Morgunblaðið - 28.02.1989, Side 3
AUK/SÍA k110d20-331
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 1989
fi3
-----------FLUGLEIDIR----------
OFAR OG OFAR
NÝJUSTU FRÉTTIR FYRIR VIÐSKIPTAVINI • FEBRÚAR 1989
-
Austurrískar
snjófréttir
Við viljum vekja athygli á
því að það hefur snjóað
víðar en á íslandi að
undanförnu.
Hinn góðkunni skíðafararstjóri
Flugleiða í austurrísku Ölpunum,
Ingunn Guðmundsdóttir, segir að
nú sé skíðafærið gott þar um
slóðir og veðrið ekki síðra. í Zell
am See er 160 cm snjólag, 150 cm
í Kitzbuhel og 100 cm í
Mayrhofen.
Flugleiðir eru með bein flug
alla laugardaga á vit skíðaævin-
týranna í Ölpunum. Ferðaskrif-
stofur og söluskrifstofur Flugleiða
veita nánari upplýsingar.
íslendingur
3. mars — Geim-
skutlan 13. mars
Þetta eru tvær forvitni-
legar dagsetningar er
varða Orlando, áfanga-
stað Flugleiða í Flórída.
Frá og með 3. mars mun
íslenskur starfsmaður verða á
Orlandoflugvelli þegar
flugleiðavélar eiga leið um.
Sérverkefni hans verður að
aðstoða íslendinga með t.d.
bílaleigubíla.
Þann 13. mars er áætlað að
skjóta geimskutlunni
Discovery frá Kennedyhöfða,
skammt frá Orlando.
Flugleiðir vinsælt
fyrirtæki
Gallup á íslandi kannaði
viðhorf íslendinga til fyrir-
tækja fyrir viðskiptatíma-
ritið Frjálsa verslun og voru
niðurstöðurnar birtar fyrir
skömmu. Spurt var: „Getur þú
nefnt mér þrjú íslensk fyrirtæki
sem þú hefur jákvætt viðhorf til?“
Yfir eitt hundrað fyrirtæki voru
tilnefnd. En árangur Flugleiða er
tvímælalaust góður því sam-
kvæmt könnuninni eru Flugleiðir
evinsælasta fyrirtæki
s.
Aðrar skoðanakannanir sem
gerðar hafa verið fyrir Flugleiðir
leiða einnig ótvírætt í ljós að
viðhorf landsmanna eru
jákvæð í garð
fyrirtækisins.
Við þökkum
traustið.
Kröfuharðir farþegar himinlifandi
með Saga Class
Arangur - þetta er orð sem
lætur vel í eyrum alls
athafnafólks. Það má
hiklaust setja jafnaðarmerki á
milli athafnafólks og Saga Class-
farrýmis Flugleiða. Flugleiðir gera
þá kröfu til starfsfólks síns að
Saga Class-farþegar fái konung-
lega ^jónustu, á himni og jörðu,
og kröfuhart athafnafólk telur
það vitaskuld sjálfsagt fyrir fullt
fargjald.
Dæmi um árangur Flugleiða á
þessu sviði: Undanfarin tvö ár
hefur Saga Class-farþegum
fjölgað um 14%. Flugleiðir telja
þetta eina vísbendingu um að
starfsfólkið sé á réttri leið í
farþegaþjónustu. Einnig, að
Flugleiðir a.m.k. haldi þessum
gæðastaðli gagnvart erlendri
samkeppni.
Starfsfólk Flugleiða er auðvitað
í sjöunda himni yfir trausti
athafnafólks á Saga Class-þjónust-
unm.
Nýtt!
- Viðskipta-
heimurinn til Græn-
lands...
Lfklega hefur
fáum fyrir-
tækjum og
lögum dottið í hug áð halda fundi,
ráðstefnur, námskeið eða vinnu-
fundi á Grænlandi? En hugmyndin er
góð.
Nú markaðssetja Flugleiðir fundaað-
stöðu í Narsarsuaq, langt frá hringiðu
daglegrar streitu. Við bjóðum Arctic
Hotel sem hefur gott vinnurými fyrir
um 50 manns og gæðastaðal eins og
hótel af svipaðri stærð í stórborgum.
Þriggja daga (2 nætur) ferð á fund
til Grænlands kostar frá 25.109 kr.
(flug, gisting, fullt fæði, fundar-
aðstaða). Þotuflug tvisvar í viku,
þriðjudaga og fimmtudaga.
Frekari upplýsingar um „Græn-
landsfund" veitir söludeild Flugleiða
ísíma 690100.
...og skemmtiferðir
til Færeyja -
Tilboð!
Þó að Flug-
leiðir leggi
síaukna áherslú á þjónustu við
full borgandi farþega á Saga Class,
leggjum við líka talsvert á okkur til að
gefa íslendingum kost á hagstæðum
tilboðsfargjöldum. Núna vekjum
við athygli á Færeyjum - vingjarnlegu
viðmóti og góðum mat þar.
Þriggja daga helgarferð til Færeyja
kostar nú aðeins frá 17.350 krónum.
Brottför á laugardögum og heimferð á
þriðjudögum. Kostatilboð þetta
gildir til 15. júní. Mögulegar brottfarir
frá Egilsstöðum og Hornafirði, ef
viðskiptavinahópur óskar.
Fermingargjafir:
Ný lausn
Oft virðist leitin að réttu
fermingargjöfinni endalaus.
Flugleiðir bjóða nýja lausn í
þessum efnum - Fluggjafabréf.
Fluggjafabréfin komu á markað um
síðustu jól og hlutu góðar undirtektir
viðskiptavina. Þú getur því verið viss
um að Fluggjafabréf hefur ekkert
fermingarbarn hlotið að gjöf áður.
Þú getur t.d. gefið innanlandsflug-
ferð, skotferð til Skotlands eða meiri
háttar Bandaríkjaferð. Ferðaskrif-
stofurnar og söluskrifstofur Flugleiða
hafa bréfin til sölu.
í framtíðinni mun Fluggjafabréfið
gleðja fermingarbörnin,
„stórafmælisbörnin", brúðhjónin,
stúdentana, starfsmanninn fyrir
vel unnin störf og fleiri og fíeiri.
einn markaðskostnaður
Flugleiða á erlendri grundu
í ár mun nema um einum
milljarði króna. Enginn á íslandi
ver meiri fjárhæðum til að
kynna ísland fyrir útlendingum.
Flugleiðir hafa gert samning við
glæsilegasta „sendiherra" þjóðar-
innar - Lindu Pétursdóttur,
Ungfrú alheim, um að sameina
kraftana í þágu íslands. Þar mun
fara saman fegurð drottningarinn-
ar og gífurleg reynsla Flugleiða í
markaðsmálum á erlendum
vettvangi.
f ár munu Flugleiðir og
Linda Pétursdóttir leggja land
undir fót og kynna ferða-
mannalandið ísland um víða
veröld.
Nú þegar hefur Linda komið
fram á vegum Flugleiða í eftirtöld-
um heimsborgum: Tókyó, París,
London,
Luxemborg og Zurich. Næst setja
Flugleiðir og Linda stefnuna á
Bandaríkin.
þessum mikilvæga markaði. Þá verður
öll bókunar- og upplýsingaþjónusta
innanlandsflugsins skilin frá milli-
landafluginu sem á að þýða betri og
enn áreiðanlegri upplýsingar til
innanlandsfarþega. Nýtt símanúmer
verður: 690200.
Á símalínunni verður sérhæft
afgreiðslufólk sem eingöngu sinnir
hinu mikilvæga innanlandsflugi.
Innanlandsflug
góðan dag!
Innanlandsflugið er andlit
á íslandi. Okkur er mikill akkur
því að þjónustan þar sé ætíð
sem best.
1. mars boðar enn betri þjónustu
90200
UNDA PÉTUR DÓTT1R
OG FLUGLEIÐIR SAMEINA
' FSSURD OG REYNSUI