Morgunblaðið - 28.02.1989, Síða 1

Morgunblaðið - 28.02.1989, Síða 1
56 SIÐUR B 49. tbl. 77. árg. ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 1989________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins 37. þing Norðurlandaráðs sett: Samskiptin við EB helsta umræðuefiiið Stokkhólmi. Fr& Ólafi Þ. Stophensen, blaðamanni Morgunblaðsins. ÞING Norðurlandaráðs, það 37. i röðinni, var sett i Rikisþinghúsinu i Stokkhólmi í gær. Þrátt fyrir að fyrir þinginu liggi Qöldi mála, sem snerta öll svið norræns sam- starfs, snerust umræðumar í gœr einkum um þróunina i Evrópu og samskipti Norðurlanda við Evr- ópubandalagið. Umhverfismál voru einnig mikið rædd, og búizt er við að þau muni vekja mesta athygli á þinginu ásamt Evrópumálunum og tillögum ráð- herranefndar ráðsins um Efnahags- áætlun Norðurlanda 1989-1992. Karin Söder, formaður sænska Rúmenía: Ungverski minnihlut- inn ofsóttur Genf. Reuter. STJÓRNVÖLD í Ungveijalandi hafa sakað Rúmena um gróf brot gegn grundvallarréttindum ung- verska minnihlutans þar i landi. Aðstoðarutanríkisráðherra Ung- veijalands, Gyula Hom, ávarpaði í gær Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna og sakaði stjómvöld í Rúmeníu um skipulagðar ofsóknir en um 13.000 flóttamenn af ung- verskum ættum hafa fengið hæli í Ungveijalandi. Þetta er í fyrsta skipti sem Ungveijar bera slíkar ásaknir fram á hendur Rúmenum með formlegum hætti en bæði ríkin eiga aðild að Varsjárbandalaginu. Hom sagði að stjóm Nicolae Ceauscesus, forseta Rúmeníu, hefði jafnað þorp ungverska minnihlut- ans við jörðu, spillt menningarverð- mætum með skipulegum hætti og takmarkað notkun ungversku með lagaboðum. Þá hefði trúfrelsi manna verið fótum troðið. „Við telj- um að brotið hafi verið gegn grund- vallarréttindum og frelsi manna í Rúmeníu og ijölmörg önnur ríki em sömu skoðunar," sagði aðstoðarut- anríkisráðherrann. Miðflokksins, var kjörin forseti ráðs- ins er þingið var sett. Söder sagði í ávarpi sínu að ákvarðanataka í nor- rænu samstarfi þyrfti að ganga hrað- ar fyrir sig ættu Norðurlönd ekki að dragast aftur úr í þróuninni í Evr- ópu. Hún lagði áherzlu á að það ætti ekki eingöngu við um efnahags- mál, einnig væri hætta á að Norður- lönd yrðu á skjön í menningarsam- starfi Evrópuríkja. Forsætisráðherrar Norðurland- anna töluðu allir um Evrópusam- starfið. Poul Schluter, forsætisráð- herra Dana, sagði að aðlögun Norð- urlandanna að innri markaði EB og sambærileg þróun í þeirra eigin efna- hagslífi hefði hingað til gengið alltof hægt. Schliiter sagði að sín persónu- lega skoðun væri, að þegar fram liðu stundir myndi EB-samstarfið skipta svo miklu fyrir Norðurlönd, að líklegt væri að einhver þeirra, sem nú stæðu utan bandalagsins, sæktu um inn- göngu. Nefndi hann ísland og Noreg sérstaklega í því sambandi. Steingrímur Hermannsson forsæt- isráðherra sagði að íslendingar vildu fyrst og fremst takmarka samstarf sitt við EB við fijálsan markað fyrir framleiðslu beggja aðila, samstarf á sviði vísinda og öryggismála og smám saman á sviði flármála og þjónustu. Sjá frekari fréttir af þingi Norðuriandaráðs á miðopnu. AsíufÖr George Bush Bandaríkjaforseta lokið Reuter FIMM daga för George Bush Bandaríkjaforseta til þriggja Asíuríkja lauk í gær er forsetinn hélt heim á leið eftir rúmlega fimm klukkustunda dvöl í Suður- Kóreu. Þar lagði Bush áherslu á vamarskuldbinding- ar Bandarílq'amanna í ljósi þeirrar ógnunar sem staf- aði af stjóm kommúnista í Norður-Kóreu. Á sunnu- dag ræddi forsetinn við kínverska ráðamenn og var myndin tekin er Deng Xiaoping, hinn eiginlegi leið- togi kínverska kommúnistaflokksins, bauð Bush velkominn til landsins. Það þótti skyggja á heimsókn- ina til Kína að stjómvöld þar meinuðu þekktum andófsmanni, Fang Lizhi, að sækja kvöldverðarboð forsetans í Peking og kvaðst Bush „harma“ þá ákvörðun. Sjá ennfremur „Andófsmanni meinað. . . á bls. 21. Viðræður Edúards Shevardnadze og Khomeinis erkiklerks í íran: Gorbatsjov heitir írönum áframhaldandi stuðningi Moskvu. Nikósíu. París. Reuter. Moskvu, Nikósíu, París. Reuter. EDÚARD Shevardnadze, utanrík- isráðherra Sovétríkjanna, sagði í gær að orðsendingar þær sem farið hefðu á milli Khomeinis erki- klerks, trúarleiðtoga írana, og Míkhaíls S. Gorbatsjovs Sovétleið- toga mörkuðu þáttaskil i sam- skiptum rikjanna tveggja. Sovéski utanrikisráðherrann átti á sunnu- dag fund með Khomeini og er talið að þetta séu fyrstu viðræður erkiklerksins og utanríkisráð- herra eriends rikis. í orðsendingu sem Shevardnadze hafði með- ferðis frá Gorbatsjov sagði að Sovétmenn hefðu frá upphafi stutt byltingu heittrúaðra mús- lima i íran og yrði svo áfram. Um 15 manns komu saman við sendiráð írana í Moskvu í gær til að mótmæla dauðadómi þeim sem Khomeini hefur kveðið upp yfir Sal- man Rushdie, höfundi bókarinnar „Söngvar Satans". Ráðamenn í Sov- Dýpsta lægðin á öldinni í Evrópu ZUrich. Frá önnu Bjamadóttur, fréttaritara Morgimblaðsins. FELLIBYLUR gekk yfir meginland Evrópu um helgina. Dýpsta lægðin á öldinni mældist yfir Bretlandi og f Sviss. Langþráð snjó- koma lokaði vegum og olli snjóflóðum í Ölpunum og að minnsta kosti átta manns fórust i óveðrinu í Frakklandi og á Spáni. Reuter Björgunarmenn við flak flutningaskipsins „River Gurara" frá Nígeríu sem sökk á sunnudag skammt frá Lissabon, höfuðborg Portúgals. Loftþyngdin mældist 966 milli- bör norðan Alpanna á laugardags- kvöld og það gekk á með þrumum og eldingum. Tvö skip fórust úti fýrir ströndum Pýreneaskaga í óveðrinu. 15 manna áhöfn þýsks flutningaskips drukknaði og ótt- ast er um líf 14 úr 45 manna áhöfn skips frá Nígeríu. íbúar Sardiníu fögnuðu úrkom- unni sem fylgdi fellibylnum. Þar hafði ekki rignt að ráði í rúmt ár og landbúnaðurinn var kominn í kröggur. ítalir og íbúar ítalska hlutans í Sviss hafa beðið Guð almáttugan um úrkomu undan- farnar tvær vikur. Um helgina snjóaði frá Ölpunum suður í mitt Toscanahéraðið. Þrír skíðamenn, þar á meðal 12 ára drengur, fór- ust í snjóflóðum utan skíðabrauta í Sviss eftir snjókomu helgarinnar. étríkjunum hafa ekki viljað tjá sig um hamfarir múhameðstrúarmanna víða um heim vegna bókar Rushdie né heldur um dauðadóm Khomeinis. Skáldkonan Tatíjana Stsjerbína, sem tók þátt í mótmælunum, oagðist vera þeirrar skoðunar að ráðamenn í Kreml áræddu ekki að hafa afskipti af málinu af ótta við harkaleg við- brögð múslima í Kákasus- og Asíu- lýðveldum Sovétríkjanna. Stjórnvöld á Bretlandi höfðu farið þess á leit við Shevardnadze að hann ræddi mál Salmans Rushdie við ráða- menn í íran. í fréttum af viðræðun- um kom ekkert fram sem benti til þess að sovéski utanríkisráðherrann hefði orðið við þessari beiðni bresku ríkisstjómarinnar. Múhameðstrúar- menn í Kaupmannahöfn og Ósló efndu um helgina til mótmæla vegna útgáfu bókar Rushdie. I fréttum sovéska sjónvarpsins var sýnt er sovéski utanríkisráðherrann las orðsendingu frá Gorbatsjov þar sem lýst var yfir áframhaldandi stuðningi við byltingu heittrúaðra múhameðstrúarmanna í fran árið 1979, sem verið hefði í samræmi við „vilja fólksins". Útvarpið í Teheran sagði Khomeini hafa hvatt ráðamenn í Sovétrílqunum til að mynda banda- lag með írönum gegn vestrænum ríkjum. Sjá einnig „Átök í Ósló og . . .“ á bls. 20.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.