Morgunblaðið - 14.01.1989, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 1989
23
Aflaverðmæti UA-togar-
anna um 712 milljónir í fyrra
SLÉTTBAKUR, frystitogari Út-
gerðarfélags Akureyringa, var
með lang mesta aflaverðmæti
togara félagsins á síðasta ári.
Ekki er þó endanlega ljóst hvert
verðmæti afla Sléttbaks í fyrra
verður, þar sem enn er nokkuð
óselt af karfa sem hann veiddi.
Talið er að aflaverðmæti skipsins
á árinu verði um 230 milljónir
króna.
Alls komu togarar Útgerðarfé-
lagsins með um 23.100 tonn að
landi í fyrra. Verðmæti þess afla
var rétt rúmar 712 milljónir króna,
ef ágiskun um verðmæti Sléttbaks
Skreiðarverkun
á Svalbarðseyri?
NÚ ER í undirbúningi stofliun
fyrirtækis um skreiðarverkun á
Svalbarðseyri við Eyjafjörð. Það
er hlutafélagið Hlaðhamrar á
Svalbarðseyri og Knútur Karls-
son, fyrrum framkvæmdastjóri
frystihússins Kaldbaks hf. á
Grenivík, sem undirbúa stofnun
þessa fyrirtækis.
Knútur sagði í samtali við Morg-
unblaðið í gær að um væri að ræða
svokallaða Ítalíuskreið. Hann sagði
Eyjafjarðarsvæðið og næsta ná-
grenni eina svæðið á landinu sem
væri ákjósanlegt til verkunar á ítal-
íuskreið vegna veðurfars og eina
heppilega svæðið utan íslands væri
i Norður-Noregi. ítalir vilja skreið
sína í vissri stærð og hún má ekki
frjósa, að sögn Knúts. Það er ein-
ungis á vorin, í apríl og maí, sem
hægt er að hengja upp fyrir þessa
verkun, að sögn Knúts, þannig að
starfsemin hefst í apríl ef af verð-
ur. Hann kvaðst bjartsýnn á að svo
yrði. Stefnt er að því að leigja hús-
næði undir starfsemina til að byija
með að minnsta kosti og standa nú
yfír viðræður um leigu á hluta hús-
næðis sem Kaupfélag Svalbarðs-
eyrar starfaði í á sínum tíma. Félag-
ið varð gjaldþrota og hætti störfum
sem kunnugt er.
reynist rétt.
Sléttbakur kom með alls 4.152
tonn að landi. Kaldbakur var með
næst mesta aflaverðmæti togara
ÚA, hann kom með 4.528 tonn að
landi og var verðmæti aflans 109,2
milljónir króna. Síðan kom Harð-
bakur — hann kom með 4.235 tonn
að verðmæti 104,9 milljóna króna.
Svalbakur kom með 3.981 tonn að
landi í fyrra og var verðmæti aflans
99,4 milljónir. Afli Hrímbaks var
3.213 tonn í fyrra og verðmæti
hans 87,5 milljónir og Sólbakur kom
með 2.997 tonn að landi. Verðmæti
afla Sólbaks var 81,1 milljón króna.
Samherji hf.;
Akureyrin - eitt hinna fengsælu skipa Samherja á Akureyri.
Aflaverðmæti Akureyrinn-
ar EA 411,5 milljónir 1 fyrra
Mesta aflaverðmæti skips í flota landsmanna á árinu
En hvað með sölumöguleika?
Knútur Karlsson: „ítalir hafa ekki
getað fengið eins mikið af skreið-
inni undanfarið og þeir vilja, en
markaðurinn hefur reyndar dregist
nokkuð saman upp á siðkastið
vegna verðhækkana." Knútur benti
einnig á að framleiðsla á Ítalíu-
skreið hefði dregist saman í Norð-
ur-Noregi, þannig að íslendingar
gætu þar með átt meiri möguleika
á sölu.
Nokkrir aðilar í Eyjafírði og ná-
grenni verka skreið til sölu á Italíu.
Stærsti verkandi á svæðinu er Bliki
hf. á Dalvík.
AKUREYRIN EA, sem er í eigu
Samherja hf., kom með mesta
aflaverðmæti allra skipa íslenska
flotans að landi á nýliðnu ári.
Afli Akureyrinnar, sem er frysti-
togari, var alls 6.125 tonn og
verðmæti aflans 411 miiyónir
króna, og hálfri betur.
Samhetji hf. gerir einnig út
frystitogarann Margréti EA, Odd-
eyrina EA og í fyrra gerði fyrirtæk-
ið einnig út togarann Þorstein EA
um tíma, en eftir að hann festist í
ís og skemmdist var honum lagt
og siglir ekki framar á veiðar. Odd-
eyrin EA er í eigu samnefnds hluta-
félags.
Margrét kom alls með 4.105 tonn
að landi í fyrra, þar af voru um 400
tonn af rækju. Verðmæti afla
Margrétar á árinu voru um 300
milljónir króna. Aflaverðmæti Odd-
eyrinnar EA í fyrra var 148 milljón-
ir króna — skipið kom með alls
1.530 tonn að landi, þar af voru
419 tonn af rækju’.
Þorsteinn EA aflaði fyrir um 20
milljónir króna á sl. ári. Samanlagt
aflaverðmæti skipanna sem Sam-
heiji gerir út var því um 880 millj-
ónir króna á árinu 1988.
Þijú umferðaróhöpp
ÞRJU umferðaróhöpp urðu á
Akureyn í gær. Nokkrar
skemmdir urðu á bflum í öll
skiptin, en fóik slapp við meiðsli.
Fyrsta óhappið varð um kl. 8 I
gærmorgun, skammt frá verslunar-
miðstöðinni Sunnuhlíð. Bfll fór út
af Barmahlíð og niður brekku, nið-
ur í Skarðshlíðina. Á leiðinni fór
hann í gegnum trégirðingu. Um kl.
9 fyrir hádegi var bfl síðan ekið á
umferðarljós og skemmdust bæði
staur og bfll talsvert.
Laust eftir hádegi var síðan ekið
á bfl á bflastæði við Furulund 10.
Sá sem olli óhappinu fór af vett-
vangi og hafði ekki fundist er blað-
ið hafði síðast haft spumir. Hurð
bifreiðarinnar sem ekið var á
skemmdist.
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
Hella
Umboðsmaður óskast til að annast dreifingu
og innheimtu á Morgunblaðinu.
Upplýsingar í síma 91-83033.
iltagmifrlftMfe
Atvinna - húsnæði
Ferðaþjónustufyrirtæki í Reykjavík óskar eft-
ir að ráða hjón til húsvörslu, reksturs gisti-
heimilis og annarra starfa. Mikil sumarvinna.
Nokkurtungumálakunnátta nauðsynleg. Góð
íbúð fylgir. Umsækjendur þurfa að geta haf-
ið störf sem allra fyrst.
Umsóknir merktar: „S - 14229“ sendist aug-
lýsingadeild Mbl. fyrir 22. janúar nk.
Fóstrur
1. febrúar
Einkarekið skóladagheimili í Vesturborginni
óskar eftir fóstru í uppeldisstarf eftir hádegi
frá klukkan 13.00-17.30. Æskilegt er að við-
komandi hafi einhverja tónmenntakunnáttu.
Reyklaus staður.
Umsóknir með upplýsingum um menntun
og fyrri störf sendist auglýsingadeild Mbl.
fyrir 27. febrúar merktar: „F - 2624“.
Álftanes
- blaðburður
Blaðbera vantar á suðurnesið.
Upplýsingar í síma 652880.
JHnriimMatiiiitfo
Yfirvélstjóri
Yfirvélstjóra vantar á 200 lesta bát frá Vest-
fjörðum sem verið er að skipta um vél í.
Upplýsingar í síma 94-6105 á skrifstofutíma
og 94-6215 á kvöldin.
Skattstjórinn í
Reykjavík
Lausar eru til umsóknar stöður við álagn-
ingu, endurskoðun og skatteftirlit. Nauðsyn-
legt er, að umsækjendur hafi lokið prófi í
viðskipta- eða lögfræði eða hafi góða þekk-
ingu á bókhaldi, reiknings- og skattskilum.
Umsóknir, er tilgreini menntun, fyrri störf
og alm. persónuupplýsingar, sendist skatt-
stjóranum í Reykjavík, starfsmannastjóra,
fyrir 20. jan. nk.
Skattstjórinn í Reykjavík,
Tryggvagötu 19, 150R.
Kennara vantar
Kennara vantar til afleysinga frá 1. febrúar
til vors við Grunnskóla Stokkseyrar.
Upplýsingar veitir skólastjóri í síma 98-31263
á skólatíma og 98-63300 á kvöldin.
Fóstrur athugið!
Forstöðumann vantar að leikskólanum Kríla-
koti, Dalvík, frá 1. mars 1989.
Upplýsingar gefur forstöðumaður í símum
96-61372 eða 96-61583 og Eyvör Stefáns-
dóttir í síma 96-61196.
ST. JÓSEFSSPÍTALI, LANDAKOTI
Hjúkrunarfræðingar
Lausar eru stöður hjúkrunarfræðinga á gjör-
gæslu. Einnig vantar hjúkrunarfræðinga í
afleysingar vegna barnseignafría.
Nánari upplýsingar gefur Rakel Valdimars-
dóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, í síma
19600/202.
Reykjavík 12/1 1989.