Morgunblaðið - 03.01.1989, Side 43

Morgunblaðið - 03.01.1989, Side 43
1»í fTAÍItíM rM3#.frJI€IF.< OíflAlEVrJC'HOV. MORGUNBLÁSIÐ ÞRÍÐjUDÁGÚR 3. jÁNÚAR 1989 Sfc 43 kona hans var dönsk, Else Christ- iane Simonsen, og áttu þau tvö böm, Kjartan og Dagmar, sem bæði em kennarar í Danmörku. Onnur kona hans var norsk, Minni Kalsæg, og áttu þau einnig tvö börn, Snorra lækni og Kari sérkenn- ara. Þriðja kona hans var áströlsk, Judith Frances Foot. Þau giftust 1960. Um 1970 tók Ólafur að kenna hrörnunarsjúkdóms, sem varð til þess að hann varð að láta af störf- um 1975 og þá fluttu þau hjónin til íslands á ný. Við tók langt og erfítt sjúkdómsstríð, sem ekki gat endað nema á einn veg. Einstök líkamleg hreysti Ólafs lengdi það stríð meira en nokkurn óraði fyrir. Síðustu fjögur árin hefur hann not- ið frábærrar umönnunar á sjúkra- deild Hrafnistu, sem hér skal þakk- að fyrir. Umhyggja Judith þessi ár hefur verið einstök. Hún sá um hann heima lengur en okkur vinum þeirra fannst á hana leggjandi en eftir að hann lagðist inn í sjúkra- deildina heimsótti hún hann alla daga, oft að lokinni erfíðri kennslu, því hún hefur til skamms tíma kennt móðurmál sitt í íslenskum skólum. Æðruleysi hennar og tryggð hefur verið með fádæmum og ég veit að ég mæli fyrir munn allra vina Ólafs heitins og ekki síðurxhans sjálfs, þegar henni er þökkuð hennar mikla tryggð. Við í Lundarbrekkunni þökkum óbilandi tryggð og vináttu þeirra beggja um leið og við óskum þess að sá er sól skóp og stjörnur leggi henni líkn með þraut. Magnús Bjarnfreðsson Á jóladagskvöld bárust mér þau tíðindi að Olafur Gunnarsson væri látinn. Hann hafði dáið á Hrafnistu síðla þann sama dag. Skyndilega skaut upp í huga mínum endurminning af jólakvöldi fyrir 51 ári. Þann vetur lejgðum við Ólafur saman herbergi. Á jóla- dag bauð Ólafur mér í jólagleðskap hjá Daníel Kristinssyni á Bókhlöðu- stíg. Ólafur var í fæði hjá þeirri ágætu fjölskyldu. Þetta jólaboð vár sérstaklega ánægjulegt og vel heppnað, og við skemmtum okkur konunglega. Um miðnætti lögðum við af stað heim. Veður var einstak- lega fagurt, logn, stjömubjart og jólasnjórinn lá yfir jörðinni eins og þunn hvít slæða. Jólastemmningin, kyrrðin og ekki síst fegurð kvölds- ins hafði djúp áhrif á okkur svo samræður urðu háfleygar. Þetta var seinasti veturinn okkar í Kennara- skólanum og vakti það bæði gleði og fögnuð. Við söknuðum bekkjar- félaganna, hópurinn myndi tvístrast vítt um land og vináttutengsl slakna. En við fögnuðum því, að aðeins voru eftir fjórir mánuðir þar til fátæktarbasli námsáranna var lokið. Framundan var starfsævin, sem við horfðum fram til með bjart- sýnisaugum æskumannsins. Það voru tveir ungir hamingjusamir menn, sem lögðust til hvíldar það jóladagskvöld. Vináttutengsl bekkjarsystkin- anna slöknuðu ekki eins mikið og við Ólafur óttuðumst. Ólafur mun hafa átt einna mestan þátt í því að sú venja skapaðist að bekkjarfé- lagamir komu saman á fárra ára fresti og um langt skeið höfum við komið saman árlega. Ólafur var alltaf virkur og drífandi í þeim fé- lagsskap, sem hann tók þátt í og hans hefur verið saknað á samkom- um okkar nú síðustu árin, en þær gat hann ekki sótt vegna veikinda sinna. Ólafí kynntist ég fyrst er hann kom í 2. bekk Kennaraskólans. Á þessum tíma þjakaði heimskreppan allt efnahagslíf. Lítt gjörlegt var þá fyrir ungt fólk að stunda fram- haldsnám, nema það nyti aðstoðar vina eða vandamanna.' Ólafur Gunnarsson var einstæður piltur, hann varð því einn og óstuddur að bijótast sína leið. Gæfa Ólafs var sú, að hann var áræðinn, bjartsýnn og gæddur góðum námsgáfum. Heima lærði hann allt það er þurfti til að standast inntökupróf í 2. bekk Kennaraskólans. Erfitt er að læra stærðfræði og erlend tungumál án aðstoðar. I þessum námsgreinum fékk Ólafur nokkra tilsögn hjá Knúti Kristins- syni lækni á Höfn í Hornafirði. Sumarvinnan gaf ekki þær tekj- ur, sem þurfti til að greiða fæði og húsnæði vetrarlangt í Reykjavík. Til að brúa það bil, sem á vantaði, tók Ólafur að sérjsmávegis kennslu báða veturna, sem hann var í Kenn- araskólanum. Veturinn 1938—39 var hann kennari undir Eyjafjöllum. Er hann kom til Reykjavíkur um vorið var auðheyrt að námslöngun hans var engan veginn fullnægt. Hann sótti því um skólavist í Kenn- araháskólanum í Kaupmannahöfn, jafnframt réð hann sig um sumarið til landbúnaðarstarfa hjá presti ein- um á Jótlandi. Þetta gerði hann til þess, að hann væri búinn að ná tökum á dönskunni, þegar nám hans hæfist um haustið. Stríðið skall á og Ólafur lokaðist inni í Danmörku öll stríðsárin. Strax að stríðinu loknu kom Ólafur heim og gerðist kennari í Reykjavík. Menntaþráin hélt áfram að sækja á Ólaf og haustið 1947 innritaðist hann í sálfræði við Kaupmanna- hafnarháskóla. Leiðir okkar lágu þá saman á ný, því ég var við nám í Kaupmannahöfn þann vetur. Við borðuðum á sama stað og hittumst þvi dagalega. Sunnudögum var oft- ast varið til að skoða söfn eða fara í gönguferðir. Ásamt háskólanáminu var Ólafur þennan vetur kennari við barna- skóla í Kaupmannahöfn. Einnig var hann fréttamaður fyrir dagblaðið Vísi. Tímanum sendi hann einnig fréttir og greinar. Kennslu hætti hann eftir fyrsta veturinn, en blaða- mennskunni sinnti hann öll háskóla- árin. Fréttamannsstarfið féll Ólafi vel. Hann átti auðvelt með að ná sambandi við menn og ræða við Minning Ólafía Pálsdóttir Fædd 3. júlí 1900 Ðáin 28. desember 1988 Hún amma Lóa er dáin, það kém- ur engum á óvart en þrátt fyrir það er söknuður okkar mikill. f dag þegar hún verður borin til grafar viljum við systkinin minnast hennar nokkrum orðum og þakka henni allt sem hún gerði okkur svo vel. Við minnumst hennar öll frá æsku- dögum, bæði þegar hún kyssti okk- ur og kjassaði eða hastaði á okkur ef ærslin gengu úr hófi. Hún var alltaf bjargið sem ekki bifaðist hvernig sem á því braut. Ung missti hún móður sína og var tekin í fóstur af góðu fólki og fékk gott uppeldi og menntun mið- að við aðstæður þess tíma. Hún stundaði m.a. nám í kvennaskólan- um í Soro í Danmörku og minntist oft þeirrar dvalar með ánægju. Hún giftist Sveinbirni Sigurðs- syni loftskeytamanni, afa okkar, sem við fengum aldrei að sjá því hann dó af slysförum þegar mamma okkar var 10 ára. Þá sat amma uppi einstæð móðir með tvær ungar dætur. Það er alltaf erfitt hlut- skipti en mun erfiðara var það árið 1940. Hún hafði áður orðið fyrir þeirri djúpu sorg að missa þijá syni sína bamunga. Hún amma lét samt ekki bugast og barðist ótrauð áfram og sigrað- ist á öllum þrautum. Eftir að dæt- urnar stofnuðu sín heimili og þær þurftu á hjálp að halda var hún alltaf boðin og búin að aðstoða. Hún amma Lóa var alltaf fastur punktur í tilverunni sem allir gátu treyst, á hveiju sem gekk. Á þess- ari kveðjustund viljum við færa henni hjartans þakkir fyrir allt það sem hún var okkur og nú síðari árin okkar bömum. Þau biðja fyrir bestu kveðjur til langömmu og fólk, hann var félagslyndur og glað- lyndur, málhagur og snjall málflytj- andi bæði í ræðum og rituðu máli. Að loknu háskólanámi kom hann aftur heim til íslands. Þá var hann nýgiftur mikilhæfri og glæsilegri norskri stúlku, Minni Kalsæg. Þau eignuðust tvö vel gerð börn, Kari, sem er kennari við Árbæjarskóla í Reykjavík, og Snorra, lækni í Bandaríkjunum. Þau Minni og Ólaf- ur slitu samvistum eftir nokkurra ára sambúð. Reykjavíkurborg réð Ólaf til sál- fræðistarfa strax að loknu sálfræði- námi. Leiðbeiningar um starfsval vom meginþættir starfs hans. Hann samdi bók urn starfsval, sem ber nafnið: „Hvað viltu verða?“ Hún hefur komið út í mörgum útgáfum. Ólafur leiðbeindi með ferðir nem- enda á vinnustað og skipulagði starfsfræðsludaga. Sú starfsemi fór fram undir stjórn Ólafs í húsnæði Iðnskólans og var á hveiju vori. Ólafur var áhugasamur og stór- huga, honum fannst kerfið þungt í vöfum og yfírvöld áhugalítil og veita litlu fé til starfsfræðslunnar. Hann sagði því starfinu lausu, fór til Danmerkur og gerðist þar kenn- ari við lýðháskóla. Fljótlega buðust honum sálfræðistörf í Svíþjóð. 1966 varð hann amtskólasálfræðingur í Hagfors í Svíþjóð. Þar sem Ólafur hafði umsjón með sjálfræðiþjónustu í skólum héraðsins þurfti hann reglubundið að heimsækja skóla fræðsluumdæmisins. Þarna er vetr- arríki og snjóþyngd mjög mikil, þar af leiðandi voru oft miklir erfiðleik- ar við að ferðast á milli skólanna. Af þessum ástæðum sótti Ólafur eftir starfí á snjóléttara svæði. Hann flutti til Mótala og tók þar við amtskólasálfræðistarfinu. Þar heimsótti ég þau hjónin Ólaf og Judith, þau giftust 1960. Judith er frá Ástralíu, af enskum ættum. Eftir að hún lauk háskólanámi, lagði hún í langferð til að kynnast öðrum menningarþjóðum og skoða heiminn. í þeirri ferð lágu leiðir þeirra Ólafs saman. Það var mikil gæfa fyrir Ólaf að eignast þá ágætu konu. Seinast var Ólafur amtskólasál- fræðingur í Karlskrona, það hérað var snjólétt og auðvelt yfirferðar, þar áttu þau fallegt hús og garð í fögru umhverfí. Upp úr 1970 fór að bera á veikindum hjá Ólafi, þau ágerðust stöðugt. Þrátt fyrir veik- indin hélt hann áfram að vinna meðan kraftar leyfðu. 1975 lét hann af störfum og fluttust þau hjón þá til íslands. Læknisaðgerðir báru ekki árangur og heilsunni hrakaði stöðugt. 1984 lagðist hann inn á Hrafnistu og andaðist þar síðast- liðinn jóladag. Judith hefur reynst Ólafi einstak- lega vel, hún hefur annast hann af umhyggju og sýnt sérstaka nær- færni og þolinmæði í að styjða hann gegn um hans mörgu og erfiðu sjúkdómsár. Við hjónin sendum Judith og bömum Ólafs samúðarkveðjur. Magnús Jónsson sakna sárt alls sem hún var þeim. Þú kveður nú þennan heim síðust af systkinahópnum. Við vitum að þau munu fagna þér og ekki síður hann afi sem fór svo allt of fljótt. Góður guð blessi elsku ömmu, og hafí hún þökk fyrir allt og allt. Ólafia Björk Bjarkadóttir Stefán Elías Bjarkason Sveinbjörn Bjarkason + Eiginmaður minn, iaðir, tengdafaðir, afi og langafi, BALDUR ÓLAFSSON, fyrrverandi bankaútibússtjóri, Boðahlein 20, Garðabœ, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 4. janúar kl. 13.30. Jóhanna Ágústsdóttir, Haraldur Baldursson, Gyða Guðmundsdóttir, Birna Baldursdóttir, Svavar Davíðsson, Lilja Hanna Baldursdóttir, Atli Aðalsteinsson, Guðrún Ágústa Óskarsdóttir, Hjálmar Eiðsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Sambýliskona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, HELGA SIGURBORG BJARNADÓTTIR, Stffluseli 6, sem lést af slysförum þann 29. desember, verður jarðsungin frá Seljakirkju föstudaginn 6. janúar kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Slysavarnafélag íslands. Haraldur Gíslason, Sigrfður Einarsdóttir, Þorsteinn Björnsson, Guðlaugur Einarsson, Bryndfs Aðalsteinsdóttir, Bjarni Einarsson, Una Jóhannesdóttir, Kristinn Einarsson, Ólfna Gunnlaugsdóttir, Guðbrandur Einarsson og barnabörn. + ) ' Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÓLAFÍA Þ. PÁLSDÓTTIR, Reynimel 80, sem lést 28. desember sl., verður jarðsungin frá Dómkirkjunni 3. janúar kl. 13.30. Anna Sveinbjörnsdóttir, Kristfn Sveinbjörnsdóttir, Ólaffa Björk Bjarkadóttir, Stefán Bjarkason, Sveinbjörn Bjarkason, Þórdís Björnsdóttir, Árni H. Björnsson, tengdabörn og barnabarnabörn. Tómas Guðmundsson, Kristján Friðriksson, Sveinbjörn Tómasson, Ólöf E. Tómasdóttir, Guðmundur Tómasson, Björn B. Björnsson, + Þakka innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, ELÍNBORGAR JÓNASDÓTTUR, Lœkjarseli 7. Guð blessi ykkur öll. Fyrir hönd aðstandenda, Steinbjörn Jónsson. + Þökkum inniiega auðsýnda samúö og hlýhug við andlát og útför dóttur, móður, tengdamóður og ömmu, SIGRÍÐAR SIGURÐARDÓTTUR, Höllviken, Svfþjóð. Guðbjörg Guðmundsdóttir, Sigurður Hansson, Elfsabet Einarsdóttir, Lóa Hansdóttir, Guðný S. Hansdóttir, Sigmunda Björg Pálsdóttir og barnabörn. + Innilegustu þakkir til allra þeirra er auðsýndu samúð og vinarhug við andlát og jarðarför SIGRÍÐAR JÓNSDÓTTUR, Kvfum í Þverárhlfð. Sérstakar þakkir færum við læknum og starfsfólki Sjúkrahúss Akraness fyrir hjúkrun og umönnun í veikindum hennar. Guð blessi ykkur öll. Eggert E. Ólafsson, Auöur Þorsteinsdóttir, Ragnar Ólafsson, Theódóra Guðmundsdóttir, Þorgeir Ólafsson, Helga Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.