Morgunblaðið - 19.02.1989, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.02.1989, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ VEROLD/HLAÐVARPINN SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1989 Er Danskurinn þynnri en fölk er flest? Krístín, Hinrík, Karl, María, Emil og Jón sitja hlið við hlið kríngum krínglótt borð. Karl situr hægra megin við Maríu, sem hefur Kristínu sér á vinstri hönd. Hinrik situr hægra megin við Emil, sem hefur Karl sér á vinstri hönd. Spurningin: Hver situr hægra megin við Jón. Þeir sem sækja um embætti hjá stonunum Efnahagsbandalags Evrópu eru látnir gangast undir margvísleg próf, sem eiga meðal annars að mæla greind og almenna þekkingu viðkomandi. Eitt þeirra felst í að svara 45 spumingum af ofangreindu tagi í 30 mínútur. Það mælir rökhugsun í tímaþröng. Annað er fréttagetraun, sem mælir hversu vel umsækjandi fylg- ist með gangi heimsmálanna. Og svo framvegis ... Danir falla unnvörpum á þessum prófum. Af 125 umsækjendum á síðasta ári komust aðeins Qórir skammlaust í gegnum þau. Hvað veldur? Dorrit Knudsen, lögfræðingur hjá Evrópuráðinu, segir um landa sína, að oft sé einsog af þeim dragi eftir að akademísku námi lýkur, og að þeir þoli hreinlega ekki leng- ur að gangast undir ströng próf. Niels Amfred, sem hefur umsjón með endurmenntunamámskeiðum dönsku lögfræði- og hagfræðisam- takanna, segir skýringuna liggja í því að Danir séu ekki vanir erfiðum prófum. „í landi Gmndtvigs hefur lengi verið unnið markvisst að því að draga úr spennu í prófum" segir hann. „Próffyrirkomulag Efna- hagsbandalagsins byggir hinsveg- ar á rómanskri hefð, sem er miklu kröfuharðari og formlegri og skýt- ur óvönum skelk í bringu." Niels Amfred skipuleggur nú námskeið sem eiga að búa umsækj- endum um störf hjá EB undir að þreyta hin ströngu próf. „Það er vissulega erfítt að kenna fólki að hafa almenna þekkingu, en það er hægt að setja það í svip- aðar aðstæður og bíða þeirra í próf- unum í Bmssel, svo það geti hagað undirbúningnum í samræmi við það,“ segir Arnfred og bætir við, að þeir Danir sem á annað borð starfa hjá EB standi sig mjög vel. Þeir bæti upp þekkingarleysið með hæfíleikanum tii að vinna mark- visst. Rétt er að geta þess að það em ekki aðeins Danir sem eiga í erfíð- leikum með að standast umrædd próf. Fallprósentan hjá Þjóðveijum og Bretum er líka há. Hinsvegar fljúga Frakkar og Belgar í gegn, enda búa þeir við rómanska skóla- hefð... Skautað á vötnum lótusblóma Það er eitthvað voldugt við árstíðaskiptin í Peking. í júlí nær hitinn hámarki — fer upp í 40°C. Síðan byijar að kólna; dag frá degi fínnur maður þó engan mun, en annað slagið fínnur maður veturinn gera boð á undan sér: laufblöð gulna, kínakálið verður fullsprottið, o.s.frv. Einn dag áttar maður sig svo á því að veturinn hefur náð völdum. Trén, sem maður hélt að héldu laufí sínu allt áríð, standa nakin. Fallegu lótusblómavötnin, þar sem gamlir karlar voru vanir að dorga, eru orðin að skautasvellum. Þar sem áður heyrðist ómur skordýra liggur fallinn snjór. Og þrátt fyrir að fólkið á götunum sé klætt þykkum flíkum hniprar það sig saman og er stirt í hreyfingum. En fljótlega byijar svo að hlýna aftur. Jólin eru að verða vinsæl Jólin eru að verða vinsæl í Kína. í desember þrömmuðu 456 amerískir jólasveinar um götur Pek- ing og óskuðu kínverskum börnum gleðilegra jóla. Margar verslanir settu upp jólaljós og buðu margskon- ar jólavaming til sölu; og sumstaðar mátti meira að segja verða sér úti um lúxusvaming eins og kalkúna, ferskt grænmeti og jólakökur. Á kaffíhúsum hótelanna var svo hægt að hvfla sig eftir slarkið í jólaösinni — setjast niður við hliðina á fallega skreyttu jólatré, drekka kaffí og hlusta á jólatónlist. En þrátt fyrir þetta eru austræn jól aðeins svipur hjá sjón borið saman við allt tilstandið á Islandi. Kristnir menn í Kína teljast nefnilega aðeins vera um þijár milljónir — eða um 0,3% af þjóðinni. Hinn almenni Kínveiji, sem á annað borð heldur upp á jólin, lætur sér yfirleitt nægja að senda kunningjum jólakort. Á aðfangadagskvöld var messað í dóm- kirkjum Peking fyrir kaþólska, en vegna þrengsla fengu þeir ekki að- gang sem aðeins mættu sakir for- vitni. Árið 1988 Samkvæmt útreikningum kínver- skra spekinga hefst nýtt ár ekki fyrr en í febrúar, og að sjálfsögðu er beðið með nýársfagnaðinn þangað til. Eitt merkilegt tilheyrir þó vest- rænu áramótunum í Kína — saman- tekt íjölmiðla á helstu fréttum liðins árs. Eftir þessari samantekt að dæma virðast Kínveijar líta á árið 1988 sem nokkuð gott ár: Ennþá slaknaði á spennu þjóða í millum; og telja Kínveijar sig eiga þar ekki lítinn hlut að máli, þar sem þeir hafí ákveð- ið að taka upp vinsamleg samskipti bæði við Indveija og Sovétmenn. Sumir telja sig sjá að það komi stöðugt betur í ljós að gömlu efna- hagsveldin neyðast til að rýmka til fyrir öðrum þjóðum á sviði viðskipta og að framundan sé meiri samkeppni um markaði en áður, og þar af leið- andi möguleika fyrir Kína að öðlast sess í hinu alþjóðlega efnahagslífí. Um leið benda þeir á fund miðstjóm- ar Kínverska kommúnistaflokksins í haust þar sem ákveðið var að grípa til víðtækra ráðstafana til að kæla niður yfirhitað efnahagslífíð — en samt ekki snúa baki við umbótastefn- unni, heldur aðeins beina henni inn á markvissari brautir. Dökka hlið hins liðna árs voru hinar tíðu náttúruhamfarir sem gengu yfir heiminn með hörmulegum afleiðingum. Máttu Kínveijar bæði þola þurrka og uppskerubresti, og einnig mannskæða jarðskjálfta í Suð- vestur-Kína. Það er ljóst að spumingunni um það hvort Kínveijar muni hagnast á hagstæðum breytingum í heimsmál- unum muni þeir að miklu leyti svara sjálfír með aðferðum sínum næstu ár. HÚSGAH6AR Okkar á tnilli ... I HELDUR óskemmtileg sjón beið lögreglunnar i franska bæn- um Bourges þegar hún fór inn í íbúð sem enginn hafði gengið um lengi um miðjan janúar. Þar lágu beinagrindur löngu látinna hjóna. Maðurinn lést fyrir fjórum árum og konan dó fyrír að minnsta kosti árí. Nágrannarnir höfðu ekki orðið varír við neitt. Þeir héldu að maðurínn væri sestur í helgan stein við Miðjarð- arhafíð og konan flutt til ætt- ingja. - AB. ■ MILLI80 og 90 manns drukknuðu fyrír utan Rio de Jan- eiro á gamlárskvöld án þess að fólk á bátum allt í kríng léti það spilla fyrir sér nyársgleðinni. 153 farþegar lögðu upp í stutta sigl- ing^u á “Bateau Mouche IV“, sem var aðeins ætlaður fyrir 20 far- þega, eftir að hafnareftirlits- manni var mútað með 120 dollur- um (um 5.700 ísl. kr.). Bátnum hvolfdi og fólk á næstu bátum geríði lítið til að bjarga farþegun- um frá drukknun. Sundkunnátta þykir óþarfa áreynsla og er óalgeng í Brasilíu. Flugsyndir útlendingar hafa því lent í því að vera „bjargað" af björgunarsveitum þegar þeir synda úti fyrir ströndunum í mesta sakleysi. En þessar sveitir voru víðsQarri á nýársnótt og Skandinavarnir minnast þess mað hryllingi hvernig fílefldir karlmenn ýttu konum og börnum frá svo að þeim yrði sjálfum bjargað af þeim örfáu sem réttu hjálparhönd. - AB. ■ SKOÐANAKANNANIRí Austur-Þýskalandi og Bretlandi sýna að konur eru litlu skárri en karlar hvað framhjátöku varðar. Þriðjungur austur- þýskra eiginmanna hefur haldið fram hjá konum sínuni og hlut- fall ótrúrra eiginkvenna er næst- um því jafíi hátt. Fyrir 20 árum leituðu helmingi fleiri karlar en konur á önnur mið. Nú kemur framhjátaka einhvern tíma fyrir í öðru hveiju austur-þýsku lyóna- bandi. Fjórða hver eiginkona í Bret- landi segist hafa haldið fram hjá manni sínum. Jafíimargir breskir eiginmenn viðurkenna að hafa verið ótrúir í hjónabandinu. Sam- viskubit nagar þá en lætur konur yfirleitt í friði. - AB. Á toppnum með tárin í augunum Eins og flestir liklega muna sýndi Gallup-könnun fyrir nokkrum árum fram á að íslendingar væru hamingjusamastir allra þjóða. Óhamingjusamasta þjóð í heimi, samkvæmt Gallup-könnuninni, eru hins vegar Vestur-Þjóðveijar. Einungis 10% Vestur-Þjóðveijasáu ástæðu til þess að svara spurningunni: „Ert þú hamingjusamur" játandi. Þessi lága tala er ekki síst athyglisverð er hún er borín saman við útkomu annarra þjóða. 21% svertingja í suður-afrískum fátækrahverfum telja sig hamingjusama, 35% Mexíkana og 40% íbúa írska lýðveldisins, sem er næstfátækasta ríki Evrópubandalagsins. Einungis Portúgalar eru verr settir. Vestur-Þjóðverjar, ein ríkasta þjóð heims, er hins vegar einhverra hluta vegna sú óhamingjusamasta. Frá Steingrími Sigurgeirssyni í TREt LL^J En hvemig stendur eiginlega á þessu? Vestur-Þjóðveijar þekkja ekki lengur nema af afspum hluti á borð við „viðskiptahalla", „óhagstæða gengisþróun", „verð- bólgu“ eða „verðfall á erlendum mörkuðum“. Engin þjóð flytur út meira en Vestur-Þjóðveijar. Allir kaupa vestur-þýskar vömr og við- skiptajöfnuður þeirra er jákvæður um 2.500 milljónir marka á viku- grundvelli. japanir sem áður vom heimsmeistarar í útflutningi em nú töluvert á eftir Vestur-Þjóðveijum. Þýski efnaiðnaðurinn er sá fremsti í heimi og fyrirtækin BASF, Bayer og Hoechst, sem em með forystu á heimsmarkaði, flytja árlega út fyrir 80 milljarða marka. Þriðja hver vél sem gangsett er í heiminum er þýsk og vestur-þýski bílaiðnaður- inn er búinn að skjóta hinum jap- anska ref fyrir rass. Ekkert virðist geta stöðvað vestur-þýska útflutn- ingsiðnaðinn, ekki einu sinni sú staðreynd að vestur-þýska markið hefur hækkað um 42% gagnvart Bandaríkjadollar að undanförnu. Vestur-Þjóðveijar óttast heldur ekki innri markað Evrópubanda- Iagsins 1992, þvert á móti, hann á væntanlega einungis eftir að þýða aukin viðskipti. Nú þegar fara 12% útflutnings Vestur-Þýskalands yfír landamærin til Frakklands. Frakk- ar flytja einungis helming þess vömmagns yfír landamærin til Vestur-Þýskalands. Samt eru Vest- ur-Þjóðveijar óhamingjusamir. Óhamingja þeirra stafar ömgg- lega ekki af því að lífsgæði í Vest- ur-Þýskalandi séu almennt verri en annars staðar á hnettinum. Síður en svo. Samkvæmt könnun á því, sem breska blaðið Times lét nýlega framkvæma í 124 Iöndum, hvar væri best að búa, þegar allt væri tekið inn í myndina, gæði hins dag- lega lífs, félagslegt öryggi, borgara- leg réttindi, umhverfismál o.fl., hafnaði Vestur-Þýskaland í öðm sæti á eftir Danmörku. Samt em Vestur-Þjóðveijaróhamingjusamir. Erich Wiedemann, blaðamaður á tímaritinu Spiegel, reynir í nýrri bók að fínna ástæður fyrir þessu skrýtna sálarástandi Vestur-Þjóð- veija. Hún nefnist Die deutschen Ángste — Ein Volk in Moll. Kemst Wiedemann að þeirri niðurstöðu að sú árátta Þjóðveija að mála ávallt skrattann á vegginn sé komin út fyrir öll skynsemismörk. Lýsingar sem oft megi heyra á ástandi sam- félagsins, náttúmnnar eða heims- ástandsins séu með þeim hætti að helst virðist sem verið sé að lýsa ástandinu á annarri plánetu. „Ég vildi sýna fram á hvemig ótti, sem í sjálfu sér á rétt á sér, varð að móðursýkiskasti þegar hann missti tengslin við raunvem- leikann,“ segir Wiedemann um bók- ina sína. Orð í tima töluð. Nú þeg- ar er „Katastrophen-Vokabular" Vestur-Þjóðveija orðið að útflutn- ingsgrein. Á Spáni er talað um „E1 Waldsterben", á Bretlandi er hug- takið „the NulIbock“ oft notað, Frakkar tala um „l’angst" og Hol- lendingar um „het bemfsverbot". Vonandi verður þróunin ekki sú að heimsendishugtok á borð við þessi taki við af t.d. Mercedes-Benz, Si- emens og Adidas sem flaggskip þýsks útflutningsiðnaðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.