Morgunblaðið - 19.02.1989, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 19.02.1989, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1989 ,13 endurskoðun á matvælalögum í annari nefnd. Þá ráðleggur Ólafur Davíðsson íslenskum fyrirtækjum að koma sér upp útibúum eða einhverri annari fótfestu innan Evrópubandalagsins. Þetta ætti einkum við um markaðs- og sölustarfsemi, en ekki um fram- leiðslu, enda er allur íslenskur iðn- vamingur tollfrjáls eins og stendur, þó að tollur sé á saltfiski og fleiri sjávarafurðum. Stóru fisksölufyrir- tækin, Sambandið og Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, hafa reyndar verið að færa út kvíamar með því að opna útibú í Þýskalandi og Frakklandi auk Bretlands. Tollar á saltfisk Það em fleiri ástæður en 1992- áætlunin sem valda því að sam- skiptin við Evrópubandalagið em í brennidepli nú. Innganga Spánar og Portúgals, helstu saltfiskkaup- enda okkar, í EB árið 1986 var helsta ástæða þess að útflutningur okkar til EB-landa jókst úr 39,3% af heildarútflutningnum árið 1985 í 57,4% árið 1987. Saltfiskur hefur verið 10-16% af útflutningi okkar hin síðustu ár og er hlutur EB í saltfiskútflutningnum nú yfir 98%. Spánar- og Portúgalssaltfískur- inn hafði verið tollfrjáls eða því sem næst, en eftir EB-inngöngu þessara þjóða fór að bera á innflutningstoll- um og kvótum. Til að bæta gráu ofan á svart fengu helstu sam- keppnisaðilar okkar, Norðmenn, sérstaka tollfrjálsa kvóta í skiptum fyrir 15.000 tonna veiðileyfi til handa EB í Barentshafí. Nú er í gildi mjög flókið og síbreytilegt kerfi tolla og innflutningskvóta, en íslendingar greiða allt að 13% toll á flattan þorsk og annan flattan físk og 20% toll á söltuð þorskflök, sem veldur því að íslendingar fá allt að 1.500 milljón krónum minna í sinn hlut en ella. Um leið og þessir tollar era sett- ir á hefur komið fram beiðni frá Spánveijum um veiðar á 3.000 tonnum af físki í íslenskri lögsögu. Þetta er aðeins örlítið brot af heild- arafla íslendinga, en afstaða íslenskra stjórnvalda og reyndar allra stjórnmálaflokka er sú að ekki komi til greina að veita slíkar heim- ildir vegna þess að íslendingar vilji halda óskomðum yfírráðarétti yfir þeirri lögsögu sem við höfum barist fyrir í ófáum þorskastríðum. Enn- fremur að fiskurinn á íslandsmiðum sé einfaldlega ekki til skiptanna þar sem íslendingar hafí þurft að setja kvóta á sínar eigin veiðar. Innganga í EB? Á sjöunda áratugnum var við- reisnarstjórnin með hugmyndir um að sækja um aukaaðild að Evrópu: bandalaginu, en ekki varð úr því. I staðinn opnuðu íslendingar gluggann fyrir tollfijálsan útflutn- ing með inngöngu í EFTA, sem þá eins og nú mátti skilgreina sem samtök biðfélaga í EB og þjóða sem vildu njóta hins efnahagslega ávinnings af fijálsri verslun í Evr- ópu án þess að fóma of miklu af sjálfstæði eða hlutleysi sínu. Fríverslunarsamningur var gerður við EB árið 1972, sem almennt er álitinn íslendingum hagstæður. Hugmyndir um inngöngu í EB hafa verið að skjóta upp kollinum á ný að undanförnu og vísa menn þá til þeirra breytinga sem hafa orðið með stóraukinni þýðingu Evr- ópubandalagsins sem útflutnings- markaðar, tollmúra á fiskinnflutn- ing og þeirra breytinga sem verða með hinum sameiginlega innri markaði. Ljóst er að innganga kem- ur ekki til greina á næstu ámm; annars vegar vegna þess að EB hefur ákveðið að ljá ekki máls á inngöngu fleiri ríkja fyrr en eftir 1992 og hins vegar er umræðan um hugsanlega inngöngu á algjöm byijunarstigi og enginn stjórn- málaflokkur hefur slíkt á stefnu- skrá sinni. Víglundur Þorsteinsson, formaður Félags íslenskra iðnrek- enda er einn af örfáum mönnum sem hefur sagt hreint út að við ættum að ganga í EB; það sé eina leiðin til að tryggja samkeppnis- stöðu íslenskra fyrirtækja, bæði í sjávarútvegi og öðmm greinum. En hvers vegna er andstaða við að ísland gangi í EB? Segja má að það séu einkum tvö atriði sem menn eiga erfitt með að samþykkja; ann- að er ákvæðið um sameiginlega fiskveiðilögsögu rílqa EB og hitt er ákvæðið um sameiginlegan vinnumarkað. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um líkumar á því að íslendingar opni miðin skilyrðis- laust fyrir þeim rúmlega 250.000 sjómönnum og 77.000 skipum sem em í EB-ríkjunum. íslendingar em reyndar aðilar að sameiginlegum vinnumarkaði Norðurlandaþjóð- ■ 320 milljón manna risamarkaður ■ Efnahagsákvarðanir teknar með hliðsjón af þróuninni í EB ■ Spánverjar vilja veiða 3.000 tonn í íslenskri lögsögu ■ Utanríkisráðherra: varnarmál tengjast viðskiptahagsmunum anna en hafa sett fyrirvara um hugsanlegar takmarkanir vegna smæðar vinnumarkaðarins hér. Sumir vilja ganga í þveröfuga átt við Víglund Þorsteinsson og aðra þá sem vilja aðlaga ísland sem mest að EB. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Verslunarráðs, hefur varpað fram þeirri hugmynd að reyna skipulega að efla hinn ört vaxandi markað í Japan og ýmsum öðmm löndum Asíu og snúa vöm í sókn á Bandaríkjamarkaði. Þannig ætti hlutur EB í útflutningi okkar ekki að vera yfir 40% og Evrópu í heild ekki yfír 50%. Bandaríkin og Austur-Asía myndu síðan vega samanlagt um 40%, en árið 1987 vógu þessir markaðir um 27%. Þennan kost kallar Vilhjálmur að byggja upp litla heimsborg í miðju Atlantshafínu og telur að þannig getum við íslendingar fengið betri samningsstöðu og meira sjálfstæði gagnvart Evrópubandalaginu. Fríverslun með fisk helsta hagsmunamálið Mikið annríki verður í samskipt- um íslands við aðrar Evrópuþjóðir í næsta mánuði. Þá fer Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra á leiðtogafund EFTA-ríkja í Ósló og síðan fer Jón Baldvin Hannibalsson á fund utanríkisráðherra EFTA- og EB-ríkja í Brassel. Þá á Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra að hitta sjávarútvegsráðherra Evr- ópubandalagsins í mars. Jón Bald- vin sagði að ákveða þyrfti fríverslun með físk innan EFTA fyrir leið- togafundinn í mars og vinna „þessu stærsta hagsmunamáli íslendinga í samskiptunum við Evrópubanda- lagið“ síðan brautargengi í viðræð- um við EB. Jón Baldvin tekur síðan við formennsku í ráðherranefnd EFTA í júlí og segir að sæki hann alla þá fímdi sem ætlast sé til kosti það yfír 30 utanlandsferðir á síðari hluta ársins. Hann var spurður hvort hann muni tengja vamarmál við tollfríð- indi í viðræðum við EB. Svarið er að flest lönd EB séu einnig í NATO og það standi í stofnsamningi Atl- antshafsbandalagsins að ríkin eigi að leitast við að leysa öll ágreinings- efni sín á milli þó að þau snerti ekki varnarmál beint. Það er erfítt að skilja þessi sjónarmið öðmvísi en svo að ísland skipti Evrópu miklu meira máli í sambandi við vamir en viðskipti og því ætti að vera hægt að ná fram hagstæðari við- skiptasamningum en ella með því að minnast á varnarmálin. ísland og Finnland einu „utanvelturíkin"? Samskiptin við EB eiga eftir að verða því meira í umræðunni eftir því sem hið margnefnda ártal 1992 nálgast. Það sem brennur á íslend- ingum nú er að reyna að aðlagast breyttum aðstæðum og harðnandi samkeppni, auk þess aS reyna að greiða frekar fyrir fiskútflutningi til þessa langmikilvægasta markað- ar okkar. Það er þó kannski tíma- bært að fara að hugsa um það hvort við viljum tilheyra beint eða óbeint nýju evrópsku stórveldi, sem gæti orðið til innan fárra áratuga ef skoðanabræður og -systur Delors verða ráðandi í evrópskum stjórn- málum. Austurríki mun mjög líklega æskja EB-aðildar eftir 1992 og innan Noregs er vaxandi áhugi á inngöngu, einkum á hægri væng stjórnmálanna. Þróunin í Svíþjóð er mjög samstíga EB og enn frekar í Sviss. Þá era aðeins eftir tvö lönd í Vestur-Evrópu; útverðimir Finn- land og ísland. Þau hafa bæði nokkra sérstöðu sem gerir þeim ill- mögulegt að ganga í EB undir óbreyttum kringumstæðum, annað vegna hlutleysis og nálægðarinnar við Sovétríkin og hitt vegna þess hve háð það er fiskimiðunum um- hverfís landið. Spumingin er hvort íslendingum tekst að tryggja hvort tveggja, góð viðskiptakjör og óskert sjálfstæði í framtíðinni. HVAfl ÞÍÐIR 1992? 1) Stærri markaður - fleiri tækifæri 2) Aukin hagkvæmni - harðnandi samkeppni 3) Tollmúrar? 4) Þrýstingur af hálfu EB á ákveð- in fríðindi gegn aðgangi að innri markaðinum Hvað eiga íslendingar að gera? (Ólaflir Davíðsson, fram- kvæmda- stjóri Félags íslenskra iðnrekenda og formaður ráðgjafa- nefiidar EFTA) 1) Afnema hömlur á gjaldeyris- verslun 2) Samræma skatta og aðra löggjöf reglum EB 3) íslensk fyrirtæki eiga að koma sér upp útibúum innan EB, einkum á sviði sölu- og markaðsmála 4) Hefla beinar viðræður við EB til að láta reyna á skilmála þeirra Þetta er verið að gera (Jón Baldvin Hannibals- son, utanríkisráð- herra og verðandi formaður ráðherra- nefndar EFTA) 1) Unnið innan EFTA að samræm- ingu ýmissa reglna til sköpunar evrópsks efnahagssvæðis EFTA og EB-þjóða samkvæmt svokölluðu Lúxemborgarsamkomulagi 2) Sjónarmið íslendinga kynnt ráð- herram í einstökum ríkjum til að kynna sérstöðu íslands 3) Fjármagnsmarkaðurinn verður opnaður fyrir erlendum bönkum og stofnunum i áföngum samkvæmt efnahagsaðgerðum ríkisstjórnar- innar 4) Tilmæli um að með öllum tillög- um til lagabreytinga skuli fylgja greinargerð um hvemig þær sam- ræmast EB-breytingum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.