Morgunblaðið - 19.02.1989, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 19.02.1989, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMÁ SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1989 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Reykhólaskóli Skólastjóra vantar til afleysinga frá 1. apríl til vors. Upplýsingar í símum 93-47731 og 93-47794. Skólastjóri. Ábyrgðarstaða Lítið innflutnings- og þjónustufyrirtæki óskar eftir vel hæfum og dugmiklum starfskrafti í stöðu skrifstofustjóra, þarf m.a. að sjá um áætlanagerð, meðferð fjármála og eftirlit með daglegum rekstri. Bókhaldsþekking og reynsla við áðurgreind störf nauðsynleg. Umsóknum um aldur menntun og fyrri störf sé skilað til auglýsingadeildar Mbl. fyrir þriðjudag 21. febrúar merkt: „Ábyrgðarstaða - 609“. Verktakar - húsbyggjendur Getum bætt við okkur verkefnum í sand- spörtlun og málun. Vönduð vinna. Upplýsingar í símum 621974 og 670212. Atvinnurekendur Viðskiptafræðingur, nýkominn heim úr fram- haldsnámi (MBA/rekstrarhagfræði) frá Bandaríkjunum, óskar eftir starfi. Hefur mik- inn áhuga á markaðsmálum, en margt kemur til greina. Reynsla á sviði fjármála. Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 25. febrúar, merkt: „V - 14242“. Sjúkrahús Akraness Hjúkrunarfræðingar Hjúkrunarfræðingar óskast sem fyrst og til sumarafleysinga. Vinnuaðstaða mjög góð. Nánari upplýsingar um kjör og húsnæði veit- ir Sigríður Lister, hjúkrunarforstjóri, sími 93-12311. Heimilisaðstoð íboði Eins og er getum við útvegað heimilishjálp til nokkurra heimila á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Upplýsingar veittar á skrifstofunni frá kl. 9.00-15.00, sími 623088. VETTVANGUR STARFSMIÐLUN Skólavörðustig 12, sími 623088. FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Unglingadeild Við deildina er laus til umsóknar 50% staða félagsráðgjafa. Reynsla af starfi með unglingum æskileg. Félagsráðgjafamenntun eða sambærileg menntun á sviði uppeldis- og/eða fólagsmála áskilin. Nánari upplýsingar veitir deildarstjóri í síma 622760 og yfirmaður fjölskyldudeildar í síma 25500. Umsóknum skal skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð, á eyðublöðum sem þar fást, fyrir 6. mars. Símavarsla Óskum að ráða starfskraft til að sjá um símavörslu fyrirtækisins o.fl. Umsækjandi þarf að vera stundvís, snyrtilegur, duglegur, með góða framkomu og þarf að geta byrjað sem fyrst. Við bjóðum sanngjörn laun fyrir réttan aðila, líflegt starf og góðan vinnuanda á áhugaverðum vinnustað. Umsækjendur tali við Grím Laxdal í Radíóbúðinni fyrir miðvikudaginn 22. febrúar nk. ST. JÓSEFSSPÍTÁLI, LANDAKOTI Aðstoðarlæknir Af sérstökum ástæðum er ársstaða aðstoð- arlæknis við augndeild St. Jósefsspítala Landakoti, laus til umsóknar nú þegar. Staðan veitist frá 1. mars nk. Umsóknir með upplýsingum um námsferil og fyrri störf skal senda til yfirlæknis augn- deildar. Skrifstofustarf Fyrirtæki úti á landi óskar að ráða starfs- kraft til skrifstofustarfa og annarra starfa. Reynsla á tölvu nauðsynleg. Aðstoð við út- vegun á húsnæði. Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. ásamt nauðsynlegum upplýsingum fyrir 27. febrúar merkt: „S - 605“. Atvinna óskast 35 ára rafvirki með löggildingu, sem hefur starfað sjálfstætt og með víðtæka reynslu í raflögnum, viðhaldi, viðgerðum o.fl., óskar eftir áhugaverðu og vellaunuðu framtíðar- starfi. Margt kemur til greina. Upplýsingar í símum 12918 og 985-25750. Bílaviðgerðir - rafkerfi Viljum ráða bifvélavirkja á verkstæði okkar í viðgerðum á BMW- og Renault-bílum. Ákjósanlegt er að viðkomandi hafi unnið við rafmagn í bifreiðum. Vinnuaðstaða er mjög góð. Við erum í nýju og góðu húsnæði. Mötuneyti á staðnum. Allar nánari upplýsingar gefur verkstjóri, ekki í síma. Bílaumboðið hf., Krókhálsi 1, 110 Reykjavík. Tækniteiknari Skipasmíðastöð á Reykjavíkursvæðinú vill ráða tækniteiknara strax. Lysthafendur leggi inn umsókn á auglýsinga- deild Mbl. fyrir 23. febrúar merktar: „Skipateiknun - 6355“. Garðabær Fóstrur - starfsfólk Fóstrur eða starfsfólk með uppeldismenntun eða starfsreynslu óskast í 50% störf á leik- skólana Kirkjuból og Bæjarból. Upplýsingar eh. í síma 656322 Kirkjuból, Bæjarból sími 656470. Forstöðumaður. Sunnuhlíð Kópavogsbraut 1 Sími 45550 Hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa nú þeg- ar eða eftir samkomulagi. Barnaheimili er á staðnum. Öldrunarhjúkrun einum launaflokki hærri laun. Þið, sem hafið áhuga og vantar gefandi starf vinsamlega hafið samband um nánari upp- lýsingar í sími 604163. Hjúkrunarforstjóri. Sölumennska - heildsala Heildsölufyrirtæki óskar að ráða sölumann til að selja fjölbreytt úrval vara, heimsækja verslanir, selja í gegnum síma og taka á móti viðskiptavinum. Fjölbreytt framtíðar- starf fyrir rétta manneskju. Æskilegur aldur 25-30 ára. Eingöngu reglusamt og ábyggi- legt fólk kemur til greina. Þeir sem áhuga hafa sendi umsóknir sínar á auglýsingadeild Mbl. fyrir 24. febrúar er tilgreini aldur, menntun og fyrri störf merkt- ar: „Trúnaður - 3669“. Óskumeftir vönum starfskrafti til skrifstofustarfa hjá heildverslun í miðbæ Reykjavíkur. Við leitum að reglusömum og dug- legum starfskrafti, sem getur hafið vinnu sem fyrst. Vélritunar- og tölvukunnátta nauðsynleg. Við bjóðum upp á mjög góða vinnuaðstöðu. Upplýsingar sendist auglýsingadeild Mbl. merktar: „Góður starfsandi". Byggingatækni- fræðingur Nýútskrifaður byggingatæknifræðingur á framkvæmdasviði óskar eftir atvinnu sem fyrst. 10 ára starfsreynsla í byggingariðnaði. Upplýsingar í síma 74626. Leikfangaverslun Starfsmaður óskast til afgreiðslustarfa allan daginn. Vinnutími frá kl. 9.00-18.00. Þekking á leikföngum æskileg. Upplýsingar um aldur og fyrri störf sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 24. febrúar merktar: „Leikföng - 6356“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.