Morgunblaðið - 19.02.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.02.1989, Blaðsíða 1
96 SÍÐUR B/C 42. tbl. 77. árg. SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1989 Prentsmiðja Morgunblaðsins Stúdentar hóta Rushdie Nikósfu. Reuter. ÚTVARPIÐ I Te- heran skýrði frá því í gær að sam- tök islamskra námsmanna i Evr- ópu hefðu heitið því að reyna allt sem í þeirra valdi stæði til þess að uppfylla þá ósk Ayatollah Ru- hollah Khomeinis, erkiklerks, að myrða Salman Rush- die, höfund bókarinnar „Söngvar Sat- ans“. Frakkar frestuðu í gær för sendiherra síns í íran til Teheran vegna hótana írana um að myrða Rushdie. Vestur-Þjóðveijar hafa kall- að sendifulltrúa sinn í Teheran heim til ráðagerða vegna Rushdie-málsins. Bilað útvarp olli morði London. Reuter. SHIRLEY Freeman, 74 ára prestur, var í gær dæmdur til ævilangrar betr- unarvistar f klaustri fyrir morð á 85 ára konu sinni, Clarindu. „Ég er brjál- að illmenni. Ég mun aldrei sjá konu mina framar þvl hún fór til himna en ég fer til helju,“ sagði klerkur. Missti hann stjórn á skapi sínu og lúbarði konuna með alls kyns bareflum eftir að hafa mistekist að stilla útvarpstæki á vinsælan tónlistarþátt. Efiiahags- og þróunarstofiiunin, OECD, um árið 1987: Morgunblaðið/RAX KONUDAGURINN Konudagurinn er í dag og allir eiginmenn sem enn eiga til snefil að uppfylla kurteisiskyldur sínar í framtíðinni og sést hér æfa af riddaraskap hafa að sjálfsögðu munað eftir að færa konu sinni sig með aðstoð systra sinna sem kunna vel að meta framtakið. blóm í tilefni dagsins. Ungi maðurinn á myndinni er staðráðinn í Færri án vinnu í Bretlandi Islenska krónan næst- sterkastí gjaldmiðillinn - og kaupmátturinn sá fímmti mesti í heimi Lundúnum. Reuter. ATVINNULAUS- UM í Bretl&ndi fækkaði í janúar- mánuði og voru þeir í fyrsta sinn í átta ár innan við tvær milljónir. Norman Fowler, vinnumálaráð- herra Thatcher- stjórnarinnar, seg- ir að 1,99 milljónir Breta hafi verið atvinnulausar i jan- úar, eða sjö prósent af vinnufærum mönnum. Atvinnulausum fækkaði um 1,15 miiyónir frá því á árinu 1986 og sagði Fowler að stjórnin hefði náð „merkum áfanga“. Stjórnarandstaðan rengir tölur stjórnarinnar og segir 2,5 miiyónir vera nær lagi. Á ÞVÍ herrans ári 1987 var íslenska krónan næststerkasti gjaldmiðillinn í aðildarríkjum OECD og þar með raunar í öllum heimi. Aðeins gengi svissneska frankans var hærra skráð en krónunnar en kaupmáttur hennar var þá sá fimmti mesti. Kemur þetta fram í Hufvudstads- bladet, sem sænskumælandi Finnar gefa út, og er byggt á upplýsingum frá OECD. Igreininni í Hufvudstadsbladet er að sjálf- sögðu aðallega fjallað um stöðu Finna í þessum samanburði og er henni gefin ein- kunnin 100 og gengi og kaupmáttur ann- arra gjaldmiðla síðan miðaður við það. Sam- kvæmt því var gengi sterkustu gjaldmiðl- anna 1987 þetta: Svissneskur franki 145; íslensk króna 122; norsk króna 111; dönsk króna 111; japanskt jen 109; sænsk króna 106; vestur-þýskt mark 103; Bandarfkja- dollari 102; finnskt mark 100; Luxemborg- arfranki 93; Kanadadollari 90 og franskur franki 89. Ef litið er á kaupmátt gjaldmiðlanna eft- ir ríkjum 1987 kemur fram, að þá var hann mestur í Bandaríkjunum, 143. Síðan í Kanada 134; Sviss 126; Noregi 123; íslandi 121; Luxemborg 116; Svíþjóð 109; Dan- mörku 104; Vestur-Þýskalandi 104; Japan 103; Frakklandi 101 og Finnlandi 100. í greininni segir einnig, að framleiðni á hverja vinnustund í Finnlandi hafi aukist um 42% á síðustu 10 árum en samt sem áður sé Finnland að sumu leyti mjög dýrt land fyrir atvinnurekstur. Kenna finnskir iðnrekendur því um, að gjaldskrárhækkanir innan sumra lokaðra greina, tij dæmis bankakerfisins, hafi orðið miklu meiri en svarar til framleiðniaukningar í opnum greinum. JOHN MJjYALL 14 DVERGUR l| RISAUUIDI ÞVÞIG TVISVAjk VM? *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.