Morgunblaðið - 03.01.1989, Side 48

Morgunblaðið - 03.01.1989, Side 48
48 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1989 mmmn C198) Univenol Prett Syndicote 2=11 "M-f hverju hor-fir þú eKki d Prúbuí&iKar- ana , þegtfr <2? er búihn dö hor-fh. cl •fréfctirnar ?" . . . stundum ekki höndluð. TM Rog. U.S. Pat Off.—all rights reserved ° 1988 Los Angeles Times Syndicate L —, Með morgunkaffinu POLLUX C.1_ 1205 121} Fer þessari heimavinnu þinni ekki að ljúka? Afturför hjá Stöð 2, Til Velvakanda. Undirritaður hefur um skeið hug- leitt að skrifa fáein orð um þróun þá sem virðist í gangi á Stöð 2, og á ég þá eingöngu við það sem snýr að hinum almenna áskrifanda að stöðinni, þ.e. þá dagskrá sem sjón- varpað er. Ég var einn af þeim sem fagnaði því mjög þegar Stöð 2 hóf útsend- ingar, fannst útvarpslögin gömlu orðin ákaflega úrelt og Ríkissjón- varpið þunglamalegt og leiðinlegt, sérstaklega á sviði afþreyingarefn- is. Stöð 2 kom þarna inn sem kær- komin viðbót og uppbót fyrir fólk sem kemur þreytt heim úr vinnu og vill sjá góða grínþætti, lögreglu- þætti og annað afþreyingarefni í stað endalausra fræðslumynda um allt milli himins óg jarðar og „Derrick" á föstudögum! Nú er það vitað, samanber myndaval kvikmyndahúsa og myndbandaleiga, að hið svokallaða engilsaxneska myndefni, og þá sér- staklega frá Bandaríkjunum, er langvinsælast hér á Islandi. í byrjun var Stöð 2 með mikið af þessu efni og bar þar hæst ýmsa framhalds- þætti í léttum dúr svo og góða lög- reglu- og spennuþætti sem voru þó alls ekki blóðugir eða of ofbeldis- fullir fyrir yngri aldurshópa. Nú hefur brugðið svo við að í stað þessa efnis hefur verið farið í gerð ýmissa íslenskra þátta sem að mínu mati eru bæði einhliða (spurn- ingaþættir) og gæðasnauðir. Eg vil taka fram að mér finnst þátturinn „Áfangar" bæði vel unninn og fróð- legur auk þess að vera hæfilega langur hverju sinni. Við þetta bæt- ist svo sífellt meira efni frá Þýska- landi sem yfirleitt er með eindæm- um leiðinlegt. Nú er svo komið að ég hugleiði að hætta sem áskrif- andi að Stöð 2 og láta mér nægja það sem sent er út ótruflað, og svo gamla Ríkissjónvarpið. Á þeim bæ, þ.e. hjá Ríkissjónvarpinu, hefur nefnilega nokkur breyting átt sér stað undanfama mánuði sem virðist stefna í öfuga átt við Stöð 2. Farið er að sjónvarpa betra efni en áður, bæði framhaldsþáttum og kvik- myndum og er nú svo komið á mínu heimili að mörg kvpld horfum við eingöngu á Ríkissjónvarpið og er það mikil breyting frá því sem áður var. I sambandi við framansagt vil ég taka fram að flest það fólk sem ég hef rætt þessi mál við er sama sinnis og segist sakna þeirrar stefnu sem var ríkjandi í efnisvali hjá Stöð 2 fyrstu mánuðina eftir að útsend- ingar hófust. Að lokum þrátt fyrir allt. Kveðjur til Stöðvar 2 með von um eilítið breytta stefnu svo ég geti haldið áfram að greiða afnotagjaldið með bros á vör. Vilhjálmur Gíslason Launráð í bak og fyrir Meinleg villa slæddist inn í grein þessa er hún birtist í Vel- vakanda 16. desember og er hún því birt hér að nýju. Ágæti Velvakandi! Gömul vísa hljóðar svo: Mikið er um hvað maðurinn býr, margt hefur sá að hugsa. Þarf nú hey fyrir þrettán kýr - þijátíu Iðmb og uxa. Raunar veit ég ekki af hvaða toga þetta er spunnið en telja má þó líklegt að búandkarl sá, er vísan fjallar um, hafi verið tæpt staddur með fénað sinn þegar leið á vetur, máski fyrr. „Nú er öld hin“ og bend- ir flest til að þau mál öll séu nú á hreinu varðandi kotbýlin vegna þess að saxið Fótbítur hefur komið þar við sögu, eins og flestir vita, þótt stóru búin hafi hins vegar fengið að halda sínu öll með tölu, og þurfi ekki einu sinni að binda kaun sín, meðan hinum blæðir út. Þetta heit- ir víst jafnrétti. En það er samt bót í máli að flestum þeim sem þar eiga hlut að skuli líða vel, ekki síst ráð- gjöfunum í „Bændahöllinni", með launráð sín í bak og fyrir. Samt kastar tólfunum, ef litið er til þjóðarbúsins marg umrædda. Það fjölgar jafnt og þétt á garðinum frá degi til dags, án þess að nokkur rétti hönd til eins né neins þar að lútandi. Mætti þó sennilega fækka þeirri hjörð um helming, öllum að meinlausu og myndi það iækka út- gjöld rikisins og meðgjöf hins al- menna borgara. Að ráðast alltaf á þann sem „í vökinni verst“ og „högva í sama knérunninn þrisvar", nær vitaskuld ekki nokkurri átt. Og svo er það blessuð krónan okkar, sem aldrei fær að halda gildi sínu. Þegar eitthvað bjátar á, þá er á henni lúskrað miskunnarlaust, næstum því eins og sé verið að hengja smið fyrir bakara, eða þá öfugt. Líkt og gefur að skilja kikna þá hinir lægstlaunuðu undan svo heimskulegum aðgerðum, vegna síhækkandi verðlags. Því gengis- fellingar hafa aldrei leyst neinn vanda heldur þveröfugt. Næstum skoplegt fyrirbæri, ekki ósvipað því er hvolpur eltir skott sitt hring eft- ir hring uns hann dettur niður og getur ekki meir. Það er máski dálí- tið óþægilegt að nema skottið brott af „hvutta", þótt reiknimeistararnir geti hins vegar látið núllin fjúka aftan af krónunum og vísað afleið- ingunum síðan inn á banka landsins og verslanir auðvitað li'ka, sem hafa rúmgóða athafnaþjónustu fyrir nokkrar milljónir viðskiptafólks, án þess að nokkur træðist undir. Eng- in furða þó keraldið leki. Valtýr Guðmundsson Víkverji skrifar Landsmenn eru duglegir við að skjóta upp flugeldum á gaml- árskvöld og kveikja í alls konar sprengjum. En þegar gengið er um garða og útivistarsvæði á nýársdag blasa afleiðingarnar við! Það sem eftir er af þessu dóti er út um allt. Hveijir hreinsa þetta upp? Vafalaust sjá húseigendur um það í nágrenni húsa sinna en hvað um útivistarsvæðin. Þegar Víkveiji gekk um Fossvogsdal á nýársdag var þetta drasl alls staðar. Verða gerðar ráðstafanir til þess að hreinsa þetta upp eða verður þetta rusl á víðavangi fram eftir vetri? XXX Víkveiji hefur nokkrum sinnum hvatt forráðamenn Listahátí- ðar til þess að fá hingað óperusöng- konuna Editu Gruberovu, sem syngur við Vínaróperuna og er tvímælalaust í hópi fremstu söng- kvenna um þessar mundir. í fyrra- dag mátti hlýða á Gruberovu í Don Giovanni, en sú ópera var sýnd í Ríkissjónvarpinu á nýársdag. Þar kom vel í ljós hve stórbrotin Gru- berova er í söng sínum. Af þessu tilefni skal enn ítrekuð áskorun á forsvarsmenn Listahátíðar að leggja drög að því að fá þessa frá- bæru óperusöngkonu hingað til lands. Raunar var ekki síður skemmtilegt að fylgjast með stjórnandanum Ric- ardo Muti, sem nýtur mikillar hylli meðal áheyrenda í Scalaóperunni, eins og heyra mátti. XXX að var myndarlegt framtak hjá Stöð 2 að gera heimildarmynd um Halldór Laxness. Sannleikurinn er sá, að þótt eldri kynslóðir þekki margt af því, sem þar kom fram, var það áreiðanlega töluverð upplif- un fyrir yngra fólk að kynnast ferli Halldórs Laxness með þessum hætti. Yngra fólk þekkir t.d. ekkj mikið til þess, þegar Laxness fékk Nóbels- verðlaunin árið 1955 og þeirra áhrifa, sem það hafði hér heima fyrir. Þá var ánægjulegt að heyra hjá útgefanda Nóbelskáldsins, að nánast í hveijum mánuði eru gerðir samningar um nýjar útgáfur á verk- um Laxness í útlöndum. Þetta minnti Víkveija á það, að fyrir nokkrum árum var hann staddur á litlu sveitahóteli í fámennri byggð í Vermontríki í Bandaríkjunum. Þar voru nokkrar bækur í hillu og þar var m.a. Sjálfstætt fólk. Skömmu síðar var komið í annað hús á sömu slóðum og þar var sama bók einnig í bókaskáp. Verk Halldórs Laxness hafa farið víða.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.