Morgunblaðið - 19.02.1989, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1989
29
Morgunblaðið/Sigurgeir
Stjórn Kvenfélagsins Líknar á hátíðarfundinum sem halHinn var á
Muninn. Efri röð frá vinstri: Berg'þóra Þórðardóttir, Oddný Ög-
mundsdóttir, Hrafiihildur Sigurðardóttir og Klara Bergsdóttir. Neðri
röð frá vinstri: Sigríður Guðmundsdóttir, Asa Ingibergsdóttir, form-
aður og Valgerður Ragnarsdóttir.
V estmannaeyj ar:
Kvenfélagið Líkn 80 ára
Ritun hafin á sögn Selfoss
Selfossi.
Guðmundur Kristinsson í vinnuherbergi sínu. Morgunbiaðið/Sigurður Jónaon
KVENFELAGIÐ Líkn í Vest-
mannaeyjum átti 80 ára afinæli
14. febrúar sl. Af þessu tilefiii
héldu Liknarkonur hátiðarfund
þar sem þær minntust þessara
merku tímamóta.
Kvenfélagið hefur í gegnum ár-
in, eins og nafnið gefur til
kynna, helgað sig hinum ýmsu
líknarmálum. Konumar hafa verið
afskaplega drjúgar við að gefa tæki
til sjúkrahússins og heilsugæslu
auk þess sem þær hafa unnið að
málefnum aldraðra sem og mörgum
fleiri góðm málum.
Líknarkonur héldu hátíðarfund,
að kvöldi 14. febrúar, til þess að
minnast 80 ára afmælisins og barst
félaginu mikið af heillaóskum og
gjöfum í tilefni dagsins.
— Grímur
HAFIN er ritun á sögu Selfoss.
Það er Guðmundur Kristinsson
bankagjaldkeri á Selfossi sem
annast skrásetningu sögunnar
ásamt Páli Lýðssyni. Bæjar-
stjórn Selfoss samþykkti 1987,
í tilefhi 40 ára afinælis bæjar-
ins, að standa að ritun sögu
Selfoss. Áformað er að fyrsta
bindið komi út 6. september
1991 þegar 100 ár verða liðin
frá því Olfusárbrúin hin fyrri
var byggð.
Selfoss átti 40 ára afmæli 1.
janúar 1987, sem formlegt
sveitarfélag. í tilefni þeirra tíma-
móta skipaði bæjarstjórnin sögu-
nefnd sem í eiga sæti auk Guð-
mundar Kristinssonar Páll Lýðsson
frá Litlu-Sandvík og Þór Vigfússon
skólameistari. Nefndin hefur unnið
að undirbúningi ritunar sögunnar
meðal annars með efnisöflun, við-
tölum við fólk og könnun heimilda.
Landsbanki lslands veitti Guð-
mundi launað leyfi í fjóra mánuði
til að hefja ritun sögunnar. í til-
efni þessa samþykkti bæjarstjóm
Selfoss ályktun þar sem stjómend-
um Landsbankans er þakkaður
skilningur og velvilji í garð þessa
menningarverkefnis i þágu Sel-
fossbúa.
„Ég er búinn að ganga lengi
með þessa hugmynd að skrifa sögu
staðarins," segir Guðmundur, sem
er mikill áhugamaður um sögu
staðarins og mannlíf, og er sjálfur
fæddur og uppalinn á Selfossi.
Hann sagði umfang verksins í
mótun en ef þetta yrðu fleiri en
eitt bindi þá væri æskilegt að
fyrsta bindið kæmi út 8. september
1991 þegar 100 ár eru liðin frá
byggingu Ölfusárbrúarinnar hinn-
ar fyrri. Hún var stærsta brúar-
mannvirki sem íslendingar höfðu
á þeim tíma ráðist í.
Guðmundur segir fyrirhugað að
myndskreyta bókina með myndum
af fólki og húsum á Selfossi í gegn-
um tíðina. Hann segir það afar
kært að fá ábendingar um söguleg-
ar myndir sem tengjast byggða-
sögu Selfoss.
Sig. Jóns.
VERSLUNARHÚSIMÆÐI
SUÐURIMESJUM
Til leigu er 180 fm bjart og rúmgott húsnæði á neðri hæð
við Brekkustíg 39 í Njarðvík. Húsið er vel staðsett og á
lóðinni eru góð bílastæði.
Upplýsingar gefur Einar í síma 92-14113 á skrifstofutíma.
Pelsarog
pelsjakkar,
minkur, refur,
þvottabjörn,
húfurogbönd.
Þekking-
gυi -
reynsla.
Símar 641443-41238.
Birkigrund 31, Kópavogi.
K.B. PELSADEILD
Stórglæsilegt úrval pelsa á verði, sem eng-
inngeturneitaðsérum.
Áskriftarsíminn er 83033
co
(J'
o