Morgunblaðið - 21.01.1989, Síða 29

Morgunblaðið - 21.01.1989, Síða 29
29 MORGUNBEAÐIÐ IiAUGARDAGUR 21. JANÚAR' 1989 Guðmundur Jónsson Selfossi—Minning Fæddur 23. aprU 1899 Dáinn 16. janúar 1989 Mig langar í nokkrum orðum að minnast Guðmundar Jónssonar, skósmiðs, sem lést á hjúkrunar- heimilinu Ljósheimum á Selfossi þann 16. þ.m. tæplega níræður að aldri. Guðmundur hafði um nokkurt skeið átt við vanheilsu að stríða og fór heilsu hans sífellt hrakandi. Þegar svo er komið er koma dauðans líkn, þótt alltaf grípi mann að sjálfsögðu söknuður við brott- hvarf góðra vina. Guðmundur fæddist á Miðkekki í Stokkseyrarhreppi, sonur hjón- anna Guðbjargar Magnúsdóttur og Jóns Jóhannessonar. Þaðan urðu foreldrar hans að flytja tveim árum síðar og stofnuðu þau þá nýbýlið Bjarg í sama hreppi. Á Bjargi var hann síðan heimilisfastur til ársins 1924 að hann flyst til Vestmanna- eyja. Á Stokkseyri hóf hann nám í skósmíði árið 1915 hjá Karli Magn- ússyni og tók námið þrjá vetur. Aðeins var unnið við skósmíðar að vetrinum til því á sumrin unnu svo margir fjarri heimilum sínum að fólki fækkaði verulega á staðnum og lítið fyrir skósmiði að gera. Að námi loknu vann hann ýmis störf, sem til féllu, þar til hann flutt- ist til Vestmannaeyja, þar sem hann stundaði ýmis störf tengd sjósókn. í Vestmannaeyjum kynntist Guð- mundur Jóhönnu Ólafsdóttur, ætt- aðri frá Torfastöðum í Fljótshlíð og giftu þau sig vorið 1927. Þau eign- uðust þijá syni sem eru: Marínó, fæddur 1927, innkaupastjóri í Reykjavík, kvæntur Guðrúnu Guð- mundsdóttur. Björgvin, fæddur 1929, málari í Keflavík, var kvænt- ur Ambjörgu Sigurðardóttur, sem nú er látin. Ólafur, fæddur 1934, málari í Kópavogi, kvæntur Ágústu Hafberg. Áuk þess ólu þau upp sonarson sinn, Jóhann Marínósson, hjúkrunarforstjóra á Selfossi, kvæntan Halldóru Jensdóttur. Jó- hanna lést árið 1984 eftir erfið veik- indi. Höfðu þau þá verið 57 ár í hjónabandi. Var þetta að vonum mikið áfall gömlum manni, en hann bjó þó áfram í húsi sínu þar til hann fór á sjúkrahús 1986. Var vel með honum fylgst af Jóhanni Marínóssyni og hans konu. Um haustið 1927 hóf hann störf við skósmíðar að nýju og stundaði það starf óslitið fram yfír áttrætt. Árið 1930 stofnaði Guðmundur eigið skósmíðaverkstæði í Vest- mannaeyjum og rak það í fimmtán ár. En árið 1945 fluttist hann með fjölskyldu sína til Selfoss og setti þar á stofn skósmíðaverkstæði. Á Selfossi bjuggu þá tæplega 500 manns, en þeim hjónum leist þann- ig á að þessi staður myndi eiga framtíð fyrir sér. Reyndust þau þar sannspá eins og oftar. Skósmíðar voru á þessum tíma að sjálfsögðu allt aðrar en nú. Þá smíðuðu skósmiðir skó í orðsins fyllstu merkingu. Guðmundur hélt nákvæma skrá yfir þá skó sem hann smfðaði og urðu það samtals 566 pör. Hina fyrstu smíðaði hann í Vestmannaeyjum árið 1932 og þá síðustu árið 1973. Guðmundur var maður félags- lyndur og tók þátt í starfi ýmissa félaga. Má þar nefna Leikfélagið og Alþýðuflokksfélagið. Hann fékk snemma áhuga á leiklist og lék sitt fyrsta hlutverk á Stokkseyri aðeins átján ára gamall. Þegar hann var kominn til Vestmannaeyja tók hann þátt í starfi leikfélagsins þar og lék í mörgum leikritum. Þeir fóru t.d. í leikferð um landið árið 1941 og léku þá m.a. í gamla Selfossbíói. Var það í fyrsta skipti sem leikrit var sýnt í því húsi. Eftir að Guðmundur var fluttur til Selfoss hafði hann mikil afskipti af leiklistarmálum. Hann bæði leik- stýrði og lék í ótal leikritum í mörg ár. Síðasta hlutverkið var Jón bóndi í Fjalla-Eyvindi. Þá var Guðmundur vel hagmæltur og lét frá sér fara stökur af ýmsu tilefni, sömuleiðis orti hann heila bragi, t.d. gaman- bragi. Stjórnmálaáhugi var alltaf ríkur þáttur í fari Guðmundar. Hann gekk til liðs við Alþýðuflokkinn strax við stofnun 1916. Á Vest- mannaeyjaárunum var hann mjög virkur í starfi flokksins. Fljótlega eftir að hann kom til Selfoss fór hann að vinna að því að koma starf- semi Alþýðuflokksins af stað. Hann var upp frá því ein aðal-driffjöðrin í starfseminni á Selfossi meðan kraftar entust. Hann var heiðursfélagi Alþýðu- flokksfélags Selfoss. Við sveitar- stjómarkosningar hefur hann frá upphafi átt sæti á framboðslistum flokksins og sat í hreppsnefnd á hans vegum árin 1960—1966. Við nokkrar undanfamar bæjar- stjómarkosningar skipaði hann heiðurssætið á framboðslistum Al- þýðuflokksins. Við síðustu bæjar- stjómarkosningar var hann kominn á sjúkrahús, en ekkert hafði áhug- inn fyrir velgengni flokksins í kosn- ingunum dvínað. Lét hann þá Al- þýðuflokknum í té vinnustofu sína fyrir kosningaskrifstofu. Var það vel við hæfi að kosningabaráttunni væri stjómað frá þeim stað sem verið hafði aðalmiðstöð flokksins á Selfossi í fjóra áratugi. Nú að leiðarlokum kveð ég Guð- mund skósmið með þökk og virð- ingu. Sonum Guðmundar, tengda- dætrum og öðrum aðstandendum votta ég samúð mína. Steingrímur Ingvarsson t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi GUÐMUNDUR JÚLÍUS JÓNSSON fyrrum bóndi, Vorsabæ, Austur-Landeyjum, lést í Landspftalanum 16. janúar. Jónfna Jónsdóttir, Jón Guðmundsson, Guðrún Guðmundsdóttir, Bóel Guðmundsdóttir, Sjöfn Guðmundsdóttir, Erlendur Guðmundsson, Jarþrúður Guðmundsdóttir, Björgvin Guðmundsson, Erna Árfells, Ólafur Guðmundsson, Ólafur T ryggvason, Helgi Jónsson, Ásta Guðmundsdóttir, Helgi B. Gunnarsson, Margrét Óskarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. GLÆSILEGRI OG GIRNILEGRI BÆKUR EN NOKKRU SINNI FYRR Á hinum árlega bókamarkaði í forlagsverslun okkar að Síðumúla l l verða á boðstólum mörg hundruð bókatitlar með allt að 90% afslætti. Af sumum titlanna eru aðeins til örfá eintök og því ekki eftir neinu að bíða. Svo er það sérstakt tímabundið aff- mælistilboð sem ekki verður endur- , tekið. Við veitum 25% afslátt á 1 takmörkuðu upplagi á nokkrum af okkar helstu verkum. % Opið laugardaga frá kl. 10:00—16:00 Opið mánud.—föstud. kl. 9:00 — 18:00 Um þessar mundir eru liðin 25 ár síðan Ferðahandbókin 1964 kom út. Hún var í raun upphaf að útgáfu fyrirtækisins og mark- aði á margan hátt stefnu þess og störf. Við höfum ákveðið að minnast afmælisins með því að gefa fólki kost á að kaupa nokkur okkar helstu verka með 25% afslætti. Hér er þó um takarmað upplag að ræða eða 150 eintök af hverju verki. Landið þitt Island e. Þorstein Jósepsson og Steindór Steindórsson sex bindi. Ensk-ísl. orðabók eftir Sören Sörensen. íslenskt þjóðlíf í 1000 ár e. Daniel Bruun tvö bindi. Ferðabók Sveins Pálssonar tvö bindi. íslenskir sögustaðir e. Kristian Kálund fjögur bindi. Minningar Huldu Stefánsdóttir fjögur bindi. íslandsmyndir Mayers e. Auguste Mayer tvö bindi. Hornstrendingabók eftir Þórleif Bjarnason þrjú bindi. íslenskar tónmenntir eftir Hallgrím Helgason. Goð og hetjur eftir Anders Bæksted. Ensk-íslensk skólaorðabók. Um viðreisn íslands eftir Pál Vídalín og Jón Eiríksson. ÖRN OG ÖRLYGUR SÍÐUMÚLA 11 - SÍMI 84866 VIS/QSd

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.