Morgunblaðið - 14.01.1989, Síða 37

Morgunblaðið - 14.01.1989, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 1989 a§ 37 Pokakaupmadur m í- pokaskattur SsSSSjS ssspjmtíTÆ Sí.'írw hSt**.—— ^rcrakUvaUal - -««« ---— Þessir hringdu .. Auglýsingar á plastpokum Hjördís hringingar; „Ég vil taka undir það sem Guðmundur Guðbjartsson segir í grein sinni er „Pokakaupmaður - pokaskattur" er birtist í Morgun- blaðinu 12. janúar. Hvemig væri að kaupmenn borguðu viðskipta- vinum sem em gangandi auglýs- endur fyrir fyrirtæki þeirra, bæði hérlendis og erlendis, einhveijar smá prðsentur. Það em þúsundir plastpoka í umferð hér á landi með auglýsingum og nöfnum fyr- irtækja og ég hef einnig séð þá í flugstöðvum erlendis. Mér finnst ekki nema rétt að kuapmenn borgi eitthvað fyrir þessar auglýsingar eða veiti að minnsta kosti ein- hvem afslátt af því sem keypt er.“ Happdrætti Haraldur hringdi: „Ég er gamall og gróinn við- skiptavinur Happdrættis Háskóla íslands en undanfarin ár hefur mér blöskrað hvemig staðið er að augiýsinum hjá þeim og reynd- ar öðmm happdrættum. Ég tel að happdrættinu hafi farið mikið aftur eftir að bytjað var að draga með tölvu. í auglýsningum er gefið í skyn að vinningslíkur séu miklu meiri en þær em. Til mót- vægis finnst mér að upplýsinga- skylda happdrætta um eigin fjár- hag ætti að vera miklu meiri. Það mætti t.d. skylda þau til að birta tæmandi uppgjör í Lögbirtinga- blaðinu f lok hvers árs.“ Góð þjónusta Hanna Jónsdóttir hringdi: Ég vil koma á framfæri þakk- læti til Ingólfs Guðbrandssonar fyrir alla þá ánægju sem við hjón- in höfum notið í ferðum hjá Útsýn undanfamin ár. Við emm búin að fara í sextán skipti með Útsýn og allt hefur staðið eins og stafur á bók í þeim ferðum. Eg óska Útsýn alls góð í framtíðinni en við munum ekki ferðast aftur með þeirri ferðaskrifstofu." Lopapeysa 'Sex ára bam tapaði bleikri peysu með vínrauðu útprjóni fyrir löngu í Hafnarfirði. Vinsamlegast hringið í síma 651074 ef hún hefur komið í leitimar. Köttur Svartbröndóttur högni með hvíta bringu og loppur hefur verið á flækingi í Sólheimunum. Eig- andi hans er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 38290. Páfagaukur Hvítur páfagaukur með bláan blett á bringu tapaðist frá Bramahlíð 45 sl. sunnudag. Finnandinn, sem hafði samband við Bylgjuna f vikunni, er vinsam- legast beðinn að hringja í síma 16079. Fundarlaun. Gleraugu Gleraugu fundust við Maríu- bakka sl. miðvikudag. Upplýsing- ar í síma 74532. Voðalegt væl TU Velvakanda. sænsku og norsku. flest aðeins kunna dálítið hrafl f O-hó, beibí, beibi hóldmí tætnál — Oh, baby, baby — Love in the backyard — You can do better than this, darlingi I love you America! Dag eftir dag, nótt eftir nótt, ár út, ár inn er þessu seigfljótandi þruglings-spangóli með tilheyrandi trumbuslætti hellt ótæpilega í hlust- ir landsmanna gegnum rás eitt, rás tvö, Bylgju, Rót, Stjömu, Stöð tvö og ríkissjónvarp: Tóbakið er allt eins. Enda þótt tugir þúsunda íslend- inga haldi árlega í sumarleyfi til Spánar, Portúgals, ítalfu, Þýska- lands, Hollands o.fl. Evrópulanda og kynnist þar léttum dægurlögum, söngvum, poppi og diskódönsum, þá heyrast þess samt sáralitil merki í útvarps- og sjónvarpssendingum hérlendis. Þar situr sama ömurlega ameríska síbyljan ein við völd. Þeir skipta þúsundum hér á landi sem kunna þó nokkuð í franskri tungu og spænskri — þýska og danska em kenndar hér ámm saman í framhaldsskólum, og margir kunna Það er því illskiljaniegt, að íslenskar útvarpsstöðvar skuli eyða nær ótakmörkuðum tíma og Qár- munum í að rífa vísvitandi niður móðurmálsvitund íslenskra bama og unglinga með einhæfu engil- saxnesku frygðargelti í svo til öllum dægurlagaflutningi. Þá er það hulin ráðgáta núna á tfmum hagræðingar og aðhalds í rekstri, hvers vegna íslenskar útvarpsstöðvar leita sér ekki liðsinnis og komast að samn- ingum við útvarpsstöð bandaríska herliðsins á Keflavíkurflugvelli og fái skemmtimúsíkinni útvarpað þaðan svo til beint frá framleiðslu- landinu — heiti laganna fengjust þá um leið kynnt á lýtalausri amerísku. Væri það ekki eðlilegasta skrefíð og rökrétt framhald á því ameríska algleymi, sem íslenskir dagskrár- gerðarmenn stefna auðheyrilega að? Þetta dapurlega lið, sem sífellt er að misþyrma amerískum dægur- lagaheitum í svokölluðum íslensk- um útvarpsþáttum og virðist vel- þessari einu erlendu tungu — það gæti þá endanlega fengið „frí frá störfum" — for gúdd. Það væri létt- ir! Dægurlagaflutningur þykir kannski almennt heldur lítilflörleg- ur þáttur f hversdagslffinu og vart orðum í það eyðandi, hvemig staðið er að málum f þeim efnum. Þó má ekki gleymast, að dægurmúsfk er líka viss menningarþáttur, og hann alls ekki jafn léttvægur og ætla mætti: Böm og unglingar gleypa við þessu skemmtiefni og verða stundum fyrir töluverðum áhrifum af tónum og orðatutli, vælum, fett- um og brettum. Einstrengingsleg einokunarstefna íslenskra útvarps- stöðva á dægurlagasviðinu upp á amerísku er þvf töluvert þýðingar- mikið atriði, sem við eigum að gefa meiri gaum og láta það ékki við- gangast, að hálfmenntað popplið útvarpsstöðva í landinu fái átölu- laust að einoka þannig smekk al- mennings á erlendum dægurlögum. H. MH) ÍSI tJMSKt) TAIJ iKatUwHwr iAsm HÆ KRAKKAR! Við erum komnir aftur. 3 nýjar spólur 18 -19 - 20 HM á öllum úrvals myndbandaleigum JOO i 32. Simi: 680624. ujj Eftir opnunartíma 667556. HEIM, OG UM í Á INNRÉTTINGUM • Þriggja vikna afgreiðslu- frestur. • Ókeypis hugmynda- vinna. ELDHÚSINNRÉTTINGAR, FATASKÁPAR OG BAÐ- INNRÉTTINGAR, I hvltu, hvítu og beyki, gráu, gráu og hvitu, eik, beyki, furu og aski. ViA erum viö hliöina 6 Álnabæ i SiAumúla. Opið 9-19 alla daga. Laugardaga 10-16. Sunnudaga 10-16. SKRIFSTOFUTÆKNI NÁMSKEIÐIÐ ER AÐ BYRJA! Upplýsingar og innritun í dag milli 12 -16. í símum 687590 og 686790. TÖLVUFRÆÐSLAN Borgartúni 28 BREYTT SÍMANÚMER Frá og með mánudeginum 16. janúar 1989 verður símanúmer aðalskrifstofu Landsvirkjunar á Háaleitisbraut 68, Reykjavík, 91-600700 SJ LANDSVIRKJUN GOLFSKOLI JOIIÍMS l»ltl í rúmgóðu húsnæði á Bíldshöfða 16. Skólinn er ætlaður byrjendum og lengra komnum golfurum. Einnig aðstaða til æfinga. PUTTKEPPNI í dag verður haldin opin púttkeppni í Golfskólan- um, Bíldshöfða 16. Keppnin hefst kl. 11 og stendur til kl. 16. Veitt verða þrenn verðlaun. (.OM M ItSI I \ Golfverslun okkar er nú flutt á Bíldshöfða 16. Þar veita fagmenn fólki ráð- leggingar um val á golf- settum og golfvörum. Opið á virkum dögum kl. 16-22 og um helgar kl. 11-16. Pontið tímn sem fyrst. Golfskóli Johns Drummond Sími 674199

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.