Morgunblaðið - 19.02.1989, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1989
10
DEILUR UM AÐFERÐIR OG ÁRANGUR
FRÆÐSLUHERFERÐAR GEGN ALNÆMI
ÞU ÞIG
TVISVAa
UM?
eftir Svein Guðjónsson
FÓLK DEYR AF VÖLDUM ALNÆMIS, - um það er engum
blöðum að fletta og flestum er þessi staðreynd ljós. Herferð
landlæknisembættisins gegn þessum hættulega sjúkdómi, með
útgáfu bæklinga, veggspjalda og með auglýsingum og
umræðu í fjölmiðlum, hefur vissulega vakið athygli, þótt
ekki séu allir sammála um aðferðina. Flestir hugsandi menn
vita, að alnæmi smitast við samfarir og blóðblöndun og þeir
sem stunda fijálslegt kynlíf hafii verið hvattir til að fara
varlega, hugsa sig tvisvar um, og umfram allt að nota
smokkinn. En gera menn það almennt? Heflir áróðurinn borið
einhvern árangur þannig að menn hafí breytt kynlífsveiyum
sinum með hliðsjón af þessum staðreyndum? Eins og með
aðrar frumþarfír mannsins getur reynst erfítt að setja
kynlífinu skorður enda hefiir margoft sannast hið fomkveðna:
þótt náttúran sé lamin með lurk, leitar hún út um síðir.
Svo virólst sem
ðgerðir
heilbrigðisyfirvalda
gegn alnæmi hófust
árið 1983. Þá var
haldinn fyrsti fundur
með Samtökunum ’78
þar sem smitleiðir voru
ræddar. Auk þess voru
gefnar út ráðleggingar til lækna
um greiningu á sjúkdómnum. Árið
1984 var upplýsingum dreift til
dagblaða og sérfræðingar styrktir
á alþjóðaþing um alnæmi. Ári síðar
hófust aðgerðir af fullum þunga og
þá var gefinn út fyrsti
upplýsingabæklingurinn til
almennings og dreift í 30 þúsund
eintökum.
Árið 1985 fékk
landlæknisembættið 800 þúsund
króna aukaijárveitingu vegna
baráttunnar gegn alnæmi. Árið
1986 fengust 2,5 milljónir vegna
kynsjúkdómavama, 5,3 milljónir
1987, 10,3 milljónir og 8,3 milljónir
það sem af er árinu 1989. Þessar
§árveitingar eru veittar til
kynsjúkdómavama í heild en
langmestum hluta þeirra hefur
verið varið í baráttuna gegn
alnæmi. Fjólubláa
sjónvarpsauglýsingin kostaði 850
þúsund krónur í framleiðslu og
síðari sjónvarpsauglýsingin um 1
milljón í framleiðslu og er þá ótalinn
kostnaður vegna birtinga.
Landsnefnd um alnæmisvamir
var sett á stofn árið 1988 og er
Guðjón Magnússon
aðstoðarlandlæknir formaður
hennar. Guðjón sagðist vera
sannfærður um að barátta
heilbrigðisyfirvalda hefði skilað
árangri. „1 fyrsta lagi veit öll þjóðin
hvemig alnæmi smitast, og það var
það fyrsta sem við stefndum að
þegar við hófiimst handa fyrir
alvöru 1985. í öðm lagi hefur
baráttan haft áhrif á töluverðan
hluta þess hóps sem virkilega þarf
að taka þessar upplýsingar til sín,
það eru einhleypir karlar og konur,
á þeim aldri þegar kynlíf er mest
stundað. Við höfum séð það í
smoKknum
Kaxixianir
bexidatilaó
yngra fólk hafi
í atxknum mæli
breyttum
kynlifsvenjur.
Hvaóumalla
hixia?
könnunum að þetta fólk gætir sín
meira en áður vegna
alnæmishættunnar. Þá teljum við
það líka sýna árangur að
innflutningur á smokkum fór úr 200
þúsund árið 1986 í yfir 500 þúsund
árið 1987,“ sagði Guðjón.
„Það eru skiptar skoðanir um,
hvað eigi að taka sem mat á
árangri. Ef það er mat á árangri
að upplýsa þjóðina, þannig að allir
viti hvemig alnæmissjúkdómur
smitast þá er árangurinn af okkar
herferð feikilega mikill á stuttum
tíma,“ sagði aðstoðarlandlæknir.
Hann sagði ennfremur að íslensk
heilbrigðisyfirvöld hefðu fljótlega
náð mjög góðri samvinnu við
fjölmiðla þannig að hér á landi hefði
ekki komið upp sú móðursýki sem
gerðist mjög víða erlendis.
Breytt kynlífshegðun?
Skoðanakannanir, sem gerðar
hafa verið á vegum landlæknisem-
bættisins, gefa vísbendingu um að
nokkur árangur hafi náðst í að
vekja athygli á alnæmishættunni,
einkum meðal yngra fólks. í tveim-
ur könnunum, sem Gallup-stofnun-
in á íslandi hefur gert fyrir emb-
ættið, kemur í ljós að allstór hópur
fólks á aldrinum 15 til 24 ára hefur
breytt kynlífshegðun sinni með hlið-
sjón af alnæmishættunni. Urtakið
var 1000 einstaklingar valið af
handahófi úr þjóðskrá. Aukningin
í yngsta aldurshópnum var rúmlega
tvöföld á milli áranna 1^)87 og 1988.
Þannig kváðust 14% aðspurðra hafa
breytt hegðun sinni í desember
1987, en 32% í október 1988. Á
það ber hins vegar að líta að 62,7%
aðspurðra á þessum aldri svaraði
spumingunni neitandi og 84,9% á
aldrinum 25 til 34 ára svömðu
spumingunni neitandi, en aðeins
11,6% játandi og er það út af fyrir
sig íhugunarefni, þótt vissulega
megi til sanns vegar færa að á
þessum aldri séu vel flestir á leið-
inni í hjónaband eða séu í fastri
sambúð. Engu að síður bendir
margt til þess að enn sé langt í
land að fólk almennt sé nægilega
vel á varðbergi gagnvart alnæmis-
hættunni.
Um það atriði segir aðstoðarland-
læknir að auðvitað sé aldrei hægt
að búast við 100% árangri af þess-
ari fræðslu, fremur en af áróðri
gegn áfengi, reykingum eða dauða-
slysum í umferðinni. „Raunhæfur
mælikvarði á árangur kemur ekki
í ljós fyrr en á næstu fjórum til fimm
ámm. Þeir sjúklingar sem við emm
að fást við núna hafa smitast áður
en okkar herferð fór af stað og því
er lítið að marka fjölgun tilfella nú.
Mér finnst stundum óraunhæft sem
sumir fara fram á varðandi árangur
af fræðsluherferð sem þessari. Við
skrúfum auðvitað ekki fyrir kynlíf
hjá einhleypu fólki fyrir fullt og
allt, og það að meta þetta út frá
því að enn sé töluvert af fólki sem
fer á skemmtistaði til að ná sér í
karlmann eða kvenmann er auðvit-
að út í hött. En ef herferðin hefur
orðið til þess að þetta fólk hafí í
auknum mæli farið að hugsa sig
tvisvar um og nota smokk í vissum
tilfellum, þegar það þekkir ekki við-
komandi, þá hefur talsvert áunnist
að mínum dómi.“
Fjólubláar forvarnir
Margir hafa þó dregið í efa að
aðgerðir heilbrigðisyfirvalda hafi
skilað árangri og má í því sam-
bandi vitna í beinskeytta grein dr.
Sölvínu Konráðs, sem birtist í Morg-
unblaðinu skömmu fyrir síðustu jól.
Sölvína starfar sem ráðgefandi sál-
fræðingur við Menntaskólann í
Hamrahlíð og kennari við Háskóla
íslands og í greininni, sem ber heit-
ið: Fjólubláar forvamir, segir meðal
annars:
„í árslok 1986 sendi landlæknis-
embættið frá sér bækling, „Veij-
umst eyðni — notum smokkinn".
Þessum bæklingi var ætlað að upp-
lýsa fólk á aidrinum 15 til 24 ára
um AIDS og hvemig mætti verjast
smiti. Af hveiju var þetta gert?
Sennilega er ekki til neitt skynsam-
legt svar við því. Þessi tilraun til
forvama virðist hafa verið gerð
bara til að gera eitthvað. Forsendur
að baki vantaði alveg og þessi bækl-
ingur var í raun skólabókardæmi
um það hvemig ekki ætti að gera
fræðslubækling sem ætti að hafa
forvamaráhrif. Bæklingurinn er
saminn í anda þess sem kallað hef-
ur verið „hræðslu-fræðsla", sem
ætti fyrir löngu að vera útdauð, ef
tekið væri mið af rannsóknamiður-
stöðum á áhrifum."
í grein sinni gagnrýnir Sölvína
Gallup-könnunina og dregur í efa
gildi niðurstaða hennar og um sjón-
varpsauglýsingar landlæknisemb-
ættisins segir hún meðal annars: „
Þessi fyrmefnda auglýsing land-
læknisembættisins er hræðslu-
áróður, þrátt fyrir að á plastpokun-
um segi eitthvað á þá leið „stundum
banvænt stundum ekki“. Hætta er
á að þessi auglýsing flytji brengluð
skilaboð um kynlíf til bama og
yngri unglinga, en þeir eldri taki
ekki mark á henni. Engar líkur eru
á að hún höfði til þess hóps, sem
viðhefur lauslæti. Sú hugmjmda-
fræði sem hræðslu-fræðslan og
hræðslu-áróður byggir á er þegar
best lætur gagnslaus en þegar verst
lætur virkar hún hvetjandi á þá
hegðun sem verið er að reyna að
fá almenning til að láta af.“
Sölvína sagði í samtali við Morg-
unblaðið að hún hefði ekki séð þess
nein merki að fræðsluherferð heil-
brigðisyfirvalda hefði borið árangur
og að full ástæða væri til að draga
í efa niðurstöður Gallup-könnunar-
innar, sem vitnað er í hér að fram-
an. Þær væru hvorki aðferðafræði-
lega réttar í uppbyggingu né úr-
vinnslu. „Slíkt hefur margoft komið
í ljós með Gallup-kannanir og skyld-
ar kannanir og við erum með alltof
viðkvæmt fyrirbæri þar sem alnæmi
er til að leika okkur með,“ sagði
Sölvína.
Þessu til viðbótar taldi Sölvína
kynfræðslu í skólum mjög ábóta-
vant svo og fræðslu um getnaðar-
vamir og algjörlega væri undanskil-
inn sá þáttur er lítur að siðfræði
og tilfinningalífi. Hún dró í efa að
smokkaherferðin hefði skilað
nokkrum árangri, því ef svo væri
hefði það átt að koma fram í fækk-
un annarra kynsjúkdómatilfella.
„Mín skoðun er sú að þessi herferð
hafi misst marks. Menn vita að vísu
um sjúkdóminn, en hann er fólki
fi'arlægur eins og atómbomban.
Þetta er svipað og með margar
aðrar hættur sem steðja að okkur
að fólk hugsar: Þetta kemur ekki
fyrir mig.“
Sölvína taldi að seinni sjónvarps-
auglýsing landlæknisembættisins
væri vel gerð frá tæknilegu sjónar-
miði, en sem forvamarauglýsing
myndi hún falla. „Annars má segja
um þetta forvamarstarf að það
hefur að mestu höfðað til unglinga
en ég óttast að það nái ekki til
þess hóps sem er jafnvel í mestri
hættu, en það er fólk sem er í seinna
tilhugalífinu, fráskilið fólk og það
sem er í makaleit öðru sinni."
Smokkurinn
Fljótlega eftir að aðgerðir heil-
brigðisjrfirvalda gegn alnæmi fóm
af stað var farið að reka áróður
fyrir notkun smokksins. Árið 1986
var haldinn fundur með innflytjend-
um smokka og unnið að fiölgun
sölustaða og uppsetningu sjálfsala.
Bæklingurinn „Veijumst eyðni —
notum smokkinn" var gefínn út í
tæplega 43 þúsund eintökum og
sendur öllum ungmennum 15 til 24
ára. Einnig til 13 og 14 ára ungl-
inga á Reykjavíkursvæðinu. Vegg-
spjöldum hefur verið dreift og gefið
út dægurlagið „Vopn þín og veijur“
svo nokkuð sé nefnt. Mörgum þótti
smokkaherferðin misheppnuð og
ekki örgrannt um að menn skopuð-
ust svolítið að öllu saman. Þannig
var það til dæmis haft í flimtingum
að á veggspjaldinu „Smokkurinn
er vöm gegn eyðni“ mátti sjá ýms-
ar þjóðfrægar persónur, þar á með-
al ráðherra, gleiðbrosandi, veifandi
veijum af ýmsum gerðum. Vegg-
spjaldið vakti almenna kátínu og
menn spurðu hvem annan glottandi
hvað allt þetta harðgifta fólk hefði
að gera við smokka. Þama kom að
sjálfsögðu til landlæg illkvittni ís-
lendingsins og blautleg kímnigáfa,
en tilgangurinn með smokka-vegg-
spjaldinu var fyrst og fremst sá að