Morgunblaðið - 14.01.1989, Page 39
oo- HAfrvW. >[ JWO*<MAOUM HWTtOSWI CJMAJSVPJOHOM
MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 1989
39
íHttimR
FOLX
■ ZAVAROV, Sovétmaðurinn
hjá Juventus hefur sýnt mikil
þreytumerki í nokkrum leikjum
undanfarið. Ástæðan er að öllum
líkindum sú - að
Brynja hann hefur leikið
Tomer nánast sleitulaust í
skrifarfrá tólf mánuði án þess
að fá nokkurt frí.
Dino Zoff þjálfari hefur í hyggju
að láta hann verma „bekkinn" í
næsta leik og láta hann ekki leika
allan leiktímann í þeim leikjum sem
eftir eru keppnistímabilsins.
■ INTER Mílanó hefur nú 22
stig eftir tólf umferðir í 1. deild og
þar með hefur liðið jafnað met sem
Juventus sló árið 1950, þegar
Boniperti núverandi forseti félags-
ins, lék með Juve. Inter Mílanó
hefur unnið tíu leiki og jafnað
tvisvar, alveg eins og Juve fyrir
39 árum.
■ ZENGA, markvörður Inter
MUanó hefur einnig slegið met.
Eftir tólf umferðir hafur hann að-
eins fengið á sig fjögur mörk. Ifyrra
metið átti Abertosi markvörður
Cagliari, sem á keppnistímabilinu
1966-1967 hafði fengið á sig fimm
mörk eftir jafn marga leiki.
H ENN eitt metið hefur hinn
brasilíski Careca, leikmaður Nap-
ólí, jafnað. Hann hefur skorað tíu
mörk í 12 leikjum, eða jafn mörg
og Paolo Rossi á keppnistímabilinu
1979-1980. Eftir það höfðu marka-
hæstu mennimir, Rummenigge,
Platini, AltobeUi og Polster allir
skorað sjö mörk eftir 12 leiki.
■ SÍÐASTA metið í bili: Tórínó,
sem ólánið virðist elta, hefur aðeins
átta stig eftir tólf leiki og er það
lakasta staða liðsins frá því 1981-
1982. Þá var staðan sú sama, en
liðinu tókst þá að hala inn nokkur
stig á seinni hluta leikársins. Nú
hefur reglum um 1. deildar lið ver-
ið breytt og er Tórínó á góðri leið
með að leika í 2. deild á næsta
ári. Þess má geta að á árum áður
var Tórínó eitt alsterkasta félags-
lið á Ítalíu, en flugvél með leik-
mönnum og þjálfara hrapaði á Sup-
erga-hæð árið 1949 og létu allir
lífið.
■ FJÓRTÁN sovéskir reið-
hjólakappar komu til Ítalíu fyrir
skömmu. Al£a Lum gerði samning
við þá og eru þetta fyrstu sovésku
reiðhjólakappamir sem gerast at-
vinnumenn. Þeir fara til Sikileyjar
27. janúar þar sem þeir munu æfa
sig undir leiðsögn Primo Franch-
inis.
■ TON Harmsen, formaður hol-
lenska félagsins Ajax, hefur greini-
lega ekki þolað álagið vegna fjár-
svikamálsins sem kom upp í sam-
bandi við rannsókn á bókhaldi fé-
lagsins. Hann var fluttur á sjúkra-
hús í Amsterdam, eftir að hafa
fengið hjartaáfall.
■ LUIS Muller, brasilíski
knattspymumaðurinn, sem leikur
með Tórínó, var sektaður um 700
þús. ísl. kr. Forráðamenn félagsins
ákváðu að sekta hann eftir að hann
kom of seint úr jólafríi í Brasilíu.
Muller kom kom ekki f tæka tfð
til að leika með Tórinó gegn Ju-
ventus 31. desember.
I ALAN Smith, miðheiji Arse-
nal, hefur skorað flest mörk í ensku
1. deildarkeppninni, eða 14. Alan
Mclnally, West Ham og Mark
Hughes, Man. Utd., hafa skorað
tólf mörk í deildinni.
■ FIRMAKEPPNI Víkings
verður haldin í Réttarhoitsskóla
um helgina. Upplýsingar fást í
Víkingsheimilinu í síma 83245.
FELAGSMAL
Ársþing Kraft
mr
Arsþing Kraftlyftingasambands
íslands verður haldið laugar-
daginn 21. janúar í Eiríksbúð, Hót-
el Loftleiðum, og hefst klukkan 16.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.
KORFUKNATTLEIKUR / BIKARKEPPNI KKI
Njarðvíkingar
höfðu betur
í nágranna-
slagnum
NJARÐVÍKINGAR sigruðu Keflvíkinga með 5
stiga mun, 95:90 í fyrri leik liðanna í bikarkeppni
KKI í Njarðvík í gœrkvöldi. Leikurinn var œsi-
spennandi allt frá upphafi til enda, Keflvíkingar
voru betri í fyrri hálfleik og skoruðu þá 60 stig
gegn 49 stigum heimamanna, en í síðari hálfieik
snéru Njarðvikingar dœminu við.
Leikurinn fór fram fyrir fullu húsi áhorfenda sem
urðu vitni að stórgóðum leik, sérstaklega var fyrri
hálfleikur vel leikinn og var hittni Keflvíkinga oft með
ólíkindum. Þeir náðu fljótlega forystunni í leiknum og
um tíma höfðu þeir 16 stiga forskot, en
Bjöm í hálfleik var munurinn 11 stig, 60:49.
Blöndal Keflvíkingar náðu ekki að nýta sér
skrifar þetta forskot í síðari hálfleik, þeir misstu
fljótlega móðinn og Njarðvíkingar gengu
á lagið og þegar rúmar 8 mínútur voru til leiksloka
höfðu þeir jafnað leikinn 77:77. Þetta er þekkt staða
í leikjum þessara liða og nú sem fyrr brugðust taugar
Keflvíkinga á lokamínútunum. Þeir komust að vísu
aftur yfir 79:77, en þá skoruðu Njarðvíkingar 10 stig
í röð og þann mun tókst ÍBK aldrei að vinna upp.
Teitur Örlygsson var bestur Njarðvíkinga í leiknum
og það var hann sem öðrum fremur hélt þeim á floti
í fyrri hálfleik ásamt Friðriki Ragnarssyni. Helgi Rafns-
son, ísak Tómasson og Hreiðar Hreiðarsson áttu einn-
ig góðan leik.
Jón Kr. Gíslason var áberandi bestur í liði ÍBK, sér-
staklega í fyrri hálfeik þegar hann hreint fór á kostum
og skorði 5, 3ja stiga körfur. Auk Jóns áttu þeir Guð-
jón Skúlason, Sigurður Ingimundarson og Nökkvi M.
Jónsson góðan leik.
Stigahæstir Njarðvikinga voru: Teitur Örlygsson 26, Helgi Rafnsson
17, Hreiðar Hreiðarsson 16 og Friðrik Ragnarsson 15. J6n Kr. Gíslason
var stigahæstur Keflvíkinga með 24, Guðjón Skúlason 23 og Sigurður
Ingimundarson 13.
Valsmann unnu KR-lnga
Valsmenn sigruðu KR-inga, 63:50, í fyrri bikarleik
liðanna að Hlíðarenda í gærkvöldi. Framan af leit
út fyrir spennandi leik - því liðin skiptust á um að
hafa forystuna - en síðustu sex mínútumar stóð ekki
steinn yfir steini í vöm KR-inga og
Valsmenn skoraðu þá 18 stig gegn fjór-
um stigum Vesturbæinga.
Það vora þó KR-ingar hófu leikinn
af miklum krafti og riáðu fljótlega 10
stiga forystu. Valsmenn komust þá loks af stað og um
miðjan fyrri hálfleik tókst þeim að jafna leikinn. í hálf-
leik höfðu KR-ingar þriggja stiga forystu, 26:29.
Kristinn
Sigþórsson
skrifar
Morgunblaðift/Bjarni
Teltur Öriygsson var bestur Njarðvíkinga í leiknum
og skoraði 26 stig.
í síðari hálfleik var greinilegt að Torfa Magnús-
syni, þjálfara Vals, hafði tekist að stappa stálinu í
sína menn. Þegar í upphafi tókst þeim að sigla 10
stigum framúr KR-ingum og virtust hafa leikinn í
hendi sér. Vöknuðu KR-ingar þá af dvalanum og tókst
að komast yfir, 45:46. Þá tóku Valsmenn við sér á
nýjan leik og með góðri samvinnu tókst þeim að skora
hveija körfuna á fætur annarri og sigra með 13 stiga
mun.
Það var fyrst og fremst liðsheild Valsmanna sem
skóp þennan ágæta sigur. allir leikmenn liðsins vora
virkir jafnt í vöm og sókn og skiptu með sér stigunum
bróðurlega. Um frammistöðu KR-liðsins er lítið að
segja. Þeir misstu gjörsamlega öll tök á leiknum og
vilja öragglega gleyma honum sem allra fyrst.
Stigahæstir Valsmanna voru Amór Guðmundsson með 12 stig
og Tómas Holton með 10 stig. Hjá KR var Jóhann Kristbjömsson
atkvæðamestur með 15 stig. Birgir Mikaelsson og Ivar Webster
gerðu 11.
HANDKNATTLEIKUR / LANDSLEIKIR
Rildlger Borchardt jafnaði úr vita-
kasti, 23:23, eftir að venjulegur
leiktími var útrunninn í leik íslands
og Austur-Þýskalands á Ólympíuleik-
unum ( Seoul, en Einar Þorvaiðarson
varði frá honum f vítakeppninni, sem
var samt skammgóður vermir.
ísland — A-Þýskaland um helgina:
Síðast þurfti víta-
keppni til að fá
fram úrsliteftir
tvíframlengdan leik
fSLENSKA landsliðið í hand-
knattleik leikurtvo leiki gegn
því austur-þýska í Laugardals-
höll um heigina. Fyrri leikurinn
verður í dag klukkan 17.15, en
á morgun hefst viðureignin
klukkan 20.
Liðin leika ámóta handknattleik
og hafa innbyrðis leikir þeirra
á undanförnum áram verið jafnir
og spennandi.
Síðasti leikur liðanna er sjálfsagt
mörgum í fersku minni enda flestir
á því að það hafí verið mesti spennu-
leikur, sem fslenskt landslið í hand-
knattleik hefur leikið. Þá var leikið
um sjöunda sætið á Ólympíuleikun-
um í Seoul, er tryggði farseðilinn i
lokakeppni heimsmeistaramótsins,
sem verður í Tékkoslóvakíu á næsta
ári. Leikurinn var í jámum allan
tímann, tvisvar var framlengt og
vítakeppni þurfti til að skera úr
hvort liðið færi beint á HM.
Lánið lék við Austur-Þjóðveija í
vítakeppninni, en einnig f leiknum,
þvi þeir jöfnuðu úr vítakasti að
venjulegum leiktima loknum og aft-
ur er skammt var til leiksloka í
seinni framlengingunni.
Liðin
Bogdan landsliðsþjálfari hefur
bætt sjö mönnum við hópinn, sem
tók þátt í Eyrarsundsmótinu. Þeir
era Álfreð Gíslason, Geir Sveinsson,
Jakob Sigurðsson, Guðjón Árnason,
Guðmundur Hrafnkelsson, Konráð
Olavson og Ámi Friðleifsson.
Lið Austur-Þjóðveija heldur héð-
an á Eystrasaltsmótið, en hópinn
skipa eftirtaldir leikmenn:
Gmmbach, Borchardt, Fiedler, Fu-
hrig, Fiedler, Winselmann, Metzke,
Kem, Langhoff, Funk, Luck, Gesc-
hewski, Grosser, Hanh, Handschke,
Holger Langhoff, Querengaesser,
Schimrock, Sonnefeld og Tam.
SKIÐI / GANGA
Svan sigraði
íslendingamir
aftarlega
Gunde Svan frá Svíþjóð sigraði
í 15 km skíðagöngu, með
frjálsri aðferð, í heimsbikamum
sem ffam fór í Nove Mesto í Tékkó-
slóvakíu í gær. Hann gekk vega-
lengdina á 37.15 mínútum. Paal
Gunnar Mikkelsplass frá Noregi
varð annar á 37.16 mín. og landi
hans Vergard Ulvang þriðji á 37.27
mínútum.
Fjórir íslenskir göngumenn vora
á meðal keppenda og riðu ekki feit-
um hesti frá sínu fyrsta heims-
bikarmóti. Haukur Eiríksson varð
í 102. sæti á 43.46 mín., Rögn-
valdur Ingþórsson hafnaði í 109.
sæti á 44.43 mín., Sigurgeir Sva-
varsson í 110. sæti á 45.19 mín og
Baldur Hermannsson varð í 112.
sæti á 48.32 mínútur. Alls vora 116
keppendur sem tóku þátt í mótinu.
Fjórmenningamir keppa í 30 km
göngu á sama stað á sunnudag.
GETRAUNIR
Fjórar
milljónlr
ífyrsta
vinning?
Sigurðurog Guðni.
í beinni útsendingu
Fyrsti vinningur hjá Getraun-
um hefur ekki gengið út
siðustu tvær vikur og er pottur-
inn því þrefaldur í dag. „Salan
hefúr tekið mikinn kipp eins og
ávailt, er þessi staða kemur upp
og ég á von á að fyrsti vinning-
ur verði nálægt ijórum milljón-
um,“ sagði Hákon Gunnarsson,
framkvæmdastjóri Getrauna, S
samtali við Morgunblaðið í gær.
Hann sagði ennfremur að get-
raunimar hefðu gengið framar
öllum vonum í vetur og í næstu
viku ættu söluaðilar von á gófb ,
um sölulaunum.
íslensku leikmennimir í Eng-
landi, Sigurður Jónsson hjá
Sheffield Wednesday og Guðni
Bergsson hjá Tottenham, verða
í sviðsljósinu um helgina. í dag
verður leikur Sheffield Wednes-
day og Liverpool í beinni útsend-
ingu í Ríkissjónvarpinu og á
morgun verður leikur Totten-
ham og Nottingham Forest
sýndur beint í Englandi.
HANDBOLTI
Kristján
missir af
fjórum
leikjum
Kristján Arason hélt beint til
Spánar eftir Eyrarsundsmótið,
en spænska deildarkeppnin hefst
að nýju á morgun. Kristján mun
leika með liði sínu út mánuðinn, en
þá verður aftur gert hlé á Spáni
vegna B-keppninnar í Frakklandi.
Kristján missir því af næstu ijórum
landsleikjum íslands, gegn Austur-
Þjóðveijum um helgina og gegn
Tékkum eftir hálfan mánuð, en
verður með gegn Noregi í byijun
febrúar, sem verða síðustu ieikimir
fyrir B-keppnina.