Morgunblaðið - 03.01.1989, Page 52
Rynkeby
HREINN
APPELSÍNUSAFI
ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1989
VERÐ í LAUSASÖLU 70 KR.
Samninga
leitað um
kaup á sparí-
skírteinum
Fjármálaráðuneytið leitar
nú samninga við lánastofiianir
um að þær kaupi spariskir-
teini rikissjóðs fyrir samtals
1600 milljónir á næstu þremur
mánuðum. Tillaga ráðuneytis-
ins er að raunvextir spariskír-
teina lækki um 0,2%-0,3% frá
því sem síðast var. Gert er ráð
fyrir að alls verði seld spari-
skírteini fyrir 4700 milljónir
á þessu ári, en bankar og
sparisjóðir eiga enn óseld
spariskirteini ríkissjóðs fyrir
1800-1900 milljónir frá síðasta
ári.
Fjármálaráðuneytið og Seðla-
bankinn gerðu á síðasta ári samn-
ing við banka, sparisjóði og verð-
bréfafyrirtæki um að lánastofnan-
imar keyptu spariskírteini fyrir
allt að 3 milljarða króna á árinu,
og yrðu þau skírteini, sem bankar
og sparisjóðir gætu ekki selt aft-
ur, að hluta talin sem lausafé
bankanna. Samkvæmt samningn-
um voru raunvextir 8% af þriggja
ára bréfum, 7,5% af fimm ára
bréfum og 7% af átta ára bréfum,
en lækkuðu síðan í 7,3% af þriggja
og fimm ára bréfum en voru áfram
7% af átta ára bréfum.
Fj ármálaráðuneytið hefur óskað
eftir fundi með fulltrúurrj lána-
stofnana í dag, og lagt til að samn-
ingur verði gerður til 3 mánaða
um að keypt verði spariskírteini
fyrir 700 milljónir í janúar, 300
milljónir í febrúar og 600 milljónir
í mars. Gert er ráð fyrir að vextir
verði 7% af þriggja og fimm ára
bréfum og 6,8% af átta ára bréf-
um. Þá er einnig gert ráð fyrir
að óseld spariskírteini verði talin
til lausafjár upp að ákveðinni fjár-
hæð í stað þess að telja 50% af
spariskírteinaeign til lausafjár eins
og samningar síðasta árs gerðu
ráð fyrir.
LEIKUR AÐ LJOSUM
Morgunblaðið/Ámi Sœberg
Ríkisstjórnarfundur seint í gærkvöldi:
Gengi krónuiinar lækk-
ar um 4 prósent í dag
Verðhækkunaráhrif komi ekki fram í hækkun naftivaxta
RÍKISSTJÓRNIN ákvað á fúndi
seint í gærkvöldi, að höfðu sam-
ráði við bankastjórn Seðlabank-
ans, að lækka gengi krónunnar
um 4%. Samkvæmt heimildum,
Könnun Félagsvísindadeildar HÍ:
Þorri fólks telur
launamun of mikinn
86% ÍBÚA höfúðborgarsvæðisins telja launamun vera of mik-
inn, þar af segja 65% að hann sé allt of mikill og 21% að hann
sé heldur of mikill. 13% telja launamun vera hæfilegan. Þessar
eru m.a. niðurstöður könnunar sem Félagsvísindadeild Háskóla
íslands gerði á síðasta ári og birtar eru í nýjasta hefti BHMR-
tíðinda. í blaðinu kemur einnig fram að hæst launuðu hópar
þjóðfélagsins eru á aldrinum 35 til 45 ára.
Nokkur munur er á afstöðu Atvinnutekjur og heildartekjur
kynjanna til launamunar og telja fólks fara vaxandi þar til aldurs-
fleiri konur en karlar að launa-
munur sé of mikill. Þá kemur fram
að munur er á kjósendum stjórn-
málaflokkanna, bæði varðandi
afstöðu til launamunar og hversu
ánægðir þeir eru með fjárhags-
lega afkomu sína. Fæstir úr hópi
kjósenda Sjálfstæðisflokks telja
launamun vera of mikinn, en flest-
ir af kjósendum Borgaraflokks og
Alþýðubandalags. Þeir síðast-
nefndu eru einnig óánægðastir
með afkomu sína, en kjósendur
Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks
ánægðastir.
bilinu 35 til 45 ára er náð, þá eru
tekjur hæstar. Lægstu tekjumar
hafa elstu hóparnir, yfir 65 ára
aldri.
Mikið launaskrið hefur verið á
síðasta áratug og hafa atvinnu-
tekjur hækkað mun meira en
kauptaxtar á tímabilinu 1982 til
1987 og telur Ari Skúlason hag-
fræðingur ASÍ að það sé vegna
þess að sjálfvirk kaupmáttar-
trygging, það er vísitölubinding
launa, var afnumin.
Sjá nánar bls. 51.
sem Morgunblaðið telur áreiðan-
legar kemur þessi breyting á
gengi krónunnar til fram-
kvæmda, þegar gjaldeyrisdeildir
bankanna opna i dag. Jafnhliða
þessari gengisbreytingu mun
Scðlabankinn fá heimild til að
ákveða daglega gengisskráningu
innan marka, sem nema 1-2% frá
gildandi meðalgengi. Þessi heim-
ild er veitt til þess, að Seðlabank-
inn geti brugðizt við ófyrirsjáan-
legum breytingum á alþjóðlegum
gjaldeyrismörkuðum. Samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins hafa
ríkissljórn og Seðlabanki áhyggj-
ur af því, að gengi dollars kunni
enn að fara lækkandi.
Ríkisstjómin hefur setið á fundum
að undanfömu til þess að ræða við-
horfin í efnahagsmálum. Efnisleg
rök ráðherranna fyrir gengisbreyt-
ingu nú munu skv. upplýsingum
Morgunblaðsins vera þau, að frá því
að gengisbreyting var síðast ákveðin
í lok september hefði orðið talsverð
breyting á alþjóðlegum gjaldeyris-
mörkuðum, sem væri sjávarútvegin-
um óhagstæð. Ennfremur kemur til
framkvæmda nú um áramót breyt-
ing á myntkörfunni, sem að óbreyttu
hefði orðið óhagstæð fyrir þann
hluta sjávarútvegs, sem fær tekjur
sínar aðallega í dollurum. Með lækk-
un um 4% nú verður gengi dollarsins
gagnvart krónunni nánast það sama
og það var er gengið var fellt 28.
september síðastliðinn, rétt rúmar
48 krónur. Frá því í lok febrúar í
fyrra hefur gengið því verið fellt fjór-
um sinnum. Þá um 6%, um 10% 16.
maí, 28. september um 3% og 4% nú.
Morgunblaðið hefur aflað sér upp-
lýsinga um það, að ríkisstjórnin
muni taka upp viðræður við fulltrúa
stjómarflokkanna í bankaráðum við-
skiptabankanna til þess að tryggja
að verðhækkunaráhrif gengisbreyt-
ingarinnar komi ekki fram í hækkun
nafnvaxta. Hins vegar þýða þessi
verðhækkunaráhrif væntanlega
1,4% hækkun lánskjaravísitölu, þeg-
ar þau eru að fullu komin fram.
Bensín og bílar liækka
BENSÍNGJALD hækkaði um 30% um áramót og innfiutningsgjald
af bílum um 11%. Lítrinn af 93 oktana bensíni hækkaði þá úr 36,60
krónum í 41 krónu. Búist er við að hækkun innflutningsgjaldsins
hækki verð bíls sem kostaði 500 þúsund krónur í árslok 1988 um
40 þúsund krónur. Lánskjaravísitala hækkar um 0,3% vegna hvorrar
hækkunar um sig, sem þýðir að höfúðstóll láns, sem var ein milljón
króna fyrir hækkun verður 6 þúsund krónum hærri.
Bensíngjaldið hækkaði um 4,10
krónur á hvern lítra og er áætlað
að þessi hækkun auki tekjur ríkis-
sjóðs á þessu ári um 600 milljónir
króna. Auk þess er áætlað að hækk-
un þungaskatts á ökutæki auki
tekjurnar um 200 milljónir króna.
Eftir hækkun bensíngjaldsins
eykst bensínkostnaður við að aka
hringveginn úm 630 krónur miðað
við að bíllinn eyði 10 litrum á hundr-
aði. Áfylling með blýlausu bensíni
á 40 lítra tank hækkar úr 1.464
krónum í 1.640, eða um 176 krónur.
Innflutningsgjald á bíla var á
bilinu 5 til 55%, en er nú 16 til
66%. Fjármálaráðuneytið gerir ráð
fyrir að auka tekjur ríkissjóðs um
400 milljónir króna með hækkun
innflutningsgjaldsins og miðar þá
við að 10 til 11 þúsund bílar verði
fluttir inn á árinu. Forsvarsmenn
Bílgreinasambandsins draga í efa
að svo mikill innflutningur verði,
telja raunhæfara að reikna með um
það bil sex þúsund bílum.
Framfærsluvísitalan hækkar um
0,5% og lánskjaravísitalan um 0,3%
vegna bensíngjaldsins. Fram-'
færsluvísitalan hækkar um 0,45%
og lánskjaravísitalan um 0,3%
vegna hækkunar innflutnings-
gjaldsins.
Sjá nánar um bensíngjald á
bls. 20 og um innflutningsgjald
á bls. 26-27.