Morgunblaðið - 14.01.1989, Side 12

Morgunblaðið - 14.01.1989, Side 12
Félagsvísindastofiiun: Könnun á einkennum og viðhorfum sparifláreigenda Félagsvísindastofiiun Háskóla íslands gerði í nóvember könnun á einkennum og viðhorfum spariQáreigenda. Könn- unin var gerð fyrir Samband íslenskra sparisjóða og eru helstu niðurstöður birtar hér á opnunni með leyfí eiganda könnunarinnar. Markmið könnunarinnar var | sparifjáreigenda, það er úr að fá upplýsingar um einkenni | hvaða þjóðfélagshópum þeir koma og hvernig spamaði þeirra er háttað. Spumingar um efnið vom lagðar fyrir þá sem svömðu í þjóðmálakönnun Félagsvís- indastofnunar dagana 9. til 14. nóvember síðastliðinn. Spurt var hvort fólk hefði lagt fyrir spari- fé á síðasta ári eða fvrr, hvað tolk teldi þýðingarmest þegar það velur leiðir til að ávaxta sparifé sitt, hvemig spamaðar- form fólk notar og um markmið fólks með spamaðinum. Þá var spurt um almenn viðhorf til spamaðar og loks um hve mikið sparifé fólk á í innlánsstofnun- um. í úrtakinu vom 1.500 manns á aldrinum 18 til 75 ára, af öllu . landinu. Viðtöl vom tekin í síma. Svör fengust þá 1;097 og er það 73,1% svömn. í greinargerð Félagsvísindastofnunar segir að úrtakið sé það stórt að það gefí mikla möguleika til greiningar á niðurstöðum. Þá segir að full- nægjandi samræmi sé á milli skiptingar úrtaksins og þjóðar- innar allrar eftir aldri, kyni og búsetu og því megi ætla að úr- takið endurspegli allvel þjóðina, frá 18 til 75 ára aldurs. Stefán Ólafsson forstöðumaður Fé- lagsvísindastofnunar hafði um- sjón með gerð könnunarinnar. Ltnurit 1: Sparifjáreigendur greindir eftir búsetu, stétt, aldri og kyni ^vvvvvvvvvvvvvww Sjómenn og bændur Sérfræóingar og atvlnnurekendur j 55,1% 55,6% Skrlfstofu- og þjónustufólk § lönaöarmenn o.fl. Verkafólk 61,4% 56,8% 57,5% 58% fólks segj- ast eiga sparifé Hlutfall spar ár eigenda svipað í öllum stéttum RÚMLEGA 58% fólks segjast eiga sparifé, þar af höfðu 44% lagt fyrir sparifé á síðasta ári en 14% höfðu lagt fyrir áður. Hlutfallslega flestir sparifíáreigendur eru í elsta aldurshópnum, næst flestir í þeim yngsta og fæstir í aldurshópunum þar á milli. (Línurit 1.) Þannig sögðust 78% þeirra sem eru á aldrinum 60 til 75 ára eiga sparifé, 65% þeirra sem eru 18—24 ára, 57% þeirra sem eru 40—59 ára og lægst er hlutfallið hjá fólki á aldr- inum 25—39 ára, eða 49%. Lítill munur er á hlutfallslegum §ölda sparifjáreigenda á milli stétta. Hæsta hlutfallið er hjá fólki í skrifstofu- og þjónustustörfum, 61%, en lægst hjá sjómönnum og bændum, 55%. Sjómenn og bænd- ur lögðu áberandi minnst sparifé fyrir á síðasta ári, tæplega 30%, en 42—47% fólks í öðrum starfs- greinum. Þegar litið er á skipting- una eftir landshlutum kemur í ljós að heldur stærri hluti Reykvíkinga á sparifé en gerist meðal lands- byggðarfólks. „ Aðrir geta sparað meira“ Mikill meirihluti fólks telur að landsmenn geti almennt sparað meira en þeir nú gera, eða 72%. Þegar fólk er spurt hvort það sjálft geti sparað meira en það nú gerir, eru það hins vegar aðeins um 42% sem segja svo vera. (Línu- rit 2.) Karlar telja sig frekar geta sparað en konur. Þegar svörum við þessari spumingu er skipt eft- ir stéttum, sést að verkafólk telur sig síst geta sparað meira en það gerir, eða 35%, en 55% sérfræð- inga og atvinnurekenda telja sig geta sparað meira. Háir vextir mikilvægastir Innan við íjórðungur fólks (24,6%) telur að örugg endur- greiðsla sé mikilvægasti þátturinn ef það ætti að velja leið til að ávaxta fé sitt. (Línurit 3.) Flestir taka háa vexti framyfir örugga endurgreiðslu, eða 41%, 13% nefna stuttan binditíma og 11% meta mest góða þjónustu. 10% svöruðu ekki þessari spumingu. Konur leggja mun meira upp úr góðri þjónustu en karlar. Unga fólkið leggur meiri áherslu en aðr- ir á háa vexti en minni á ömgga endurgreiðslu. Sérfræðingar og atvinnurekendur leggja meira en aðrir upp úr háum vöxtum og ör- uggri endurgreiðslu en minna upp úr stuttum binditíma og góðri þjónustu. Flestir nota sér- kjarareikningana Flestir spariQáreigendur geyma sparifé sitt á sérkjarareikningum, það er verðtryggðum sparireikn- ingum með mismunandi kjörum, eða 65%. (Línurit 4.) Næst flestir geyma spariféð á almennum bankabókum, 47%. 9% eiga spa- riskírteini ríkissjóðs og síðan koma Kjarabréf, bankabréf og Eininga- bréf, sem 4—5% sparifjáreigenda eiga. Aberandi er að fólk í yngsta og elsta aldursflokki sparifjáreigenda segist eiga peninga á almennri sparisjóðsbók, sem ber mun lægri vexti en sérkjarareikningur, sömu- leiðis verkafólk, en áberandi lítill hluti sérfræðinga og atvinnurek- enda geymir fé sitt á almennum sparisjóðsbókum. (Línurit 5.) Mun meira er um að fólk yfír fertugu eigi peninga á almennum spari- sjóðsbókum en yngra fólkið. 1—2% spariQáreigenda í verkamanna- stétt eiga Kjarabréf eða Eininga- bréf en sérfræðingar og atvinnu- rekendur nýta sér frekar þessi nýju spamaðarform. „Fertugir sjómenn á Reykjanesi“ líklegastir til að eiga yfir milljón Um 56% sparifjáreigenda eiga minna en 200 þúsund krónur í sparifé og um 84% eiga minna en 500 þúsund kr. Þorri fólks á því fremur lítið sparifé. (Tafla 1.) Þeir sem eiga meira en milljón eru Tafla 1: Hversu mikið heldur þú að sparifé þitt sé? Undir 200 þús- 500 þús- 200 þús. 500 þús. milljón Yfir Alls Fjöldi ALLIR 55,2% 28,6% 7,1% 9,1% 100% 605 Kyn: Karlar 47,4% 31,6% 8,0% 13,0% 100% 323 Konur 64,2% 25,2% 6,0% 4,6% 100% 282 Aldur: 18-24 ára 74,6% 17,5% 6,3% 1,6% 100% 126 25-39 ára 66,1% 25,3% 4,8% 3.8% 100% 186 40-59 ára 41,7% 33,7% 10,3% '14,3% 100% 175 60-75 ára 37,3% 38,1% 6,8% 17,8% 100% 118 Stótt: Verkafólk 61,5% 28,2% 8,0% 2,3% 100% 174 Iðnaðarmenno.fl. 44,3% 32,1% 8,5% 15,1% 100% 106 Skrifst. og þjónustufólk 62,1% 23,6% 4,3% 10,0% 100% 140 Sérfr. og atvinnurek. 32,3% 35,5% 14,5% 17,7% 100% 62 Sjómenn og bændur 45,2% 31,0% 2,4% 21,4% 100% 42 Búseta: Reykjavík 54,5% 32,6% 4,5% 8,3% 100% 242 Reykjanes 53,8% 23,1% 11,2% 11,9% 100% 143 Landsbyggðin 56,8% 27,7% 7,3% 8,2% 100% 220

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.