Morgunblaðið - 14.01.1989, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 1989
Ást er...
... vopn gegn íreist-
ingum.
TM Rea. U.S. Pat Ofí.—all rights rcserved
• 1989 Los Angetes Times Syndrcate
Engum öðrum en þér hefði
dottíð í hug að kasta log-
andi vindli án þess að
ganga úr skugga um jarð-
gas.
Með
morgunkaffrnu
Ef þú ekki getur borðað
kótilettuna fer ég með
hana heim til konunnar ...
EB&SWMð
BThlfí,ríÍ ■;r.s
0 'í N ^ II \ 'i ? ‘ íi i ! n
Islendingar, hvert stefiium við?
Frá mótí Þridrangs á Snœfells-
nesi
Til Velvakanda.
Mér varð á að opna fyrir ríkisút-
varpið kl. 13.05 mánudaginn 9. jan-
úar sL, sem er kannski ekki í frásög-
ur færandi. Þar var á dagskrá þátt-
urinn „í dagsins önn“ með Berg-
ljótu Baldursdóttur sem umsjónar-
mann. í þættinum var tekið fyrr
efnið „Þrídrangur". Rætt var við
þá Hartmann Bragason og Leif
Leópoldsson. Sá fyrmefndi hældi
mjög yogahugleiðslu og dásamaði
mótshaldið á Snæfellsnesi sl. sum-
ar. Á því móti var fenginn töfra-
læknir frá Bandaríkjunum og olli
sá því andrúmslofti að margir
gengu á eldsgóðum, eins og ekkert
væri. Hinn síðamefndi sagðist vera
miðill og hafa sérstaka hæfileika
til að skjmja fyrra líf fólks, taldi
sig þar með trúa á endurholdgun!
Hvað er að ske?
Þegar hinn almenni íslenski ríkis-
borgari er spurður hvort hann sé
kristinn, kemur undmnarsvipur á
andlitið og svarað er: „Já auðvitað,
veistu ekki að ísland er kristið
land?“
Ef ísland er kristið land, þá hlýt-
ur það að byggja á kristnum grund-
velli, en sá grundvöllur er Biblían.
Hvað segir Biblían um það sem kom
fram í þættinum? í 5. Mósebók 18.
kafla og 10. versi stendur: „Eigi
skal nokkur finnast hjá þér, sá er
láti son sinn eða dóttur ganga
gegnum eldinn, eða sá er fari með
galdur eða spár eða fjölkynngi eða
töframaður eða gjömingamaður
eða særingarmaður eða spásagna-
maður, eða sá er leití frétta af
framliðnum. Því að hver sá, er
slíkt gjörir, er Drottni andstyggi-
legur og fyrir slfka svívirðingu rek-
ur Drottinn Guð þinn þá burt undan
þér.“
Að ganga gegnum eld, leita
frétta af framliðnum o.s.frv. er
andstyggilegt í augum Guðs og leið-
ir eingöngu bölvun yfír þjóð vora.
í þættingum var bent á að fyrir
hjálp þeirra væri hægt að hljóta
lækningu, bætt samskipti við aðra,
meiri lífsfyllingu o.fl.
En hvers vegna að leita langt
yfír skammt? Allt þetta og miklu
fleira eigum við í Jesú Kristi og
þurfum því ekki að leita í trúar-
brögð heiðinna þjóða til að fá hjálp!
Þar að auki er Jesús sá eini sem
hefur getað sagt: „Ég er vegurinn,
sannleikurinn og lífíð. Enginn kem-
ur til föðurins, nema fyrir mig.“
Hjálpræðið er aðeins í Jesú Kristi.
Til himna kemst þú aðeins ef þú
hefur tekið á móti Jesú í hjarta
þitt. Guð er góður Guð og vill okk-
ur öllum allt það besta. Leitum
augtlitis hans og land okkar og þjóð
mun blessun hþ’óta.
Jódis Konráðsdóttír
AÐ „KNALLA“
— athugasemd við tónlistargagnrýni
Til Velvakanda.
Jón Ásgeirsson, tónlistargagn-
rýnandi Morgunblaðsins, talar um
að „knalla" í grein sinni um tón-
leika Gunnars Guðbjömssonar, ten-
órs, í Gerðubergi.
Ekki útskýrir gagnrýnandinn
fyrir hinum aimenna lesanda, hvaða
fyrirbrigði hér sé um að ræða, ef
til vill spuming, hvort hann veit það
sjálfur.
Mig langar til þess að upplýsa
það, sem ég hygg að felist í sagn-
orðinu að „knalla".
Þetta er gömul brella, sem tenór-
söngvarar notuðu hér áður fyrr,
þegar söngtækni var skemmra á
veg komin en nú er og heita mátti,
að líkamleg tækni væri óþekkt;
söngvarar studdust í staðinn ein-
vörðungu við hljóðin, sem radd-
böndin ein gátu framleitt.
„Knall" var í því fólgið, að reg-
istri raddarinnar var skjmdilega
breytt, þegar skipta þurfti um tón,
td. þegar farið var upp á háan tón
í lok lags. Þá var raddböndunum
gefíð „stuð“ með barkakýlinu og
vöðvunum í námunda við það.
Þetta getur verið stórhættulegt
uppátæki. Enginn kennari, sem
veit hvað hann er að gera, lejrfír
.nemanda sínum að aðhafast þetta,
hvað þá að hann kenni það. Svipað
er að segja um svokallaða bijóst-
registur kvenraddarinnar. Ekki
þykir lengur æskilegt og alls ekki
nauðsjmlegt að nota þetta bijóst-
registur, þótt syngja þurfí djúpt
niður. Sú tækni, sem allir bestu
söngkennarar búa yfír í dag, gerir
þetta hvort tveggja óþarft.
Ég vil óska þessum framúrskar-
andi söngvara, Gunnari Guðbjöms-
syni, til hamingju með það að vera
nú kominn í söngnám hjá þeim frá-
bæra kennara, prófessor Hanne-
Lore Kuhse, Wagner-söngkonu í
Berlín. Hún kennir honum að nýta
orku góðs skrokks, líka til þess að
„framleiða voldugan endatón".
Ef mér skjátlast ekki því meir,
mun bróðir Gunnars, Guðbjöm Guð-
bjömsson, eiga sér glæsta framtíð
sem Wagner-tenór í Þýskalandi (við
hlið „popp-söngvarans“ Peters
Hoffmanns). Guðbjöm er einnig við
nám hjá frú Kuhse.
Ég er þess fullviss, að hvað sem
íslenskir spekingar hjala á kennara-
stofum og í blaðagreinum, muni
samvinna þessara góðu listamanna
skila afburða-árangri, — en ekki
skraf þeirra.
Ágústa Ágústsdóttír
HÖGNI HREKKVISI
, £6 HEi-T AV ÉQ VÆRI MÆ5T.'
Víkveiji skrifar
Nýlega birtist frétt hér í blaðinu
um fjárlög Bandaríkjanna. í
henni birtust tölur, sem við emm
óvön að nota hér á landi og þá
urðu nokkrar umræður um það
meðal blaðamanna Morgunblaðsins,
hver væri merking orða eins og
billjón og trilljón. Þessi orð eru
notuð með mismunandi hætti í
Bandaríkjunum og Evrópu, þótt
bandaríska notkunin sé farin að
lyðja sér víða rúms.
I stuttu máli em reglumar þann-
ig á íslensku: Bandarísk billjón er
milljarður eða þúsund milljónir.
Bandarísk trilljón er á íslensku bil-
ljón, þ.e. milljón milljónir. Trilljón
á íslensku þýðir milljón milljón millj-
ónir.
Munurinn á milli bandarískrar
notkunar á þessum orðum og ensk-
rar er alltaf að vera óljósari. Þann-
ig hefur enska vikuritið Economist
tekið upp bandarísku notkunina á
orðinu bilijón og skömmu eftir að
fréttimar bámst um bandarísku
Qárlögin sendi Reuters fréttastofan
frá sér orðsendingu þess efnis, að
hér eftir myndi hún nota orðið tril-
ljón í bandarísku merkingunni, það
er um milljón milljónir, sem við ís-
lendingar köllum billjón.
XXX
Við jrfirlestur á handritum af
þýðingum verður Víkveiji æ
oftar var við það, hve margir nota
orðið billjón á íslensku yfir það sem
með réttu er milljarður á blessuðu
móðurmálinu. Þá kemur það einnig
í ljós, ef grannt er skoðað, að marg-
ir eiga í hinum mestu erfiðleikum
með að beygja orðið milljarður og
hallast kannski þess vegna frekar
en ella að því að nota orðið billjón
í þýðingum.
Áð því kemur ef ekki er mark-
visst staðið gegn því að orðið billjón
útrýmir orðinu milljarður úr
fslensku máli; að við tökum upp
bandarísku merkingu orðsins billjón
eins og svo margir aðrir virðast
vera að gera. Víkveiji kann ekki
skýringu á því, hver er orsök þess
að merking orða þróast með jafn
misjöfnum hætti og hér hefur verið
lýst, þvi að orðið miUiard er til í
enskri tungu og merkir hið sama
og milljarður í okkar máli.
Fyrir skömmu vakti Víkveiji at-
hygli á umsögn í Almanaki Þjóð-
vinafélagsins um upphaf viðskipta-
viku og alþjóðlega staðla í því efni,
sem við verðum að sætta okkur
við. Á eitthvað svipað eftir að ger-
ast með orðin: milljón, billjón og
trilljón?
XXX
Svo er það sagan um útlending-
inn, sem var að velta því fyrir
sér, eftir að hafa horft á sjónvarps-
fréttir hér í nokkur skipti, hvort
Steingrímur Hermannsson væri
þulur á báðum stöðvunum. Hvað
skyldi maðurinn hafa sagt, ef hann
hefði einnig hlustað á fréttir hljóð-
varps ríkisins?
.it-ZtXL