Morgunblaðið - 21.02.1989, Page 33
8*31 sAfiiSSKi .ts .iun\ctimn c:a\nnr-Jwtow
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. FEBRÚAR 1989
?P.
33
Rannveig H. Kristfáns■
dóttir — Minning
Fædd 3. maí 1907
Dáin 12. febrúar 1989
„Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá
aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú
grætur vegna þess, sem var gleði þín.“
(Spámaðurinn. Kahlil Gibran.)
„Ég ætlaði bara að láta þig vita
Kristján að hún amma þín var að
deyja.“ Þögn í símanum. Amma!
Hún amma í Öldu. Það gat ekki
verið. Hún sem var alltaf svo hress.
Jú, staðreynd var það víst, og
nú, er ég skrifa þessar línur, er ég
að reyna að sætta mig við þá átak-
anlegu og illskiljanlegu tilhugsun
að eiga aldrei eftir að sjá né heyra
ömmu framar. Að er við kvöddumst
á tröppunum fyrir framan heimili
þeirra hjóna, ömmu og Alla, á Öldu-
slóðinni fyrir rúmum mánuði, höf-
um við kvaðst í hinsta sinn. Þá til-
hugsun verður erfítt að sætta sig
við.
Það sem fólk tók fyrst eftir í
fari ömmu og talaði um, var það
hversu hress hún var alltaf. Sama
hvað árin færðust yfir. í afmælis-
boðum, jólaboðum eða við ferming-
ar í fjölskyldunni, alltaf dró amma
að sér athyglina. Bara með því að
vera hún sjálf. Maður komst í gott
skap, bara með því að vera ein-
hvers staðar nálægt henni. Enda
var það svo að alltaf var eitthvað
að gerast í kringum hana. Henni
þótti t.d. mjög gaman að því að
dansa og oft tók hún nokkur létt
dansspor ef hún heyrði þesslega
tónlist, og gilti þá einu hvort hún
var stödd meðal nánustu ættingja
í heimahúsi eða í fjölmennu boði.
Kom þá fyrir að hún næði sér í
dansherra af yngstu kynslóðinni og
kenndi viðkomandi nokkur spor.
Svo hló hún sínum smitandi hlátri.
Amma var þannig manneskja að
hún varð að hafa eitthvað fyrir
stafni. Sjaldan kom maður enda svo
í heimsókn að ekki væri eitthvað
nýtt í fréttum. Einhveijar breyting-
ar hafði hún þá kannski gert á lóð-
inni sinni, smíðað skápa sem hana
vantaði, farið með Alla á málverka-
sýningu eða gert bara hvað sem
henni datt í hug að gera í það og
það skiptið.
Ég minnist sérstaklega atburðar
sem gerðist nú rétt fyrir jól og mér
fínnst lýsa ömmu vel, kominni á
níræðisaldurinn. Þá hringir hún til
hcarls föður míns og er nokkuð niðri
Brids
Arnór Ragnarsson
íslandsmót kvenna
og yngri spilara
íslandsmót kvenna og yngri spilara (
sveitakeppni, undankeppni, fór fram um
sfðustu helgi í Sigtúni 9. í kvennaflokki
kepptu 10 sveitir, og voru spilaðir 12 spila
leikir, allir við alla.
Sveit Tomma hamborgara tók snemma
afgerandi forystu í kvennakeppninni, og
náði öruggu fyrsta sæti í undankeppninni.
Meiri barátta var um næstu þrjú sæti fyrir
undanúrslitin. Lokastaða fjögurra efstu
sveita f kvennaflokki varð þessi:
Tomma hamborgarar 188
Sigrún Pétursdóttir 151
Freyja Sveinsdóttir 144
AldaHansen 138
I syeit Tomma hamborgara eru þau Est-
her Jakobsdóttir, Valgerður Kristjónsdótitr,
Anna Þóra Jónsdóttir og Hjördfs Eyþórs-
dóttir.
I yngri flokki voru einnig spilaðir 12
spila leikir, en þar tóku þátt 8 sveitir. Sveit
Hard Rock Café leiddi allan tfmann, en
sveit Sveins Rúnars Eirfkssonar var aldrei
langt undan. Lokastaða fjögurra efstu
sveita f yngri flokknum varð þessi:
Hard Rock Café 147
Sveinn Rúnar Eirfksson 136
Guðjón Bragason 117
Þorsteinn Bergsson -112
í sveit Hard Rock Café eru þeir Matthfas
Þorvaldsson, Hrannar Erlingsson, Júlfus
Siguijónsson og Ari Konráðsson.
Úrslitakeppnin fer fram heigina 26.-26.
febrúar að Sigtúni 9. Leikir f undanúrslitum
verða 32 spil, en 48 spil f úrslitaleiknum.
Efsta sveitin f hvorum flokki má velja sér
andstæðing til að etja kappi við f undanúr-
slitum. Keppnisstjóri f undankeppninni var
oj___xr:n.JAi—„„„„
MAZDA 929
LUXUS FRA
JAPAN!
MAZDA 929 skipar sér
á bekk meö þeim bes-
tu evrópsku, i þar sem
öll smíöi og frágangur
er meö því besta, sem
sést hefur í bíl.
MAZDA 929 er fyrir þig,
ef þú gerir kröfur og
vilt hafa þaö náðugt!
Hagstætt verð og kjör.
fyrir, lætur vita af því að þijá
krossa vanti á leiði uppi í kirkju-
garði. Hvort hann geti ekki bætt
þama úr. Jú, það var alveg sjálf-
sagt og kvöld eftir var farið með
nýsmíðaða krossa upp í garð. En
viti menn, krossar voru þar þá fyr-
ir. Amma hlyti bara að hafa keypt
þá, svo fallegir voru þeir. Er hún
var spurð að þessu kvaðst hún hafa
rekist á nokkrar spýtur í kjallaran-
um, kvöldið áður, er hún sagaði til,
lakkaði og negldi svo saman með
of stórum nöglum er hún átti og
þurfti að saga af. Að þessu var hún
til klukkan þrjú um nóttina og vakn-
aði 'síðan snemma um morguninn
og arkaði með krossana upp í garð.
Efniviðurinn í krossana var jú til
staðar. Hví þá ekki að drífa í þessu!
Þetta er bara eitt af þeim minn-
ingarbrotum sem ég geymi af
ömmu og mun varðveita í hjarta
mínu svo lengi sem ég lifi.
Elsku Alli, við Auður og litla
langömmubarnið, sem fæddist þann
13. þessa mánaðar, sendum þér
okkar innilegustu samúðarkveðjur.
Ömmu þakka ég fyrir allar sam-
verustundimar og allt það er hún
hefur kennt mér. Auður, sem þótti
svo vænt um ömmu, biður fyrir
innilegar saknaðarkveðjur þar eð
hún kemst ekki til að fylgja henni
síðasta spölinn.
Blessuð sé minning ömmu
minnar.
Barnabarnið í Noregi,
Kristján Ó. Guðnason.
Bridsdeild
Rangæingafélagsins
Lokið er 12 umferðum af 13 f aðalsveita-
keppninni og er staða efstu sveita þessi:
Daníel Halldórsson 222
Rafn Kristjánsson 219
Ingólfur Jónsson 211
Ingólfur Böðvarsson 207
Ulja Halldórsdóttir 194
Sæmundur Jónsson 190
Sigurleifur Guðjónsson 189
Baldur Guðmundsson 184
Sfðasta umferðin verður spiluð á miðviku-
dagskvöld kl. 19.30 f Ármúla 40. Keppnis-
stjóri er Sigurjón Ttyggvason.
Næsta keppni deildarinnar verður baro-
meter og er skráning hafin.
M\k\U at#w
Rör og fittings
Gerum
verótilboó
Snittuþjónusta og pípulagn-
ingameistari ó staónum
By ggmgavöruverslunin
Burstafell hf.v
Bíldshöfða 14« simi 38840.
JAFNAR TÖLUR • ODDATÖLUR • HAPPATÖLUR
Þetta eru tölurnar sem upp komu 18. febrúar.
Heildarvinningsupphæð var kr. 5.115.168,-
1. vinningur var kr. 2.354.802,-. Einn var með fimm tölur réttar.
Bónusvinningurinn (fjórar tölur + bónustala) var kr. 409.464,-
skiptist á 3 vinningshafa og fær hver þeirra kr. 136.488,-
Fjórar tölur réttar, kr. 706.314,- skiptast á 134 vinningahafa, kr. 5.271,- á mann.
Þrjár tölur réttar, kr. 1.644.588,- skiptast á 4.153 vinningshafa, kr. 396,- á mann.
Sölustaðir eru opnir frá mánudegi til laugardags og er lokaö 15 mínútum fyrir útdrátt.
Sími 685111. Upplýsingasímsvari 681511