Morgunblaðið - 19.02.1989, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.02.1989, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1989 11 brjóta ísinn og q'úfa þann feimnis- þjúp sem sveipað hefur verið um þessa ágætu getnaðarvöm. Sjálf- salar spruttu upp og í apótekum var þessi forboðna vara tekin upp úr skúffum og höfð til sýnis undir glerinu í afgreiðsluborðinu. Heimildum Morgunblaðsins ber flestum saman um að fyrst eftir að smokkaherferðin hófst hafi salan rokið upp, en síðan dalað aftur. Samkvæmt upplýsingum frá inn- flytjendum virðist heldur hafadreg- ið úr sölunni miðað við árið Í987, en ekki lágu fýrir tölur þar að lút- andi. Nokkuð var þetta þó mismun- andi eftir tegundum og hafði einn innflytjandinn ríflega tvöfaldað inn- flutning sinn, fór úr tæplega 40 þúsund stykkjum í rúmlega 80 þús- und á milli áranna 1987 og 1988 á meðan aðrir töldu sig hafa fundið fýrir samdrætti. Bjami Bjarnason, vörður á almenningssaleminu við Bankastræti, kvaðst ekki hafa orðið var við neina aukningu hjá sér og taldi líklegustu skýringuna þá, að sölustöðum var fjölgað. Sigurður Ólafsson hjá Reykjavíkur apóteki sagði að þar hefðu menn ekki orðið varir við neina söluaukningu á smokkum sem orð væri á gerandi. Hann taldi þó að einhver aukning hefði átt sér stað fyrst eftir að smokkaherferðin hófst, en síðan hefði hún dalað aftur niður í svipað og verið hefði. Erfitt að meta árangur Haraldur Briem, smitsjúkdóma- fræðingur á Borgarspítalanum, er í hópi þeirra lækna sem hvað mest hafa starfað við rannsóknir á al- næmi og meðferð alnæmissjúkl- inga. Hann sagði að erfitt væri meta hvort raunhæfur árangur hefði náðst vegna aðgerða land- læknisembættisins, til þess þyrfti viðameiri kannanir en gerðar hafa verið til þessa. Haraldur taldi þó margt benda til, að árangur hefði náðst í vissum áhættuhópum. Svo virtist sem hommar væm mun vark- árari en áður, enda væri vandamál- ið þeim nákomnara en flestum öðr- um. Þetta virtist að minnsta kosti eiga við um þá homma, sem komn- ir væra úr felum en hins vegar væra til svokallaðir „laumuhomm- ar“, menn sem ekki viðurkenna hneigð sína til annarra karlmanna, sem meiri óvissa ríkti um. Hvað varðaði gagnkynhneigða sagði Har- aldur að ekki væri hægt að segja neitt ákveðið um breytta kynlífs- hegðan hjá þeim, þar sem engin gögn lægju fýrir þar að lútandi. Ekkert hefði dregið úr þeim tilfell- um að fólk kæmi í alnæmispróf eftir vafasöm ævintýri, til dæmis menn með bakþanka eftir að hafa haft samskipti við vændiskonur er- lendis. í þessu sambandi mætti þó benda á að áróðurinn gæti hugsan- lega hafa gert það að verkum að fleiri kæmu í alnæmispróf en áður. Haraldur benti jafnframt á að rann- sóknir erlendis, til dæmis í Banda- ríkjunum sýndu, að dregið hefði úr kynsjúkdómum meðal homma þar í landi en aukning hefði orðið á slíkum sjúkdómum, svo sem sára- sótt, hjá gagnkynhneigðum, sem enn ríkara mæli að notkun smokks- ins. „Ég er með þessu ekki að gagn- rýna hvemig landlæknisembættið hefur staðið að sinni fræðsluhefferð og tel raunar að ekki hefði verið hægt að standa öðravísi að þessu. En betur má ef duga skal og í þeim efnum held ég að áróðurinn fyrir notkun smokksins sé heilladrýgst- ur. Hann er öraggasta vörnin gegn kynsjúkdómum, hvort sem um er að ræða alnæmi eða aðra kynsjúk- dóma, svo sem klamydíu og lek- Hræðsluáróður? anda, sem era algengustu kynsjúk- dómar hér á landi,“ sagði Jón Hjaltalín Ólafsson læknir. Auður Matthíasdóttir, félagsráð- gjafí hjá Heilsuvemdarstöð Reykjavíkur og formaður Samtaka áhugafólks um alnæmisvandann, er í hópi þeirra sem dregið hafa í efa gildi fræðsluherferðar land- læknisembættisins. Um það sagði hún m.a.: „Herferð landlæknisemb- ættisins hefur auðvitað vakið at- hygli fólks á þessu vandamáli og talsverða umræðu, sem er af hinu góða. Ég óttast hins vegar að þessi hræðsluáróður verði til þess að fólk ýti frá sér vandanum. Mér fínnst ég hafa orðið þess vör í mínu starfí og reyndar víðar að fólk forðist að tileinka sér þessi varnaðarorð og gefi þessu ekki gaum. Þess vegna er það mín tilfinning að fræðslan hafi ekki borið tilætlaðan árangur. Að mínum dómi þarf að beina henni í aðra farvegi og dreifa henni á fleiri hendur. Þessi fræðsla hefur verið mjög bundin við lækna og hjúkranarfræðinga, en auðvitað gætu margir fleiri aðilar lagt þar hönd á plóg." Auður kvaðst hafa heimildir fyrir því að smokkasala hefði í fyrstu rokið upp, í kjölfar hvatningar- herferðar um notkun hans, en síðan hefði hún dalað aftur. „í þessu sam- bandi vil ég benda á að það þýðir lítið að segja fólki í fjólublárri sjón- varpsauglýsingu, að menn deyi af völdum alnæmis, án þess að fylgja því eftir með aukinni herferð um notkun smokksins.“ í starfí sínu hjá borgarlækni hef- ur Auður haft með höndum ráðgjöf vegna alnæmisvandans og kvaðst hún hafa haft gott samband við gæti bent til að gagnkynhneigðir þar í landi tækju ekki aðvaranir um alnæmishættuna alvarlega og teldu sig ekki í umtalsverðri hættu'. Jón Hjaltalín Ólafsson, læknir á húð- og kynsjúkdómadeild Heilsu- vemdarstöðvarinnar, kvaðst í sínu starfí ekki hafa merkt veralegar breytingar á viðhorfum fólks hvað þetta varðar. Þeim hefði fjölgað, sem leituðu til kynsjúkdómadeildar, en hins vegar hefði kynsjúkdómatil- fellum ekki íjölgað að sama skapi. Það gæti vissulega bent til að fólk hugsaði meira en áður um afleiðing- ar gjörða sinna, þótt varkárnin vildi ef til vill gleymast í hita leiksins. Jón Hjaltalín sagði að sér virtist enn langt í Iand að fólk almennt tæki nægilegt tillit til þeirrar hættu sem fýlgdi gáleysislegu kynlífi og taldi að beina þyrfti áróðrinum í KKI DEYJA ÚRFÁFRÆÐI 91 62 22 80 Samtökin ’78, en þau samtök hafa á eigin vegum rekið ráðgjöf og gengist fyrir fræðslu um alnæmi. Lana Kolbrún Eyþórsdóttir, varaformaður Samtakanna ’78, sagði að í þessu máli sem mörgum öðram, hefðu heilbrigðisyfirvöld ekki viljað hafa of mikið af samtök- unum að segja, þótt örlað hafí á ákveðinni samvinnu, til dæmis við útgáfu bæklinga. „Samkynhneigðir era í rauninni ekki viðurkenndir sem staðreynd og á það erum við alltaf að reka okkur. Samvinnan við heilbrigðisyfírvöld hefur að mestu falist í því að okkur hafa verið réttir peningar og við beðin um að annast það sem að okkur snýr. Samtökin hafa sjálf haldið uppi fræðslu, ráðgjöf og símaþjón- ustu um þessi mál og eina blaðaaug- lýsingin sem beinst hefur að homm- um, þar sem tveir karlmenn koma fram, er frá okkur. Ég held því að sá árangur sem náðst hefur meðal homma sé fýrst og fremst að þakka starfí samtakanna í þessum efnum, fremur en aðgerðum heilbrigðisyfir- valda, og það sem við höfum alla tíð verið að beijast fýrir er að fá að höfða opinberlega til fólks. Til- hneiging heilbrigðisyfírvalda hefur hins vegar verið sú að líta framhjá okkur, því hjá þeim eram við svolít- ið feimnismál. Persónulega fínnst mér að þessar sjónvarpsauglýsingar hafí algjör- lega misst marks. í þessum efnum hefðu menn átt að taka sér dönsku sjónvarpsauglýsingarnar til fyrir- myndar, þar sem áhersla er lögð á notkun smokksins, án þess að þar sé verið að vekja upp hræðslu við kynlíf. Auglýsingar um alnæmis- hættuna eiga auðvitað að beinast að því að kynna hættulaust kynlíf og minna menn í tíma og ótíma á smokkinn. Nú er ég ekki að tala um auglýsingar eins og smokka- veggspjaldið fræga. Menn með smokka í eyranum gefa ekki rétta hugmynd af því hvað á að gera við smokk. Það sem ég á við er að auglýsa smokkinn með jákvæðu hugarfari og hætta þessum níundu- sinfóníu-auglýsingum í sjónvarpi þar sem krökkum er innprentað að kynlíf sé lífshættulegt," sagði Lana Kolbrún. Um þessar og fleiri gagnrýnis- raddir sagði Guðjón Magnússon aðstoðarlandlæknir meðal annars: „Mér fínnst þetta ekki vera hræðsluáróður því við höfum reynt að hafa jafnvægi þama á milli, með því að segja fólki að það geti forð- ast þennan sjúkdóm og komist hjá því að smitast með því að sýna ábyrgð í eigin kynlífí. Það má vel vera að lokin á sjónvarpsauglýsing- unni, þar sem fullyrt er að fólk deyi af völdum alnæmis, hafi eitt- hvað komið við fólk því vissulega era þetta mjög beinskeytt skilaboð. En þetta er líka staðreynd. Við er- um að missa fólk úr þessum sjúk- dómi og við höfum enga ástæðu til að ætla að það sé neitt öðravísi eða frábragðið þeim sem eru á lífí. Við teljum því að þetta geti gilt um hvern sem er, sem ekki passar sig og sýnir aðgát og ábyrgð í kynlíf- inu.“ 170 ÍSLENDINGAR SPURÐIR Rúmlega 70% einhleypra hafa ekld breytt sínum kynlifsvenjum Morgunblaðið spurðist fyrir um breyt- ingar á kynlífsvenjum og voru spurn- ingar lagðar fyrir menntaskólanema, háskóianema og fólk á skemmtistöðum í miðborginni, alls 170 manns. Spurt var hvort viðkomandi hefði breytt kynlífsvei\jum sinum með hliðsjón af fræðsluherferð heilbrigðisyfírvalda og ennfremur um notkun smokks. Rétt er að taka fram að hér er ekki um að ræða skoðanakönnun út frá aðferða- fræðilegum eða vísindalegum sjónar- miðum, en niðurstöður gætu þó gefið einhveija vísbendingu. Af 34 einstaklingum á skemmtistöðum (aldur:19-40 ára), sem svöruðu spum- ingunni kváðust 25, þ.e. 75,3%, ekki hafa breytt um kynlífshegðun vegna alnæmis- hættunnar, þar af vora 9 í sambúð eða föstu sambandi. Af þessum 34 vora 25 einhleypir og 16 þeirra hafa ekki breytt um hegðun, það er 75% einhleypra og 47% af öllum skemmtistaðahópnum. Tólf að- spurðra kváðust aldrei nota smokk, níu stundum, fímm oftast og níu alltaf. Af 11 háskólanemum sem svöruðu voru 5 í sambúð eða föstu sambandi og enginn þeirra hafði breytt um hegðun í kynlífi, sem ekki þarf að koma á óvart. Skipting- in á milli hinna einhleypu var jöfn, þ.e. þrír kváðust hafa breytt um hegðun og nota oftast smokk við samfarir og þrír sögðust ekki hafa breytt um hegðun. Niðurstöður spumingalistans sem lagð- ur var fyrir nemendur Menntaskólans í Hamrahlíð era marktækastar að því leyti að þar var hópurinn stærstur, alls 125 nemendur, og flokkun spuminga ítarlegri en á hinum spumingalistunum. Það vora nemendur í fjölmiðlaáfanga sem lögðu spumingamar fyrir undir stjórn kennara síns, Adolfs H. Petersen flölmiðlafræðings. Nemendur era á aldrinum 16 til 20 ára og af þeim 125 sem spurðir voru eru 42 í föstu sambandi. Af þeim kváðust 30 ekki hafa breytt um kynlífsvenjur én 12 sögðust hafa breytt til með hliðsjón af fræðsluherferð heilbrigðisyfirvalda, þar af 11 stúlkur. Alls 83 nemendur sem spurðir vora era ekki í föstu sambandi og af þeim höfðu 59 ekki breytt um kynlífsvenjur eða 71% einhleypra og 47,2% af öllum hópn- um. Hér er nánast um sömu niðurstöðu að ræða og hjá skemmtistaðahópnum, það er að rúmlega 70% einhleypra hafa ekki breytt um kynlífsvenjur með hliðsjón af fræðsluherferð heilbrigðisyfírvalda. FB/SVG

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.