Morgunblaðið - 21.01.1989, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 21.01.1989, Blaðsíða 19
MOJRGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1989 19 England: Mikils vænst af Bush í Messing Messing, Englandi. Reuter. í þorpinu Messing á Englandi, þar sem forfeður George Bush bjuggu áður en þeir héldu tii Nýja heimsins, stendur mikið til. í gær skáluðu íbúamir fyrir embættistö- kunni og nú biða þeir í ofvæni eftir fyrstu rútubílsförmunum af bandariskum ferðamönnum. Messing er í miðju Essex í Aust- ur-Englandi, ákaflega friðsæll staður þar sem menn og skepnur lifa saman í sátt og samlyndi svo vitnað sé í einn af rithöfundum Viktoríutímans. „Hér gerist bara aldrei neitt," sagði Chris Winstone, tæplega þrítugur Messingbúi, um leið og hann sötraði bjórinn á Gömlu krúnunni, eikar- reftri krá, sem slökkt hefur þorstann í gestum og gangandi allt síðan á 15. öld. Kráreigandinn, frú Diana Harris, segist hins vegar viss um, að nú verði breyting á til batnaðar og vonar, að Bush minnist forfeð- ranna, bóndans Johns Bush og sonar hans, Reynolds, sem fluttust til Massachusetts í Bandaríkjunum árið 1631. íbúamir í Messing, 350 talsins, komust að því á síðasta sumri, að Bush átti ættir sínar að rekja til Bandaríkin: Einkavölva Nancyar spáir fyrir Bush Washington. Reuter. JOAlN Quigley, stjörnuspekingur frá San Francisco, sem frú Reagan leitaði til er hún var húsfreyja í Hvíta húsinu, útskýrði stjörnukort hins nýja Bandaríkjaforseta, George Bush, í dagblaðinu Washington Post í gær. Hún sagði að af stjörnunum mætti ráða að Bush yrði hugsanlega sýnt banatilræði. „Bush er annar forseti í sögu Bandaríkjanna sem hefur rísandi sól í tvíburamerkinu. Hinn var John F. Kennedy. . . Lífverðir hans verða því að vera á varðbergi og sjálfur verður hann að sýna fyllstu aðgætni," sagði völvan. Quigley spáði því að Bush yrði minnst fyrir utanríkisstefnu hans sem yrði af jarðbundnari og íhalds- samari toga en stefna Reagans var. Þá sagði hún að hans mesti vandi á þessu ári yrði efnahagsmál- in og samskiptin við þingið. Völvan ráðlagði Barböru, eiginkona forset- ans, að fara að öllu með gát í febrú- armánuði og aukinheldur gætu vandamál sem tengjast veru hennar í Hvíta húsinu, skotið upp kollinum í apríl. þorpsins, sem er ekki einu sinni merkt á landakorti, og biðu þá ekki boðanna með að senda honum kveðju guðs og sína. „Ég veit að vísu fátt um forfeður mína frá Messing en það er aug- ljóst, að þeir kunnu að velja sér fag- urt umhverfi,“ sagði Bush í svarbréf- inu. „Ef guð lofar fæ ég að koma þar einhvem tíma.“ Reuter Að embættistökunni lokinni varð Reagan fyrstur til að samfagna Bush og áma honum heilla í erfiðu starfi. John Kenneth Galbraith: Hvetur Bush tíl að snúa af leið Reagans London. Reuter. Hagfræðingurinn John Ken- neth Galbraith sagði í gær að George Bush Bandaríkjaforseta væri ráðlegast að hækka skatta og lækka útgjöld til varnarmála í því skyni að minnka Qárlaga- hallann. Þetta sagði hann á blaðamanna- fundi sem hann og sovéski hag- fræðingurinn Stanislav Mens- hikov, fyrrum ráðgjafi iniðstjórnar sovéska kommúnistaflokksins, héldu í tilefni af útkomu bókar þeirra „Kapítalismi, kommúnismi og sambúðin." Galbraith spáði því síðar í við- tali við breska sjónvarpsstöð að útgjöld Bandaríkjamanna til her- mála myndu lækka. „Ég efast ekki um að útgjöld til hermála lækka., einkum þegar litið er til niðurskurðar á þessu sviði 'sem Sovétmenn hafa boðað,“ sagði Galbraith. Hann kvaðst einnig sjá fyrir sér hækkun á óbeinum skött- um. * Israelar um meinta morðhótun Arafats: SannaraðPLO aðhyllist enn hermdarverk Hofsömum Palestínumönnum hótað lífláti Washington, Túnisborg, Jerúsalem. Reuter. GEORGE Bush Bandaríkjaforseti sagði í gær að meint hótun Yassers Arafats, leiðtoga Frelsissamtaka Palestinu (PLO), um að allir þeir Palestínumenn, sem reyndu að binda enda á uppreisnina á hernumdu svæðunum í ísrael, yrðu teknir af lífi, væri áfall fyr- ir þá sem vildu koma á friði i Mið-Austurlöndum. Talsmenn PLO sögðu að Arafat hefði aldrei hótað sliku. Israelar sögðu hins veg- ar að hótunin væri til vitnis um að PLO hefði aldrei ætlað að hætta hryðjuverkum og hvöttu þeir Bandaríkjastjórn til þess að hætta við frekari viðræður við samtökin. Bandaríska utanríkisráðuneytið skýrði frá því á miðvikudag að það hefði undir höndum segulbands- upptöku á ræðu sem Arafat hélt í Sádí-Arabíu á nýjársdag. Þar hefði hann sagt: „Hvern þann sem lætur sér detta í hug að binda enda á uppreisnina á hemumdu svæðunum áður en markmið henn- ar hafa náðst skal fá tíu kúlur í brjóstið frá mér.“ Bush sagði að hann hefði ekki hlustað á upptökuna og honum væri ekki kunnugt um í hvaða samhengi hótunin hefði verið. Hann sagði þó að ummælin yllu .honum miklum áhyggjum. Israelsstjóm hvatti Bandaríkja- menn til að hætta viðræðum við PLO vegna hótunarinnar. ísraelski utanríkisráðherrann Moshe Arens sagði við bandaríska sendiherrann í ísrael, William Brown, að hótun- in sannaði að PLO hefði ekki snú- ið baki við hryðjuverkastefnu sinni. Talsmaður PLO í Túnis, Abd- ullah Hourani, sagði að Banda- ríkjamenn, sem mótfallnir væm viðræðum við leiðtoga PLO, reyndu að notfæra sér hina meintu hótun til að koma í veg fyrir frek- ari viðræður Bandaríkjamanna og PLO. Hann ítrekaði þær stað- hæfingar PLO-manna að Arafat hefði aldrei hótað Palestínumönn- um lífláti. PLO hefur ekki lagt fram eigin upptökur eða afrit af ræðunni. Palestínumenn skutu í gær Mohammed Amar Jerandal, sem grunaður var um að hafa unnið með ísraelska hernura á Vestur- bakkanum, þegar hann opnaði fyr- ir þeim á heimili sínu í þorpinu Atii. ísraelskir hermenn særðu að minnsta kosti 37 Palestínumenn í gær og hafa orðið 14 palestínskum mótmælendum að bana undan- farna níu daga. Talsmaður ísra- elska varnarmálaráðuneytisins sagði að samkvæmt nýjum tilskip- unum ísraelsstjómar væri her- mönnum ekki aðeins heimilt að skjóta á þá sem kasta steinum og taka þátt í mótmælum, heldur einnig þá sem staðnir verða að því að brenna hjólbarða og loka veg- um. Ennfremur hefur öllum skól- um á Vesturbakkanum verið lokað um óákveðinn tíma vegna óeirða. VERKSTÆÐI LADAeigendurathugið. Höfum flutt verkstæði okkar í nýtt húsnæði sem gjörbreytir allri aðstöðu til þjónustu. Tökum að okkur allar almennar viðgerðir og einnig reglulegar 10 þúsund km. skoðanir á LADA bílum. Einnig önnumst við réttingar og sprautun. Verkstæðið er opið frá 8-1730 mánudaga - fimmtudaga 8-1630 föstudaga. JILADA BIFREIÐAR& UMBOÐIÐ LANDBÚNAÐARVÉLAR hf. Suðurlandsbraut 14 - S 681200 • bein lína á verkstæði 39760

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.