Morgunblaðið - 03.01.1989, Síða 49

Morgunblaðið - 03.01.1989, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1989 49 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Gangandi vegfarendur í hættu GuðSnna Hannesdóttir hringdi: „Hvergerðingar, öll erum við sammála um að koma í veg fyrir slys af hvaða tagi sem þau eru. Vil ég nú hvetja bæjarbúa til að skilja bílinn sinn eftir heima svo sem eina klukkustund og þá helst þegar úti er stormur og hálka á götum. Ganga því næst um þær götur þar sem gróður er látinn vaxa villt langt út fyrir allar girð- ingar svo vegfarandinn fær óvæntan kinhest og verður því oftast að hrekjast út á akbraut- ina. Ættu þá allir að sjá að hér er mikil slysagildra sem nauðsyn- legt er að íjarlægja. Ekki batnar ástandið þegar ryðja þarf snjó af akbrautum en þá er venja að láta gangstéttimar geyma fönnina." Góð þjónusta E.S. hringdi: „Ég vil þakka vagnstjórum Strætisvagna Reykjavíkur fyrir þeirra góðu þjónustu. Mér líka það vel að verslanir fari að selja plast- poka fyrir viðskiptavini, það dreg- ur vonandi úr plastpokabruðlinu sem mér hefur oft blöskrað. Þvílík sóun og sóðaskapur. Nú fer bjór- inn víst að koma, ekki er ég bjart- sýn á að hann bæti drykkjuvenjur fólksins. Bakkus miklu böli veldur breitir sinni grimmu kló. Hann er líkt og falinn eldur sem hremmir allt í elsins stó. Veski Veski tapaðist miðvikudaginn 28. desember í Broadway eða á leið þaðan. í veskinu voru skilríki o. fl. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 33865. Kvenúr Kvenúr fannst við Hafnar- stræti, fyrir framan Pylsuvagn- inn, á Þorláksmessu. Upplýsingar í síma 685990. I Gegn heiðnum sið Til Velvakanda. Astæðan fyrir þessum skrifum er sú staðreynd að sjaldan eða aldrei fyrr heftir jafn mikið af and- kristnum og heiðnum siðum komið yfir þjóðina sem nú. Allra handa villutrú og villukenningar eru að kafsigla þjóðina. Ástæðan er að mínu mati sú að maðurinn sækir í eðli sínu í andleg efni, ekki síst þegar harðnar á dalnum. Og ef fólki er ekki bent á rétta veginn er auð- velt að afvegaleiða það. Sú stað- reynd er nefninlega sorgleg að kristnir einstaklingar hafa ekki staðið sig nógu vel í að Iáta í sér heyra á opinberum vettvangi til að benda fólki á rétta veginn. Því hvet ég þig, ef þú þekkir Jesú Krist eins og ég, að láta í þér heyra svo fleiri sjái villuna og fínni sannleikann. Því það er allt annað en sniðugt, að hjá þjóð sem kallar sig kristna, skuli enginn opna munninn þegar þekktir menn í þjóðfélaginu játa sig undir villutrú í flölmiðlum með t.d. rúnasteinum og tilvitnunum í stjömuspeki svo eitthvað sé nefnt. • Það er einnig hræðilegt til þess að hugsa að miðlum og öðrum andakuklurum sé gert hærra undir höfði en hinum eina sanna frelsara, Jesús. Og haldin eru námskeið á Snæfellsnesi og víðar til að draga fólk lengra frá Kristi. Nú spyr kannski einhver: „Er eitthvað and- kristilegt við þetta?" Því svarar BiblSan á mörgum stöðum t.d. í 1. Jóhannesarbréfi, 4. kafla, vers 2 og 3. Einnig segir í 5. Mósebók, 18 kafla, vers 10,11 og 12: „Eigi skal nokkur finnast hjá þér, sá er láti son sinn eða dóttur ganga gegn- um eldinn, eða sá er fari með gald- ur eða spár eða fjölkynngi, eða tö- framaður eða gjömingamaður eða særingamaður eða spásagnarmaður eða sá er leiti frétta af framliðnum. Því að hver sá, er slíkt gjörir, er Drottni andstyggilegur, og fyrir slíkar svívirðingar rekur Drottinn Guð þinn þá burt undan þér.“ Kristnir menn og konur. Látið í ykkur heyra um Jesú Krist, því fólk þarf á honum að halda og það er okkar verk að segja frá honum. Og þú sem ekki þekkir Jesús, leit- aðu hans. Því eins og Jesú sagði: „Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Enginn kemur til föðurins, nema fyrir mig.“ (Joh. 14:6) Kristinn Magnússon CONRAD 900 M PLASTBÁTAR L= 9,10 M B= 3,00 M D= 0,95 M 5,8 TONN Örfáir af þessum frábæru bátum verða til afhendingar fyrir vorið ef pantað er strax. Ótrúlega hagstætt verð. Bátur í Reykjavík. Fleiri gerðir og stærðir fáanlegar. íspóll Upplýsingar í síma 91-73512. pósthólf 8851, 128 Reykjavík. í f ínu formi Frábært myndband með leikfimi fyrir byrjendur (45 mín.) og lengra komna (45 mín;). Fæst i Skeifunni 7, Pennanum, Bókabúö fónasar Akureyrt. Póstkröfusími 91-689868. Innritun frá kl. 13:oo til 23:00 t stma 64 1111 Kennslustaðir: Auðbrekku 17, Kópavogi og „Hallarseli", Þarabakka 3 í Mjódd. DÁNSSKÓU SIGURÐAR HÁKONARSONAR i i

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.