Morgunblaðið - 21.01.1989, Qupperneq 18
18
4
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGÚR 21. JANÚAR 1989
Embættistaka George Bush
Reyndir menn í
lykilembættum
Reuter
George Bush, Barbara kona hans, Nancy og Ronald Reagan og Marilyn og Dan Quayle í anddyri Hvíta
hússins áður en Bush sór embættiseiðinn.
MARGLR þekktir menn, sem gegnt
hafa lykilembættum í fyrrí ríkis-
stjórnum repúblíkana í Banda-
Pravda um Reagan:
Sagði skil-
ið við gaml-
ar klisiur
Moskvu. Reuter.
RONALD Reagan sagði skilið við
staðnaðan hugsunarhátt og gaml-
ar klisjur, léði almenningsálitinu
eyra og bætti samskiptin við Sov-
étmenn. Svo sagði í sovéska blað-
inu Prövdu um embættisár Reag-
ans.
í blaðinu sagði, að þegar Reagan
hefði tekið við embætti í janúar 1981
hefði síst af öllu verið mikils af hon-
um vænst í utanríkismálum. „Þegar
allt kemur til alls hefði Bandaríkja-
stjóm ósköp vel getað skellt skolla-
eyrum við almenningsálitinu og hald-
ið sig við gamla troðninginn," segir
fréttaskýrandi Prövdu, Gennadíj
Vasíljev. „En nú ber okkur að votta
þeim virðingu, þeim Reagan forseta
og ráðherrum eins og George
Shultz."
ríkjunum munu takast á við ný
störf er George Bush tekur við
embætti forseta Bandaríkjanna.
Þessir menn munu í samvinnu við
þá Bush og James Baker, sem tek-
ur við embætti utanríkisráðherra,
hafa með höndum framkvæmd
utanrikisstefiiunnar næstu Qögur
árin. Flestir hafii þeir mikla
reynslu á þessu sviði og eru al-
mennt taldir til miðjumanna í
bandarískum stjórnmálum.
Lawrence S. Eagleburger, sem var
aðstoðarmaður Hemy Kissingers er
hann gegndi embætti utanríkisráð-
herra verður aðstoðarutanríkisráð-
herra. Eagleburger, sem er 58 ára
að aldri, var í utanríkisþjónustunni
áður en hann gerðist aðstöðarmaður
Kissingers, sem mótaði utanríkis-
stefnuna í forsetatíð Richards Nix-
ons.
Vemon Walters, sem verið hefur
formaður sendinefndar Banda-
ríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum,
tekur við embætti sendiherra í Vest-
ur-Þýskalandi. Walters hefur lengi
verið í miklu uppáhaldi hjá repúblík-
önum og hefur hann gegnt fjölmörg-
um ábyrgðarstöðum m.a. verið að-
stoðarforstjóri bandarísku leyniþjón-
ustunnar, CIA.
Henry E. Catto verður sendiherra
Bandaríkjanna í Bretlandi. Catto er
moldríkur Texas-búi og góður vinur
James Bakers. Hann hefur verið
sendiherra í E1 Salvador, siðameist-
ari vamarmálaráðuneytisins og tals-
maður þess.
Donald P. Gregg sem í eina tíð
starfaði fyrir CIA verður sendiherra
í Seoul í Suður-Kóreu. Gregg hefur
undanfarin sex verið öryggisráðgjafi
George Bush. Hann var bendlaður
við íran-kontra hneykslið.
Joseph V. Reed Jr. verður siða-
meistari forsetaembættisins. Reed
var í apríl áa síðasta ári skipaður
aðstoðarframkvæmdastjóri Samein-
uðu þjóðanna og hefur enginn banda-
rískur embættismaður áður gegnt
svo háu embætti innan samtakanna.
Reed greiddi götu írans-keisara er
hann hélt til Bandaríkjanna árið
1979 skömmu áður en öfgafullir
fylgismenn Khomeini erkiklerks tók
völdin. Þá hefur hann einnig verið
sendiherra í Marokkó.
Heimild-.IntematíonaJ Herald Tri-
bune.
Forseti Suður-Afríku fær hjartaáfall:
Vangaveltur um
eftirmann Botha
Höfðaborg. Reuter.
P. W. Botha, forseti Suður-
Afríku, var í gær á batavegi
eftir vægt hjartaáfall sem hann
fékk á miðvikudag, að sögn
lækna í Höfðaborg. Botha lam-
aðist að hluta á útlimum vinstra
megin líkamans. Chris Heunis,
farið hefúr með stjórnarskrár-
mál í Suður-Afríkustjóm, hefúr
gegnt embætti forseta síðan á
fimmtudag. Þótt engin ákvörð-
un hafi verið tekin um hvort
Botha gegni áfram embættinu
hafa fjölmiðlar stjómarand-
Svíþjóð:
Verður
Holmer
ákærður?
Stokkhólmi. Frá Erik Liden, fréttaritara
Morgunblaðsins.
MARGT bendir til, að Hans
Holmer, fyrrum lögreglustjóri,
verði ákærður fyrir brot á þagn-
arskyldu opinberra embættis-
manna vegna þeirra upplýsinga,
sem hann gefur í nýlegri bók
sinni um morðið á Olof Palme.
Hans Stark, lagakanslari, sem
er eftirlitsmaður með embættis-
mönnum ríkisins, hefur fyrirskipað
rannsókn í málinu og gefið Holmer
og lögfræðingi hans kost á að koma
með sínar útskýringar eins og hon-
um ber skyida til áður en ákæra
er birt. í bókinni um morðið á Palme
segir Holmer frá símahlerunum,
sem áttu að fara leynt, og með því
er hann talinn hafa brotið þagnar-
skylduna.
stæðinga verið með talsverðar
vangaveltur um eftirmann
hans.
Botha varð 73 ára fyrir viku
og hefur verið við völd í áratug.
Talsmaður forsetans, Jack Viviers
sagðist ekki vita hversu lengi Bot-
ha yrði á sjúkrahúsi og kvað of
snemmt að spá um hvort Botha
gegndi embættinu áfram, það
væri ákvörðun sem hann tæki
sjálfur í samráði við lækna.
Dagblaðið Die Burger, sem
hlynnt er Suður-Afríkustjóm,
skýrði frá því að búast mætti við
að Botha yrði frá störfum vikum
saman. Málgögn stjómarinnar
forðuðust þó vangaveltur um
framtíð Botha en dagblöð stjómar-
andstæðinga veltu því nokkuð fyr-
ir sér hver tæki við embætti for-
seta.
Fijálslynda blaðið Cape Times
skýrði frá því að veikindi Botha
gætu valdið klofningi innan Þjóð-
arflokksins. Heunis, starfandi for-
seti, Pik Botha utanríkisráðherra,
F.W. de Klerk menntamálaráð-
herra og Magnus Malan eru taldir
líklegastir til að taka við embætti
forseta. Talið er að de Klerk sé
helsta forsetaefni hægriarms
flokksins, sem er mótfallinn al-
gjöru aftiámi aðskilnaðar kynþátta
í landinu. Pik Botha, er frjálslynd-
ur á mælikvarða Þjóðarflokksins
og telja fréttaskýrendur að hann
eigi mesta möguleika á að komast
að samkomulagi við hófsamq, leið-
toga blökkumanna.
Chris Heunis, sem einnig er
talinn koma sterklega til greina,
er náinn vinur forsetans og hefur
annast störf hans meðan Botha
hefur verið á ferðalögum erlendis.
Hann er einn valdamesti ráðherra
stjómarinnar, hefur meðal annars
annast áætlanir hennar um breyt-
ingar á stjómarskrá landsins.
Niðurskurður í
norska hernum
Ósló. Frá Rune Timberlid, fréttaritara MorgTinblaðsins.
VIGLEIK Eide, yfirmaður norska heraflans, hefiir lagt fram nokkr-
ar tillögur um niðurskurð í spamaðarskyni. Fela þær í sér, að feekk-
að verður um 1.350 stöður hjá hernum auk þess sem nokkur varnar-
svæðanna innanlands verða sameinuð öðrum með tíð og tíma. Ástæð-
an er erfitt efiiahagsástand í Noregi og er vonast til, að hernum
takist með þessu móti að Iáta endana ná saman fram til ársins 1993.
Reuter
P.W. Botha
Eide segist hafa reynt að hrófla
sem minnst við vamarmætti norska
hersins og alls ekkert dregið úr við-
búnaðinum í Norður-Noregi. Þessi
niðurskurður var kynntur sama dag
og fram fóm umræður um utanrík-
ismál í Stórþinginu. Urðu margir
til að benda á, að full ástæða væri
fyrir Norðmenn og nágranna þeirra
að óttast hemaðaruppbyggingu
Sovétmanna á Kolaskaga.
„Svo er nefnilega að sjá sem
minni umsvif Sovétmanna í Mið-
Evrópu fari saman við sívaxandi
hemaðamppbyggingu við norður-
landamæri Noregs," sagði Kári
Willoch, fyrmrn forsætisráðherra
og formaður utanríkismálanefndar.
Færeyjar:
Sex menn úr íjórum flokk-
um í nýju landsstjórninni
Kaupmannahö&i. Frá Nils Jörgen Bruun, fréttaritara Morgnnblaðsins.
f NÝRRI landsstjóm Færeyja sem Lögþingið samþykkti á miðvikudag
eru sex menn úr fjórum stjórnmálaflokkum, þrir þeirra Fólkaflokkur-
inn, Sjálfstýriflokkurinn og Krístilegi fólkaflokkurínn hallast til hægrí
en Þjóðveldisflokkurinn er lengst til vinstrí af flokkum á Lögþinginu.
Flokkamir eiga það allir sameiginlegt að vilja auka sjálfstjóm Fær-
eyja og ætla til að mynda að færa yfirstjóra kirkjunnar þangað frá
Danmörku. Stjómin hyggst einnig spara í ríkisrekstrinum og draga stór-
lega úr framkvæmdum. Hún hefur
hins vegar lofað að hækka ekki
skatta og gjöld á kjörtímabili sínu.
Hinn nýi lögmaður Færeyinga,
Jógvan Sundstein, hefur verið lög-
þingsmaður frá 1970 og formaður
Fólkaflokksins frá 1980. Hann var
formaður lögþingsins 1980-84 og
sáttasemjari ríkisins um árabil.
Sundstein er 55 ára löggiltur endur-
skoðandi og rekur eigin endurskoð-
unarskrifstofu. Sem lögmaður fer
hann með yfirstjóm opinberra mála
eins og forsætisráðherra og sér m.a.
um fískveiðisamninga við önnur ríki.
Anfinn Kallsberg verður sjávarút-
vegsráðherra, en hann gegndi þvi
starfí einnig á árunum 1982-84.
Hann hefur setið á lögþinginu frá
1980. Hann er 41 árs og var um
tíma útgerðarstjóri fjölda fiskiskipa.
Signar Hansen, formaður Þjóð-
veldisflokksins, verður menntamála-
ráðherra. Hann sat á lögþinginu frá
1970-80 og hefur átt sæti þar síðan
1984. Hann er 43 ára og kennari
að mennt.
Finnbogi ísakson mun m.a. fara
með efnahagsmál en hann er 45 ára
blaðamaður og rithöfundur. Hann sat
á lögþinginu 1966-76 og í landstjóm-
inni 1974-78.
Karl Henri Joensen verður sam-
göngu-, menningar- og kirkjumála-
ráðherra, en hann er 33 ára og hef-
ur m.a. setið í bæjarstjóm Klakksvfk-
ur.
Tordur Niclasen, formaður Kristi-
Jógvan Sundstein K<?uter
lega fólkaflokksins, verður heilbrigð-
is- og félagsmálaráðherra. Hann hef-
ur setið á lögþinginu frá 1984. Hann
er 38 ára hjúkrunarfræðingur og
hefur verið forstöðumaður hjúk-
runarheimilis.