Morgunblaðið - 14.01.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.01.1989, Blaðsíða 1
48 SIÐUR B OG LESBOK STOFNAÐ 1913 10. tbl. 77. árg. LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 1989 Prentsmíðja Morgunblaðsins Utanríkisráðherra Noregs: Mikil uppbygg- ing á Kolaskaga Ósló. Reuter. MIKIL uppbygging hefur átt sér stað í sovéskum herstöðvum á Kola-skaga að undanförnu og hafa nýjar orrustuþotur, flugmóður- skip og beitiskip bæst við á svæðið, að þvi er utanríkisráðherra Noregs, Thorvald Stoltenberg, sagði í gær. Stoltenberg sagði á norska þing- inu að ýmislegt benti til þess að Sovétmenn hefðu hafíð mikla hem- aðaruppbyggingu við landamærin að Noregi. „Þessi þróun merkir að vamir Norður-Noregs og skipaleið- anna yfír Atlantshafíð krefjast sér- Armenía: Efasemdir um björg- unarfrétt Moskvu. Reuter. ÍZVESTÍA, málgagn sovésku stjómarinnar, lét í gær í ljós efasemdir um að að sex menn hefðu fundist á lífi í rústunum I borginni Lenínakan 35 dögum eftir landskjálftann ógurlega í Armeníu, eins og fregnir hermdu í fyrradag. Sovéska sjónvarpið sýndi í fyrrakvöld viðtal sem tekið var á sjúkrahúsi við 50 ára gamlan raf- virkja, Ajkaz Akopjan að nafni, sem sagði fréttamönnum að hann og fímm félagar hans hefðu verið dregnir úr rústum íbúðarbygging- ar daginn áður. Að sögn Ízvestíu hefur þó enginn þessara manna, nema Akopjan, fundist, þrátt fyrir mikla leit í öllum sjúkrahúsum milli Lenínakan og Jerevan, höfuð- borgar Armeníu. „Okkur blaðamönnum er vandi á höndum. Reynsla síðustu daga hefur sýnt okkur að menn óska þess heitt, afar heitt, að krafta- verk gerist,“ sagði meðal annars í Ízvestíu. stakrar athygli," sagði utanríkis- ráðherrann. Gullow Gjeseth, talsmaður norska herráðsins, sagði að um tuttugu nýjar orrustuþotur hefðu leyst eldri þotur af hólmi á svæð- inu. „Þessar þotur ásamt nýju beitiskipi og flugmóðurskipi, sem staðsett hefur verið á Kola-skaga nýlega, eru til vitnis um stóraukna hemaðaruppbyggingu á þessu mikilvæga svæði," sagði Gjeseth ennfremur. Heimildarmaður innan leyni- þjónustu norska hersins, sem ekki vildi láta nafns síns getið, sagði að miklar framkvæmdir ættu sér stað við höfnina í Múrmansk, til að mynda væri verið að byggja byrgi og vopnabúr neðanjarðar. John Kristen Skogan, norskur vamarmálasérfræðingur, sagði að af hemaðaruppbyggingunni á Kolaskaga mætti ráða að Míkhaíl Gorbatsjov hefði ekki áhuga á af- vopnun á svæðinu. Særðum komið til hjálpar Reuter Óbreyttir borgarar á harða- hlaupum að næsta sjúkrahúsi með mann, sem særðist er öflug bílsprengja sprakk í suðurhluta Beirút, höfúðborgar Libanons, í gær. Er sprengjan sprakk stóð yfir mótmælaganga stuðnings- manna Hizbollah-samtakanna (Flokks Guðs), sem styðja írani. Voru þeir að mótmæla hörðum innbyrðis átökum shíta í Beirút að undanfomu. Einn maður beið bana og 15 særðust í sprengingunni. • • Bráðabirgðasamkomulag næst um lokaskjal ROSE: Tryggir miklar umbæt- ur í mamiréttindainálum Vínarborg. Reuter. Bráðabirgðasamkomulag náðist i gær um lokaskjal Ráðstefhunnar um öryggi og samvinnu i Evrópu (RÖSE), sem hófst i Vinarborg i nóvember 1986. Það kveður á um verulegar umbætur í mannrétt- indamálum i Austur-Evrópu. Lokaskjalið stendur og fellur með þvi að samkomulag náist um er- indisbréf og ramma afvopnunar- viðræðna 23ja ríkja NATO og Varsjárbandalagsins, sem dregist Verðbólga 20.700% íNicaragua Managua. Reuter. VERÐBÓLGA i Nicaragua nam 20.700% á siðasta ári og blasir efina- hagslegt hrun við landsmönnum. Sérfræðingar stjórnar Daniels Ortega sögðu að þjóðarframleiðslan hefði minnkað um 10% f fyrra og að engin batamerki væru sjáanleg. Verðbólgan hefði rýrt kaupmátt meðallauna um 85% á sfðasta ári. Sfjómvöld i Nicaragua hafa gripið til harkalegra efhahagsráðstafiana. Nið- urgreiðslur, sem áttu að bæta kjör fá- tæklinga, hafa verið afnumdar. Ástandið er orðið það slæmt að lands- menn neyðast m.a. til þess að leita að einhveiju til að bita og brenna á ösku- haugum eins og á myndinni, sem tekin var i Managúa f gær. Sjá „Efnahagslegt hrun blasir við sósíalismanum f Nicaragua“ á bls. 18. ha& á langinn vegna deilna Grikkja og Tyrkja um Kýpur. Vonast er til að niðurstaða fi&ist i þeim efnum i tæka tið svo að Vfnarráðstefhunni megi (júka með fundi utanrikisráðherra aðild- arríkja Helsinki-sáttmálans f næstu viku. f lokaskjalinu eru ákvæði er eiga að tryggja trúfrelsi í Austantjalds- ríkjum. Það heimilar stofnun óháðra nefnda til að fylgjast með þvf að ákvæðum Helsinki-sáttmálans sé framfylgt. Það kveður einnig á um ferðafrelsi og takmarkar þann tima, sem yfírvöld geta tekið sér til að Qalla um óskir manna um brottflutn- ingsleyfi, við þijá mánuði. í sérstök- um tilfellum má sá tími þó ekki vera lengri en þrír dagar. Ennfremur segir í lokaskjalinu að takmörkunum á ferðafrelsi af öiygg- isástæðum, þ.e. ef viðkomandi hefúr starfað á sviði vamarmála, skuli haldið f lágmarki. í fyrradag náðu fulltrúar Bandaríkjanna fram veru- legum orðalagsbreytingum sem draga úr möguleikum Austantjalds- ríkja á að synja mönnum um brott- flutningsleyfí af öryggisástæðum, eins og svo oft hefur verið gert. Skjalið kveður á um aukið upplýs- ingafrelsi. Á það m.a. að tryggja íbúum Austantjaldsríkja rétt til þess að hlusta á erlendar útvarpsstöðvar. Tekið er fram að ákvæði skjalsins verði að vera í samræmi við landslög viðkomandi ríkja. Hefur sá ótti verið látin í ljós, að einhver ríki muni nota það til þess að víkja sér hjá því að hrinda ákvæðum lokaskjalsins í framkvæmd. Rúmenar lögðust t.a.m. gegn ýmsum ákvæðum slqalsins. Þeir samþykktu það þó f gær en sögðust myndu gefa út sérstaka yfír- lýsingu um túlkun þess eftir að það hefði öðlast gildi. Lögsótt fyrir aðstoð við Líbýu Bonn. Reuter. ^ SAKSÓKNARI Vestur-Þýzka- lands var f gær falið að lögsækja vestur-þýzka fyrirtækið Imhaus- en-Chemie fyrir aðstoð, sem það veitti Lfbýumönnum við smfði verksmiðju, sem talin er eiga að framleiða eiturvopn. Belgfsk blöð skýrðu frá þvf í gær að eigandi flutningamiðlunar í Ant- werpen hefði viðurkennt að hafa fals- að útflutningsskjöl til þess að dylja útflutning kemískra efna til Líbýu. Sjá „Sfmahleranir...“ á bls.19.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.