Morgunblaðið - 19.02.1989, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.02.1989, Blaðsíða 12
Í2 esei flAuaaa'3 .ei auoAauMMua öiöAjaviuohgm MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1989 ISUW EVROPU eftir Huga Ólafsson í árslok 1992 eiga ríkin tólf i Evrópubandalag- inu að vera orðin einn sameiginlegur markað- ur, landamæri þeirra á milli nánast þurrkuð út og f lutningar á vörum, fjármagni og vinnu- afli frjálsir og hindrunarlausir. EFTA-ríkin sex - og ísland þar á meðal - í útjaðri þessa verð- andi efnáhagsrisa eru sem óðast að búa sig undir þessar róttæku breytingar með því að aðlaga löggjöf sína og efnahagskerfi því sem gerist í EB. Það eru bæði tækifæri og hættur samfara breytingunum 1992, sem ættu að koma fáum þjóðum jafn mikið við og ís- lendingum, þar sem við erum geysilega háðir utanríkisversl- un og nærri 60% hennar eru við EB. Umræða um málið er þó aðeins nýlega haf- in fyrir alvöru hér á landi. Hún á örugg- lega eftir að eflast, enda varðar hún ekki aðeins tolla og saltfisk, heldur hvaða sess við íslendingar ætlum okkur í nýrri heims- mynd. Verður ísland orðið úthérað í öflug- asta efnahagsveldi heims skömmu eftir alda- mót? Eða býr hér þá stolt og fátæk eyþjóð sem valdi óskert sjálfstæði ofar viðskipta- hagsmunum? Eða verðum við íslendingar „heimsborgarar" við heimskautsbaug, sem getum selt vörur okkar tollf rjálst til Asíu, Ameríku og Evrópu án þess að tilheyra neinni hinna stóru ef nahagsblokka heimsbyggðar- innar? víðsflarri að bandalagsríkin væru orðinn einn markaður. Landamæra- eftirlit og mismunandi reglur og staðlar hindruðu frjálst streymi á vöru og þjónustu og Evrópulönd héldu áfram að dragast efnahags- lega aftur úr Japan og Bandaríkjun- um, sem nutu miklu stærri heima- markaðar en þau. Árið 1985 ákváðu EB-ríkin að hefja nýja sókn í sam- einingarátt og gáfu sér frest til ársloka 1992 til að rífa niður þá múra sem enn eru uppi innan bandalagsins. Þá eiga EB-ríkin tólf að vera sem eitt ríki hvað varðar viðskipti með vörur, þjónustu og fjármagn og streymi á vinnuafli. Danskir bankar eiga að geta opnað útibú á Ítalíu eins og í Arósum og portúgalskir verkamenn eiga að geta gengið í vinnu í Liverpool jafnt og Lissabon. Leggja á niður landa- mæragæslu innan bandalagsins og skattar á vörur og þjónustu eiga alls staðar að vera þeir sömu. Fáum dettur í hug að öll þau 280 lög og reglur sem EB telur að setja þurfi til að ná þessum markmiðum verði orðin að veruleika á réttum tíma og margir - ekki síst Margar- et Thatcher - hafa gagnrýnt þau ummæli Jacques Delors að innan áratugar verði 80% af öllum efna- hagslegum og jafnvel félagslegum ákvörðunum teknar í höfuðstöðvum EB í Brussel. Breski forsætisráð- herrann hefur einnig lagst gegn hugmyndum Delors um sameigin- legan evrópskan seðlabanka og mynt. Hér verður ekki spáð hversu hratt þróunin í Evrópu muni ganga fyrir sig, en hún er aðeins í eina átt - til sameiningar. DVERGUR I Ártalið „1992“ varð áberandi í evrópskum fjölmiðlum og ráðstefn- um á síðasta ári og prýddi forsíður margra virtra viðskipta- og frétt- atímarita, svo sem Evrópuútgáfu Time og Newsweek. Hugsjónin um sameinaða Evrópu komst aftur „í tísku" eftir að hafa legið illa farin árum saman undir Iqot- og smjör- ijöllum Evrópubandalagsins (EB). „1992 er spuming um að halda velli eða hnigna enn,“ sagði Jacques Delors, hinn franski formaður fram- kvæmdastjómar EB, sem fékk við- umefnið „herra Evrópa" fyrir at- orku sína og útsjónarsemi við að koma hugmyndinni um sameigin- legan markað af pappímum og á skrið. Hér á landi er vaxandi um- ræða um „1992“, eins og sést á því að á síðustu tveimur vikum hafa Sjálfstæðisflokkurinn, Al- þýðubandalagið og Verslunarráð gengist fyrir ráðstefnum um sam- skiptin við Evrópubandalagið. En hvað á þetta ár á að bera í skauti sér? 1992 - fijáls verslun, fjármagn og fólksflutningar Tilgangur Evrópubandalagsins var í upphafí fyrst og fremst sá að útrýma tollum á milli ríiq'a þess en samræma tolla á innflutning frá utanbandalagsríkjum. Þessum markmiðum var í raun náð á sjö- unda áratugnum, en því fór samt Harðnandi samkeppni - hugsanlegir tollmúrar Hvað þýða þessar breytingar fyr- ir okkur íslendinga? Ólafur Daví- ðsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra iðnrekenda og formaður ráðgjafanefndar á vegum EFTA- ríkja er sá íslendingur sem einna mest hefur kynnt sér samskipti ís- lands við EFTA og Evrópubanda- lagið. Hann nefnir þijú atriði: - Auðveldari aðgangur að stærri markaði. Fyrirtæki sem hafa komið sér fyrir innan eins EB-ríkis eiga mun auðveldara með að ná til þeirra allra. - Harðnandi samkeppni. Evrópsk fyrirtæki munu hafa greiðari að- gang að ódýrri þjónustu og fjár- magni og vöruverð ætti því að fara lækkandi. Þetta hefur ekki einungis áhrif á íslenskan útflutningsiðnað heldur mun samkeppnin á markað- inum innanlands fara harðnandi þegar vöruverð samkeppnisaðila íslensks iðnaðar lækkar. - Hugsanlegir tollmúrar. Banda- rílq'amenn, Japanir og fleiri þjóðir óttast að um leið og innri múrar EB-landanna verði rifnir reisi bandalagið nýja múra gagnvart umheiminum til að byggja upp „Evrópuvirki" („Fortress Europe") svo að evrópsk fyrirtæki hafí betri aðstöðu en önnur til að njóta ávaxt- anna af hinum nýja risamarkaði. Skiptar skoðanir eru á þessu innan EB, en opinber EB-skýrsla um áhrif 1992 á samskipti við ríki utan bandalagsins segir að þau verði að láta eitthvað í staðinn fyrir aðgang að markaðinum og þá væntanlega greiðari aðgang að sínum eigin mörkuðum. Hvað ísland varðar hafa Spánveijar falast eftir 3.000 tonna kvóta á íslandsmiðum og hugsanlegt er að fastar verði ýtt það eða aðrar kröfur um aðgang að íslensku fískveiðilögsögunni í náinni framtíð. Skattar og lög aðlagist EB-reglum Hvað þurfum við íslendingar að gera til að laga okkur að þessum breyttu aðstæðum? Ólafur Davíðs- son telur að stjómvöld verði að skapa íslenskum fyrirtælq'um sem líkust skilyrði og samkeppnisaðilum innan EB. Einna mikilvægast í þessu skyni sé að afnema allar hömlur í gjaldeyrisviðskiptum. Þetta yrði ekki gert í einu stökki heldur í áföngum, eins og í EB. Norðurlöndin hafa komið sér saman um skipulagt afnám gjaldeyrishafta og samkvæmt síðustu efnahagsað- gerðum ríkisstjómarinnar á að framkvæma þá áætlun. Annað atriði sem snýr að stjórn- völdum er að aðlaga ýmis lög og reglur reglum Evrópubandalagsins. Þetta á ekki síst við um skatta, en ein stærsta breytingin með 1992 - og reyndar einnig eitt stærsta ljó- nið á veginum - er samræming á álagningu virðisaukaskatts og ann: ara skatta á vörur og þjónustu. í EFTA-löndum er það nú orðið að almennri vinnureglu að með öllum tillögum um stefnubreytingar, svo sem á sviði skatta, skuli leggja fram greinargerð um hvemig þær sam- ræmist þeim breytingum sem eru að verða innan EB. Tillaga þessa efnis hefur verið borin upp í ríkis- stjóminni. Upptaka virðisaukaskatts á Is- landi er skref í þessa átt, en Ólafur Davíðsson telur að flestar aðrar breytingar sem gerðar hafa verið í skattamálum hérlendis upp á síðkastið gangi í öfuga átt við það sem er að gerast í Evrópubandalag- inu. Jón Baldvin Hannibalsson, ut- anríkisráðherra, segir tollabreyt- ingarnar í fyrra hafa orðið til þess að íslenska tollakerfið sé líkara kerfi EB en nokkurs annars EFTA- lands og nefnir að efasemdir eru uppi - til dæmis í Danmörku - um að hægt sé að halda uppi viðamiklu velferðarkerfí með þeim skattaregl- um sem nú er rætt um í EB. Fyrirtæki stofiú útibúíEB Hvað fyrirtæki snertir er það einkum tvennt sem þau geta gert til að laga sig að hinum sameigin- lega markaði. Hið fyrra er að sam- ræma staðla á vömm, svo sem ör- yggis- og hollustukröfur, sem hér era í gildi þeim stöðlum sem í gildi era í Evrópu. Þessi vinna er nú þegar komin vel á veg í svokallaðri staðlanefnd, en einnig er í gangi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.