Morgunblaðið - 14.01.1989, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 14.01.1989, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 1989 St)örnu- Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson Mikiö að gerast hjá Steingeitinni Steingeitin (22. desember— 20. janúar) verður í brenni- deplinum á næstunni. Á næsta ári mun orkan sem blæs inn á merkið þó skiptast í tvö horn eftir fæðingardegi. Þeir sem fæðast f fyrri hluta merkisins fá margar afstöður á Sólina en þeir sem fæðast í síðari hluta merkisins geta búist við rólegra ári að sinni. Bylting og áreynsla Þeir sem eru fæddir frá 22.-28. desember fá afstöður frá Satúmusi, Júpiter og Úran- usi á Sól. Einungis Satúmus og Júpíter verður sterkur f korti þeirra sem em fæddir frá 29. desember til 3. janúar. Þeir sem eru fæddir frá 4.-5. janúar fá spennuafstöður frá Satúmusi og Neptúnusi á Sól- ina. Þeir sem eru fæddir frá 6.-8. desember þurfa einungis að takast á við Satúmus. FastirliÖir Að lokum má geta þess að f , korti þeirra sem fæðast f sfðari hluta merkisins frá 9.—20. jan- úar verða engar afstöður frá hæggengari plánetunum á Só- lina. Næsta ár verður þvf ár fastra liða eins og venjuiega hvað varðar Sólina, eða iffs- orku og grunneðli. Hjá þeim tekur að draga til tfðinda 1990 og 1991. Tími vinnu og framkvœmda Satúmus virðist hafa tvenns konar áhrif í framvindum. í fyrsta lagi virðist hann oft „frysta" eða hægja á því sem hann snertir. Honum fylgir einnig álag og oft á tíðum hálfgerður bamingur. í öðru lagi fylgir orku Satúmusar aukið raunsæi og sjálfsagi og jafnframt geta tii að takast á við aukna vinnu og koma ýmsu f verk. Endurmat Þar sem Satúmus er pláneta Steingeitarinnar má búast við að geitin eigi auðveldar með að höndla orku hennar en flest- ir aðrir. Ég held því að á næsta ári verði um ákveðið endurmat að ræða f lífí Steingeitarinnar en jafnframt uppbyggileg vinna með tilheyrandi áþreif- anlegum árangri. Það er þó rétt að hafa það f huga að Satúmus er táknrænn fyrir sáningarmanninn. Vinna kem- ur því fyrst og uppskera sfðar. Nýuppbygging Orka Úranusar f framvindum kallar á þörf fyrir nýjungar, spennu og frelsi. Við viljum alltaf iosa okkur undan viðjum fortfðarinnar þegar Úranus er annars vegar. S hnotskum má segja að Satúmus og Úranus saman gefi til kynna vinnu og átök f sambandi við nýja upp- byggingu og spennandi verk- efni. Linda Pétursdóttir, ungfrú heimur, er dæmi um Steingeit sem er að takast á við Satúmus og Úranus á Sól á komandi ári. Andlegur þroski Að lokum má geta þeirra sem takast á við Neptúnus (4.-5. janúar). Orku hennar fylgir aukinn áhugi á listum, m.a. tónlist, kvikmyndum og leik- húsi, sem og áhugi á andlegum málefnum. Helstu áhrif Nep- túnusar em þau að auka næm- leika okkar og opna augun fyrir nýjum hugmyndum. Neptúnus á Sól dregur úr ein- staklingshyggju og eykur þörf- ina á þvf að hjálpa öðmm. Áhrif þess á Steingeitina em almennt þau að hún er að mýkjast og verða umburðar- iyndari og víðsýnni en áður. í samantekt má segja að næstu ár verði viðburðarík. Steingeit- in getur afrekað margt, en hún þarf að gæta þess að vera öguð og á varðbergi og grípa þau tækifæri sem gefast. ::::::::::::::::::::::::: GARPUR YOAR HA TlON... VIE> VERDUM AO TAFNA ' ÞEJLUR OK-KAR. FJÖLSKt/LOU OKKAFt — kcwuhgskík/ e/z öguað/ þAKKA ÞÉR. ryR/K MIKUL 'AS) PRMS. þEKK/NG Þ/N k l ernuM kun/jadals WALPAR OKKUK AE> F/NUA KOP/hAk PR/K/h cs | EG KE/M /V> S>JáS GET EKK/ tffiB® YKKURJ -^FVR \ATANDI AO/MX lyKKAR Ky/rnj! AC L) J ■ BBBWI V 1 i——lj— -VfM 11 :::::::::::::::::::::::::::: GRETTSR ÍVI6> HEI/VnuM V SINN HVORN L SKAPIMM.1 BRENDA STARR HÚN FÆP TAlKpAÁPALL- EF BLÓO/N HÆTTA HKK/ þessu/n Lyou/u! UÓSKA TTT7 1 !!?!?!!!!!!?!!!!!!!!?!f!?!??!??f!!!?!!!!!??!?!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!l??!!?!?n!?!?!!!!!!!!!!!!!!!??!!??!!!!?!!!?!?!!!??1??!!!!?!!!!?!?!! : : SMAFOLK 00E5THI5 L00K ALLRI6HT?! VE 60T THE BALL UNPER AAV CAP.. |‘M PULLING THE OLP HIPPEN BALLTRICK"! MOU) ARE U)E 60ING TO 5TART THE 6AMEIF VOU HAVE THE5ALL UNIPEK VOUR CAP? Lítur þetta vel út? Eg er með boltann undir húf- unni —ég er með gamla bragðið með „felubolt- ann“! Hvemlg eigum við að byija leikinn ef þú ert með boltann undir húf- wnwiT Þarf ég að hugsa um allt? BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Canape-sagnaðferðin — að opna á styttri litinn með 5-4 og sterk spil — nýtur ekki mikilla vinsælda nú til dags. En á sínum tíma þótti þetta „fínn" stíll, 'eink- um vegna þess að Bláa sveitin ítalska felldi þessa frönsku hug- mynd inn í mörg kerfi sín. Hér sjáum við Belladonna og Avar- elli feta sig upp í 4 spaða eftir Canape-opnun: Suður gefun Ns á hættu. Norður ♦ 97 ♦ 32 ♦ Á543 ♦ D10976 Austur 4X864 ♦ G10986 ♦ KG ♦ 54 Suður ♦ ÁDG102 ♦ ÁKD4 ♦ 976 ♦ 2 Vestur Norður Austur Suður Vestur Norður Austur Suður 1 hjarta 2 lauf Dobl Pass 2 spaðar Pass 2 grönd Pass 3 spaðar Pass Pass 4 spaðar Pass Pass Útspil: laufás. Dobl Avarellis á 2 laufum var sekt í þá daga. og þegar Bella- donna segir 2 spaða lýsir hann yfir sterkum spilum með lengri spaða. Sagnir Avarellis eftir það líta eigi að síður út eins og gróf- ar yfirmeldingar. Vestur skipti yfir í tígul í öðr- um slag. Sér lesandinn hvemig Belladonna tókst að búa til 10 slagi? Fyrsta hugsunin er að spila austur upp á Kx í trompi. Stinga eitt hjarta og svína fyrir spaða- kóng. Það gengur greinilega ekki, því austur á kónginn vel valdaðan. Belladonna spilaði þannig: Hann drap tígulás og trompaði lauf. Tók svo ÁK í hjarta og stakk hjarta. Trompaði aftur lauf og einnig hjarta- drottninguna með spaðaníu blinds. Enn trompaði hann lauf heim og átti þá eftir ÁD í spaða og tvo tígulhunda. Hann spilaði tígli og hlaut að fá 10. slaginn á spaðadrottningu. Vestur ♦ 53 ♦ 75 ♦ D1082 ♦ ÁKG83 Brlds Arnór Ragnarsson Bridsfélag Breiðholts Að loknum tveimur leikjum í sveitakeppni félagsins er röð efstu sveita þessi: Guðmundur Baldursson 41 Garðar V. Jónsson 40 Fram sveitin 37 María Ásmundsdóttir 36 Leifur Kristjánsson 35 Keppnin heldur áfram næsta þriðjudag. Bridsfélag Breiðfirðinga Hinn sívinsæli barometer- tvímenningur hefst 19. janúar. Hámarks þátttakendafjöldi er 50 pör og verða spilarar að skrá sig fyrir miðvikudag. Skráning í síma 50212 (Guð- laugur), 71208 (Óskar) eða 689360 (ísak). Sl. fímmtudag var spilaður eins kvölds tvímenningur í ein- um 14 para riðli. Lokastaðan: Óskar Þráinsson — Guðlaugur Karlsson 191 Magnús Sverrisson — Guðlaugur Sveinsson 190 Halldór — Guðni 185 Lárus — Ásthildur 175 Sveinn — Ámi 166 Meðalskor 156

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.