Morgunblaðið - 14.01.1989, Page 14

Morgunblaðið - 14.01.1989, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 1989 Ný sóknarfæri Sjálfstæðisflokksins eftirFriðrik Sophusson Á föstudaginn í fyrri viku sendi ríkisstjómin Alþingi í fjögurra vikna frí. Þetta gerðist þrátt fyrir að fl'öl- mörg mál liggi fyrir þinginu. Aðeins 20 lagafrumvörp hafa verið sam- þykkt. 57 liggja óafgreidd, þar af 29 stjómarfrumvörp. Aðeins 3 þingsályktunartillögur hafa verið afgreiddar, 21 er í nefnd, en hvorki meira né minna en 33 tillögur hafa enn ekki fengist ræddar. Þar af eru nokkrar sem lagðar voru fram í október. Verkfallsbann og verðhækkun á áfengi Það vekur athygli að meðal óaf- greiddra stjómarfmmvarpa eru staðfestingarfrumvörp vegna bráðabirgðalaganna. Þau verða ekki samþykkt úr þessu fyrr en um miðj- an febrúar. Þetta nefni ég sérstak- lega, vegna þess að ýmsir telja, að verkfallsbann hafí verið fellt úr lög- um að tilhlutan forsætisráðherra. En það er mikill misskilningur. Lög- in sjálf hafa enn ekkert breyst og þau breytast ekkert fyrr en þau verða staðfest, væntanlega um það leyti er þau hafa gengið sér til húð- ar eftir rúman mánuð. Húrrahróp forystumanna BSRB fyrir endur- heimtum mannréttindum em ótíma- bær, því að enn er verkfallsbann ríkisstjómarinnar í fullu gildi sem fyrr. Ríkisstjóminni var auðvitað í lófa lagið að taka þetta sérstaka mál út úr fmmvarpinu og afgreiða það fyrir þingleyfí, en hún kaus í staðinn að afla sér heimildar til að hækka tóbak og áfengi, þrátt fyrir „verð- stöðvun". Sú hækkun kemur að sjálfsögðu fram af fullum þunga í lánskjaravísitölunni og veldur skuld- uram nýjum búsifjum. Að sögn forsætisráðherrans ætlar stjómin á næstu vikum að leita allra Ieiða til að móta stefnu í atvinnu- og efnahagsmálum og freista þess að styrkja stjómina með þátttöku nýrra liðsmanna úr þingflokki Borg- araflokksins. Formenn Alþýðu- flokks og Alþýðubandalags hyggj- ast hins vegar nota tímann til sam- eiginlegra fundahalda og flugelda- sýninga vítt og breitt um lands- byggðina undir kjörorðinu „á rauðu ljósi“. Ár mikilla sviptinga Það er öldungis ljóst að síðasta ár var ár mikilla sviptinga í íslenzk- um stjómmálum. Þessar sviptingar hafa gjörbreytt stöðunni. í fjölmiðla- kófinu er erfítt að átta sig á þeim atriðum sem skipta mestu máli. Almenningur sér ekki alltaf skóginn fyrir tijánum. Sjálfstæðisflokkurinn, sem hefur ekki í annan tíma haft jafnlítið þing- fylgi, vék úr ríkisstjóm eftir að hon- um hafði mistekizt að sameina þá- verandi stjómarflokka um raunhæfa stefnu í efnahags- og atvinnumál- um. Óþarfi er að rekja hildarleik stjómarskiptanna hér. Hann er öll- um kunnur. Samstarfsflokkamir, Framsóknarflokkur og Alþýðuflokk- ur, tóku ákvörðun um að ýta Sjálf- stæðisflokknum til hliðar og mynda vinstri stjóm áður en endanlega hafði verið reynt að leysa ágreining flokkanna þriggja. Yfírlýsing and- stæðinganna þess efnis að Sjálf- stæðisflokkurinn hafí dregið sig í hlá er auðvitað ómerkilegur áróður þeirra, sem sátu á svikráðum við formann Sjálfstæðisflokksins til að geta myndað vinstri stjóm í landinu. Alþýðuflokkurinn undir forystu Jóns Baldvins skipti snögglega um lit í stjómmálalitrófínu. Hann hvarf frá fijálsræðishugmyndum sínum, settist undir árar ásamt Framsókn- arflokki og Alþýðubandalagi í ríkis- stjóm sem kennir sig við jafnrétti og félagshyggju, en hefur reynzt mesta skattheimtustjóm allra tíma. Alþýðubandalagið hefur verið leitt til öndvegis í íslenzkum stjóm- málum. Formaður Alþýðubanda- lagsins er nú valdamesti maður ríkisstjómarinnar. Formaður Fram- sóknarflokksins hefur að vísu for- ystuna að nafninu til. Draumur hans um að endurheimta sitt fyrra starf hefur rætzt. Fyrir að svala metnað- argimd sinni hefur hann fómað hagsmunum atvinnulífsins. Borgaraflokkurinn er klofínn í afstöðu sinni til ríkisstjómarinnar. Fráfarandi formaður flokksins hverfur innan tíðar til nýrra starfa í Frakklandi. Einn þingmaður hefur gengið til liðs við ríkisstjómina, sumir em til viðtals um stuðning eða þátttöku í stjóminni, en aðrir hugsa sitt ráð. Kvennalistinn situr við sinn keip utan stjómar, tekur ekki ábyrgð á framvindunni en styður þau frum- vörp ríkisstjómarinnar, sem hann hefúr velþóknun á. Horfið frá frjálsræðisstefnu Samfara þessum skjótu umskipt- um hafa orðið vemlegar áherzlu- breytingar í stjómmálalífi þjóðar- innar. I stað þeirrar fijálsræðis- stefnu, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft forystu um að fylgja, hafa stjómvöld kosið að velja eftir- lits- og úthlutunarstefnu með til- heyrandi ríkisafskiptum. Forsætis- ráðherrann hefur farið fremstur í fíokki þeirra, sem halda því fram að allt illt sé fijálshyggjunni að kenna. í svokallaðri stefnuræðu sinni sagði hann að horfíð yrði frá hefðbundnum vestrænum leiðum í efnahagsmálum. Þessi stefnubreyting í átt til úr- eltra hugmynda löngu liðins tíma á sér stað hér á landi á sama tíma og allar nágrannaþjóðir okkar kepp- ast við að auka frelsi í efnahags- og atvinnumálum til að búa sig sem best undir hinn sameinaða Evrópu- markað árið 1992. Ríkisstjómin notfærir sér erfíð- leika atvinnufyrirtælqanna til að auka afskipti ríkisvaldsins. Stjóm- arherramir koma sínum sjónarmið- um og áhrifum að í gegnum nýtt sjóðakerfi, sem lýtur pólitískri stjóm. Nú gildir að njóta náðar réttra aðila, sem meta skulu lífslíkur einstakra fyrirtækja. Svo langt er gengið, að einstakir ráðherrar em sagðir með nefíð ofan í umsóknum, sem fyrirtæki senda inn til að fá fyrirgreiðslu. Almennar efnahagsaðgerðir hafa vikið fyrir miðstýringu. I stað þess að skapa vel reknum fyrirtækjum Friðrik Sophusson * „ A sama tíma ætla for- menn Alþýðuflokks og Alþýðubandalags að styrkja stöðu sósíalista með því að vinna að sameiningu flokkanna og fylkja þannig liði helstu andstæðinga íhaldsins. Svar okkar sjálfstæðismanna er að- eins eitt. Það er að vinna að sameiningu allra frjálslyndra, borg- aralegra afla. Sam- staða þessara afla í ein- um flokki hefur í gegn- um tíðina verið okkar sterkasta vopn.“ eðlileg rekstrarskilyrði tekur ríkið erlend lán til að greiða með útflutn- ingsframleiðslunni. Skattaálögur á heimili og fyrirtæki hafa aldrei fyrr aukizt sem nú. Ríkið heldur sínu striki, útgjöld þess vaxa á kostnað atvinnulífs og launþega, sem taka á sig samdráttarerfíðleikana með hærri sköttum, lægri launum og minnkandi atvinnu. Virðingarleysi fyrir hugmyndum og stefiium í öllum þessum pólitísku um- hleypingum hefur lítið borið á rök- ræðum um hugmyndir og stefnur. Það, sem þvert á móti einkennir stjómmálin, er virðingarleysi fyrir stjómmálahugmyndum og stefnum. Olafur Ragnar lætur Alþýðubanda- lagið fleygja frá sér stefnumiðum sínum í kjarasamningamálum, vam- armálum og matarskattinum til þess að komast í ríkisstjóm. Þegar Jón Baldvin er spurður að því, hvort veijandi hafí verið að kúvenda eins og hann gerði sl. haust, svarar hann að bragði: „Ég er ekki hættur í pólitík.“ Umgengni þessara stjómmála- manna við steftiur flokka sinna lýs- ir bezt sameiginlegum viðhorfum þeirra til stjómmála. Tilgangurinn helgar meðalið. Það em völdin sem skipta máli — ekki málefnin. I kompaníi við þessa tvo er for- sætisráðherrann sem hefur eina stefnuna í dag og aðra á morgun. Hann gefur yfírlýsingar um að Rom hafi bmnnið í gær og þjóðargjald- þrot blasi við á morgun án þess að hreyfa legg eða lið. Honum er enda alveg sama hvert förinni er heitið svo fremi sem hann fær að sitja undir stýri. Það er síðan í stíl við þetta allt, að Aðalheiður Bjamfreðsdóttir ákvað að styðja skattaálögur ríkis- stjómarinnar með þeim rökum að stjómarandstaðan hefði sýnt það ábyrgðarleysi að taka ekki að sér hlutverk ríkisstjómarinnar eins og fram hefur komið í máli hennar. Engin frambúðar- stefiia er tíl Staðan í efnahagsmálunum mót- ast annars vegar af hinum snögga samdrætti sem varð á síðastliðnu ári vegna launa- og verðstöðvunar í framhaldi af gengisbreytingunni í maí og hins vegar af þeirri stað- reynd að ríkisstjómin hefur ekki enn mótað neina frambúðarstefnu í at- vinnu- og efnahagsmálunum. Fyrstu aðgerðir ríkisstjómarinnar hafa ráðherrar kallað biðleik en hann fólst í erlendum lántökum, milíifærslum og stórkostlegum skattahækkunum, sem lenda mest á þeim sem sýnt hafa ráðdeild og fyrirhyggju. Ifyrirtækin tóku á sig ISLENSKA KIWANIS-HREYFINGIN 25 ARA Af 26 karlmönnum í Gríms- ey stofiiuðu 25 Kiwanis-klúbb - segir Bragi Stefans- son umdæmisstjóri STOFNDAGUR fyrsta Kiwanis- klúbbsins á íslandi, Heklu, er 14. janúar 1964. íslenska Kiwanis- hreyfíngin er því 25 ára í dag, laugardag. í tileftii af þvi verður meðal annars opið hús i húsnæði hreyfingarinnar i Brautarholti 26 í Reykjavik sunnudaginn 22. jan- úar næstkomandi þar sem starf- emi hennar verður kynnt. Þá heldur móðurklúbbur Heklu i Capital City i Bandaríkjunum þúsund manna veislu í dag i til- efni aftnælisins. Félagar i islensku hreyfíngunni eru um 1.200 talsins og starfa þeir í 41 klúbbi. Um 1,5% islenskra karl- manna er i Kiwanis og það er hæsta hlutfall í heiminum, að sögn Braga Stefánssonar umdæ- misstjóra islenska umdæmisins. Þessir menn ákváðu árið 1962 að stoftia fyrsta islenska Kiwanis-klúbbinn, Heklu. Talið frá vinstri: Pétur Hjaltested, Eyjólfur Hermannsson, Einar A. Jónsson og Halldór Magnússon. Af 26 karlmönnum í Grímsey eyjunni," sagði Bragi Stefánsson stofnuðu 25 Kiwanis-klúbb í samtali við Morgunblaðið. „í íslenska umdæminu em 8 konur og þær em allar í Kiwanis-klúbbinum Þorfinni á Flateyri. Þær sex fyrstu gengu í klúbbinn 15. október síðast- liðinn. Þá starfa eiginkonur íslenskra Kiwanis-manna í sérstökum klúbb- um, Sinawik, og fyrsti Sinawik- klúbburinn á 20 ára afmæli 13. mars næstkomandi. Um 320 þúsund féiagar, þar af 8.000 konur, em í um 8.600 Kiwanis-klúbbum í 80 löndum. Kiwanis-hreyfingin var stofnuð í Detroit í Michigan-fylki í Bandaríkjunum 21. janúar 1915. Markmið Kiwanis- hreyfíngarinnar Markmið Kiwanis-hreyfíngarinn- ar em til dæmis þau að hafa fremur í hávegum manngildi og andleg verð- mæti en efnisleg gæði og örva sam- félagið til meiri þekkingar, dugnaðar og hjálpsemi með leiðbeiningum og góðu fordæmi. Nafnið Kiwanis er tekið úr máli indíánaþjóðflokks sem eitt sinn byggði það svæði þar sem Kiwanis-hreyfíngin var stofnuð og það þýðir nánast sjálfstjáning. Kiwanis-hreyfíngin byggist ái ftjálsu félagsstarfí. Klúbbamir velja sér sjálfir félaga. Til að fá inngöngu verða menn að hafa gott mannorð og vera virtir borgarar á félags- svæði klúbbsins eða hafa náin tengsl við það svæði. Hver félagi verður að taka þátt í starfsemi klúbbsins og sækja fundi reglulega. Hver klúb- bur ákveður sitt inntökugjald. Klúb-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.