Morgunblaðið - 21.02.1989, Page 23
22
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. FEBRÚAR 1989
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. FEBRÚAR 1989
23
M&K0 Útgefandi Árvakur, Reykjavík
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Aðstoðarritstjóri Björn Bjarnason.
Fulltrúarritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, BjörnJóhannsson, Árni Jörgensen.
Fróttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst IngiJónsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Askriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 70 kr. eintakið.
Erlendar skuldir —
innlendur spamaður
Samkvæmt frumvarpi til
lánsfjárlaga fyrir líðandi
ár, sem nú er til meðferðar í
efri deild Alþingis, stefnir í
21 milljarða króna erlendar
lántökur 1989.
Þetta eru uggvekjandi
skuldatölur. Ekki sízt vegna
þess að síðastliðin þijú ár hafa
erlendar lántökur farið 50% —
130% fram úr upphaflegum
áætlunum. í ljósi þeirrar
reynslu gætu erlendar lántök-
ur líðandi árs farið yfir 30
milljarða króna.
Staða efnahags- og at-
vinnumála eykur skuldalík-
uraar. Útflutnings- og sam-
keppnisgreinar ganga fyrir
erlendu lánsfé. Og sýnt er að
ríkissjóður verður rekinn með
umtalsverðum halla, þrátt fyr-
ir sjö milljarða nýjar skatta-
álögur.
I lánsfjáráætlun er og gert
ráð fyrir því að ríkissjóður og
aðrir opinberir aðilar taki að
láni innanlands hálfan sext-
ánda milljarð króna. Þar vega
skuldabréfakaup Byggingar-
sjóðs ríkisins og Byggingar-
sjóðs verkamanna þyngst,
ríflega 8,8 milljörðum króna,
en um sl. áramót vóru um tíu
þúsund lánsumsóknir hjá þess-
um sjóðum. Enginn vafi er á
því að lánsfjárhungur og láns-
fjárásókn hins opinbera ýtir
fremur upp vöxtum en hið
gagnstæða.
Fjárþörf hins opinbera,
einkum ríkissjóðs, sem ekkert
lát virðist á, hefur valdið og
veldur sýnilega áframhaldandi
spennu á innlendum lána-
markaði. Sama máli gegnir
um hallarekstur útflutningsat-
vinnuveganna, m.a. vegna
hins háa raungengis, sem eyk-
ur lánsijárþörfma í þjóðfélag-
inu. Ekki bætir úr skák að
stefna stjómvalda í vaxta- og
skattamálum vinnur gegn inn-
lendum peningasparnaði.
Dræm sala á spariskírteinum
ríkissjóðs talar sínu máli þar
um. Innlendur peningaspam-
aður jókst hinsvegar umtals-
vert um nokkurt árabil, með
tilkomu verðtryggingar og já-
kvæðra vaxta í stað nei-
kvæðra.
Sparnaður þjóðarbúsins í
heild hefur hinsvegar minnkað
um 40% á tíu árum, úr 24-25%
í um 14% af landsframleiðslu.
Miðað við landsframleiðslu á
síðasta ári þýðir þetta rúmlega
26 milljarða rýmun sparnaðar.
Fjárfesting hefur á sama tíma
minnkað um 30% sem hlutfall
af landsframleiðslu, eða um
16 milljarða króna. Minnkandi
spamaður rekur rætur til
þriggja höfuðástæðna: versn-
andi afkomu atvinnufyrir-
tækja, halla á ríkisbúskapnum
og meiri eyðslu og minni
spamaðar einstaklinga og
heimila.
Sem fyrr segir bendir ýmis-
legt til þess að sitthvað sé
vanáætlað í lánsfjáráætlun
líðandi árs. Þar ber fyrst að
nefna Verðjöfnunarsjóð fisk-
iðnaðarins, en fé frystideildar
gengur til þurrðar á fyrri hluta
ársins og ekki er sýnt að
stjómvöld hafi aðgerðir á tak-
teinum til að bæta rekstrar-
stöðu sjávarútvegsins með al-
mennum aðgerðum. Þá hefur
ríkisstjómin vakið athygli
Byggðastofnunar á vanda
smábátaútgerðar, sem metinn
er á um 500 m.kr. og ekki er
gert ráð fyrir í lánsfjáráætlun,
sem og vanda þeirra byggðar-
laga, sem stefna í atvinnuleysi
vegna rekstrarstöðu sjávarút-
vegsfyrirtækja.
Horfur em á því að erlendar
langtímaskuldir þjóðarinnar
verði um 106 milljarðar króna
um næstu ármót. Þessi upp-
hæð svarar til kr. 1.700.000.-
á hverja fjögurra manna fjöl-
skyldu í landinu. Talið er að
yfir 90% þéssara skulda séu
með beinni ríkisábyrgð. Inn-
streymi erlends lánsfjár í efna-
hagslífíð hefur skapað eyðslu-
getu sem ekki hefur haft inn-
lenda verðmætasköpun að
bakþjarli. Á sama tíma hafa
útflutningsatvinnuvegirnir
barizt í bökkum, sætt tapi,
gengið á eignir og safnað
skuldum.
Draga þarf úr ríkisábyrgð-
um á erlendum skuldum. Jafn-
framt þarf að afnema smám
saman hömlur á gjaldeyrisvið-
skiptum og skapa innlendum
fyrirtækjum sama aðgang að
alþjóðlegum fjármagnsmörk-
uðum og erlendir keppinautar
njóta.
Jafnhliða þarf að hlúa að
hvers konar innlendum spam-
aði, ekki sízt peningaspamaði,
með það að höfuðmarkmiði,
að íslenzkt atvinnulíf — og
ríkisbúskapur — verði ekki
jafn háð erlendu lánsfé, er-
lendum spamaði, og nú er.
Til þess að svo megi verða
þurfa íslenzkir sparendur að
búa við sömu réttindi og er-
lendir.
Fjölmenni við vígslu Seltjarnameskirkju
SELTJARNARNESKIRKJA var
vigð síðastliðinn sunnudag. A
sjötta hundrað manns voru við
athöfnina, en kirkjan tekur um
400 manns í sæti. Meðal gesta
var Halldór Ásgrímsson, kirkju-
málaráðherra. Biskup íslands,
herra Pétur Sigurgeirsson vígði
kirkjuna, en ásamt biskupi ann-
aðist sr. Ólafur Skúlason, vígslu-
biskup, altarisþjónustu.
Vígsluathöfnin hófst með inn-
göngu biskupa, presta, vígsluvotta
og starfsfólks kirkjunnar, en alls
voru 26 prestar viðstaddir athöfn-
ina. Biskup íslands, herra Pétur
Sigurgeirsson, vígði kirkjuna, en
við athöfnina annaðist sr. Ólafur
Skúlason, vígslubiskup, altarisþjón-
ustu ásamt biskupi. Auk biskups
og sr. Solveigar Láru Guðmunds-
dóttur, sóknarprests Seltjamarnes-
kirkju, önnuðust ritningarlestur þau
Jóhann Guðmundsson les kórbæn við vigslu Sel-
tjarnarneskirkju. Á innfelldu myndinni vígir bisk-
up íslands, herra Pétur Sigurgeirsson, kirkjuna.
Til hægri er sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir,
sóknarprestur Seltjarnarnessóknar.
Morgunblaöið/Ámi Sæberg
Mikið fjölmenni var við vígslu Seltjarnarneskirkju. Á sjötta hundrað manns var við athöfnina, en kirkjan
tekur um 400 manns í sæti.
Kristín Friðbjarnardóttir, formaður
sóknarnefndar, Þórður Búason,
varaformaður sóknamefndar, Eimý
Ásgeirsdóttir, starfsmaður bama-
starfs, Sighvatur Jónsson, organ-
isti, Sigrún Ólafsdóttir og Þórir
Guðbergsson.
Að vígsluathöfninni lokinni fór
fram messuathöfn og prédikaði
biskup í messunni. Sr. Solveig Lára
Guðmundsdóttir og sr. Olafur
Skúlason, vígslubiskup, þjónuðu
fyrir altari, en sr. Guðmundur Orn
Ragnarsson og sr. Guðmundur
Óskar Ólafsson aðstoðuðu.
Áður en vígsluathöfnin hófst sá
blásarakvintett um hljóðfæraleik,
en við vígsluathöfnina vom flutt tvö
íslensk tónverk, annað eftir Þorkel
Sigurbjörnsson, en hitt eftir Gunnar
Reyni Sveinsson. Safnaðarkór Selt-
jamarneskirkju söng við vígsluat-
höfnina, en Elísabet F. Eiríksdóttir
söng einsöng. Organisti var Sig-
hvatur Jónasson.
Fyrsta skóflustungan fyrir bygg-
ingu Seltjarnarneskirkju var tekin
16. ágúst 1981, en á jóladag 1985
vígði herra Pétur Sigurgeirsson
hluta kirkjubyggingarinnar til
helgihalds. Þar hafa síðan verið
haldnar guðsþjónustur fram til
þessa, en nú að lokinni vígslu kirkj-
unnar verður sá hluti byggingarinn-
ar notaður fyrir félagsstarfsemi
fyrir alla aldurshópa safnaðarins.
SeHjarnarneskirkja á vígsludaginn.
V estmannaeyjar:
Skipstjórinn á Sigurvík
fékk 180.000 króna sekt
SKIPSTJÓRINN á Sigurvík VE
555 var í gær dæmdur til að
greiða Landhelgissjóði 180.000
kr. sekt vegna notkunar á ólög-
legum veiðarfærum. Þá voru afli
og veiðarfæri gerð upptæk.
Varðskipið Týr stóð Sigurvík að
því, á föstudaginn, að vera að veið-
um á Álnum inn af Vestmannaeyj-
um með of smáriðið veiðarfæri.
Færði varðskipið Sigurvík til hafnar
í Eyjum og var mál skipstjórans
tekið fýrir í héraðsdómi Vest-
mannaeyja um helgina. í gær var
dómurinn birtur og í honum er skip-
stjórinn sekur fundinn um notkun
ólöglegra veiðarfæra. Var hann
dæmdur til að greiða Landhelgis-
sjóði 180.000 kr. sekt auk þess sem
afli og veiðarfæri, þar með taldir
togvírar, voru gerð upptæk til Land-
helgissjóðs'. Þá var skipstjórinn
dæmdur til að greiða allan sakar-
kostnað, þ.m.t. málsvarnarlaun til
skipaðs verjanda kr. 30.000 og sak-
sóknaralaun kr. 30.000.
Dóminn skipuðu Jón Ragnar
'x : '
■
Sigurvík VE og varðskipið Týr í Vestmannaeyjahöfii.
Þorsteinsson, héraðsdómari, sem
var dómsforseti og meðdómendum-
ir Friðrik Ásmundsson, skólastjóri
Stýrimannaskólans og Finnbogi
Ólafsson, netagerðarmeistari.
Grímur.
Á myndinni eru talið frá vinstri: Finnbogi Ólafsson netagerðarmeist-
ari, Jón Ragnar Þorsteinsson héraðsdómari og Friðrik Ásmundsson
skólastjóri Stýrimannaskólans.
Sigurvík VE:
Viðurkemii að við vorum með
135 mm net í hluta pokans
-segir eigandi
bátsins
„ÉG MÓTMÆLI því að við höfum
verið með ólögleg veiðarfæri en
viðurkenni hins vegar að við vor-
um með 135 millimetra net í
hluta pokans,“ sagði Sigurður
Ingi Ingólfsson, netagerðar-
meistari og eigandi Sigurvikur
VE, í samtali við Morgunblaðið.
Skipstjóri Sigurvíkur var i gær
dæmdur í 180 þúsund króna sekt
fyrir landhelgisbrot í svokölluð-
um Á1 á milli lands og Vest-
mannaeyja á föstudaginn, að
sögn Jóns Þorsteinssonar, hér-
aðsdómara í Vestmannaeyjum,
sem dæmdi í málinu.
„Varðskipið Týr stóð Sigurvík
að ólöglegum veiðum 24 sjómílum
fyrir innan 12 sjómílna mörkin, sem
miðast við grunnlínu. Leyfileg
möskvastærð fyrir innan 12 mílum-
ar er 155 millimetrar en 4,20 öft-
ustu metramir á botnvörpu Sig-
urvíkur vom með 135 millimetra
möskvum, sagði Jón Þorsteinsson.
„Ég vil lýsa furðu minni á þessum
dómi og það liggur nokkuð ljóst
fýrir að við munum áfrýja honum
til Hæstaréttar. Við vomm dæmdir
fyrir landhelgisbrot en Sigurvík var
á löglegu veiðisvæði, sem var opnað
15. febrúar síðastliðinn, - “ sagði
Sigurður Ingi Ingólfsson. Hann
sagði að 49% af möskvunum í poka
Sigurvíkur hefðu verið undir 155
millimetmm. Ég held hins vegar
að það þekkist ekki að menn klæði
trollin með fínriðnum netum," sagði
Sigurður Ingi. Hann sagði að það
væm sex mánuðir síðan Sigurvík
hefði fengið einhveija ýsu og út-
gerð hans hefði ekki flutt út smá-
ýsu í gámum undanfama mánuði.
„Þegar Sigurvík var færð til
hafnar á föstudaginn var hún að
veiða á svæði sem ýsa hefur ekki
gengið á undanfarin 4 til 5 ár.
Báturinn var þá kominn með 400
kíló af ýsu og 77% af henni var
undir 50 sentímetrum. Sigurvík var
einnig með 200 kíló af stórþorski
og 350 kfló af tindabikkju og sand-
kola. Verðmæti alls aflans var 22
þúsund krónur. Okkur fannst þetta
því vera lítið mál og þetta er í
fyrsta skipti sem tekið er svona
hart á þessum málum,“ sagði Sig-
urður Ingi Ingólfsson.
Hilmar Rósmundsson, formaður
útvegsbændafélags Vestmanna-
eyja, sagði að altalað væri að einn
og einn maður hefði notað klæddar
vörpur. Skipstjórar á togbátum frá
Vestmannaeyjum hefðu hins vegar
svarið fýrir að þeir hefðu gert slíkt.
Hundrað lístamenn
fá sjö milljónir króna
Tólf nýjum listamönnum úthlutað listamannalaunum
Launin rýrna um 20% frá síðasta ári
Úthlutunarnefnd listamannalauna. Á myndinni eru, talið frá vinstri:
Gunnar Stefánsson, Sölvi Óskarsson, Bolli Gústavsson, Magnús Þórð-
arson, formaður, Jón R. Hjálmarsson, Soffía Guðmundsdóttir.
ÚTHLUTUNARNEFND lista-
mannalauna hefur lokið úthlutun
fyrir árið 1989. Bætast tólf nýjir
listamenn í flokkinn að þessu
sinni, þau Birgir Sigurðsson,
Fillippía Kristjánsdóttir (Hugr-
ún), Geir Kristjánsson, Guð-
mundur Karl Ásbjörnsson,
Guðný Guðmundsdóttir, Gylfí
Gröndal, Hafsteinn Austmann,
Hjörleifur Sigurðsson, Leifur
BreiðQörð, Rut Ingólfsdóttir,
Steingrímur St. Th. Sigurðsson
og Þórarinn Eldjárn. Miðað við
24% verðbólgu hafa listamanna-
laun rýrnað um 20% frá síðasta
ári og gagnrýndu nefhdarmenn
það er þeir kynntu fjölmiðlum
niðurstöður úthlutunarnefiidar í
gær. Töldu þeir nauðsynlegt að
endurskoða fyrirkomulag lista-
mannalauna og bentu í því sam-
bandi á, að æskilegt væri, að
hafa breytanlegri flokka og
tryggja eftirlaunagreiðslur til
aldraðra listamanna. Einnig
þyrfti nefiidin meira fé til ráð-
stöfunar ef vel ætti að vera. Ef
á annað borð ætti að lialda þess-
ari úthlutun áfram þá bæri að
gera það af myndarskap.
Nefndin hafði 7 milljónir króna
til ráðstöfunar, og hafði sú upphæð
hækkað um 300 þús. krónur eða
4% frá síðasta ári. Samkvæmt fjár-
lögum 1989 hafa framlög til lista
hækkað milli ára um 34% að meðal-
tali. Af þessu má ráða, að lista-
mannalaun hafi í raun rýrnað um
20% miðað við 24% verðbólgu.
í fyrra fengu 99 listamenn laun,
hver 68 þúsund krónur. Að óbreytt-
um fjölda hefði hver þeirra átt að
hljóta 85 þúsund krónur að þessu
sinni, en vegna þessa niðurskurðar
fær hver þeirra 100, sem nú fá laun,
70 þúsund krónur í hlut.
Samkvæmt undanþágu frá lög-
um var aðeins einn flokkur lista-
mannalauna á árinu 1988, og verð-
ur svo einnig nú. Nefndarmenn
voru sammála um, eins og hefð er
fyrir, að sömu nöfn yrðu á listanum
nú, sem voru þar í fyrra, að undan-
skildum ellefu, er burt hafa fallið,
en viðbættum þeim tólf, er áður
voru nefndir.
Sex hafa látist frá síðustu úthlut-
un: Guðrún Á. Símonar, Gunnar
M. Magnúss, Heiðrekur Guðmunds-
son, Kristján Albertsson, Ragnar
Kjartansson og Valtýr Pétursson.
Fjórir listamenn hafa flust í heið-
urslaunaflokk samkvæmt ákvörðun
Alþingis: Jakobína Sigurðardóttir,
Jórunn Viðar, Kristján Davíðsson
og Þorsteinn Ö. Stephensen.
Atli Heimir Sveinsson tilkynnti
fyrir úthlutun að hann óskaði ekki
eftir launum.
í úthlutunarnefnd listamanna-
launa eiga nú sæti: Magnús Þórðar-
son, framkvæmdastjóri, formaður
nefndarinnar, Jón R. Hjálmarsson,
fræðslustjóri, Bolli Gústavsson,
sóknarprestur, Bessí Jóhannsdóttir,
kennari, Gunnar Stefánsson, dag-
skrárfulltrúi, Sölvi Óskarsson,
kaupmaður, Soffía Guðmundsdótt-
ir, tónlistarkennari.
Árið 1989 hljóta eftirtaldir 100
menn listamannalaun, 70.000 krón-
ur hver: Agnar Þórðarson, Ágúst
Petersen, Armann Kr. Einarsson,
Árni Björnsson, Ásgerður Búadótt-
ir, Askell Másson, Benedikt Gunn-
arsson, Birgir Sigurðsson, Bragi
Ásgeirsson, Bragi Siguijónsson,
Einar Bragi, Einar Hákonarson,
Einar Þorlákssop, Eiríkur Smith,
Elías B. Halldórsson, Eyþór Stef-
ánsson, Filíppía Kristjánsdóttir
(Hugrún), Geir Kristjánsson, Gísli
Halldórsson, Gísli Magnússon, Gísli
Sigurðsson, Gréta Sigfúsdóttir,
Guðbergur Bergsson, Guðmunda
Andrésdóttir, Guðmundur Karl Ás-
bjömsson, Guðmundur L. Friðfinns-
son, Guðmundur Frímann, Guð-
mundur Jónsson, Guðmundur Ingi
Kristjánsson, Guðný Guðmunds-
dóttir, Gunnar Dal, Gunnar Eyjólfs-
son, Gylfi Gröndal, Hafliði Hall-
grímsson, Hafsteinn Austmann,
Hallgrímur Helgason, Hannes Sig-
fússon, Helga Ingólfsdóttir, Heígi
Sæmundsson, Herdís Þorvaldsdótt-
ir, Hjálmar H. Ragnarsson, Hjör-
leifur Sigurðsson, Hjörtur Pálsson,
Hringur Jóhannesson, Hrólfur Sig-
urðsson, Hörður Ágústsson, Ingi-
mar Erlendur Sigurðsson, Jóhann
' Hjálmarsson, Jóhannes Geir, Jó-
hannes Helgi, Johannes Jóhannes-
son, Jón Ásgeirsson, Jón Bjömsson,
Jón Dan. Jón Óskar. Jón Þórarins-
son, Jónas Ámason, Karen Agnete
Þórarinsson, Karl Kvaran, Kjartan
Guðjónsson, Kristinn Hallsson,
Kristinn Reyr, Kristján frá Djúpa-
læk, Leifur Breiðfjörð, Leifur Þór-
arinsson, Nína Björk Árnadóttir,
Oddur Björnsson, Ólöf Pálsdóttir,
Óskar Aðalsteinn, Pétur Friðrik,
Ragnheiður Jónsdóttir, Róbert
Amfinnsson, Rut Ingólfsdóttir, Rú-
rik Haraldsson, Rögnvaldur Sigur-
jónsson, Sigfús Daðason, Sigfús
Halldórsson, Sigurður A. Magnús-
son, Sigurður Pálsson, Sigurður
Sigurðsson, Skúli Halldórsson,
Stefán Hörður Grímsson, Stefán
Júlíusson, Steingrímur St.Th. Sig-
urðsson, Steinþór Sigurðsson,
Svava Jakobsdóttir, Sveinn Björns-
son, Thor Vilhjálmsson, Tryggvi
Emilsson, Veturliði Gunnarsson,
Vésteinn Lúðvíksson, Vígdís
Grímsdóttir, Vilborg Dagbjarts-
dóttir, Þorkell Sigurbjörnsson, Þor-
steinn frá Hamri, Þórarinn Eldjárn,
Þómnn Elfa Magnúsdóttir, Þuríður
Guðmundsdóttir, Þuríður Pálsdóttir
oer Örlvemr Sicnjrðsson.