Morgunblaðið - 19.02.1989, Blaðsíða 18
e8ei HAúflaa'í .ei fluoAauHMua HII/SðI3T8A=S OIOAjaVIUDflOM
a os
18
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1989
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1989
19
Útgefandi
F ramkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
ÁrniJörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst IngiJónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. (lausasölu 70 kr. eintakið.
Atvinnuleysi
Atvinnuleysi hefur aukizt
verulega síðustu mánuði.
í janúarmánuði er talið, að um
3.000 einstaklingar hafí verið
atvinnulausir á öllu landinu.
Lausleg könnun, sem Morgun-
blaðið gerði víða um land,
benti til þess, að sums staðar
væri atvinnuleysi mjög alvar-
legt, jafnvel svo, að í einstök-
um byggðarlögum væri helm-
ingur vinnandi fólks atvinnu-
laus. Greiðsla atvinnuleysis-
bóta hefur margfaldast.
Nú er þess að gæta, að at-
vinnuástand er oft erfítt í jan-
úarmánuði. Að þessu sinni er
t.d. ljóst, að lítið hefur gefíð
á sjó fí-á áramótum. Þess
vegna hefur minni afli borizt
á land, a.m.k. sums staðar,
og vinna í frystihúsum þar af
leiðandi minni. En nú er at-
vinnuleysi ekki síður í verzlun-
ar- og þjónustustörfum en við
sjávarsíðuna. Enda er sam-
drátturinn í atvinnulífínu ekki
sízt þar.
Þetta atvinnuleysi er í sam-
ræmi við spár ýmissa forystu-
manna í atvinnulífínu, sem
hafa haldið því fram frá sl.
hausti, að við mundum standa
frammi fyrir vaxandi atvinnu-
leysi í byijun þessa árs. Sumir
eru þeirrar skoðunar, að það
muni aukast frá því, sem nú
er.
Þótt ekki sé ástæða til að
harma það spennufall, sem
orðið hefur í efnahags- og at-
vinnulífí frá því sem var á
fyrri hluta ársins 1988 og á
árinu 1987, vekur atvinnuleysi
alltaf ugg. Það er þjóðfélags-
böl, sem illt er við að una.
Þeir sem halda því fram, að
hæfílegt atvinnuleysi sé nauð-
synlegt, búast áreiðanlega
ekki við að kynnast því sjálfír.
Hættan er ekki sízt sú, að
ungt fólk eigi erfítt með að
fá vinnu. Töluverður hópur
þeirra, sem nú eru atvinnu-
lausir, er ungt fólk. í vor kem-
ur mikill fjöldi æskufólks á
vinnumarkaðinn, sem byggir
á sumarvinnu til þess að geta
haldið áfram námi næsta
haust. Til þess má ekki koma,
að þetta æskufólk gangi hér
atvinnulaust í sumar. Þótt
svartsýni í þessum efnum sé
ekki tímabær enn, er þó fyllsta
ástæða til að menn veiti eftir-
tekt því atvinnuleysi, sem nú
er. Fari það vaxandi á næstu
vikum er mikil hætta á ferð-
um.
Alvarlegt atvinnuleysi hef-
ur ekki orðið hér frá því í árs-
byrjun 1969. Viðreisnarstjóm-
in gerði þá víðtækar ráðstaf-
anir til þess að ráða bót á at-
vinnuleysinu. Þá var landinu
stjómað af kynslóð, sem
þekkti af eigin raun atvinnu-
leysi áranna fyrir heimsstyij-
öldina síðari. Þá var líka tölu-
vert um það, að fólk leitaði
vinnu erlendis, ekki sízt á öðr-
um Norðurlöndum. Einn fjöl-
miðill hér hefur skýrt frá því,
að ásókn í vinnu í öðrum lönd-
um sé meiri en áður. Atvinnu-
leysið 1969 kom í kjölfar
hruns í sjávarafla og verðfalls
á erlendum mörkuðum. Nú er
engu slíku til að dreifa. Vand-
inn er heimatilbúinn.
ÞAÐ ERU MÖRG
• dæmi um gengis-
fellingu orða á Islandi.
Við höfum t.a.m. ekki
sama aðhald í þessum
efnum og Bretar, eink-
um að því er lýtur að
stjómmálum. Fullyrðingasamir
framámenn hér á landi þurfa litlar
sem engar áhyggjur að hafa af orð-
notkun sinni. Eg minnist þess ekki
að ráðherra hafi þurft að segja af
sér vegna rangra fullyrðinga. En
Bretar huga enn að slíku, enda er
eðlismunur á pólitísku siðgæði þeirra
og okkar. í Reykjavíkurbréfi 7. jan-
úar sl. minntum við á að Edwina
Currie, aðstoðarheilbrigðisráðherra
Breta, hafi orðið að segja af sér vegna
þess hún gat ekki staðið við fullyrð-
ingar sínar, þegar hún sagði að
„flest“ (most) egg á markaði í Bret-
landi væru „því miður sýkt af sal-
monellu". Líklega hefði hún sloppið
ef hún hefði sagt „mörg" (much eða
many). Það var áfall fyrir Thatcher
og stjóm hennar þegar Currie þurfti
að segja af sér, svo mikla athygli sem
hún hefur vakið á ferli sínum og
gagnað íhaldsflokknum. En fullyrð-
ingin stórskaðaði eggjaframleiðendur
og konan varð að segja af sér. Mér
er til efs að slík fullyrðing íslenzks
ráðherra hefði vakið nokkra athygli,
hvað þá að hún hefði dregið úr eggja-
sölu. Og að sjálfsögðu hefði engum
dottið í hug að íslenzkur ráðherra
segði af sér vegna smá ónákvæmni
í orðavali, jafnvel um matareitrun.
Þetta er umhugsunarefni fyrir
okkur.
Það leiðir hugann að sjónvarpsút-
sendingu frá Alþingi íslendinga sem
ég sá af tilviljun um daginn. Mér
skildist umræðuefni þessarar fyrrum
virðulegu stofnunar Jóns forseta
hefði verið blýantsnag og Seðlabank-
inn, án þess mér væri það þó fullkom-
lega Ijóst. En eftir þennan þátt hlaut
hver maður að sjá að virðing Al-
þingis og orðstír þolir ekki að
skyggnzt sé með þessum hætti inní
daglegt orðaskak þingmanna, slíkt
var lánleysið og lágkúran.
Samt vitum við að Alþingi er lýð-
ræðislegasta stofnun landsins. Klíku-
skapurinn er pólitískur, og það vitum
við einnig. En það fáum við aftur á
móti ekki að vita þegar
alls kyns klíkur eru að
fjalla um bókmenntir
og listir undir misvís-
andi yfirskini. En þess-
ar klíkur eru samt
bæði glærar og
gagnsæjar, þegar þær úthluta styrlg-
um og viðurkenningum, og hafa í
raun sjaldnast áhuga á bókmenntum
og listum — heldur flokksskírteinum.
Stundum eru aðrir hagsmunir hafðir
að leiðarljósi.
En ávallt einhveijir hagsmunir; eða
hagsmunavinátta.
6NÚ HEFUR ÞAÐ GERZT í
• moldrokinu miðrju að þessi eini
þjóðardýrlingur íslendinga eða guð-
menni, Jón Sigurðsson forseti, hefur
af íjármálaráðherra verið talinn einn
helzti sálufélagi Stefáns Valgeirsson-
ar þar sem þeir séu sams konar fyrir-
greiðslupólitíkusar! Þar með er vart
hægt að vitna í Jón forseta án þess
Stefán komi í hugann. Ég hef ekkert
á móti Stefáni og á sfzt af öllu rieitt
sökótt við hann. En samt tel ég mig
geta séð að sálufélag hans og Jóns
forseta er ekki með því marki brennt
sem minnzt hefur verið á. Fyrir-
greiðsla Stefáns, einsog annarra
vinstri manna, er fólgin í því að ausa
úr sameiginlegum sjóði landsmanna
einsog þeir eigi hann sjálfir; eignir
fólksins eiga helzt að vera sparibauk-
urinn þeirra — og samt kunna þeir
ekkert með fé að fara.
Jón forseti veitti mönnum aðstoð
án þess það væri á kostnað skatt-
borgaranna. Hann vissi með Sókra-
tesi að það er siðlaust að ná undir
sig eignum skattborgaranna með við-
stöðulausum eignarsköttum — ann-
ars hefði Sókrates ekki komizt svo
að orði í Gorgíasi, Eða þá að hver
sem er geti tekið af mér allt sem ég
á, svo ég þurfí ekki að svara: Þegar
hann er búinn að taka þetta, veit
hann ekki hvað hann á við það að
gera, en þar sem hann tók þetta rang-
lega af mér, þá mun hann líka nota
það ranglega, og ef ranglega þá líka
lítilmannlega, og ef lítilmannlega, þá
illa.
Það hvarflaði aldrei að Jóni Sig-
urðssyni að nota pólitíska aðstöðu
sína með þessum hætti. Hann virti
einstaklinginn og hann virti eignar-
réttinn. Það hvarflaði aldrei að hon-
um að gera útá skattgreiðendur.
Hann vildi aðhald í ríkisbúskap og
vissi að óhófleg eyðsla stjómvalda
er þjóðfélaginu jafnhættuleg og of-
veiði á úthafínu. Þar er hið raun-
verulega „eigið fé“ fólksins sem alltaf
er verið að tönnlast á.
Þegar menn nota samlíkingar er
nauðsynlegt að vita hverju er Ifkt
saman. Sókrates var lítið fyrir full-
yrðingar. Hann taldi ekki að stjóm-
málamenn í Aþenu, hvorki þeir sem
létu ljós sitt skína á hans dögum né
fyrirrennarar þeirra, hefðu stundað
þá einu sönnu mælskulist. Hann lagði
þá í raun alla að jöfnu og taldi jafn-
vel Períkles sem var lýðræðissinni
ekki hótinu skárri en hina. Ástæðan
var sú að þeir sem hann stjómaði
urðu engu betri en aðrir og raunar
„villtari en þeir vora þegar hann tók
við þeim“ einsog Sókrates segir í
Gorgíasi. Sá hjarðmaður sem gætti
asna, hesta eða nauta og hagaði sér
svona, væri talinn hinn versti maður
ef hann tæki við friðsömum dýram
sem hvorki spörkuðu í hann, stöng-
uðu né bitu, en áður en yfir lyki hefði
hann gert úr þeim villt óargadýr sem
gerðu allt þetta, einsog Sókrates
komst að orði.
Við getum litið í eigin barm með
þessa athugasemd í huga. Fóikið
dregur dám af æðstu stjóm — og
dámurinn fyllir svo íjölmiðlana.
Mannjöfnuður sturlungaaldar og
ættarrembingur blasir enn við okkur,
hvert sem litið er. Og líklega væri
auðveldara að draga mánann niður á
jörðina einsog seiðkonumar frá
Þessalíu ætluðu að gera en lækna
þetta íslenzka sálarmein. Sókrates
hefði a.m.k. ekki talið það til dyggða.
Hann taldi dyggðina gagnlega af því
hún gerði okkur góða. En meðan
samræðulist okkar er með þeim hætti
sem raun ber vitni og orðnotkun í
hversdagslegu tali bæði slöpp og óná-
kvæm er ekki við góðu að búast.
„Það er ekki aðeins óhæfa í sjálfu
sér að orða hugsanir illa, heldur er
það skaðvænlegt fyrir sálina," hefur
Platón eftir Sókratesi í Faídón.
M.
(meira næsta sunnudag)
HELGI
spjall
REYKJAVÍKURBRÉF
Laugardagur 18. febrúar
Aallmörgum undanfom-
um árum hefur bylgja
sameiningar og sam-
runa fyrirtækja gengið
yfír viðskiptalífíð á
Vesturlöndum. Fyrir-
tæki hafa sameinazt
eða keypt upp önnur fyrirtæki í sömu grein
eða allt öðrum greinum og til hafa orðið
miklar fyrirtækjasamsteypur. Þessi þróun
hefur einkennt bandarískt viðskiptalíf í
fíöldamörg ár en nú gætir hennar í vax-
andi mæli í Evrópu. Þar búa fyrirtækin
sig nú undir samkeppni á margfalt stærri
markaði og telja að forsenda þess, að þau
standi sig í þeirri samkeppni, verði stærri
einingar.
Skiptar skoðanir hafa verið um þessa
þróun. í Bandaríkjunum hafa verið uppi
þau sjónarmið, að öll orka forystumanna
í viðskiptalífí fari í sameiningu og samruna
fyrirtækja og síðan sundurlimun þeirra
vegna þess, að algengt er, að sameinað
fyrirtæki selji eignir eða jafnvel hluta at-
vinnurekstrar. Á sama tíma vanræki þess-
ir sömu forystumenn nýsköpun í atvinnu-
lífínu og þess vegna stuðli þessi þróun,
þegar til lengri tíma er litið, að stöðnun
og afturför.
Þar í landi hefur það einnig færzt í
vöxt, að risafyrirtæki eru keypt með því
að kaupendur stofni til gífurlegra skulda
en hafí yfír litlu eigin fé að ráða og síðan
séu skuldir borgaðar með því að selja eign-
ir eða hluta af viðkomandi atvinnurekstri
en að öðru leyti með tekjum af rekstrin-
um, eftir að hann er kominn í hendur
kaupenda. Eru margir þeirrar skoðunar,
að það sé ekki hollt fyrir bandarískt efna-
hagslíf, að fyrirtækin verði skuldum vafín.
Þær raddir heyrast einnig, að þegar
kemur fram á næsta áratug muni þessar
fyrirtækjasamsteypur hrynja hver á fætur
annarri, ekki sízt þær, sem hafa orðið til
í fjölmiðlaheiminum, vegna þess, að fyrir-
tækin standi ekki undir þeim milljarða-
skuldum, sem til hafí verið stofnað til þess
að koma þeim á fót.
Nú sjást ýmis merki um, að þessi þróun
hafí náð hingað til lands. Það verður nú
æ algengara í íslenzku viðskiptalífí, að
fyrirtæki sameinist. Þannig er nú að verða
meiriháttar uppstokkun á tryggingasvið-
inu. Sjóvátryggingafélag íslands og Al-
mennar tryggingar hafa sameinazt í nýtt,
stórt tryggingafélag, sem þegar hefur tek-
ið til starfa. Brunabótafélag íslands og
Samvinnutryggingar hafa tilkynnt, að
þessi fyrirtæki muni sameinast um rekstur
nýs, öflugs tryggingafélags. Þá hefur ver-
ið skýrt frá sameiningu tveggja stórra bíla-
umboða, Sveins Egilssonar hf. og Bíla-
borgar.
Rökin fyrir slíkri sameiningu eru marg-
■ vísleg. í fýrsta lagi verða til öflugri fyrir-
tæki. íslenzkt viðskiptalíf þarf á því að
halda. í annan stað verður reksturinn hag-
kvæmari. Hægt er að reka umfangsmeiri
starfsemi með hlutfallslega færra starfs-
fólki í hlutfallslega minna húsnæði. Með
þessu móti á að vera von um meiri hagnað
af rekstri fyrirtækjanna. í þriðja lagi geta
fyrirtækin selt hluta eigna sinna og þar
með bætt fjárhagsstöðu sína.
Ástæða er til að fagna þessari þróun.
Atvinnulíf okkar þarf á því að halda, að
fyrirtækin verði öflugri til þess að þau
geti þjónað ört vaxandi samfélagi. Vissu-
lega fylgja sameiningu fyrirtækja margvís-
leg óþægindi, ekki sizt fyrrir starfsfólk, sem
í sumum tilvikum missir atvinnu. Þessi
óþægindi eru óhjákvæmilegur fylgifiskur
umbrota í atvinnulífínu.
Mikil umskipti hafa orðið hjá bifreiða-
umboðum á síðustu árum og segja má,
að tryggingasviðið sé að gjörbreytast, eins
og áður segir. Hins vegar vekur það at-
hygli, að enn hefur engin hreyfíng komist
á sameiningu viðskiptabanka. Er þó aug-
Ijóst, að þar er hægt að koma við mikilli
hagræðingu í rekstri. Væntanlega kemur
að því fyrr en síðar, að um sameiningu
banka verður að ræða. Einkabankamir eru
líklegri til þess að hafa forystu um það
en ríkisbankamir. Ástæðan fyrir því er
tvíþætt: þeir em allir svo litlir, að þeir fínna
nú þegar þörfina fyrir stærri einingar til
þess að geta þjónað viðskiptavinum sínum
betur. Jafnframt eiga þeir auðveldara með
að taka ákvarðanir en ríkisbankamir, þar
sem margvísleg stjómmálaleg sjónarmið
koma við sögu. Það er orðið tímabært, að
Iðnaðarbankinn og Verzlunarbankinn taki
af skarið.
HAGRÆÐING í
fyrirtækj arekstri
verður þó ekki ein-
ungis með samein-
ingu fyrirtækja um þessar mundir. Óhætt
er að fullyrða, að nú stendur yfír geysimik-
ið átak í atvinnulífinu til þess að koma á
aukinni hagræðingu í rekstri. Segja má,
að fyrirtæki um allt land séu í trimmi.
Ástæðan er einföld. Á nánast öllum sviðum
atvinnu- og viðskiptalífs er um verulegan
samdrátt að ræða. Fyrirtækin geta ekki
mætt þessu öðm vísi en með verulegum
spamaði og hagræðingu í rekstri.
Fjölmörg fyrirtæki tóku ákvörðun um
það fyrir nokkrum mánuðum að setja á
ráðningastopp, þ.e. að ráða ekkert nýtt
fólk í stað þeirra, sem hætta. í reynd hef-
ur þessi ákvörðun þýtt umtalsverða fækk-
un í starfsmannafjölda margra fyrirtækja.
Þá er algengt, að eftirvinna hafí ýmist
verið afnumin eða takmörkuð mjög. Enn-
fremur hefur ferðakostnaður og margvís-
leg risna verið skorin niður í fyrirtækjum
og í sumum tilvikum hafa eignir verið
seldar.
Samdráttarskeið á borð við það, sem
nú stendur yfír, er á margan hátt hag-
kvæmt fyrir atvinnureksturinn í landinu
vegna þess, að hann neyðist til þess að
auka spamað. í góðæri gæta menn ekki
að sér, en þegar harðnar á dalnum breyt-
ist viðhorf fólks. Óhætt er að fullyrða, að
starfsfólk fyrirtækjanna tekur slíkum
spamaðaraðgerðum yfírleitt vel. Fólk ger-
ir sér grein fyrir því, að niðurskurður á
kostnaði er nauðsynlegur til þess, að sem
flestir haldi vinnu sinni. Þá kemur líka í
ljós, að ýmiss konar útgjöld, sem áður
voru talin nauðsynleg og' óhjákvæmileg
em ekki endilega nauðsynleg. Þess vegna
er það á margan hátt hollt og heilbrigt
fyrir atvinnureksturinn að ganga í gegnum
samdráttarskeið af þessu tagi.
En um leið og einkafyrirtækin grípa til
margvíslegra spamaðaraðgerða ætlast
þau og starfsfólk þeirra til að hið sama
sé gert hjá ríkinu og opinberum fyrirtækj-
um. Ólafur Ragnar Grímsson, fjármálaráð-
herra, gerir nú augljóslega tilraun til þess
að koma á spamaði hjá ríkinu. Það verður
fróðiegt að sjá, hvem árangur hún ber.
Áætlanagerð í fjármálaráðuneyti á síðasta
ári um afkomu ríkissjóðs bendir ekki til
þess, að ríkisbókhaldið sé öflugt stjóm-
tæki. Gamlir ríkisreikningar, sem Alþingi
er að afgreiða nú, benda heldur ekki til
þess, að tölvukerfi hins opinbera sé mjög
árangursríkt. Til þess að skera niður kostn-
að verða forráðamenn ráðuneyta og ríkis-
stofnana að vita hvað þeir eru að gera og
hvar kostnaðurinn liggur. Fyrri reynsla
af spamaðarherferð hjá hinu opinbera
bendir ekki til þess, að ástæða sé til að
búast við miklu. Engu að síður er rétt að
meta viðleitni fjármálaráðherra með já-
kvæðu hugarfari.
í desember tilkynnti Iðnaðarbanki ís-
lands miklar spamaðarráðstafanir í sínum
rekstri. Ekki hefur heyrzt um sams konar
aðgerðir hjá ríkisbönkum og Seðlabanka.
Að vísu hefur Landsbanki íslands til-
kynnt, að erlent ráðgjafafyrirtæki verði
til aðstoðar um endurskipulagningu á
rekstri bankans. Þrátt fyrir það beinast
spjótin nú mjög að bankakerfinu, sem
margir telja alltof dýrt í rekstri.
Fyrirtæki
trimma
Frá ísaflarðarhöfn.
Morgunblaðið/Gisli Úlfarsson
Hagræðing’ í
útgerð og
fískvinnslu
AUGLJÓST ER,
að mikið átak
stendur nú yfír hjá
útgerðarfyrirtækj-
um og fískvinnslu-
fyrirtælgum til þess
að ná fram aukinni hagræðingu í rekstri.
Þannig tilkynnti Grandi hf. fyrir skömmu,
að fyrirtækið myndi leggja einum togara
sinna og færa kvóta hans yfír á þá, sem
eftir yrðu í rekstri til þess að ná fram
spamaði og hagkvæmari rekstri. Önnur
útgerðarfyrirtæki á landinu hafa ýmist
tekið ákvörðun um hið sama eða hafa
uppi svipuð áform.
Hið sama má segja um fískvinnsluna.
Sameining og samruni frystihúsa og ann-
arra fískverkunarstöðva er smátt og smátt
að breiðast út. Menn sjá augljósa hag-
kvæmni í því að nýta eitt hús og tæki
þess til þess að vinna margfalt meiri afla,
þar sem þess er kostur. Nýleg sameining
frystihúsa á Ólafsfírði er dæmi um þessa
þróun.
Höfundur Reykjavíkurbréfs spurði út-
gerðarmann fyrir skömmu, hvaða áhrif
það myndi hafa á rekstur hans, ef íslenzka
ríkið tæki ákvörðun um að verja 5-10
milljörðum króna í að kaupa upp þriðjung
af fískiskipaflota landsmanna og selja þau
skip úr landi eða taka þau úr umferð með
öðrum hætti og færa kvóta þeirra yfír á
þau skip, sem eftir væru. Útgerðarmaður-
inn var spurður, hvort sá hallarekstur fiski-
skipa, sem forsætisráðherra skýrði frá á
Alþingi fyrir skömmu, myndi þurrkast út
og jafnvel breytast í hagnað, ef þetta yrði
gert. En eins og kunnugt er hefur sú skoð-
un verið útbreidd í landinu, að ekki væri
hægt að koma rekstri fískiskipanna á rétt-
an kjöl nema með gengisbreytingu.
Þessi útgerðarmaður svaraði spuming-
unum á þann veg, að slíkar aðgerðir m}mdu
að öllum líkindum leiða til þess, að físki-
skipaflotinn yrði rekinn með hagnaði.
Hann benti hins vegar á, að hægara væri
um að tala en í að komast. Þegar að því
kæmi að taka ákvörðun um hvaða skip
yrðu tekin úr rekstri yrði þrautin þjmgri.
Þar væri ekki einungis um skipin sjálf að
ræða, heldur einnig byggðasjónarmið.
Dæmi um þau sjónarmið er sú andstaða,
sem nú er komin upp á Þórshöfn gegn
sölu fískiskips af staðnum.
Auðvitað er ljóst, að byggðasjónarmið
vega hér þungt. Það yrði ekki auðvelt
verk að taka ákvörðun um að taka físki-
skip úr rekstri á fjölmörgum stöðum á
landinu. En það er líka umhugsunarefni
fyrir þjóðina, hvort við erum að fella geng-
ið aftur og aftur til þess að halda físki-
skipaflota gangandi, sem hefur ekki næg
verkefni. í því felst meiri kjararýmun en
í einhvers konar uppstokkun á iands-
byggðinni, sem stefndi að því að skapa
útgerðinni traustari rekstrargrundvöll til
frambúðar. Ef hægt er að tryggja hagpiað
í rekstri fískiskipa og fiskverkunarstöðva
án gengisbreytinga er ábyrgð þeirra
manna mikil, sem standa gegn slíkum
breytingum og framförum.
En hvað sem vandamálum sjávarútvegs-
ins líður sérstaklega er ástæða til að fagna
þeim umbrotum, sem nú standa yfír í at-
hafnalífi þjóðarinnar. Spamaðaraðgerðir í
rekstri fýrirtækjanna eiga eftir að skila
sér í öflugri fjárhagsstöðu þeirra. Samein-
ing fyrirtækja stuðlar að nýsköpun í at-
vinnulífí okkar.
í ÞESSU SAM-
Sampininff bandi er Þó ástæða
öameinmg til að á vissar
— einokun hættur, sem fylgja
sameiningarþróun í viðskiptalífinu. Þær
em hér í okkar fámenna þjóðfélagi fyrst
og fremst fólgnar í því, að eitt fyrirtæki
eða samsteypa fyrirtækja undir stjóm
fárra einstaklinga, verði allsráðandi á
ákveðnum sviðum atvinnulífsins. Slík sam-
þjöppun valds í viðskiptalífínu myndi draga
úr samkeppni og verða þess valdandi, að
neytendur bæru skarðan hlut frá borði.
Það er höfuðnauðsyn, að menn átti sig á
því, að íslenzkt þjóðfélag þolir ekki mjmd-
un auðhringa, sem ná einokun á ákveðnum
sviðum. -
í mörg ár höfðu menn þungar áhyggjur
af því, - að Samband ísl. samvinnufélaga
væri að þróast í slíkan auðhring. Sú hætta
virðist liðin hjá í bili a.m.k. vegna þess,
að fjárhagsstaða Sambandsins og kaup-
félaganna er orðin mjög veik. En sennilega
verður alltaf tilhneiging til þess hjá fyrir-
tækjum, sem ná ákveðinni stærð að leggja
meira undir sig, ef hyggindi forystumanna
þeirra em ekki þeim mun meiri.
Niðurstaða þessara hugleiðinga er því
sú, að sameining fyrirtækja sé jákvæð, ef
hún leiðir ekki til einokunar. í þeim vest-
rænu ríkjum, þar sem athafnafrelsið er
mest em strangar reglur til þess að koma
i veg fyrir einokun og tryggja samkeppni.
Það á einnig að vera hér.
„Það verður nú æ
algengara í
íslenzku við-
skiptalífi, að fyr-
irtæki sameinist.
Þannig er nú að
verða meiriháttar
uppstokkun á
tryggingas viðinu.
Sjóvátrygginga-
félag Islands og
Almennar trygg-
ingar hafa sam-
einazt í nýtt, stórt
tryggingafélag,
sem þegar hefur
tekið til starfa.
Brunabótafélag
Islands og Sam-
vinnutryggingar
hafa tilkynnt, að
þessi fyrirtæki
muni sameinast
um rekstur nýs,
öflugs trygginga-
félags.