Morgunblaðið - 19.02.1989, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 19.02.1989, Blaðsíða 21
9391 HAÚaSíTí .91 HUDACIUW.Ua R/iMiqnAVGAwiHVoyoflav OKJAJaVIUOHOM os ATVINNU RAÐ- OG SMÁAUGLÝSINGAR A7VINNUAUGLÝSINGAR Framkvæmdastjóri á Hjaltlandi Shetland Seafood Quality Control auglýsir eftir fram- kvæmdastjóra til að hafa yfirumsjón með nýrri rannsóknarað- stöðu. Um er að ræða gerlarannsóknarstofu og aðstöðu til efnagreininga á físki. Umsækjanda er einnig ætlað að sjá um að viðhalda því eftirliti sem haft er með laxi og fiskafurð- um, sér í lagi ræktuðum laxi frá Hjaltlandi. Hann-þarf að geta leiðbeint fiskframleiðendum í gæða- og hreinlætismálum og vera fær um að starfa sjálfstætt. Starfið er sagt henta vel matvælafræðingi eða manni með hliðstæða menntun. Nauðsynlegt er að umsækjandi hafí starfað við fiskvinnslu og hafi á henni greinargóða þekkingu. Húsnæði er í boði gegn vægri leigu og svo og afnot af bifreið. Þá segir að framfærslukostnaður sé u.þ.b. 30% lægri en á íslandi og skattar lágir. Laun verða 20 þúsund sterlingspund. Hlutverk í „Englakroppum“ Sjónvarpið auglýsir eftir tveimur strákum til þess að fara með hlutverk engla í sjónvarpsmyndinni „Englakroppar". Talið er æskilegt að þeir séu feitlagnir með búttaðar kinn- ar. JJmsækjendur þurfa að senda upplýsingar með nafni, heimilisfangi og aldri ásamt ljósmynd á afgreiðslu sjón- varpsins. Siglufiörður: Uppihald hjá Sigló Siglufirði. Á ATVINNULEYSISSKRÁ er 51, mest fólk sem bíður efltir vinnu lyá Sigló hf. Uppihald hefur verið lyá Sigló síðan fyrir jól, en vonir standa til þess að vinnsla hefjist aftur í lok mánaðarins. Nokkrir sjómenn eru einnig skráðið atvinnulausir en bát- amir hafa ekkert getað farið á sjó vegna ótíðar. Smábátamir eru hætt- ir á línu. Illa gengur á netunum og þeir sem em með rauðmaganet hafa ekkert fengið. Frysting og saltfískvinnsla er í gangi hjá Þormóði ramma. Mest af hráefninu kemur af Stálvíkinni. Sigluvíkip hefur verið biluð og illa gengur hjá Stapavíkinni. Matthías Grindavík: Framkvæmdaslj ór i hjá KR Knattspyrnudeild KR óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra til að annast daglegan rekstur deildarinnar, skipuleggja fjár- öflun, sjá um framkvæmd kappleikja og námskeiða o. fl. Hjúkrunarfræðingar óskast Borgarspítalinn auglýsir eftir hjúkrunarfræðingum á ýmsar deildir. Áhugasama hjúkrunarfræðinga vantar til þess að taka þátt í uppbyggingarstarfi og skipulagsbreytingum hjúk- mnarþjónustu slysa- og sjúkravaktar (slysadeild). Staða aðstoðardeildarstjóra á sótthreinsunardeild er laus til um- sóknar. Þá er laus staða aðstoðardeildarstjóra á sviði háls-, nef-, og eyrnaskurðlækninga. Loks em auglýstar tvær stöð- ur hjúkrunarfræðinga á Endurhæfingar- og taugadeild (Grensásdeild). RAÐAUGLÝSINGAR Stj ómmálask óli Námskeið á vegum Stjórnmálaskóla Sjálfstæðisfiokksins verða haldin 21. febrúar til 4. mars nk. Þau standa frá kl. 17.30-22.30 mánud. - föstud. og helgidaga frá kl. 10.00- 17.00. í fyrirlestmm verður m.a. fjallað um ræðumennsku, fjölmiðla, skipulag og starfshætti Sjálfstæðisflokksins, stjórn- skipan og stjómsýslu, efnahagsmál og menningarmál. Efnt verður til sérstakrar kynningar á RÚV, Alþingi og borgar- stjórn. SMÁAUGLÝSINGAR Sunnudagsferðir Útivist gengst fyrir tveimur ferðum í dag. Ný og skemmti- leg skíðagönguleið verður farin en hún liggur frá Rauðuhjúk- um meðfram Sandfelli og inn í Heiðmörk. Brottför er kl. 13.00. Þá verður farin ferð að Fossvallaklifí og Selfjalli. Verður litið inn í Botnahelli en um hann er til útlegumannasa- ga. Fargjald í báðar ferðirnar er kr. 600.- Sérleyfíshafar: Hörð samkeppni við einkabílinn Farþegum hefur fækkað um 27-30% ferðinni fyrir póstþjónustuna. Hins vegar sagði Gunnar að sérleyfis- hafarnir hefðu verið tilbúnir að flýta sínum ferðum um því sem næmi að póstbíllinn færi, en það hefði ekki verið þegið. Sama væri með póstþjónustuna á Suðumesjum, þessari leið væri vel sinnt af sérleyf- ishöfum, en Póstur og sími færa þar einnig á eigin bílum. Þá sagði hann, að fargjöld hefðu ekki fylgt verðlagi annarrar þjón- ustu í landinu. Til samanburðar mætti nefna, að lengi vel kostaði ferð frá Reykjavík til Selfoss svipað og klipping. Nú kosti 265 krónur að fara til Selfoss, en klipping kosti nærri þrisvar sinnum meira. „Stefnt hefur verið að því að kaupa minni bíla, 14—18 manna, því þeir eru mun hagkvæmari rekstrarlega séð. Einnig hefur verið farið í vaxandi mæli út í að kaupa svokallaða hálfkassabíla, þar sem eru sæti fyrir örfáa farþega, en einnig geymslurými fyrir pakka- fiutninga. Þá eru flestir sammála um að alltof mörg leyfi hafa verið gefin út á síðastliðnum ámm. Fyrir um 10 árum vora 80 bílar í sérleyfis- akstri, en nú era þeir 240. Engar reglur hafa gilt um fjölda sérleyfis- hafa eins og er t.d. í leigubíla- akstri.“ FARÞEGUM á sérleyfisleiðum utan höfuð- borgarsvæðisins hefiir fækkað um 27—30% frá árinu 1983. Mest varð fækkunin á árinu 1988 eða 15%. Voru farþegar um 500 þús- und þegar mest var, en aðeins 385 þúsund á nýliðnu ári. Á sama 5 ára tímabili fjölg- aði erlendum ferðamönnum hér um 50%. Hefur §öldi útlendinga í áætlunarferðum aukist, sem þýðir að Islendingum hefur fækkað því mun meir, að sögn Gunnars Sveinssonar, fi-amkvæmdastjóra Bifreiða- stöðvar Islands. Á aðalfundi BSÍ og Félags sérleyfishafa, sem haldinn var skömmu fyr- ir jól voru menn uggandi vegna þessara upplýsinga og urðu sammála að leita ráða til lausnar vandans. Gunnar sagði að erfiðleikana mætti rekja til ýmissa atriða, auglýsa þyrfti meira innanlands, t.d. hvernig mætti nota hringmiða og tímamiða. Verð þessara miða væri hagkvæmt og gæfi ferða- mönnum mikla möguleika. Það þyrfti í raun að kenna íslendingum að nota þessa miða. Þá sagði hann að Póstur og sími leitaði ekki nægi- lega til sérleyfishafa með póstþjón- ustuna. Fyrir a.m.k. tveimur áram hefði Póstur og sími hafið akstur á leiðinni Reykjavík-Vík í Mýrdal- Reykjavík. Þeir hefðu haft uppi athugasemdir um að sérleyfishaf- arnir væra ekki nógu snemma á Eindæma gæftaleysi Grindavík. GÆFTALEYSI hefur verið með eindæmum í Grindavík það sem af er vetrarvertíð og muna menn vart annað eins í langan tíma. Grindvíkingar hafa ekki farið varhluta af því veðri sem geng- ið hefur yfir landið undanfarinn mánuð. Afli hefur verið í meðallagi góður. 920 tonn fengust í 100 róð- rum á móti 1.240 tonnum í 257 róð- rum í janúar fyrir ári. Einu sinni frá áramótum hafa allir bátar verið á sjó í einu og komu 12 línubátar með afla að landi auk 9 netabáta. - FÓ Hrunamannahreppur: Mikil vinna á Flúðum Syðra Langiiolti. SEGJA má að atvinnuástand sé allgott hér í sveit, ef miðað er við árstíma. Hjá vinnuvélum Úlfars Harðarsonar og Hjúp hf. á Flúð- um, starfa um 20 manns, en þessi fyrirtæki hafa samstarf. Þar er m.a. unnið að framleiðslu á hita- veiturörum og lagningu þeirra. Oðinn Sigurgeirsson, framleiðslu- stjóri í Límtrésverksmiðjunni, sagði að þeir finndu ekki mikið fyrir samdrætti og þar hefði ekki þurft að segja mönnum upp vinnu. Nú vinna þar 18 manns og er alltaf unnið á vöktum. Útlit er sæmilegt með verkefni. - Sig. Sigm.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.