Morgunblaðið - 03.01.1989, Page 41
MORGUNBLÍA.ÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR ’3. JANÚAR 1089
41
Minniiig:
Gunnar Steindórs-
son fv. tollþjónn
Fæddur 11. mars 1915
Dáinn 22. desember 1988
í dag verður til moldar borinn
afi okkar Jörgen Gunnar Steindórs-
son fyrrv. tollþjónn sem lést 22.
desember síðastliðinn.
Afi fæddist á Skjalþingsstöðum
í Vopnafirði þann 11. mars 1915.
Foreldrar hans voru hjónin Árni
Steindór Kristjánsson bóndi og
Guðrún Jörgensdóttir kennari. Þau
áttu 3 börn og var afi yngstur
þeirra, eftirlifandi systur hans eru
Ingibjörg og Stefanía báðar búsett-
ar á Akureyri. Þegar afi var 3 ára
fluttist fjölskylda hans frá Skjal-
þingsstöðum til Syðri-Víkur sem er
næsti bær við. Þar bjuggu afi hans
og amma, Kristján Árnason og
Stefanía Stefánsdóttir, ásamt
tveimur börnum sinum, Valdóri og
Salvöru. Afi fékk ekki að njóta
umhyggju móður sinnar lengi því
aðeins ijórum árum eftir flutning-
ana deyr hún af bamsförum. Eftir
það ólst hann upp ásamt systrum
sínum hjá föðursystkinum og föður-
foreldmm. Faðir hans fluttist fljót-
lega út á Tanga þar sem hann vann
við verslunarstörf en tók engu að
síður þátt í rekstri búsins ásamt
fjölskyldu sinni. Þær Salvör og Stef-
anía gengu bömunum í móðurstað
að eins miklu ieyti og þeim var unnt.
Skólaganga afa hófst með far-
kennslu sem fór fram í Syðri-Vík
en hugur hans stóð til frekara náms.
Þar sem enginn gagnfræðaskóli var
í heimabyggð hans fór hann til ísa-
fjarðar í gagnfræðaskóla. Bjó hann
þá hjá föðurbróður sínum, Einari
Oddi Kristjánssyni, og konu hans,
Hrefnu Bjarnadóttur, sem hann
minntist ætíð af mikilli hlýju. Leið
afa lá síðan í bændaskólann á
Hvanneyri þar sem hann lauk bú-
fræðiprófi árið 1936. Á Hvanneyri
kynntist hann ömmu Gunnlaugu
Jónsdóttur. Foreldrar hennar vom
Guðfinna Sigurðardóttir ljósmóðir
og Jón Friðriksson útvegsbóndi í
Olafsfirði. Leiðir þeirra lágu síðan
til Danmerkur þar sem afi stundaði
framhaldsnám í búfræðiskóla og
amma lærði hárgreiðslu.
Þann 5. nóvember 1938 gengu
þau í hjónaband og hófu búskap í
Syðri-Vík í sambýli við föðursystk-
ini afa og föður. Áfi og amma eign-
uðust 6 böm, þau em Guðrún, f.
5.7. 1938, þroskaþjálfi, var gift
Yngva Gestssyni byggingartækni-
fræðingi sem nú er látinn; Jónína
Kolfinna, f. 9.10. 1939 ritari, gift
Ásgeiri Friðjónssyni sakadómara;
Þórlaug Steingerður, f. 2.3. 1941,
verslunarmaður, gift John Toivonen
vélsmið; Steindór, f. 12.4. 1945,
verslunarmaður, giftur Kristínu
Geirsdóttur flugfreyju; Valgerður
Salvör, f. 7.2. 1947, d. 15.2. 1947;
Valgerður Salvör, f. 5.1. 1951, hár-
greiðslukona, gift Dale Schultz
tækniteiknara. Barnabörnin em
orðin 13 og barnabarnabörnin 2.
Afi og amma bjuggu í Vopnafirði í
8 ár en fluttu þá til æskustöðva
ömmu í Ólafsfirði þar _sem afi vann
sem bæjargjaldkeri. Árið 1953 lá
leið þeirra suður og hafa þau lengst
af búið í Keflavík þar sem afi starf-
aði fýrst í lögreglunni en síðar sem
tollþjónn á Keflavíkurflugvelli.
Hann lét af störfum árið 1985 þeg-
ar hann varð sjötugur.
Afi tók alla tíð mikinn þátt í
íþróttum og félagsmálum. Á yngri
ámm æfði hann fijálsar íþróttir en
er aldurinn færðist yfir lærði hann
golf. Afi var jafnaðarmaður af
gamla skólanum og tók þátt í ýms-
um störfum fyrir Alþýðuflokkinn.
Söngmaður var hann góður og um
tíma söng hann með Karlakór
Keflavíkur. Nú síðustu árin var lest-
ur góðra bóka hans aðaláhugamál
og oft undraðist maður hvað hann
las mikið og fylgdist vel með. Það
var alltaf gott að koma í heimsókn
á Vesturgötuna til ömmu og afa,
fá kaffi og kökur og spjalla um
allt milli himins og jarðar. Þó ekki
sé allt sem fyrr stendur heimilið
okkur öllum opið eins og það hefur
alltaf verið.
Heilsu afa hrakaði hin síðustu
ár þannig að hann átti orðið erfitt
með gang og ljóst var hvert stefndi.
Vissulega er alltaf sárt að sjá eftir
ástvinum sínum en þetta er nú einu
sinni hlustskipti okkar allra. Við
getum þakkað fyrir það að afi okk-
ar kvaddi þennan heim með fullri
reisn og skuldlaus við guð og menn.
Nú þegar komið er að leiðarlokum
viljum við þakka afa fyrir sam-
fylgdina og senda ömmu okkar
bestu samúðarkveðjur og biðja guð
að styrkja hana í sorg sinni.
Barnaböm
MENNTASKÓLINN VID HAMRAHLÍD
ÖLDUNGADEILD
Öldungadeild Menntaskólans vió Hamrahlíó er fyrsta öldungadeild
við framhaldsskóla hérlendis, stofnuð 1972. Við höfum því langa reynslu og
þjálfað kennaralið.
Nútímaþjóöfélag gerir kröfur um menntun og nú um áramótin er rétti tíminn til
að hefja nám hjá okkur - hvort sem þú vilt rifja upp, bæta við eldri menntun
eða hefja nýtt nám.
Öldungadeild Menntaskólans við Hamr.ahlíð býður framhaldsskólanám á 6
brautum: eðlisfræðibraut, náttúrufræðibraut, nýmálabraut, fornmálabraut,
félagsfræðibraut (hún skiptist í fjölmiðlalínu, sálfræðilínu og félagsfræðalínu)
og tónlistarbraut.
Hægt er að stunda nám í mörgum eða fáum námsgreinum.
Á vorönn 1989 býður skólinn eftirfarandi greinar:
Tungumál:
Danska
Enska
Franska
ítalska
Kínverska
Latína
Spænska
Þýska
Raungreinar:
Stærðfræði
Eðlisfræði
Efnafræði
Jarðfræði
Líffræöi
Samfélagsgreinar:
Félagsfræði
Þjóðhagfræði
Bókfærsla
Listasaga
Lögfræði
Stjórnmálafræði
Heimspeki
Saga
Mannfræði
Auk þessa er boðið upp á nám í tölvufræðum, bæði grunnnám og forrit-
un. Notaðar eru tölvur af PC- og BBC-gerðum. Boðið er fjölbreytt nám í íslensku,
bæði ritþjálfun og munnleg tfáning, bókmenntir og málfræói.
Einnig eru myndlist og leiklist kenndar við öldungadeildina.
Innritun og val i öldungadeild MH fer fram á skrifstofu skólans
frá kl. 9.00-18.00, dagana 3.-6. janúar. Skólagjald er aóeins 7.400
krónur óháó fjölda námsgreina sem þió leggió stund á.
Birting afmælis- og
minningargreina
Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting-
ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á
2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafh-
arstræti 85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum
fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að
berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga.
í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tek-
in til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta ljóð
eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar getið. Sama gildir
ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist
undir fullu nafni höfundar.
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar
greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar af-
mælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra.
Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð
og með góðu línubili.
FJOGURRA VIKNA NAMSKEIÐ
HEFJAST 9. JANÚAR.
Hressandi, mýkjandi og styrkjandi leikfimi,
ásamt megrandi æfingum.
Sértímar fyrir konur sem vilja léttast um 15 kg eða meira
og einnig fyrir þær sem þjást af vöðvabólgum.
Herratímar í hádeginu.
Góð aðstaða. Ljósalampar, gufuböð og sturtur. Kaffi og
sjónvarp í heimilislegri setustofu.
Innritun og frekari upplýsingar alla virka daga frá kl. 13 -
22 í síma 83295.
JÚDÓDEILD ÁRMANNS
Ármúla 32
essemm/siA 09.01