Morgunblaðið - 19.02.1989, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.02.1989, Blaðsíða 14
ai4 MORGUNBÍiAÐUÐ SUNNUDAGUR 19. PEBRÚAR(1989 Bluesbreakers 1966; John Mayall, Eric Clapton, John McVie og Hughie Flint: Það hverfa allir í skuggann af Eric Clapton. Ljósmynd/Sverrir Vilhelmsson blúsins í Bretlandi, upp á því að hann flyttist til Lundúna til geta helgað sig tónlistinni. Það gerði Mayall 1963 og stofnaði þá fyrstu útgáfuna af Bluesbreakers. Sú sveit átti eftir að starfa fram til ársins 1969 og á þeim sjö árum störfuðu í henni yfir 30 tónlistarmenn. Líklega réð mestu um hin öru mannaskipti hve Mayall var naskur á að fínna framúrskarandi hljóðfæraleikara og að hann var óþreytandi í að hvetja þá til að reyna fyrir sér á eigin spýt- ur þegar þeir höfðu öðlast reynslu og sjálfstraust til þess, en einnig má skrifa mannaskipti á að Mayall var alltaf að leita að betri og betri tjáningarleið og skipti oft um hljóð- færaleikara í því skyni. Tónlist mettuð tilfinningu — Hvað kom hinum almenna blúsáhuga í Bretlandi af stað á sínum tíma og getur slíkt endurtekið sig? Mayall: Þær aðstæður sem voru fyrir hendi um 1960 voru einstakar og ég tel engar líkur á að það geti komið upp svipað tónlistarandrúms- loft aftur. Ég hef ekki hugmynd um hvað varð til þess að koma öllu af stað þá og ég held að enginn hafí nokkurn tímann getað skýrt það af neinu viti. Við vorum að uppgötva bandaríska blúsinn og þá auðlegð sem þar var að finna og kannski var það spenningurinn í kringum þá upp- götvun sem fyllti alla af áhuga. Við vorum að uppgötva tónlist sem tal- aði beint til hjartans og var mettuð af tilfínningu. í dag er blúsinn orðinn viðurkennt ráðsett tónlistarform sem allir þekkja'um allan heim. Fyrsta árið sem sveitin starfaði var Mayall á höttunum eftir gítar- leikara og það ár voru fjórir gítarleik- arar í sveitinni. Það gekk líka illa að finna réttan trommuleikara og fímm reyndu sig við trommumar á árinu. 1964 var þó komin nokkuð stöðug mynd á sveitina þegar Hug- hie Flint, sem var kunningi Mayalls frá Manchester, fluttist til London til að spila með honum á trommur. John McVie var búinn að leika á bassa með sveitinni frá upphafi, en það gekk enn illa að finna rétta gítar- leikarann. Bernie Watson hafði leikið með hljómsveitinni síðan seint á ár- inu 1963, en hann var einrænn og dulur og lét sig hverfa óforvarandis. Þá kom inn í sveitina Roger Dean, sem leikið hafði með country-sveit. Mayall var þó ekki allskostar ánægð- ur, en með þessari mannaskipan tók hljómsveitin upp sína fyrstu plötu, John Mayall Plays John Mayall. Hún var tekin upp í klúbbnum Klooks Kleek, sem var við hlið upptökuvers Decca og voru hljóðnemaleiðslur leiddar á milli. Mayall hafði af því spumir að Eric Clapton væri að hætta með „Við erum rétt að byrja,“ segir faðir breska blúsins JOHN HAYALL eftir 30 ára feril í samtali við Morgunblaðið. Hann leikur ásamt hljómsveit sinni Bluesbreakers á íslandi um næstu helgi. beint BLUS HJAKIANS eftirÁrna Matthíasson 1989; John Mayall, Coco Montoya, Walter Trout, Bobby Haynes og Joe Yuele: Sú besta til þessa ... JOHN MAYALL er goðsagnapersóna í rokksögunni, þó ekki væri nema fyrir það að undir hans leiðsögn störfuðu margir af helstu tónlistarmönnum Breta á sjöunda áratugnum, s.s. Eric Clapton, Mick Taylor, Peter Green, Jack Bruce, John McVie, Aynsley Dunbar, John Hiseman og Keef Hartley, svo nokkrir séu nefndir. Margir tóku þeir sín fyrstu skref í sveit Mayalls, Bluesbreakers, og fengu þar drjúgt tónlistarlegt uppeldi við að spila blús. Það var fyrir tilverknað Mayalls, Chris Barbers og Alexis Korners að breski blúsinn varð lifandi tónlistarform sem naut almannahylli og breska blúsbylgjan átti eftir að geta af sér helstu rokksveitir Bretlands, eins og Cream, Spencer Davis Group, Yardbirds, Animals, Small Faces, Savoy Brown, Fleetwood Mac, Led Zeppelin og Rolling Stones. Þó að John Mayall hafí verið í fremstu röð breskrar blús- óg rokk- tónlistar á árunum uppúr 1960 þá batt hann ekki bagga sína sömu hnútum og sam- ferðamennimir. Fyrir það fyrsta var hann tíu til tólf ámm eldri en flest- allir þeir tónlistarmenn sem störfuðu með honum, en Mayall stofnaði sína helstu hljómsveit þrítugur, og þegar breska rokkið þróaðist í átt að takt- fastri og þungri raftónlist leitaði Mayall í átt að órafmagnaðri tónlist og hætti um tíma að hafa trommu- leikara í sveit sinni. Mayall hefur verið spar á viðtöl í gegnum tíðina og því vandkvæðum bundið að ná fram mynd af persón- unni Mayall. Með lagni tókst að ná í símanúmer Mayalls í Los Angeles og eftir nokkrar tilraunir svaraði kurteis maður í símann. Það reyndist vera Mayall sem var til í að gefa viðtal þá þegar og án undirbúnings. Mayall var viðmótsþýður, kumpán- legur og blátt áfram og gerði að gamni sínu, en öll voru svör hans knöpp og hafði greinilega meiri áhuga á að ræða framtíðina en fortí- ðina. Byrjað á ukulele John Mayall fæddist í Manchester í nóvember 1933 og er því kominn vel á sextugsaldurinn í dag. Hann lærði á ukulele tólf ára og fjórtán ára var hann farinn að spila á píanó. Orgel/hljómborð og munnharpa áttu eftir að verða aðalhljóðfæri hans, en hann hefur tök á fleiri hljóðfærum og hefur gefíð út plötu, The Blues Alone, þar sem hann leikur á öll hljóðfæri. 1955 stofnaði hann sína fyrstu hljómsveit, The Powerhouse Four, og 1962 kom fyrsta blússveit- in, The Blues Syndicate. Heldur var lítið um að vera í Manchester fyrir Mayall og 1963 stakk Alexis Korn- er, sem var einn af upphafsmönnum H

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.