fslenskra listdansara. Sjálfsímynd þjóðkirkjunnar FYRSTA ráðstefiia Skálholts- skóla á nýju ári verður haldin 5.—7. janúar. Fjallað verður um sjálfsímynd þjóðkirkjunnar eins og hún birtist í prédikun, guðfræði, helgisiðum og þjón- ustu kirkjunnar. Þá verður fjallað um stöðu biskupsins inn- an kirkjunnar. Helstu fyrirlesarar eru sr. Dalla Þórðardóttir, dr. Gunnar Kristj- ánsson, dr. Hjalti Hugason, sr. Jónas Gíslason prófessor, sr. Kristján Valur Ingólfsson og Ragnheiður Sverrisdóttir djákni. I ráði er, að málþing um kirkju og guðfræði verði haldin árlega við lok jóla, svokallaðar þrett- ándaakademíur. Þessi ráðstefna nú er hin fyrsta í röðinni. Þrett- ánda akademía Skálholtsskóla er öllum opin. Skráning fer fram á Biskupsstofu. Skákþíng Reykjavík- ur hefet á sunnudag Skákþing Reykjavíkur 1989 hefst næstkomandi sunnudag, 8. janúar, og verður teflt í félags- heimili Taflfélags Reykjavíkur á Grensásvegi 44-46. I aðalkeppninni munu keppendur tefla saman í einum flokki 11 um- ferðir eftir Monrad-kerfi. Umferðir verða að jafnaði þrisvar í viku, á sunnudögum kl. 14.00 og á mið- vikudögum og föstudögum kl. 19.30. Biðskákdagar verða inn á milli. Aðalkeppninni lýkur væntan- lega 1. febrúar. Keppni í flokki 14 ára og yngri á skákþingi Reykjavíkur hefst laug- ardaginn 14. janúar kl. 14.00. í þeim flokki verða tefldar níu um- ferðir eftir Monrad-kerfi, umhugs- unartími 40 mínútur á skák fyrir hvern keppanda. Keppnin tekur þijá laugardaga, þijár umferðir í senn. Bókaverðlaun verða a.m.k. fyrir fimm efstu sætin. Lokaskráning í aðalkeppnina verður laugardaginn 7. janúar kl. 14.00-18.00 og er öllum heimil þátt- taka. Taflfélag Reykjavíkur hefur haldið skákþing Reykjavíkur árlega frá árinu 1931. Ingi R. Jóhannsson hefur oftast orðið skákmeistari Reykjavíkur, alls sex sinnum. Næstir koma Ásmundur Ásgeirs- son, Baldur Möller, Eggert Gilfer, Benóný Benediktsson, Björn Þor- steinsson og Jón Kristinsson, en þeir hafa unnið meistaratitilinn fjór- um sinnum hver. Núverandi skák- meistari Reykjavíkur er Þröstur Þórhallsson, alþjóðlegur skákmeist- ari, en hann hefur borið meistaratit- ilinn í tvö ár, eftir sigur á skák- þingum Reykjavfkur 1987 og 1988. Fréttatilkynning frá Taflfélagi Reykjavík- ur. Innbrot í Foss- vogsskóla BROTIST var inn í Fossvogs- skóla um áramótahelgina. Skemmdir voru unnar á skrif- stofúm. Ekki er vitað hveijir þarna voru að verki. Skammt er síðan kveikt var í tónmenntakennslustofu við Fossvogsskóla. Það mál upplýstist og áttu piltar á unglingsaldri sök að máli. 30 TONNA réttinda námskeið (pungaprófsnámskeið) hefst 11. jan. Kennsla fer fram kl. 7-11 á kvöldin, mánudaga og miðvikudaga eða þriðjudaga og fimmtudaga. Námskeiðsgjald er kr. 10.000. Námsgögn fást í skólanum. Tekið er á móti greiðslu námskeiðsgjalda í húsnæði skólans Lágmúla 7 kl. 16.30-17.30 mánudaginn 9. janúar og þriðjudaginn 10. janúar. Upplýsingar í síma 68 98 85 og 310 92. SIGLINGASKÓLINN - meðlimur í Alþjóðasambandi siglingaskóla, ISSA.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.