Morgunblaðið - 03.01.1989, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 03.01.1989, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1989 39 tl'llUlfUtáÍjMJKáEíW 3 '1111111 IHlJlJiiBiJáSniflMJM Minning’: Vilhjálmur Guðjóns- son vélstfóri svo og aldraðri móður Vilhjálms og systkinum hans. Blessuð sé minning hans. Jarðarförin fer fram þriðjudaginn 3. janúar 1989. Jóhann Lárusson Aldrei er svo bjart yfir oðlingsmanni að eigi geti syrt jafii snögglega og nú og aldrei er svo svart yfir sorgarranni að eigi geti birt fyrir eilifa trú. (J.H.) Látinn er svili minn og vinur, Vilhjálmur Guðjónsson, aðeins 56 ára að aldri, eftir tiltölulega stutta en hetjulega baráttu við illvígan sjúkdóm. Vinátta okkar hófst er ég kvæntist inn í sömu fjölskyldu og hann og hafði því staðið í meira en þijátíu ár. Margs er að minnast á svo löngum tíma en efst er í huga tryggð hans og traust. Það var afar gott að leita til Vilhjálms, því bón- góður var hann með afbrigðum og vildi hvers manns vanda leysa. Ég minnist allra heimsóknanna á hið fallega og gestrisna heimili hans og Halldóru mágkonu minnar, einn- ig í sumarbústaðinn þeirra hlýja og notalega er þau reistu sér fyrir all- mörgum árum í Borgarfirðinum. Vilhjálmur var mikill heimilismaður og naut sín best innan um fjöl- skyldu sína og vini. Ég minnist hversu hlýr og góður hann var alla tíð tengdaforeldrum sínum og reyndist þeim eins og besti sonur. Fyrir það er öll fjölskyldan honum þakklát. Að leiðarlokum er ég þakk- látur fyrir vináttu hans, sem aldrei bar skugga á. Halldóru mágkonu minni, sonum þeirra fjórum, tengdadætrum, barnabörnum, móð- ur hans og öðrum aðstandendum sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Siguróli Jóhannsson Fæddur 4. mars 1932 Dáinn 27. des. 1988 I dag er ti! moldar borinn frá Akraneskirkju Vilhjálmur Guðjóns- son, Vogabraut 42, Akranesi. Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness hinn 27. desember sl. eftir erfið veikindi og baráttu við ólæknandi sjúkdóm. Vilhjálmur Maríus Guðjónsson, en svö hét hann fullu nafni, fædd- ist 4. mars 1932 á Þorgeirsfelli í Staðarsveit sjöundi í röðinni af fjórtán bömum þeirra Unu Jóhann- esdóttur og Guðjóns Péturssonar. Fljótlega fluttu foreldrar Vilhjálms á Gaul í Staðarsveit og bjuggu þar í torfbæ með barnahópinn til_ 1945, er Guðjón byggði nýtt hús. Á Gaul ólst Vilhjálmur upp og við þann bæ er fjölskyldan gjarnan kennd. Á þessum árum var lífsbarátta íslenska bóndans hörð, ekki síst ef fjölskyldan var stór og þurftu börn- in þá strax að taka til hendinni, er kraftar leyfðu. Vilhjálmur vandist því í æsku að þurfa að vinna og var vinnusemi hans alltaf söm og jöfn alla hans ævi. Ungur að árum fór Vilhjálmur að heiman og þá til Sandgerðis á vertíð. í ársbyijun 1952 fluttist hann svo til Akraness, þar sem hann settist að, stofnaði heimili og bjó á Akranesi til dauðadags. Lengst af hefur Vilhjálmur stundað sjóinn sem vélstjóri á fiskibátum stórum og smáum, en hann hafði aflað sér réttinda á hinar stærri vélar fiskiskipa. Á ámnum 1952- 1965 reri Vilhjálmur á hinum hefð- bundnu vertíðarbátum frá Akranesi og var hann oftast á þessum árum undir skipstjórn Helga Ibsen, þekkts skipstjóra og aflamanns hér á Akranesi. Það var því engin tilviljun, að þeir samstarfsmennirnir, Vilhjálm- ur og Helgi, réðust í útgerð saman, er þeir keyptu haustið 1965 70 tonna tréskip, mb. Rán, og stofnuðu um reksturinn fyrirtækið Hafbjörgu hf. Fyrirtækið gekk vel, enda eig- endurnir báðir áhugasamir og dug- legir. Annar bátur var síðan keypt- ur og fiskverkun hafín. Fyrirtækið ráku þeir félagar til ársins 1977 og gekk reksturinn flest árin harla vel. Helgi ber Vilhjálmi einkar vel söguna fyrir dugnað og samvisku- semi og hefur beðið undirritaðan að færa Vilhjálmi sínar bestu þakk- ir fyrir afbragðs góða samvinnu og samstarf á sjó og landi í gengum árin. Frá 1977 stundaði Vilhjálmur ýmis störf, þar af nokkurn tíma sjómennsku. Síðustu þrjú árin var hann starfsmaður hjá Skipasmíða- stöð Þorgeirs og Ellerts hf. á Akra- nesi. Vilhjálmur kvæntist hinn 8. des- ember 1956 systur undirritaðs, Halldóru Lárusdóttur, sem fædd er og uppalin á Akranesi. Þau eignuð- ust ú'óra mannvænlega drengi, sem eru: Lárus f. 1956, kvæntur Móeiði Sigvaldadóttur og eiga þau tvö börn; Guðjón Unnar f. 1958; Þröst- ur f. 1961, kvæntur Lindu Dröfn Pétursdóttur og eiga þau tvö börn; og Bjöm Sigurður f. 1967, sambýl- iskona hans er Guðrún Hlín Gunn- arsdóttir og eiga þau eitt bam. Þau Halldóra og Vilhjálmur bjuggu í farsælu hjónabandi í rúm þijátíu ár og voru samhent í upp- eldi drengjanna. Nú síðustu árin bjuggu þau sér fallegt og notalegt heimili að Vogabraut 42 á Akra- nesi. Vilhjálmur var mikill heimilis- maður og vildi helst dvelja þar, þegar skyldustörfin kölluðu ekki á. Undirritaður kynntist vitaskuld Vilhjálmi talsvert náið. Hann var dulur maður, sem flíkaði ekki til- finningum sínum og sumum kann að hafa fundist hann þurr á mann- inn stundum. Það getur hafa stafað af því, að allt smjaður og óþarfa orðagjálfur var honum ekki eigin- legt. Hann kunni að gleðjast í góðra vina hópi, hann var trygglyndur, heiðarlegur og góður vinur vina sinna. Hann var með öðmm orðum það sem þótti prýða hvern mann hvað mest hér áður fyrr; það er „drengur góður“. En nú er komið að leiðarlokum og þá er vissulega margs að minn- ast. Undirritaður þakkar Vilhjálmi einkar góða viðkynningu, sem sann- arlega bar aldrei skugga á. Systur minni, drengjunum henn- ar og fjölskyldum þeirra færi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur, Viilátm vcnanbb Gluggasmiðjan Kf. Síöumúla 20,108 Rcykjavík, sími 91-601077, Telefax 91-689363 GLUGGASMIÐJAN ÓSKM LANDSMÖNNUM FALSÆLDAR Á NÝJU Ml

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.