Morgunblaðið - 14.01.1989, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 14.01.1989, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 1989 Vandi loðdýrabænda: Ríkisvaldið ber um- talsverða ábyrgð - segir Steingrímur J. Sigfusson landbúnaðarráðherra TILLÖGUR um aðstoð við loðdýrabændur verða væntanlega af- greiddar á ríkisstjórnarfundi næstkomandi þriðjudag. Að sögn Steingríms J. Sigfússonar landbúnaðarráðherra er ekki gert ráð fyrir að hægt verði að tryggja öllum loðdýrabændum möguleika á áframhaldandi búrekstri. Hann telur stjórnvöld bera umtais- verða ábyrgð gagnvart þeim sem verða að hætta loðdýrarækt, og þau geti ekki hlaupið £rá vandanum þar sem þau hafí hvatt menn til að heQa þennan búskap. Landbúnaðarráðherra lagði ákveðnar tillögur fyrir ríkisstjóm- arfund á fímmtudag, en hann hafði áður kynnt þær í ríkisstjóm- inni. Hann sagði, í samtali við Morgunblaðið, mjög brýnt að ríkis- stjómin taki fljótt ákvörðun um hvað hún vilji leggja af mörkum til að styðja við bakið á þeim loð- dýrabændum sem vilja halda ^•am búrekstri, og forða fyrirsjá- anlegu hruni búgreinarinnar. „Eg á von á því að ákvörðun í þessu máli verði tekin á ríkis- stjómarfundi á þriðjudaginn, en ég geri ekki ráð fyrir að þær ákvarðanir sem teknar verða tryggi öllum loðdýrabændum möguleika á að halda áfram rekstri. Vonandi getum við þó gert þær ráðstafanir sem tryggja sem flestum möguleika á að halda áfram. Þegar hafa margir bændur hætt þessum búskap, og skuldir þeirra sem annarra loðdýrabænda eru mjög mismunandi. Sumir eru með margvíslegar lausaskuldir með persónulegum ábyrgðum, og það eru vissulega erfíð mál, en aðrir em heppnir að því leyti að skuldir þeirra em að mestu leyti við opinbera sjóði, sem em skárri viðureignar. A þessu stigi get ég ekkert sagt um það hvemig á málum þeirra sem hættir em eða neyðast til að hætta verður tekið, né hve mörg og alvarleg tilvik þau kunna að verða. Eg er þó persónu- lega þeirrar skoðunar að stjóm- völd beri umtalsverða ábyrgð í þessu máli, því menn vom mjög hvattir til að hefja þennan búskap, og mér fínnst ekki að stjómvöld geti hlaupið frá þessu þar sem þau eiga sinn þátt í því að menn fóm út í þessa búgrein," sagði Steingrímur J. Sigfússon. Samband íslenskra loðdýra- ræktenda sendi ríkisstjóm og öll- um alþingismönnum greinargerð um stöðu og framtíð loðdýrarækt- ar í byijun desember. í greinar- gerðinni kemur fram að erfíðleikar búgreinarinnar em tilkomnir vegna fastgengis, þungrar fjár- magnsbyrði af lausaskuldum og verðfalls á skinnum vegna verð- falls á dollar og offramboðs á refa- skinnum. Þær aðgerðir sem SÍL telur að geti orðið til þess að rétta stöðu loðdýraræktarinnar við em endur- greiðsla söluskatts 1986-1988 á núvirði, leiðrétting vegna fast- gengis hliðstætt og sjávarútvegur hefur fengið, endurgreiðssla á söluskatti af ijárfestingum fóður- stöðva, skuldbreytingar á lausa- skuldum í föst lán til 20 ára með breytilegum ársgreiðslum í sam- ræmi við afkomu greinarinnar og framleiðslumagn fóðurstöðva, bú- háttabreyting úr ref í mink og hugsanlega afskriftir skulda. I greinargerð SÍL segir að það þurfí að taka skjótar ákvarðanir í þessu máli því margir bændur íhugi alvarlega að hætta loðdýra- búskap ef aðstæður lagast ekki fljótt. Erfítt muni reynast að fá fleiri bændur en nú þegar em komnir í loðdýrarækt til að hefja hana og hverfa frá hefðbundnum búskap. Eins og nú horfí í fram- leiðslu og neyslu kindakjöts hér á landi verði framleiðsla að minnka og bændur að fá aðstoð til að taka upp aðra framleiðslu. Morgunblaðið/Emilía Kristín Aðalsteins- Gvða Sveinsdóttir Andri Már Ingólfsson dóttir Nýir starfsmenn hjá Ferðamiðstöðinni í fréttatilkynningu, sem Morg- unblaðinu hefur borist frá Ferða- miðstöðinni, segir að nokkrir nýir starfsmenn hafí tekið til starfa hjá fyrirtækinu, þar á meðal þau Andri Már Ingólfsson, Kristín Aðalsteinsdóttir og Gyða Sveinsdóttir, sem öll eiga að baki starf hjá ferðaskrifstofunni Út- sýn. I fréttatilkynningunni segir með- al. annars: „Andri er nú tekinn við Ferðamiðstöðinni sem forstjóri. Fimm aðrir fyrrverandi starfsmenn Útsýnar em þegar komnir til starfa hjá Ferðamiðstöðinni og fleiri bíða eftir að losna og em ráðnir til starfa í þjónustu- og söludeild. Meðal þeirra, sem em komnir til starfa, em fyrrverandi deildarstjórar sölu- deilda Útsýnar, þær Kristín Aðal- steinsdóttir úr hópferðadeild og Gyða Sveinsdóttir úr einstaklings- deild. Báðar hafa þær yfír 20 ára starfsreynslu í ferðaþjónustu að baki. Ný uppbygging tekur nú við hjá Ferðamiðstöðinni, sem er þekkt fyr- ir skipulagningu ferða á alþjóðlegar vömsýningar og hópferðir til Beni- dorm. Starfsfólk fyrirtækisins verð- ur um 20 manns frá áramótum. / AF INNLENDUM VETTVANGI eftir AGNESIBRAGADÓTTUR Morgunblaðið/Ámi Sæberg Við upphaf fundarins i Ráðherrabústaðnum við Tjarnagötu í gær. Frá vinstri: Jón Baldvin Hannib- alsson, utanrikisráðherra, Ingi Björn Albertsson, þingmaður Borgaraflokksins og Steingrimur Hermannsson, forsætisráðherra. Ólafur Ragnar Grímsson, fjármálaráðherra var þriðji ráðherrann í viðræðunum og aðrir fúlltrúar Borgaraflokks voru þeir Július Sólnes, formaður Borgaraflokks- ins, Óli Þ. Guðbjartsson, þingmaður flokksins og Benedikt Bogason, sem tekur sæti á þingi þegar Albert Guðmundsson tekur við starfi sendiherra íslands í Frakklandi. Heimilisvandi Borgaraflokks - áhugaleysi stjórnarliða MÖRG er búmannsraunin kunna þeir borgaraflokksmenn að hugsa sem í gær hófu viðræður við ráðherra ríkisstjórnar Steingrims Hermannssonar um hugsanlega stjórnaraðild, eða nýja stjómar- myndun, eins og þeir sjálfír vilja orða það. Það liggur fyrir að það er stjóminni lífenauðsynlegt að fá til liðs við sig fleiri þingmenn til þess að meirihluti hennar verði tryggður i neðri deild Alþingis. Hún getur ekki aftur treyst á stuðning úr stjómarandstöðunni, að öflu óbreyttu, þegar mikilvæg frumvörp stjóraarinnar koma til at- kvæðagreiðslu á vorþingi. Það kom þvi nokkuð á óvart hversu mik- ið áhugaleysi um að hraða samkomulagi við Borgaraflokk, virtist ríkja meðal formanna stjómarflokkanna, að afloknum fyrsta við- ræðufundinum við fuUtrúa Borgaraflokksins í gærmorgun. Stjómarliðar tala um heimilisvanda Borgaraflokksins og að flokksmenn verði að fínna lausn á honum áður en að formlegri stjómaraðUd flokksins eða hluta flokksins geti orðið. Svo er að sjá sem nú ríði meir á fyrir flokksformenn stjómarflokk- anna þriggja að hefja fundaher- ferðir um landið, til þess að koma boðskap sínum á framfæri. Að vísu verður ekki um neitt þríeyki að ræða, því þeir A-flokka- formenn Jón Baldvin Hannibalsson og Ólafur Ragnar Grímsson ferðast saman, á rauðu ljósi, en Steingrím- ur ferðast einn á báti, á grænu ljósi. Aðrir ráðherrar ríkisstjómar- innar munu einnig þeysa út um víðan völl á næstunni, þannig að ekkert svigrúm gefst til þess að sinna lítilræði eins og nýrri stjóm- armyndun og þvf verður næsti fundur með Borgaraflokknum ekki haldinn fyrr en á laugardaginn að viku. Þessu áttu borgaraflokks- menn ekki von á um hátíðamar, þegar stjómarliðar klifuðu á því að þegar á nýju ári yrði gengið til stjómarmyndunarviðræðna við Borgaraflokk. Fundurinn í gærmorgun stóð í um tvo tíma og fór hann fram í Ráðherrabústaðnum við Tjamar- götu. Júlíus Sólnes, formaður Borgaraflokksins sagði að aflokn- um fundinum: „Þetta voru afskap- lega gagnlegar viðræður og það var farið ítarlega yfír stöðuna. Það er að minnsta kosti ekki búið að loka neinum dyrum." Það má segja að þetta hafí einn- ig verið hljóðið í fulltrúum ríkis- stjómarinnar, þeim Steingrími Hermannssyni, Jóni Baldvin Hannibalssyni og Ólafi Ragnari Grímssyni, þegar þeir svöruðu fréttamönnum að afloknum fundin- um. í stuttu máli sagt, að ekkert hafi gerst, að ekkert hafi þokað í áttina og að ekkert lægi á að ná niðurstöðu um hvort af aðild Borg- araflokksins að ríkisstjóminni geti orðið. „Það er ekki að vænta ein- hverrar niðurstöðu f þessum um- ræðum í næstu viku. Þetta mun taka sinn tírna," sagði Jón Baldvin og Steingrímur sagðist gera sér vonir um að niðurstaða lægi fyrir um mánaðamót. Mínar heimildir úr röðum ríkis- stjómarinnar herma að það sé ríkisstjóminni ekkert kappsmál að fá Borgaraflokkinn inn í stjómina óskiptan, enda sé það afskaplega ólíklegt að um slíkt samstarf náist fullt samkomulag. Að minnsta kosti verði flokkurinn að taka því að koma inn án þess að málefna- grundvelli stjómarinnar verði breytt svo nokkru nemi. Það sé allt eins fysilegur kostur, jafnvel öllu fysilegri að tryggja áfram- haldandi stuðning þeirra borgara- flokksþingmanna sem standi ríkis- stjóminni næst málefnalega og er þá átt við þau Aðalheiði Bjamfreðs- dóttur og Óla Þ. Guðbjartsson. Þetta er skoðun ákveðinna ráð- herra ríkisstjómarinnar. Alþýðu- bandalagið er enn þeirrar skoðunar að Borgaraflokkurinn sé óæskileg- ur samstarfsflokkur, þótt Albert Guðmundsson hverfi brátt af Al- þingi. Ingi Bjöm Albertsson mun hafa spurt á fundinum í gærmorg- un, hvað hafi breyst, frá því síðast- liðið haust, þegar Alþýðubandalag- ið útilokaði stjómarsamstarf við Borgaraflokkinn. Ólafur Ragnar mun ekki hafa gefíð aðra skýringu á afstöðubreytingu síns flokks en þá að Aðalheiður Bjamfreðsdóttir gegndi þar lykilhlutverki. Hann sagði þó einungis við fréttamenn að afloknum fundinum að Alþýðu- bandalagið gengi með opnum huga til þessara viðræðna við Borgara- flokkinn, en ekki orð um það hvort alþýðubandalagsmenn hefðu hug- ann jafn opinn gagnvart hugsan- legu stjómarsamstarfi. Innanhúsvandamál Borgara- flokksins vefjast ekki bara fyrir flokksmönnum sjálfum, heldur og stjómarliðum. Ingi Bjöm sagði á opnum fundi Borgaraflokksins sl. þriðjudag að ef af stjómaraðild Borgaraflokksins yrði, þá væru all- ir þingmenn flokksins í kjöri sem ráðherraefni. Eru þessi ummæli Inga Bjöms túlkuð á þann veg að hann hafi verið að áminna Óla Þ. Guðbjartsson um að hann væri á engan hátt jafn sjálfgefið ráðherra- efni og hann virðist sjálfur telja. Innri átök í Borgaraflokknum eru ráðherrum ríkisstjómarinnar ljós og því hefur þeirri skoðun vaxið fiskur um hiygg að betra sé að fá stuðning eða samstarf við flokks- brot Borgaraflokksins, heldur en sjö mann þingflokk, sem sé svo tvístraður í skoðunum og afstöðu, að engu tauti verði við hann kom- ið. Nægt álag sé á þriggja flokka samstarfí þessara flokka, þannig að margtvístraður fjórði flokkur komi ekki til með að styrkja stöðu stjómarinnar, þó að öruggur þing- meirihluti yrði þannig tryggður. Samkvæmt mínúm heimildum úr þingflokki Borgaraflokksins ríkir einnig vantrú í þeim herbúðum á að af stjómarsamstarfí geti orðið, með stuðningi alls þingflokksins. Yfirlýsing Steingríms Her- mannssonar, forsætisráðherra á opnum fundi í fyrrakvöld er enn ein vísbendingin um þann ásetning hans að kaupa aðild Borgaraflokks- ins ekki dýru verði. Þar sagði Steingrímur að næðist ekki meiri- hluta samstaða um það á Alþingi að grípa til róttækra efnahagsað- gerða, væri ekki um annað að ræða en rjúfa þing og boða til kosninga. Með þessu var forsætisráðherra sjálfsagt að áminna borgaraflokks- menn um það að annað hvort komi þeir inn í stjómina á hans forsend- um, eða þeir lendi í kosningabar- áttu innan tíðar, sem væri að sjálf- sögðu ekkert annað en dauðadómur yfir Borgaraflokknum nú. Sömuleiðis ætlaðist Steingrímur sjálfsagt til þess að samráðherrar hans, þeir Jón Baldvin og Ólafur Ragnar meðtælqu boðskap sinn, því hann telur sig og sinn flokk, líklega með réttu, mun betur í stakk búinn að fara út í kosninga- baráttu, en samstarfsflokka sína. Boðskapur Steingríms til A-flokka formannanna gæti því verið þessi: Ef þið samþykkið ekki frekari gengisfellingu í lok mánaðarins, þá er þetta bara búið spil, strákar mínir!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.