Morgunblaðið - 21.02.1989, Side 14

Morgunblaðið - 21.02.1989, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. FEBRÚAR 1989 Til ritsljóra Morgunblaðs- ins vegna „Sturlumáls“ eítir Arnmund Backman Eins og fram hefur komið í fjöl- miðlum áður, fól menntamálaráð- herra og flármálaráðherra undirrit- uðum að vinna að lausn hins svo- kallaða „Sturlumáls". Auðvitað á engum að blandast hugur um að það var pólitísk ákvörðun að sætta málið. Eg veit ekki betur en að núverandi menntamálaráðherra og fleiri ráðherrar þessarar ríkisstjóm- ar hafi talið aðforina gegn Sturlu Kristjánssjmi ósæmilega frá upp- hafi. Menn þurfa því ekki að eyða miklu bleki vegna þess þáttar máls- ins. Frá því að þessi mjög svo erfiða og landsfræga deila var endanlega útkljáð með fullum sáttum málsað- ila í nóvember sl., hafa nokkrir menn fundið hjá sér þörf til að ijúfa friðinn sem um málið náðist, ólmast gegn samkomulaginu og fundið því allt til foráttu. Sá sem verst hefur látið er fyrrverandi aðili málsins og þáverandi menntamálaráðherra. Aðrir hafa hvergi komið nærri áður svo vitað sé. En við búum við mál- frelsi og ritfrelsi og vissulega hefur hver og einn rétt til að tjá sig opin- berlega um hvaðeina og ber á því ábyrgð. Að mínu áliti hafa skrif um „Sturlumálið" undanfamar vikur og mánuði verið þess eðlis að ég hef ekki talið þau svaraverð fyrir minn litla þátt í málinu. Þau hafa ýmist verið þrungin heift, hlaðin vanþekkingu eða vísvitandi rang- færslum. Það sem hefur þó aðallega haldið aftur af mér er einhvers konar tillitssemi við annan málsaðil- ann, Sturlu Kristjánsson, fyrrver- andi fræðslustjóra í Norðurlandi eystra, og blóðborin virðing fyrir skólum og menntakerfi okkar. Ég horfi nefnilega til þess óskapar álags sem mál þetta hlýtur að hafa í för með sér fyrir einstaklinginn Sturlu Kristjánsson og fjölskyldu hans. Ég lít einnig til þeirrar nauð- synjar að sæmilegur friður sé innan skólakerfísins og það njóti virðingar og trausts almennings. Ég held einnig að allir sæmilega sanngjam- ir og sáttfúsir menn ættu að geta verið sammála um að mál af þessu tagi meiðir hvorki ráðherrann né ríkissjóð. Því síður meiðir það fyrr- verandi ráðherra og þingmenn og allra síst einhverja hneykslara út í bæ sem telja sig finna á málinu auma bletti. Staðreyndin er sú að einstakling- ar sem lenda í glímu eins og þess- ari við kerfíð, eru dæmdir til að fara mjög illa út úr þeim viðskipt- um, hversu háar sem bætumar kunna að vera í lokin með sátt eða dómi. Og því nær gengur svona deila persónu manna og friðhelgi einkalífsins sem fleiri sjálfskipaðir riddarar siðferðis og réttlætis sjá ástæðu til að strá salti í sárið. Leiðaraskrif Morgimblaðsins Astæða þess að ég skipti mér af þessum skrifum nú er hins vegar sú að í leiðara Morgunblaðsins, fimmtudaginn 26. janúar sl., er haldið fram síendurteknum rang- færslum í þessu máli. Ég hef til-, hneigingu til að taka mark á leið- araskrifum Morgunblaðsins enda þótt ég sé oft ósammála þeim. Þau eru oftast vönduð. Eftir þeim er tekið og þau túlkuð sem ritstjómar- stefna blaðsins. í leiðaranum segir svo: „Sturlumál þróuðust þann veg að til stóð að dómstólar skæru úr um ágreining fyrrverandi ráðherra og handhafa framkvæmdavaldsins og fráfarandi fræðslustjóra. Það er ekki óeðlilegt og í fullu samræmi við leikreglur réttarríkisins. En þá komu nýir valdsmenn til sögunnar: Svavar Gestsson, menntamálaráð- herra, fyrrverandi formaður Al- þýðubandalagsins og Ólafur Ragn- ar Grímsson, fjármálaráðherra, nú- verandi formaður Alþýðubanda- lagsins. Ágreiningsmálið, umfram- eyðsla á almannafé, var snarlega „leyst" fram hjá dómstólum. Sá, sem eyddi skattpeningum umfram fjárlagaheimildir, var settur á bóta- stall. Skattborgurum var gert að greiða honum umtalsverðar bætur. Þannig var hann látinn „standa al- menningi opinberlega reiknings- skil" á embættisfærslu sinni." Til hvers er verið að bera svona lagað á borð fyrir lesendur blaðs- ins? Er ekki einum of langt gengið í harðneskjunni? Dómur bæjarþings Reykjavíkur í dómi bæjarþings Reykjavíkur frá 8. apríl 1988, sem kveðinn var upp af Hjördísi Hákonardóttur, borgardómara, Jóni L. Amalds, borgardómara og Guðmundi Am- laugssyni, fyrrverandi rektor, allt fólk sem nýtur mikillar virðingar hér á landi, var komist að þeirri niðurstöðu að uppsögn á Sturlu Kristjánssyni úr fræðslustjóraemb- ættinu hefði verið ólögleg. Dómar- amir taka fram að enda þótt stjóm- sýsla hafí heimild til brottvikningar starfsmanns og efnislegar forsend- ur séu til slíkrar brottvikningar, beri stjómvaldi þó að gæta þess að eðlilegt hlutfall sé á milli þeirra opinberu hagsmuna sem ætlunin er að vemda og þeirra aðgerða er stjómvöld grípi til. Viðurlögin verði að helgast af þeim stjómsýslumark- miðum sem ætlað er að ná. Ekki megi vera misvægi milli þeirra ámælisverðu verka sem unnin hafa verið og þeirra viðurlaga sem beita skal. Dómurinn nefnir ætlaðar ávirðingar fræðslustjórans en segir að í hvorugu tilviki þyki sakir hins vegar vera nægilega alvarlegar til að réttlæta fyrirvaralausa brott- vikningu að fullu. Framkvæmd frá- vikningarinnar að formi til þyki hafa verið ábótavant sbr. fyrirmæli laga nr. 38/1954. Ennfremur segir svo í forsendum dómsins: „í ljósi þeirrar meginreglu að starfsmanni sé fyrst vikið úr stöðu um stundarsakir, að sakir þær sem bomar vom á stefnanda voru ekki nýtilkomnar og að stefnandi var ekki sakaður um refsivert atferli, þykir aðferð ráðherra við frávikn- ingu stefnanda úr starfi fræðslu- stjóra Norðurlands eystra hafa ver- ið of harkaleg og fyrirvaralaus og verður ekki talin lögmæt í skilningi laga nr. 38/1954. Ber honum því réttur til fébóta úr ríkissjóði. Við ákvörðun bóta þykir rétt að líta til þess að verulegir samskiptaörðug- leikar hafa verið á milli stefnanda og menntamálaráðuneytisins og að stefnandi gaf tilefni til þess að ráðu- neytið gripi til brottvikningar um stundarsakir." Þetta eru meginatriði málsins. Fjármálaráðherra, f.h. ríkissjóðs, rvar vegna aðgerða þáverandi menntamálaráðherra, dæmdur í 900.000.- króna skaðabætur með fullum vöxtum frá 13. febrúar 1987 auk málskostnaðar. Það er því rangt og í hæsta lagi óheiðarlegur málflutningur að halda því fram að „til hafi staðið að dómstólar skæm úr um ágreining þennan" og að „ágreiningsmálið hafi verið snar- lega leyst fram hjá dómstólum" eins og segir í leiðaranum. Borgardómur Reykjavíkur nýtur mikillar virðing- ar um allt land. Sömuleiðis þrír umræddir dómarar en þeir höfðu kveðið upp alvarlegan áifellisdóm f þessu máli. Það var hins vegar ríkis- sjóður og þáverandi ráðherra sem ekki þoldu niðurstöðu Borgardóms Reykjavíkur og áfrýjuðu málinu. Arnmundur Backman „Sturlumálið“ var á al- gjöru byrjunarstigi í Hæstarétti. Það hafði verið þingfest og var í firesti vegna gagnaöfl- unar. Hæstiréttur hafði þess vegna ekki flallað um málið að neinu öðru leyti.“ Hins vegar ber að hafa í huga að flestum dómsmálum hér á landi lýkur með sátt eða dómi undirrétt- ar. Aðeins broti af málum undirrétt- ar er áfrýjað til Hæstarréttar. Sem betur fer eru menn á því þroska- stigi að sætta flestar deilur eða una héraðsdómi þannig að ekki komi til kasta Hæstaréttar. „Sturlumálið" var á algjöru byijunarstigi í Hæsta- rétti. Það hafði verið þingfest og var í fresti vegna gagnaöflunar. Hæstiréttur hafði þess vegna ekki | flallað um málið að neinu öðru leyti. Niðurstöðu úr Hæstarétti var venju samkvæmt ekki að vænta 4 fyrr en eftir 1—2 ár. Á meðan hefði ríkt sama ófriðarástandið í þessum málaflokki. Að móðga dómstóla Þeirri skoðun hefur verið mjög haldið á loft að það sé nánast móðg- un við Hæstarétt eða dómstóla að sætta mál. Mér finnst þannig mál- flutningur dæmalaus ruglandi. Lög- menn sem halda slíku fram, hafa annaðhvort ekkert lært eða öllu gleymt. Hér er einum of langt seilst til að koma höggi á pólitíska and- stæðinga. Það er eitt af hlutverkum íslenskra dómara að reyria sættir í öllum málum. Aðilar máls fyrir Hæstarétti geta á öllum stigum þess sæst. Eg veit ekki betur en að lögfræðingum hafi verið kennt a að betri væri mögur sátt en feitur " dómur. Ég þori að fullyrða að engu séu dómstólar fegnari en sátt með málsaðilum. Ég vil að lokum leyfa mér að lýsa þeirri skoðun minni að ég tel niðurstöðu borgardóms vera rétta. Sem betur fer höfum við náð það langt á sviði vinnuréttar að atvinnu- rekendur 0g stjómvöld geta ekki rekið starfsmenn sína fyrirvara- laust með svívirðingum og offorsi. Hvað opinbera starfsmenn áhrærir, gilda reglur laganna frá 1954. Þar er nákvæmlega tiltekið hvemig með skuli fara við meintar misfellur opinberra starfsmanna í starfí. Það er allavega ljóst og fenginn fyrir þvf dómur að þau lagafyrirmæli braut þáverandi menntamálaráð- herra hvað sem öðru líður. Málið er ekki merkilegra prófmál en það. Það fjallar ekki _um „umframeyðslu á almannafé". Ég spyr í lokin. Er ( einhver innan ritstjómar Morgun- blaðsins sem vill gefa menntamála- ráðherra vald til að segja starfs- | mönnum sínum upp af eigin geð- þótta? Höfundur er hæstaréttarlögmað- ur. OBLEIKTAR BLEIUR ENGIN AUKAEFNI NÁTTÚRULEGAR í GEGN OFNÆMISPRÓFAÐAR Mátt þú sjá af 400 krónum á ðag?* Skutlan er eins og snióin fyrir nútlmafólk. Hún er Tjlf ctm CT> "hó rfQtlTP hll OllínQot sparneytin,5mannaog sérlegalétt og lipur I um- X-ll DvU jJOi gOULLl pLL dgllOiöu feröinni. Skutlan er flutt inn af Bilaborg h/f. Þaö - . ' • -r a htstt a nT7TTmT tti tryggir 1. flokks þjónustu, sem er rómuó af öllum splunkunýja LANCIA SKUTLU! sem til þekkja. * LANCIA SKUTLA kostar kr. 386 þús.kr. stgr. Út■ borgun kr. 96.500, eftirstöðvar greiðast á 30 mánuðum, kr. 12.211 pr. mánuð að viðbættum verð- bótum. Kostnaður við ryðvörn og skráningu erekki innifalinn. Gengisakr. 13 2 '89 AT VERO BILABORG HF. FOSSHÁLSI 1, S 68 12 99. Opið laugardaga frá kl. 1 - 5

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.