Morgunblaðið - 19.02.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.02.1989, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1989 2 FRÉTTIR/INIMLEIUT Morgunblaðið/Sverrir Klaki yfir Laugavegi í kuldanum undanfama daga þegar frost hefur farið yfir 10° festir klaka og snjó á gangstéttir og göt- ur jafnvel þó undir sé hitalögn eins og best sést á Laugaveginum. Að sögn Inga Ú. Magnússonar gatna- málastjóra er frostlögur á kerfinu, sem hitaður er upp með forhitara en þegar frost fer yfir 5° nær kerf- ið ekki að halda götunum auðum. Bjórsmygiið: Einnígæslu EINN maður hefur veríð úr- skurðaður í gœsluvarðhald í tengslum við rannsókina á bjór- smyglinu i Laxfossi fyrir rúmum mánuði síðan. Að sögn Þóris Oddssonar vararannsóknarlög- reglustjóra er ekki um skipveija af Laxfossi að ræða. Sakadómur Reykjavíkur úr- skurðaði manninn í gæslu til 1. mars að beiðni RLR. Bjórsmyglið í Laxfossi var eitt stærsta sinnar tegundar hérlendis en rejmt var að smygla 1100 kössum af bjór og voru þeir faldir í gámi um borð í skipinu. Utvarpsstöðin Rót: Gjaldheimt- an krefst gjaldþrots GJALDHEIMTAN í Reylqavík hefur krafist þess fyrir skipta- rétti að Rót hf., sem rekur sam- nefiida útvarpsstöð, verði tekin til gjaldþrotaskipta í framhaldi af árangurslausu lögtaki vegna van- goldinna opinberra gjalda. Um tæplega 400 þúsund krónur er að ræða. Enginn fulltrúi félagsins mætti er málið var tekið fyrir í skipta- rétti og var það því tekið til úrskurð- ar. Vegna annríkis starfsmanna í skiptarétti munu allt að tveir mánuð- ir líða þar til unnið verður þar að málinu, að sögn Brynjars Níelssonar fulltrúa skiptaráðanda. Jökulsá flæðir út úr farveginum: Tveir bæir í Keldu- hverfi einangraðir Vegurinn rofinn á 30 m kafla KLAKASTÍFLA í Jökulsá á Fjöllum hefur valdið þvi að áin flæðir út úr farvegi sínum, Bakkahlaupi, og til vesturs um Skjálftavatn i gamlan farveg á svokölluðum Seyrum. Rennur áin þar í Litlá. Flóðið hefur rofið veginn frá þjóðveginum um Kelduhverfi niður að bæjunum Þórseyri og Syðri-Bakka, sem standa á bakka Bakkahlaups. Vegurinn er i sundur á um 30 metra bili skammt frá Keldunesi. Enn hefur flóðið ekki haft áhríf í fiskeldisstöðinni Árlaxi, sem tekur vatn úr uppsprettu við Litlá, en þar vöktu menn aðfaranótt laugardags til að vera við öUu búnir. Ain er ísilögð bakka á milli hér neðan við bæinn. Senni- lega væri hægt að komast yfír hana á ísnum," sagði Hannes Eggertsson, bóndi á Þórseyri. „Það eru mörg ár síðan þetta hefur gerzt, að áin fari þessa leið, i Litlána. Hannes sagði að mikill kraftur væri á flóðinu, og hann teldi að rör, sem lágu f gegn um veginn, þar sem hann rofnaði, væru ónýt. „Það eru mikil straumköst og kraftur á flóðinu," sagði hann. Hannes sagði að hægt væri að komast frá bæjunum á bát til, þess að sækja nauðsynjar. Fjórar manneslq'ur eru á bæjun- um tveimur. út úr Bakkahlaupinu og rofið veginn niður að Þórseyri og Syðri-Bakka. „Það má ekki flæða mikið meira hér til þess að við verðum í vandræðum," sagði Guðný Bjömsdóttir hjá Árlaxi. „Það hefur hækkað mikið í brunnum hjá okkur, en við erum enn ekki farin að fá inn jökulvatn og hita- stigið hefur ekki lækkað að ráði. Það er hins vegar dálítill sandur og grugg í vatninu." Tryggingarfélög: 40-50 mönn- um sagt upp Samvinnutryggingar og Bruna- bótafélag íslands, sem munu sam- einast f Vátryggingarfélagi ís- lands innan skamms, hafa sagt upp milli 40 og 50 star&mönnum. Alls munu starfa hjá nýja félaginu liðlega 110 manns að frátöldu starfsfólki við húsvörslu, ræstingu og slíkt. Axel Gíslason, framkvæmdastjóri Samvinnutrygginga, sagði í samtali við Morgunblaðið að öllu starfsfólki beggja félaganna, um 150 manns, hefði verið sagt upp en ekki verið hægt að endurráða nema hluta vegna hagræðingar af sameiningu félaganna. Hins vegar yrði einn starfsmaður hjá hvoru félagi í því starfi næstu mánuði að aðstoða þá, sem hefði verið sagt upp, að finna störf við sitt hæfi. Hann sagði aðspurður að eðlileg aldursdreifing væri i þeim hópi sem endurráðinn hefði verið. Þar væri bæði að finna yngra og eldra starfs- fólk. Því miður hefði verið nauðsyn- legt að segja upp mörgu reyndu og hæfu starfsfólki, því vegna hagræð- ingarinnar væru störfin færri en starfsmennimir. Einvígi Jóhanns og Karpovs: Loforð fyrrí ríkisstjórnar um flárstuðning fæst ekki efnt SKÁKSAMBANDIÐ hefur ekki fengið aukaQárveitingu úr rfkissjóði vegna skákeinvígis Jóhanns Hjartarsonar og Anatolíjs Karpovs, eins og það telur sig hafa fengið loforð um frá ráðherrum í síðustu ríkis- stjórn. Ólafur Ragnar Grímsson Qármálaráðherra segist ekki hafa afgreitt neinar aukaflárveitingar á þessu ári og eigi eftir að móta stefiiu í þeim efiuun. Hann segist einnig vi(ja ræða við forsvarsmenn skákmála um Qármál skákhreyfingarinnar. ráinn Guðmundsson forseti Skáksambandsins sagði við Morgunblaðið, að eftir sigur Jóhanns Hjartarsonar á Viktori Kortsjnoj fyr- ir ári, hefði þvi verið lofað af ráð- herrum í síðustu ríkisstjóm að Skák- sambandið fengi styrk til að standa straum af næsta einvígi Jóhanns. Skáksambandið hefði treyst á þetta við undirbúning skákeinvígisins. Fyrrverandi fj ármálaráðherra var minntur á loforðið með bréfí þar sem óskað var eftir 800 þúsund króna aukafjárveitingu, en kostnaður við einvígi Jóhanns og Karpovs nam um 1,5 milljónum króna. Ekkert svar hefur hins vegar borist. Ólafur Ragnar Grímsson sagði við Morgun- biaðið að Skáksambandið hefði feng- ið tvær aukafjárveitingar á sfðasta ári, auk framlags á flárlögum. Hann sagðist telja að slíkar aukaQárveit- ingar væru hvorki góð aðferð fyrir sambandið né stjómvöld, og vekti tortryggni hjá öðmm sambærilegum íþróttasamböndum, sem ekki hafi fengið jafn ríkulegar Qárveitingar og Skáksambandið. Því sagðist Qár- málaráðherra vilja ræða flármál skákhreyfingarinnar í heild við for- svarsmenn hennar. Mikil óvissa í kjaramálum FLÓRA íslenskra lqaramála hefur sjaldan verið jafn Qölskrúðug og nú og ekki hafa bráðabirgðalög og meira en sex mánaða launafrysting í kjölfar þeirra orðið tíl þess að einfalda málin. Samningaviðræður nú fara fram í skugga mikiUar óvissu og erfiðleika í efhahagsmálum. Atvinnuástandið er erfitt, atvinnu- leysi í vexti og þunglega horfir samkvæmt spám um lands- framleiðslu og þjóðartekjur. Það er ekki einfalt mál að sækja kaupmáttaraukningu við slikar aðstæður, ekki síst þegar það er yfirlýst af stjómvöldum að ekki séu forsendur tíl annars en miða samninga við kaupmátt eins og hann verður á fyrsta árs- fjórðungi þessa árs, þ.e. talsvert lægri en hann var á síðasta ári. Þó hefur kaupmátturinn ekki tekið þá dýfii sem margir bjuggust við og hann hefiir gert oft áður í kjölfar bráðbirgða- laga. Skýringin er fyrst og fremst sú að verðlag hækkaði minna hafa kvartað yfir því að fá ekki ríkisvaldið fyrr til viðræðna, þar sem ekkert var því til fyrirstöðu að þær færu fram, þó bráða- birgðalögin væru enn í gildi. Þá er það hald sumra að tillaga BSRB um viðræður þess og ann- arra samtaka launamanna við ríkisvaldið um leiðir til að efla velferðarkerfið hljóti að verða tímafrekar og geti orðið til þess að drepa meginmálinu á dreif. Aðstaðan hjá Alþýðusambandi íslands og aðildarfé!Ö£".:m heao Cíiiut ársrns en reuuiau var islækkanir. Bráðabirgðalögin gengu úr gildi um miðjan mánuðinn og félög og samtök þeirra eru nú í óðaönn að undirbúa viðræður. Búast má við að fyrstu eiginlegu samningafundimir verði mjög fljótlega eftir helgina. Opinberir starfsmenn ríða á vaðið að þessu sinni. Þetta er í annað skipti sem samið er eftir að lög um samn- ingsrétt opinberra starfsmanna tóku gildi, sem færðu samnings- og verkfallsréttinn til aðildarfé- laga Bandalags starfsmanna ríkis og bæja (BSRB) og Bandalags háskólamenntaðra ríkisstarfs- manna (BHMR). Það er ekki mik- ill tími til stefnu. Viðræðumar þurfa að skila niðurstöðu á næstu meo, pratt fyrir nokkrar geng- vikum, ætli fé- lögin að efna til aðgerða fyrir sumarið og þurfi þess. Verkfalls- boðun er miklu flóknari í fram- kvæmd hjá þeim en hjá félögum almenna markaðarins. Efna þarf til allsheijaratkvæðagreiðslu um verkfall og boða það með hálfs- mánaðar fyrirvara, hafi meirihluti félagsmanna tekið þátt í at- kvæðagreiðslunni og meirihluti verið fylgjandi verkfalli. Að mati kunnugra þarf mánaðartíma hið minnsta til þessa. Þetta takmarkar svigrúmið og því ekki að undra að BHMR skuli er talsvert önnur. Einungis lítill hluti félaganna er með lausa samninga nú. Samningar Lands- sambands íslenskra versl- unarmanna renna út 20. febrúar og samningar Verkamanna- sambandsins og Landssambands iðnverkafólks gilda til 10. apríl. Stærstur hluti félaga iðnaðar- manna er hins vegar með gild- andi kjarasamninga til 1. septem- ber, þar sem tvær áfangahækk- anir eru eftir, 2% 1. maí og 1,5% 1. ágúst. Þrátt fyrir það hefur komið fram mikill vilji til að félög- in hafi með sér samflot undir forystu ASÍ í komandi viðræðum og líkur til þess að það verði nið- baksvto eftir Hjálmar Jórtsson urstaðan á formannaráðstefnu samtakanna mánudaginn 27. febrúar. Afstaðan til samflots helgast meðal annars af því að staða fé- laganna til átaka er ekki sterk og samningar munu væntanlega end- urspegla það. Félög iðnaðarmanna gætu gerst aðilar að slíkum samn- ingi væri hann til lengri tíma, en skammtímasamningur til hausts- ins er annar möguleiki sem velt hefur verið upp og margir telja tolcnr«W- --J' *- ' ' ' vuiovcu ntJibuinai. peir Denaa a að óvissan í efnahagsmálum sé mikil og því sé skynsamlegt að gera samning til stutts tíma, auk þess sem öll félög yrðu með íausa samninga í samtímis í haust. Skammtímasamningur er eðli sínu samkvæmt einfaldur að gerð og tekur yfirleitt ekki til annarra a1>- riða en launanna. Hann verður að gera í síðasta lagi í aprílmánuði og ljóst er að aðilar báðum megin borðsins sjá sér ýmsan hag af slíkum samningi. Viðræður opin- berra starfsmanna við ríkisvaldið og hugsanlegar aðgerðir þess til að liðka fyrir samningum flækja hins vegar málið. Slíkur samning- ur fæli ekki í sér miklar launa- hækkanir, en eitthvað til viðbótar við það sem iðnaðarmenn hafa í sínum samningum. Um það þyrfti að semja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.