Morgunblaðið - 19.02.1989, Blaðsíða 30
30
Aðríðaáhesti
eða bíl
Karlmenn og snjór virðast
fara illa saman. Margir
þessir jeppamenn telja að
besta leiðin til þess að losna
við snjóinn, sé að hefja styij-
öld.
Eins og við
sjáum svo allt
of oft virðast
karlmenn velja
ofbeldi þegar
takast á við
vandamál. Viti
sinu fjær ham-
ast þeir á tólum
sínum í snjónum og á venju-
legt fólk fótum sínum f(ör að
launa.
Það sérkennilega við þetta
bijálæði er að þeim virðist
finnast það gott að hossast i
sköflum, margsnúast á svell-
hellum og festa sig i snjósköfl-
um. Á bílum sínum flengjast
þeir stjórnlaust áfram án þess
að gefa gaum lifandi eða dauðri
fyrirstöðu. Merkilegt hvað
þessir menn ætla seint að taka
út þroska. Meðan stúlkubörn
byija snemma að leysa úr hin-
um ýmsum gátum félagslegra
tengsla í leikjum sínum með
brúðum, húsum, o.s.frv. þá
burra og frussa drengir daginn
út og inn. Það væri svo sem i
lagi en að burra og frussa á
fertugsaldri er vandamál.
Þetta atferli hefur örugglega
eitthvað að gera með þörf
þeirra til þess að sýna okkur
konunum að óttatilfinning er
kvenkyns og að þeir hræðast
fátt. Nær væri að segja að
skynsemin væri kvenkyns því
konur hafa i gegnum söguna
sýnt að litill ávinningur er í
að fórna peðum fyrir riddara.
Ekki skal ég trúa að nokkur
maður hafi gaman af því að
hálfkála sér og öðrum þó svo
hann eigi jeppa. Ef svo er væri
vert að opna meðferðarheimili
fyrir stórhættulega jeppaeig-
endur.
Það eru ekki alltaf stórir
karlar í stórum bílum því af
svona akstursmáta, eins og við
höfum séð í snjónum undan-
farið, verður enginn meiri
maður. Ef menn telja að þetta
gangi í augun á konum þá fer
því víðs fjarri. Konur hafa
nefnilega gert úttekt sín á milli
um menn á stórum bílum sem
aka eins og vitleysingar. Menn
í stórum jeppum sem ekkert
virðist vera undir, heldur eru
stangir og vírar á við og dreif
upp úr bílunum, eru ekki allir
þar sem þeir eru séðir. Og það
eitt að vera að tala í bílasíma
segir ekki mikla sögu um innri
og ytri hag þeirra. Það að hafa
aðra höndina á stýrinu gerir
þá aðeins ófærari um að
stjórna þeim hrossum sem þeir
telja sig nú ríða. Það væri nær
að þeir tækju sér til fyrirmynd-
ar heilræði stórskáldsins
Hákons Aðalsteinssonar:
Týndir og slasaðir bíða menn bana
sem bægslast á hestum um grundir og hlíð.
Ég hef fram að þessu haft fyrir vana
að horfast í augu við það sem eg ríð!
Mikið eru þeir annars
„sjarmerandi" mennirnir sem
aka um yfirvegaðir, velklæddir
með þægilega tónlist í bílunum
og hjálpa til við að losa föstu
bílana. Það skal að vísu viður-
kennt að konur eru ekki marg-
ar hverjar nógu góðir bílstjórar
en það hefur ekkert að gera
með stærilæti. En við ræðum
það mál ekki nánar í þessari
grein um karlmenn.
eftir Jónínu
Benediktsdóttur
MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1989
TÓNLIST
Perlur dægurtónlistar
undir skemmdum?
Hvað verður um gamlar upptökur af perlum dægurtónlistar? Eru
þær geymdar í skipuiögðum hirslum, merktar frá A-Ö, við góðar
aðstæður? Eða. . . Iiggja þær undir skemmdum? Er það kannski
svo að dægurflugur sem lífguðu upp tilveruna á árum áður muni
falla í fullkomna gleymsku af því að mikiivægi þess að varðveita
dægurtóniist er vanmetið? Fylgir mikill kostnaður því að endurvinna
dægurperiurnar?
Jónas R. Jónsson komst yfir nokkrar upptökur af misgömlum dægur-
perlum, lögum Elsu Sigfús, Erlu Stefánsdóttur, Hallveigar Bjamadótt-
ur, Hljóma og Hauks Morthens og vom þær endurunnar á vegum Ljósvak-
ans. Hvað segir hann um ástand
gamalla upptaka?
„Það er til talsvert af gömlum
upptökum af dægurtónlist meðal
annars frá ámnum 1950-1960 og
mikið af þeim liggur undir
skemmdum. Það var hrein tilviljun
að þessar upptökur fundust, þær
lágu innan um gamalt rusl og
vom svo illa famar að til dæmis
þurfti að handspóla þær áður en
þær voru settar yfir á stafræna
tækni. Það er nóg af efni, svo sem
Drangeyjarsafnið svokallaða, en
Drangey var langstærsti útgef-
andinn á þessum ámm. Þetta safn
er auðvitað hluti af okkar tónlist-
arsögu. Á þessum tíma vom
haldnar margar dægurlagakeppn-
ir o g lögin mörg sem gaman væri
aðtónjafnaáný, en. . .þetta
er dýrt.“
Utgáfuréttinn á Taktur og þar
varð Gunnar Hrafnsson fyrir svör-
um. Sagði hann að talsvert safn
væri til af gömlum upptökum.
Ætlunin væri að endurútgefa vin-
sæla tónlist fyrri áratuga og muni
þær upptökur sem þegar hafa
verið endumnnar og að ofan vom
nefndar verða gefnar út í nýrri
útgáfuröð sem nefnist Gullnar
glæður. Lög með Hauki Morthens
og Hljómum hafi þegar verið end-
urútgefin og væri nú verið að
vinna að útgáfu laga Vilhjálms
Vilhjálmssonar. Ennfremur væm
þeir að undirbúa útgáfu diska með
vinsælustu lögum ýmissa tíma-
bila. En kostnaðurinn við slíka
vinnu væri mikill. Hann kvað það rétt að margar merkar upptökur væm
illa farnar, engin fullkomin geymsluaðstaða hafi verið til fyrir dægurperl-
ur tónlistarsögunnar, en það stæði vonandi til bóta.
Jónas R. Jónsson lét endurvinna
á ' vegum Ljósvakans gamlar
dægurperlur íslenskrar tónlist-
arsögu.
Björn Víkingsson og Þórunn Ámadóttir ásamt litlu dótturinni Ás-
laugu Evu, sem verður 4 ára á morgun, mánudag.
BRÚÐHJÓN VIKUNNAR
Fyrstu kynnin voru ekk-
ert voðalega skemmtileg
Við vildum ekki hafa misst af þessum degi,“ sögðu þau Bjöm
Víkingsson og Þómnn Ámadóttir þegar blaðamaður Morgunblaðsins
á Akureyri heimsótti þau í vikunni. „Þetta var mjög hátíðleg stund
og litla dóttir okkar, Áslaug Eva, var brúðarmærin."
Þau giftu sig í Akureyrarkirkju það bil ár. Saman em þau að byggja
laugardaginn 28. janúar og sér heimili að Bakkasíðu 8 sem þau
héldu hátt í 70 vinum og ættingjum hyggjast leggja allan sinn frítíma í
matarveislu í Oddfellow-húsinu að á næstu mánuðum. Við kynntumst
athöfn lokinni. Hann er þijátíu ára auðvitað í Sjallanum eins og marg-
að aldri, starfar sem lögregluþjónn ir hafa eflaust gert hér á Akur-
og er lærður trésmiður. Hann er eyri,“ sagði Björn. „Fyrstu kynnin
„gamall" landsliðsmaður á skíðum vom ekkert voðalega skemmtileg.
og þjálfar nú skíðafólk á Akureyri. Ég þoldi hann eiginlega ekki. Það
Hún er 22 ára gömul og stefnir að var ekki fyrir drykkjuskap enda
því að ljúka hársnyrtinámi eftir um drekkur hann ekki og ég var líka
Veggir í her-
bergi Magn-
úsar eru þakt-
ir myndum af
goð-
inu og
svo er
víst
víðar í
barn-
a- og
ungl-
inga-
her-
bergj-
um.
Margt ungmennið hefúr hrifist
af tónlistarmanninum,
dansaranum, og
kvikmyndaleikaranum Michael
Jackson, og er æði það sem
gengur yfir annarsstaðar í
heiminum orðið landlægt.
Aðdáendum hans á barns- og
unglingsaldri fjölgar óðum og
hefiir það heyrst að á stöku stað
sé mætt með vasadiskóið í
skólann. Þá hefúr sést til snáða,
sem ekki hafa enn náð tveggja
ára aldri taka sporin af mikilli
innlifun!
Þetta æði er eins og hvert annað
saklaust æði, hjá yngri aðdá-
endum felst það meðal annars í
daglangri hlustun, (ýmist með
dreymin augu í stíl við rólegu lögin,
eða alls kyns stökkum fyrir framan
spegil) söfnun upplýsinga um goðið sem mynda og margir taka danssporin taktföstu.
Einn aðdáandi Michaels var fenginn í spjall, Magnús Ófeigur Gunnarsson, 12 ára að
aldri. Magnús hefur í tvö ár æft sporin sjálfur og jafnvel sýnt opinberlega enda dans-
ar hann af list. Hann er nú á fjölmennu námskeiði þar sem bömum er boðið upp á að
læra réttu sporin í svokölluðum Hunk- dönsum, en það eru meðal annars þær fóta-
og handahreyfingar kallaðar sem sjá má Michael iðka í kvikmynd sinni „Moonwal-
ker“. Magnús er spurður hvort hann hafi séð þá mynd og er hann fljótur til svars.
„Já, tvisvar og ég ætla aftur“. En hvað er svona heillandi við Michael? „Lögin hans
eru bara frábær og hann er svo skipulagður á tónleikum. Hann kemur fram í nýjum
búningi í hveiju lagi og það fylgja því alltaf ný spor. Hann er aldrei eins,“ segir Magnús
og má það til sanns vegar færa. Er einhver boðskapur í textum hans? „Já, stundum
er það. Hann talar um að það að ef þú vilt gera heiminn betri þá áttu að líta í kringum
þig og bæta hann sjálfur. En stundum er hann bara að rífast við einhvem, til dæmis
um stelpur." Og uppáhaldslögin? „Ætli það séu ekki „Man in the Mirror" og „Smooth
Criminal". Auðvitað langar Magnús að fara á tónleika með Michael. Svo ætlar hann
að skrifa honum einn góðan veðurdag.
MICHAEL JACKSON ÆÐI
I sporum goðsins