Morgunblaðið - 11.01.1989, Síða 1
48 SIÐURB
7. tbl. 77. árg.
MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 1989
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Sænsku gárlögin:
Velferðarríkið í
vanda takist ekki
að auka framleiðni
Stokkhólmi. Frá Erik Liden, fréttaritara Morgunblaðaina.
í FYRSTA sinn i 28 ár hefur sœnsk I firumvarp þar sem gert er ráð
ríkisstjórn lagt fram Qárlaga-
Svíþjóð:
Fæðingar-
orlofið 18
mánuðir
Stokkhólmi. Reuter.
Fæðingarorlofið er ekki
meðal þess, sem verður fyrir
niðurskurðarhnífiium í
sænsku Qárlögunum. Eftir tvö
ár geta foreldrar, bæði faðir
og móðir, verið heima í hálft
annað ár og ekki sinnt öðrum
en barninu sinu á næstum full-
um launum.
í fjárlögunum, sem lögð voru
fram í gær, er gert ráð fyrir,
að fæðingarorlofið verði lengt
úr níu mánuðum f 12 f júlí nk.;
í 15 mánuði á næsta ári og í
18 árið 1991. Greiðir ríkið 90%
þeirra launa, sem foreldramir
fara á mis við og á nýbyijuðu
fjárlagaári er fæðingarorlofs-
kostnaðurinn áiætlaður rúmir 90
milljarðar fsl. kr.
Bamabætur í Svíþjóð em nú
um 4.400 fsl. kr. með hveiju
bami á mánuði en auk þess er
dagheimilis- og leikskólakostn-
aður verulega niðurgreiddur.
fyrir nokkrum tekjuafgangi. Nið-
urstöðutölur Qárlaganna eru 375
mil\jarðar skr. Kjell-Olof Feldt
fjármálaráðherra sagði þegar
hann kynnti flárlögin, að ónóg
framleiðni, vinnuaflsskortur og
litill hagvöxtur væru þau vanda-
mál, sem við væri að glima i efiia-
hagslffinu.
„Takist okkur ekki að auka fram-
leiðni miðað við hveija vinnustund
stendur velferðarríkið frammi fyrir
alvarlegum vanda," sagði Feldt en í
upplýsingum frá fjármálaráðuneyt-
inu kemur fram, að framleiðniaukn-
ing í einkageiranum hafi verið 3% á
ári á síðasta áratug en ekki nema
1% lengst af þessum. Sé ríkisrekstur-
inn talinn með verður myndin enn
dekkri. Sagði Feldt, að meðal annars
af þessum sökum hefði ekki verið
gripið til meiri niðurskurðar í flárlög-
unum eins og margir hefðu þó lagt
til. Fyrst yrði að ráða bót á þeim
kerfisvanda, sem héldi niðri fram-
leiðni og framleiðslu.
Á næsta flárlagaári er gert ráð
fyrir, að laun ríkisstarfsmanna lækki
í raun, hækki um minna en nemur
verðbólgunni, og munu launaútgjöld
ríkisins af þeim sökum lækka um
hálft prósent.
Síðast en ekki síst má geta þess,
að Feldt sagði, að frá og með næstu
áramótum yrðu afnumdar allar tak-
markanir á gjaldeyrisverslun við er-
lend ríki til samræmis við það, sem
nú tíðkast almennt í Vestur-Evrópu.
I
tm im
Reuter
Snjómokstur undir suðrænni sól
Þessi ávaxtasali í Líbanon mátti byrja gærdaginn með snjómokstri en að
undanförnu hefur tíðin verið einstaklega köld í Miðausturlöndum. Hafa
víða orðið miklar skaðar á jarðargróða og í ísrael eru nokkur dæmi þess,
að böm hafi skaddast vegna ofkælingar.
Reuter
í gær var tekið til við að fiarlægja flak Boeing 737-þotunnar, sem
fórst í Mið-Englandi á sunnudag. Eru nú alls 48 látnir af 126 mönn-
um um borð en nokkrir þeirra, sem komust lífs af úr slysinu, eru
enn þungt haldnir.
Grænland:
Gjaldþrota
alþýðu-
samband
Kaupmannahöfii. Frá NJ. Bruun, frétta-
rítara Morgunblaðsins.
Grænlenska alþýðusamband-
ið, SIK, er gjaldþrota með rúm-
lega 160 milljónir isl. kr. á bak-
inu. Hefur það hætt öllum
launagreiðslum enda er Græn-
landsbanki búinn að loka á það.
Svona er nú komið vegna klofn-
ings í sambandinu og vegna þess,
að félögunum hefur fækkað mikið.
Er þess heldur ekki krafist í Græn-
landi, að launþegar séu í verka-
lýðsfélögum. Þá kemur það líka
til, að sambandið byggði sex skrif-
stofubyggingar í Grænlandi til að
annast fyrirhugaðar atvinnuleysis-
tryggingar landsstjómarinnar,
sem síðan varð ekkert af þegar
landssjóðurinn sjádfur var kominn
á vonarvöl. Er nú hvorki hægt að
leigja húsin né selja vegna þess
hve þau em stór og dýr. Reyndi
aiþýðusambandið að fá lands-
stjómina til að bæta sér skaðann
en af þvS hefur ekki orðið enn.
Flugslysið í Englandi:
Slökktu flugmennim-
ir á röngum hreyfli?
Stöðvuðu hægri hreyfílinn þótt eldurinn logaði í þeim vinstri
Loughboroug’h, London. Daily Telegxaph. Reuter.
ED Trimble, talsmaður rannsóknaraefhdar flugslysa í Bretlandi, sagði
í gær, að engar vísbendingar um bilun eða eld i hægri hreyfli þotunn-
ar, sem fórst á sunnudag, hefðu komið fram, en flugstjóri hennar
sagðist 13 mínútum eftir flugtak þurfa að stöðva hreyfilinn vegna
gangtruflana og titrings. Eidur kom hins vegar upp i vinstri hreyflin-
um og virðist nú margt benda til, að flugmennirnir hafi stöðvað rang-
an hreyfil.
Á fréttamannfundi í gær sagði
Trimble, að við rannsókn á hægri
hreyflinum hefði ekkert komið í ljós,
sem benti til vélarbilunar í honum
en skömmu áður en flugvélin hrap-
aði ákvað flugstjórinn að stöðva
hann. Kom þetta einnig fram í um-
ræðum á breska þinginu í gær og í
fréttum breska útvarpsins, BBC. Er
nú getum að þvi leitt, að slökkt hafi
verið á röngum hreyfli. Farþegar
þotunnar sögðust hafa séð eld í
vinstra hreyfli skömmu eftir flugtak.
Hann hefði slokknað en gosið upp
að nýju stuttu áður en þotan brot-
lenti við East Midlands-flugvöllinn,
150 km norður af London. Rann-
sóknaraðilar hafa einnig staðfest að
eldur hafi kviknað í vinstra hreyflin-
um.
Bandaríska flugmálastjómin hefur
varað við flugi á þotum búnum sömu
hreyflum og þota British Midland
þegar lofthiti væri undir 10 gráðum
á Celcius og loftraki mikill. Væri
hætta á að hreyflamir stöðvuðust
við aðstæður af því tagi, en þær
voru fyrir hendi er Boeing 737-400-
þota British Midland lagði upp í
síðustu ferð sína.
Fyrrum starfsmaður General Elec-
tric í Bandaríkjunum, sem framleiddi
hreyfla British Midland-þotunnar,
kærði fyrirtækið í haust fyrir að láta
ekki prófa búnað í hreyflana sem
skyldi. Talsmaður General Electric
sagði að bilun í umræddum búnaði
ætti ekki að geta leitt til hreyfilstöðv-
unar.
Boeing-þota British Midland var
splunkuný. Hún var notuð á feriuleið-
inni milli Belfast á Norður-lrlandi
og London. Var hún í sinni sjöundu
ferð á þeirri leið á sunnudag er hún
fórst. Álls komust 78 menn lífs af
en margir þeirra eru stórslasaðir.
Sjá „Vamað við flugi . . .“ og
„Ekkert óeðlilegt . . .“ á bls.
18.
Afghanistan:
Brottför Sovét-
manna frestað?
Moskvu. Reuter.
Sovétmenn skýrðu frá því í gær, að ekki væri víst, að þeir flyttu
allt herliðið frá Afghanistan fyrir 16. febrúar eins og kveðið er á um
í Genfarsamkomulaginu. Báru þeir þvi við, að ekki hefði tekist að
semja um breiða samsteypustjóm i landinu.
í væntanlegri stjóm.
Vestrænir sendimenn í Kabúl
segja, að ástandið í borginni fari
dagversnandi. Vetur sé að ganga í
garð ásamt vaxandi skorti á mörgum
nauðsynjum enda hafa skæruliðar
setið um borgina í marga mánuði.
Hefur verið orðrómur á kreiki um
að Qölskyldur núverandi ráðamanna
séu famar að flýja land.
„Það er of snemmt að ræða um
fulla brottför frá Afghanistan,“ sagði
Júlíj Vorontsov, sendiherra Sovét-
manna í Kabúl, á fréttamannafundi
í Moskvu. Síðustu daga hefur hann
átt viðræður við fulltrúa ýmissa
skæmliðasamtaka í Afghanistan en
í þeim miðaði ekkert og vilja skæm-
liðar ekki fallast á, að fulltrúar nú-
verandi stjómvalda í Kabúl eigi sæti