Morgunblaðið - 05.02.1989, Page 26
26 C
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAfiUft. FEBRÚAR 1989
GÁRUR
eJiirEltnu
Pálmadóttur
Umferöarréttur áframabrautinni
Hvaða hlutverki eiga svona
pistlahöfundar í blöðum
eiginlega að gegna? Það er
vandamálið sem gáraði sinnið
fyrir framan tölvuna á vond-
um, vandamálakrefjandi
morgni eftir margra daga
hremmingar í hríð með ófær-
um götum og bílastæðum.
Ætli þeir eigi ekki að styðja
fingri á púls samfélagsins, ef
brugðið er á hátíðlegt, vinsælt
orðagjálfur. Líklega þó létti-
lega í dálki,
sem sam-
kvæmt yfir-
skrift er ætlað
að gára yfir-
borðið. En hvað
er þá nú um
stundir mest
áberandi á yfir-
borðinu í kring
um okkur í
þessu sem kall-
að er samfélag?
Kapphlaupið
að krækja sér í
frægð? Og
kannski aug-
lýsingamennskan? Líklega
mest gróskan og aukningin á
því sviði. Engir kvótar þar.
Enda þátttaka óhamin. Jafnt
aðlaðandi fyrir hinn hæsta
sem hinn lægsta. Ætli sé
raunar ekki, að okkar hætti,
kominn tími til að fella þetta
undir opinbert skipulag. Auð-
vitað gengur ekki lengur að
veita ekki almennilega þjón-
ustu og koma skikki á mál
frægðarsækjenda í reglugerð
ef ekki lögum. Hugsið ykkur
hagræðið:
Maður mætir að morgni
dags á lögreglustöðinni til að
sækja um að verða frægur.
Með umsókninni lagðar fram
4 myndir, tvær fyrir skjala-
skápinn og tvær til mynd-
birtingar í blöðum. Eflaust
þarf að biða þolinmóður í
löngu biðröðinni eftir um-
sóknareyðublaði um frægðar-
kort. Allir eiga erindi að þeirri
lúgu. Fyrsta spurning á eyðu-
blaðinu: „Á hvaða sviði
óskarðu að verða frægur?
Listmálun? Kvikmyndagerð?
Stjórnmálasviðinu? Af finum
móttökum og veislum? Há-
tíðasýningum? . . .“ Þessi
spurning fyllir tvær blaðsí-
ður. Næsta spurning: „Viltu
verða illræmdur? Þekktur af
orðstír? Raunverulega fræg-
ur? Fá geislabaug? Heims-
frægur á Fróni? Krossið við
það sem helst er óskað.“ Nú
er um að gera að vanda valið,
því ekki kemur maður aftur í
svona biðröð eftir að vera orð-
inn frægur. Stúlkan í gatinu
lánar blýant, svo hægt sé að
framkvæma fyrsta skrefið til
þráðrar frægðar. Ekki má
gleyma að bjóða henni á ein-
hveija opnunina eða víxluna
þegar þar að kemur. Nú er að
skila eyðublaðinu. Og svo
bara að bíða.
Hvað er raunar þarflegra í
okkar samfélagi en að koma
hagræðingu á frægðarbraut-
ina? Þarna er verkefni fyrir
hið opinbera. Þ.egar hópur
áhugafólks er orðinn svona
stór á hann bókstaflega
heimtingu á að fá einhveija
þjónustu. Hvað þá þegar um
er að ræða málefni sem varðar
allar stéttir samfélagsins.
Hvar er svosem að finna verð-
ugra verkefni fyrir þá sem
vilja ná til sem flestra og beij-
ast fyrir jafnri aðstöðu allra
þegnanna? Gott ef þessari
hugmynd var ekki hreyft í
blaði eða bók i útlöndum og
þarf þá ekki frekari rök fyrir
því hve brýnt málið er.
Ekki veitir af í þeirri sam-
keppni sem orðin er í frægðar-
leitinni á voru landi. Hingað
til hafa menn haldið — og
eflaust með réttu — að frægð-
in felist i því að kunna að
auglýsa sig og það sem maður
ætlar að verða frægur fyrir.
Það sé auglýsingin sem leysi
vandann. Ekki svo að skilja
að draga megi úr auglýsinga-
þættinum á leiðinni upp á
hefðartindinn þótt réttinda-
kort komi til. En þrátt fyrir
stóraukna möguleika með
vaxandi fjölmiðlun og fjöl-
breyttari tækni er fjölmennið
orðið slíkt og samkeppnin svo
hörð á frægðarbrautinni að
nauðsynlegt er að setja þar
reglur. Þetta er réttindamál.
Sígilt það sem sá klóki karl
Jón prestur Hjaltalín segir í
Tiðavísum (að mig minnir)
fyrir 150 árum:
Áður ^öldi ýta var
ærinn saman kominn þar
bijál sýndist að bera að því
bakkafuiian lækinn í.
Þarna kæmi bara viðbót og
skipulag á hina langþróuðu
auglýsingatækni á frama-
brautinni. Mætti kannski
hugsa sér að handhafar hins
opinbera frægðarkorts — sem
þeir bera á sér með banka-
kortinu, vísakortinu o. s.frv.
— ættu rétt á sjálfsauglýs-
inganámskeiði. Það mundi
hjálpa á þyrnum stráðri
framabraut. Margur hefur
glímt við að auglýsa — sig eða
sitt — með misjöfnum ár-
angri. Sumum virðist það þó
meðfætt.
Ljóð vikunnar í sjónvarp-
inu og birt í síðustu Lesbók,
rifjar upp gamla sögu af
slíkum hæfileikamanni, höf-
undinum og franska ljóð-
skáldinu Jacques Prévert.
Fyrir auglýsingaöldina miklu
bar honum sem vinstrisinna
að fyrirlíta hvers kyns auglýs-
ingastarfsemi. í uppbyggileg-
um umræðum skoraði einn
félaginn á Prévert að búa til
snjalla auglýsingu. Valið var
salt nokkurt, sem mikið var
notað til niðursuðu og pækil-
söltunar undir vörumerkinu
„Le Sauveur", á íslensku
björgunarmaður eða frelsari.
Eftir mikil heilabrot daglangt
mætti Prévert hjá vinunum á
barnum með afraksturinn.
Þar gaf að líta vandlega unna
mynd af Jesús Kristi upprisn-
um á leið út úr hellinum,
hraustlegum og eldhressum í
útliti. Og með fylgdu slagorð-
in: „Fullkomlega varðveittur
með hjálparsalti Frelsarans
("Le Sauveurs'j! Þarna var
salt jarðar. Og viðhorf Pré-
verts til auglýsinga fór vart
milli mála.
Sumir vakna
OQ
^DuSopfflo —
♦Sveigjanleiki gúmmísins
tryggir rétta tjöðrun.
♦ Lcrtex gúmmíið bœgir
* Lofttœstikerfi heldur fré ryki og sýklum.
loftinu hreinu og raka-
♦ Fallegt áklœði stiginu réttu.
að eigin vali.
yLÍiii
Latex dýna
Latex dýnan er eina dýnan á markaðnum
sem gerð er úr ekta náttúrugúmmíi.
Latex dýnan fjaðrar vel og ve'itir líkamanum
góðan stuðning. Þyngri líkamshlutar sökkva hœfi-
lega djúpt í dýnuna en hún veitir jafnframt stuðning
undir hina léttari.
Stabiflex rúmbotn
Stabiflex er einstaklega traustur og vandaður
rúmbotn sem hentar sérstaklega vel undir Latex
dýnuna. Samspil dýnu og rúmbotns er þar í full-
komnu samrœmi við hreyfingarog þyngd líkamans.
♦Hryggsúlan helst bein *Stabiflex rúmbotninn er sniðinn undir Latex
og það slaknar á vöðvum. dýnuna - samvirkandi og hljóðlaust kerfi.
LÍI
Of hörð dýna.
Of mjúk dýna.
Latex dýnan: Dýnan lagar sig að
líkamanum - hryggsúlan er bein.
LYÓTADUn
♦Botnramminn er gerður
úr níðsterku límtré.
Skútuvogi 11 Sími 84655
♦ Þverrimlamir eru gerðir úr limtré *Þverrimlamir hvíla á veltiörmum
og bogna upp á við um miðjuna úr gúmmíi sem hreyfast eftir
- eru sveigjanlegir. þrýstingi.