Morgunblaðið - 19.02.1989, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.02.1989, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR/INNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1989 U nglingastarfið er hans líf og yndi FRÁBÆR árangur íslendinga á Norðurlandamóti einstaklinga í skólaskák, sem fram fór 10.—12. febrúar sl. íslenskur sigur í górum af fimm keppnisflokkum og annað sætið, naumlega á stigum, í þeim fimmta, er árangur, sem ekki næst nema með markvissu undir- búningsstarfi. Maðurinn á bak við frábæran árangur íslenskra ungmenna í skák síðustu 15 árin er Ólafur H. Ólafsson, stjórnarmaður í Taflfélagi Reykjavíkur. Hann hefur verið höfundur og leikstjóri í þessu leik- húsi fslenskra skákungmenna allt firá þvf, að hann var fyrst kjörinn í stjórn Taflfélags Reykjavíkur árið 1974. Ólafur er Iftið fyrir að láta á sér bera og því er hann lítt þekktur utan raða skákáhuga- manna. * Olafur fæddist í Reykjavík 8. janúar 1945, elsti sonur hjón- anna Guðrúnar Sveinbjömsdóttur og Ólafs F. Ólafssonar. Foreldrar hans slitu samvistir, þegar hann var ungur að árum og ólst hann upp hjá móður sinni og bræðrum, Skúla og Val, á Grettisgötunni 5 Reykjavík. Faðir Ólafs rak pijóna- stofu í Reykjavík í húsnæði því, sem Taflfélag Reykjavíkur á nú. Ólafur gekk menntaveginn, lauk stúdentsprófi frá MR 1964 og prófi f viðskiptafræði frá Háskóla íslands 1964. Að loknu prófí hóf hann störf á Hagstofu íslands, síðan lá leiðin á Skattstofu Reykjavíkur, og loks til Ríkisskattanefndar. Ólafur fékk ungur áhuga á skák og gekk í Taflfélag Reykjavíkur fyrir þijátíu árum. Hann vann sig upp í meistaraflokk og var kominn í röð betri skákmanna landsins um 1970. Ólafur tefldi í sveit stúdenta á heimsmeistaramóti í Puerto Rico 1971 og í landsliðsflokki á Skák- þingi íslands 1972. Eftir keppnina í landsliðsflokki dofnaði áhugi Ól- afs á að tefla og hann sneri sér að stjómarstörfum í Taflfélagi Reykjavíkur. Ólafur var fyrst lq'örinn í stjóm félagsins árið 1974, og hefur átt sæti í henni síðan. Að auki hefur hann setið í stjóm Skáksambands íslands. Ólafur lagði strax mikinn metn- að í störfín fyrir Taflfélagið og SVIPBIYWP eftir Braga Kristjánsson hefur verið aðalmaður stjóma fé- lagsins, síðan hann kom i stjóm. Hann þykir ráðríkur og fylginn sér, þótt ekki hafi hann sitt fram með ofsa. Hann kann því mjög illa, að koma ekki fram málum sínum, og ræðir málin við menn og hættir ekki ótilneyddur, fyrr en hann hef- ur unnið viðmælendur á sitt band. Ólafur þykir rökfastur og sam- kvæmur sjálfum sér í allri umræðu og háttum. „Hann vill ráða en ekki vera formaður,“ sagði einn viðmælandi Morgunblaðsins, en mörgum kem- ur það spánskt fyrir sjónir, að Ólaf- ur skuli aldrei hafa verið formaður Taflfélags Reykjavíkur. í þessu birtist eitt aðaleinkenni skapgerðar Ólafs. Hann hefur frá fyrstu tíð þótt hæverskur og lítið fyrir að trana sér fram og baða sig í sviðs- ljósinu. En hann hefur mjög ákveðnar skoðanir á málunum og viðrar þær umbúðalaust, þar sem honum þykir það við eiga. Allir viðmælendur Morgunblaðs- ins hafa verið sammála um, að Ólafur lifí fyrir Taflfélagið og ungl- ingastarfíð sé hans sérdeild. Margir segja, að sjóndeildar- hringur Ólafs nái ekki út fyrir TR og unglingastarf þess. Það er auð- vitað of mikið sagt, en víst er, að Ólafur ber hag félagsins og yngstu meðlima þess mjög fyrir bijósti. Hann hefur frá fyrstu stjómarárum hjá TR verið skákstjóri í öllum grunnskóla- og framhaldsskóla- mótum innanlands, og aðalskipu- leggjandi unglingaæfinga í skák- heimili TR alla laugardaga. Ólafur var einn aðalhvatamaður að þátt- töku íslendinga í Norðurlandamót- um grunnskóla og framhaldsskóla og ávallt „fylgt drengjunum s(num“ á þau mót sem fararstjóri. Hann hefur vakað yfír velferð þeirra og séð um, að þeir tefli við bestu hugs- anlegar aðstæður. Með þessu hefur hann lagt grunninn að einstakri sigurgöngu íslendinga á Norður- landamótum í skólaskák, því yfír- leitt vinna íslendingar flesta flokka á mótunum. Svo mjög hefur ungl- ingastarfíð þótt hafa mikinn for- gang hjá TR, að stofnað var nýtt taflfélag í Reykjavík árið 1975 vegna þess, „að ekki var friður til að tefla fyrir krökkum". Ólafur leggur sitt til þessara mála af hugsjón eftir „gamla skól- anum“. Hann hefur lagt mikla fíár- muni frá sjálfum sér í þessar ferð- ir og unglingastarfíð almennt og „er næstum því feiminn, ef hann leggur fram reikninga fyrir útlögð- um kostnaði, þótt þeir séu ávailt allt of lágir", eins og einn viðmæl- andi blaðsins komst að orði. Unglingar í taflfélaginu tala oft í gamni um Ólaf sem pabba sinn, en hann er þeim bæði sem þjálfari og faðir. Heima hjá honum er allt- af opið hús fyrir drengina, og þar koma þeir oft saman til að tefla og ræða málin „yfír kók og prin- spóló“. En Ólafur sinnir fleiri málum TR en unglingamálum. Hann ritar flestar fundargerðir, ársskýrslur og skráir úrslit allra móta, og hef- ur frá fyrstu tíð ritað mikið í Frétta- blað TR. Ólafur hefur fleiri áhugamál en skák. Hann hefur yndi af sagn- fræði og á mikið safn rita um það efni, sem hann hefur kjmnt sér vel. Hann hlustar mikið á sígilda tónlist og eru óperur Verdis og Mozarts honum kærar. „Ólafur er ómetanlegur maður fyrir skákhreyfínguna á íslandi," segir Þráinn Guðmundsson, forseti Skáksambands íslands. Það eru orð að sönnu. Ólafur hefur verið lykil- maður í uppbyggingu blómlegs og sterks skáklífs á Islandi, sem byggt er á grunni þess mikla skákáhuga, sem rekja má til glæsilegrar frammistöðu Friðriks Ólafssonar og einvígis Fischers og Spasskíjs. Ólafur hefur haft skilning á því, að skáklíf verður að byggja frá grunni, þ.e. byija á þeim yngstu. Sagt er, að Ólafur taki við skák- mannsefnum bömum að aldri, ali þau upp í góðum skáksiðum og síðan taki Skáksambandið og Jó- hann Þórir Jónsson, ritstjóri Skák- ar, við og haldi mót til að gefa ungu mönnunum færi á að öðlast reynslu og alþjóðlega titla. Um helmingnr hækk- unar innflutnings- verðs út í verðlagið TÆPLEGA helmingur af hækkun innflutningsverðs síðustu mánuði hefur skilað sér út í verðlagið, samkvæmt upplýsingum Qármálaráðuneytisins. Segir ráðuneytið, að þetta megi skýra með áhrifum af vaxandi samkeppni og minnkandi eftirspum á undanfömum mánuðum. Vísitala framfærslukostnaðar hefur hækkað um tæp 4% frá september 1988 til febrúarbyijun- ar 1989, sem svarar til 9% árs- hækkunar. Má rekja fjórðung þessarar hækkunar til hækkunar óbeinna skatta, samkvæmt ákvörðun ríkisstjómarinnar. Á þessum tíma hefur verið í gildi verðstöðvun, en tekið var til- lit til verðhækkana erlendis. Verð- hækkun á innfluttum vörum hefur leitt til 1,5-2% hækkunar fram- færsluvísitölunar, þegar áhrif skattahækkana eru undanskilin. í ljósi gengisþróunar hefði hins veg- ar mátt ætia að áhrifín yrðu um 4,5%. Afgang vísitöluhækkunarinnar, 1-1,5%, má rekja til ýmissa verð- hækkana, svo sem á skólabókum, námskeiðum, happdrættismiðum o.fl. Lækkun verðbólgu og vaxta hafa leitt til rúmlega 9% lækkunar á vaxta- og verðbótagreiðslum í húsnæðislið vísitölunnar. Þetta hefur lækkað vísitöluna um rúm- lega 0,5% á síðustu mánuðum. ATLANTAL: Erlendar kostnað- arhækkanir ekki síður en innlendar - segir Jóhannes Nordal JÓHANNES Nordal formaður stóriðjunefiidar segir að erlend- ar kostnaðarhækkanir ekki síður en innlendar geri nýtt ál- ver á íslandi óhagkvæmara en áður var talið. Jóhannes átti fimd með fulltrúum ATLAN- TAL hópsins í London í vik- unni, þar sem þessi mál voru rædd. Endanleg hagkvæmnis- könnun liggur enn ekki fyrir en ATLANTAL hópurinn hefur fengið í hendur bráðabirgðaálit frá bandariska ráðgjafafyrir- tækinu Bechtel Inc. + Afundi okkar kom fram að full- trúar ATLANTAL hópsins telja nauðsynlegt að Bechtel kanni ýmis atriði nánar," segir Jóhannes Nordal. Hann á ekki von á að endanleg hagkvæmniskönnun liggi því fyrir fyrr en um páska. I máli Jóhannesar kemur fram að næsti formlegur fundur fulltrúa ATLANTAL hópsins með stóriðju- nefnd hér heima verði ekki fyrr Könnun Félagsvísindastofiriunar á ferðalögum: 62% fslendinga fóru í frí til útlanda á síðustu þremur árum Konur duglegri að ferðast en karlar KÖNNUN Félagsvísindastofhunar Háskólans á ferðalögum íslend- inga til útlanda sem gerð var í nóvember leiddi í Ijós að 62% að- spurðra fóru í frí til útlanda á síðustu þremur árum og af þeim fóru 67% til útlanda á síðasta ári. Fleiri konur fóru til útlanda en karlar og heldur fleiri ferðuðust á eigin vegum en í skipulegum hópferðum. Af þeim sem fóru í skipulegar hópferðir ferðuðust flest- ir á vegum Samvinnuferða-Landsýnar, en af þeim sem ferðuðust á eigin vegum fóru flestir með Flugleiðum. háð ýmsu. Af þeim sem myndu ekki velja sömu ferðaskrifstofu eða flugfélag sögðu 40% að það væri vegna þjónustunnar. Fjórðungur þeirra sem fóru til útlanda á síðustu þremur árum ferðuðust með Flugleiðum, 5,4% með Amarflugi, 24,8% með Sam- vinnuferðum-Landsýn, 11,3% með Þeir sem höfðu farið til útlanda á síðustu þremur árum voru spurðir hvort þeir hyggðust fara í frí til útlanda á þessu ári. Tæplega 42% svöruðu játandi, 30% neitandi og 28% voru óákveðnir. Af þessum hópi gætu 70% hugsað sér að fara með sömu ferðaskrifstofu eða flug- félagi aftur, 14,6% myndu velja annað og 15,5% sögðu að það væri Útsýn, 5,7% með Úrvali og 27,9% með öðrum ferðaskrifstofum. Ástæða fyrir staðarvali sögðu flestir að væri sú að áfangastaður- inn væri áhugaverður, eða 40,7%. Næst flestir, eða 22,6%, sögðu að þeir hefðu ákveðið staðinn vegna þess að ferðin þangað var ódýr. Algengast var að fólk dveldi þijár vikur í útlöndum. Yfír 60% íslendinga 18-59 ára hafí farið í frí til útlanda á síðustu þremur árum, en rúmlega 50% þeirra sem eru á aldrinum 60-75 ára. Sérfræðingar og atvinnurek- endur eru duglegastir að ferðast og fóru 80% þeirra í frí til útlanda á síðustu þremur árum. Næst kem- ur skrifstofu- og þjónustufólk, 73,9%, 66,8% iðnaðarmanna, 63,3% þeirra sem ekki vinna úti, 50,6% verkafólks, en bændur og sjómenn ferðast minnst því aðeins 29,5% þeirra höfðu farið til útlanda á síðustu þremur árum. Fólk ferðast meira eftir því sem menntun þess er meiri og af þeim sem hafa farið til útlanda á síðustu þremur árum eru 72,8% Reyk- víkíngar, 69,7% Reyknesingar og 46,3% af landsbyggðinni. Þessar spurningar voru lagðar fyrir fólk í þjóðmálakönnun sem' Félagsvisindastofnun gerði í nóv- ember á síðasta ári fyrir Samvinnu- ferðir/Landsýn. Leitað var til 1500 manna á aldrinum 18 til 75 ára af öllu landinu. Svör fengust frá 1097 manns, eða 73,1%, en nettósvörun var 78,6%. en í lok mars eða byijun apríl. Hinsvegar verða fundir haldnir áfram ytra fram að þeim tíma um tæknileg málefni. Elsti Þing- eyingur- innlátmn Húsavík. ELSTI Þingeyingurinn, Hólm- firiður Sveinbjarnardóttir, lést síðastliðinn fimmtudag á elli- deild sjúkrahússins á Húsavík tæpra hundrað ára, fædd 26. september 1889. Hólmfrfður var barnborinn Suður-Þingeyingur fædd að Hólsgerði í Kinn, dóttir hjónanna Sveinbjamar Gunn- Iaugssonar og Helgu Sörens- dóttur, sem Jón í Yzta-Felli skrif- aði um merka bók. Hólmfríður fór ung að aldri í kaupavinnu austur á Langanes og kynntist þar manni sínum, Magnúsi Guðbrandssyni. Hófu þau búskap að Skálum á Langanesi, en þá var þar tölvert útræði. Sfðar hófu þau búskap að Hrollaugsstöð- um og bjuggu um tíma víðar á Langanesi, en voru nýflutt aftur að Hrollaugsstöðum þegar Hólm- fríður missti mann sinn 1937. Hélt hún samt áfram búskap, fyrst með einkasyni sínum Vilhjálmi og síðar með Agnari sonarsyni sínum þar til þau flytjast til Þórshafnar 1961. Þegar heilsu hennar fór að hraka fluttist hún til Húsavíkar hvar einkasonur hennar bjó og dvaldi á ellideild sjúkrahússins síðustu tvö árih. Hólmfríður sat með pijóna sína fram að síðustu vetumáttum að heilsu hennar hrakaði mjög, svo að hún var rúmfost síðustu mánuð- Fréttaritari ína. Leiðrétting í frétt Morgunblaðsins um lát Eir Briem var farið rangt með al< hans. Sagt var að hann hefði or 64 ára en hið rétta er að hann ’ 73 ára er hann lést. Er beðist \ virðingar á þessum mistökum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.