Morgunblaðið - 14.01.1989, Síða 13

Morgunblaðið - 14.01.1989, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 1989 13 Llnurit 2: Gætir þú lagt meira til hliðar í sparifé en þú gerir nú? ^Sjómenn og bændur 44,2% ^Skrlfstofu- og þjónustufólk ^ lönaöarmenn o.fl. jfyerkafólk mwwwwww 46,0% Llnurit 3: Hver eftirtalinna þátta er mikilvægastur ef þú ættir aö velja leið til að ávaxta sparifé þitt? ÍGóó |||p\5S $þjónusta||| b\wxw\w\\\v\w: Llnurit 5: Átt þú eitthvert sparifé á almennri bankabók? um 9% sparifjáreigenda. Þeir sem eru eldri eiga að jafnaði meira sparifé en þeir sem eru yngri. Út úr yflrliti um skiptingu spari- fjáreignar á milli kynja, aldurs- hópa, stétta og búsetu, má lesa að sparifjáreigandi sem á yfír milljón í sparifé kemur helst úr eftirfarandi flokkum: Karlar, 40 ára og eldri, sjómenn (sérfræðing- ar, atvinnurekendur og iðnaðar- menn eru ekki langt að baki), Reykjanes. Þeir spariQáreigendur sem eiga minna en 200 þúsund kr. í sparifé koma aftur á móti frekar úr eftirfarandi flokkum: Konur, 18—24 ára, skrifstofu- og þjónustustörf eða verkamanna- störf, landsbyggðin. Flestir að tryggja afikomu og öryggi Flestir segja ástæðuna fyrir því að þeir leggja fé til hliðar vera þá, að þeir vilji tryggja afkomu sína og öryggi, eða 58%. Næst flestir segjast vera að safna fyrir húsnæði, 18%, og 7% segjast vera að safna fyrir bíl. 17% fólks gefa upp aðrar ástæður. Þeir sem eru undir fertugu eru frekar að safna sér fyrir húsnæði eða bíl, spamaður fyrir bílakaup- um er mestur hjá yngsta fólkinu en húsnæðisspamaður hjá þeim sem em 25—39 ára. Fólk yfir fer- tugu er aðallega að leggja peninga til hliðar til að tryggja afkomu sína og öryggi. Sparifjáreigendur eru með lægri tekjur Meðalfjölskyldutekjur sparifjár- eigenda í nóvember vora 8 þúsund krónum lægri en þeirra sem ekki eiga sparifé. Meðaltekjur sparifj- áreigenda vora 138 þúsund krónur á mánuði en hinir vora með 146 þúsund kr. Ástæðan fyrir þessu er hve fólk í elsta og yngsta aldurs- hópnum er stór hluti sparifjáreig- enda en það fólk hefur að öðra jöfnu lægri tekjur en meðalfjöl- skyldan. Meðaltekjur allra sva- renda í úrtakinu vora 142 þúsund kr. Með fjölskyldutekjum er átt við heildarlaun svaranda og maka hans í mánuðinum, fyrir skatt. Þeir sem geyma sparifé sitt á almennum bankabókum era að jafnaði með lægstu fjölskyldutekj- umar, eða um 130 þúsund kr., þeir sem nota sérkjarareikninga era með 145 þúsund kr., eigendur spariskírteina ríkissjóðs, banka- bréfa, Einingabréfa og Kjarabréfa hafa enn hærri fjölskyldutekjur. Þeir sem eiga minna en 200 þúsund krónur í sparifé era með um 130 þúsund krónur í fjöl- skyldutekjur, og hækka fjöl- skyldutekjumar eftir því sem spa- riQáreignin er meiri. Þeir sem eiga meira en eina milljón kr. hafa um 150 þúsund krónur í fjölskyldu- tekjur á mánuði. - HBj. Djákninn ríður Yamaha en Dauðinn Volvokryppu Hugleiðingar um innlendan jólaglaðning á skjánum Sjónvarp Sæbjörn Valdimarsson Það eimdi örlítið eftir af fom- eskjunni í mínu ungdæmi undir Jökli. Amma sagði gjaman sögur af ljósum sem hún sá í álfabyggð- um, einkum í Hellnahrauninu, og einhverjir máttu sín meira, höfðu hreiðrað um sig í Sölvahamrinum, jafnvel uppí Fellstoppi. Og systir hennar og nágranni okkar, hún Bína í Melabúð, var ótæmandi brunnur sagna um viðskipti sín við verur og vætti, ekki af þessum heimi. Mamma heyrði útburðarvæl vestur undir Hádegishól, enda var maður makalaust léttur í spori er leiðin lá þar framhjá, jafnvel þó sól væri í fullu suðri. Abúandinn á efri hæðinni heima átti samt ægilegustu sögumar. Minnisstæð- ust er frásaga hans af því er hann, þá bóndi í Einarslóni, varð að leiða einu kúna á bænum undir naut. Það næsta var á Malarrifi, sem var í rösklega klukkutíma fjarlægð og gengið meðfram sjónum. Þetta var um hávetur og komið undir miðnætti er kýrin varð yxna, en bjart af tungli. Segir nú ekki af ferðum nágranna míns uns hann kemur í svonefnda Þrælavík. Þá kom yfír þau kusu slík óstjómar- löngun til að hlaupa fyrir björg að hann varð að beita öllu sem hann átti til að rífa sig útúr gjömingun- um og bjarga þeim frá voða. Sagði hann mér oft að þaraa hefði hann komist í hann krappastan. Á baka- leiðinni varð hann einskis var. En aldrei sá maður neitt né heyrði. Ekki getur það talist. En einn dag- inn var búið að leggja veginn, raf- magnið komið í öll hús og óvæg birtan skildi ekki eftir nein skúma- skot fyrir ill-útskýranleg fyrir- brigði. Og sú kynslóð er gengin sem sagði manni allt frá mildum og fögram samskiptasögum manna og álfa eða huldufólks uppí hrollkenndari sögur af sjódraug- um, kirkjugarðsvofum eða fjöral- Guðrún og djákninn öllum, við flöktandi kertaljós eða notalegt suð gasluktanna og ró- andi nið rokksins, kambanna, snældunnar. Sagnaþulir samtíðarinnar yrkja á fílmu og frásagnarmáti þeirra í ljósárafjarlægð frá þeirri sagna- hefð sem lifði allt fram á miðja þessa öld á afskekktum stöðum. Þeir fá hugmyndir sínar af bókum, því höfða verk þeirra fyrst og fremst til yngri kynslóðanna. Þó ætti engum að leiðast útgáfa Egils Eðvarðssonar af draugasögunni kunnu, um Djáknann á Myrká. Hann fer ftjálslega um efnið þó þungamiðja hennar sé alltaf í bak- speglinum, svipleg dauðsföll, rofin heit, ástin og dauðinn. Djákninn hans Egils gerist í nútímanum og í anda samtímans ríður nú þessi fræga persóna jap- önsku mótorhjóli en Dauðinn lætur sér nægja muskulega Vol- vokryppu. Myndin er tvíþætt. í annan stað fjallar hún um roskna konu sem ung missir heitmann sinn og verður sinnisveik uppfrá því. Og hinsvegar um nútímafólk, unga stúlku, bróðurdóttir hinnar sturluðu, og unnusta hennar, leð- uijakkatöffarann með vélhjólið milli fóta og gengur undir naftiinu „djákninn" . .. Þessi tvískipting er helsti galli myndarinnar, dregur úr áhrifum hennar og áherslum. Hún tengist heldur ekki nægilega vel í sumum atriðum, þó önnur gangi upp ein- sog úrklippumyndin á brúðunni. En það er margt sem bætir upp dálítið bjagað samhengi. Kvik- myndatakah og lýsingin era með því besta sem sést hefur í íslenskri sjónvarpsmyndagerð, búningamir undirstrikandi listaverk og sviðs- myndin í öllum sínum gráma og fráhrindandi áhrifum hárréttur rammi utanum draugasögu í um- hverfi malbiks og steinsteypu. Leikaramir standa sig vel, sem endranær, það heyrir til undan- tekninga ef þeir bregðast frammi fyrir myndavélunum. En fyrst og fremst er Djákninn verk Egils. Hann er handritshöf- undur, klippari og leikstjóri. Sem fyrr segir liggur megingalli verks- ins í handritinu frekar í framvindu en samtölum, sem oft hitta í mark. Vissulega er vandalítið að láta’ sér þykja nóg um hraðar klippingam- ar, irriterandi leikhljóð og háværa tónlist. En allt eru þetta þættir sem skapa rétta andrúmsloftið. Það er kraftur í Djáknanum, kannski full rostafenginn á köflum. En kvik- myndin iðar af lífí og höfundum tekst að gera hana ári magnaða á bestu augnablikunum. Það storm- ar af djáknanum þar sem hann svartklæddur þeysir um á bifhjól- inu og undir líkhúsatriðinu setti að gamalkunnan hroll hjá undirrit- uðum. Og það skyldi enginn ætla að hægt sé að flytja Djáknann frá Myrká á mölina, hávaða- og árekstralaust. Heimildarmynd Viðars Víkings- sonar um Guðmund Kamban var einkar athyglisverð í flesta staði. Enda kynnti hún í fyrsta sinn eitt af stórskáldum þjóðarinnar fyrir flestum þegnum hennar. Og þvílík afrek og lífshlaup! Þá var hún listi- lega samansett úr filmubrotum, ljósmyndum, myndaúrklippum, uppsetningum, viðtölum, leiknum köflum. Ur þessu púsluspili varð til ljóðræn heildarmynd, nokkuð langdregin en ætíð forvitnileg. Samstarf Viðars og textahöfund- arins, Hallgríms H. Helgasonar, ber vitni vandfýsi og smekkvísi. Ekki síst viðkvæmasti þátturinn, hin sviplegu endalok skáldsins. Þau voru sett upp sem hápunktur- inn í einhveiju hinna dramatfsku verka hans, var hægt að gera bet- ur? Leiknu kaflamir, vitaskuld í svart/hvítu, nutu hnitmiðaðs texta en í leiknum vantaði nokkuð á þá reisn sem hæfir misskildu stór- Frá dansleiknum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.