Morgunblaðið - 28.02.1989, Side 4

Morgunblaðið - 28.02.1989, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 1989 Stjórnarformaður Arnarflugs: Ýmsir möguleikar á lausn vandans í athugun - segir stjórnarformaður félagsins RÍKISSTJÓRNIN ræðir í dag stöðu Arnarflugs í ljósi þess að slitn- aði upp úr viðræðum við Flugleiði um að kaupa Arnarflug. Stjómar- formaður Arnarflugs segir að verið sé að athuga ýmsa möguleika á lausn á flárhagsvanda félagsins í samvinnu við stjómvöld. Araar- flug notast við eina flugvél sem félagið hefur á leigu, og segir að með henni sé hægt að halda úti eðlilegri starfsemi félagsins um sinn, þar sem nú sé ekki annatími. Hægt sé að leigja vélar til fraktflutn- inga eða sérstakra verkefha, anni þessi eina flugvél ekki verkefiium. Kristnihaldið frumsýnt KVIKMYNDIN Kristnihald undir jökli, sem gerð er eftir sam- nefndri sögu Halldórs Laxness, var frumsýnd í Stjörnubíói á laug- ardag. Með aðalhlutverkin í myndinni fara Sigurður Siguijóns- son, Baldvin Halldórsson og Margrét H. Jóhannesdóttir. A mynd- inni, sem tekin er við frumsýninguna, em mæðgurnar Guðný Halldórsdóttir, leikstjóri myndarinnar, og frú Auður Laxness. VEÐUR Á laugardagsmorgun, var önnur Boeing 737 flugvél Amarflugs, TF-VLT, kyrrsett á Keflavíkurflug- velli, en hún átti þá um morguninn að fara í áætlunarflug til Amsterd- am og Zurich. Ástæðan var sú, að ríkissjóður var þremur dögum áður orðinn eigandi vélarinnar, og ekki hafði verið gerður leigusamningur milli ríkisins og Amarflugs, um afnot af vélinni. í vegi fyrir því stóð að Amarflug / DAG kl. 12.00: Heimild: Veðurstofa fslands (Byggt á veöurspá Id. 16.15 i gaer) I/EÐURHORFUR I DAG, 25. FEBRUAR YFIRLIT í GÆR: Við suðurströndina var hiti um eða yfir frost- marki, en frost i öðrum landshlutum, kaldast á Vestfjörðum, 4-7 stiga frost. Yfir Grœnlandi er 1.020 mb hæð en víðáttumikil 963 mb lægð yfir Noröursjó þokast norður. SPÁ:Talsvert fer að draga úr úrkomu, líklega úrkomulítið á Vest- fjörðum og minnkandi éljagangur á Norður- og Austurlandi. Létt- skýjað verður um sunnanvert landið. Fram eftir degi veröur þó nokkuð hvasst, einkum austan til á landinu, og má því búast við skafrenninai. Heldur kólnandi. I/EÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR A MIÐVIKUDAG: Breytlleg átt - smáél austsnlends, en að mestu úrkomulaust. Frost 4-5 stig. . „ „ . . ., HORFUR A FIMMTUOAG: Hæg suðaustanátt með lítilsháttar snjó- komu um sunnanvert landið en hægviðri og að mestu úrkomulaust annars staðar. Frost 2-4 stig. a Norðan, 4 vindstig: * Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. III ! ii r Rigning iii * i * / * / * Slydda l * / * * * * * * * Snjókoma * * * 10° Hitastig: 10 gráður á Celsius y Skúrir * V E' — Þoka = Þokumóða » , ’ Súld OO Mistur —|- Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hltl veftur Akureyri +3 snjókoma Roykjavík +2 ekýjað Björgvin 3 rignlng og súld Helalnki 6 alskýjaö Kaupmannah. 6 skýjað Narasarsauaq vantar Nuuk 4« alskýjaö Óaló 3 súld Stokkhólmur 6 rigning Þórshöfn 4 alskýjaö Algarve 16 skýjaö Ameterdam 7 skýjað Barcalona 7 skýjaö Beriin 14 lóttskýjaö Chlcago +11 heiöskfrt Feneyjar 10 skýjaö Frankfurt 5 skúr Qlaagow 6 sk'ur Hamborg 6 rignlng Las Palmas 18 skýjaö Lundúnlr vantar Los Angslea vantar Lúxsmborg vantar Madrld 18 skýjað Malaga vantar Mallorca vantar Montrsal vantar NavrYork vantar Oriando 7 þokumóða Parte 6 skúr Róm 13 skýjaö San Disgo 13 heiðskfrt Vín 10 skýjaö Washington 2 hólfskýjaö Wlnnlpeg +19 alskýjaö gat ekki, að mati fjármálaráðuneyt- isins, sett fullnægjandi tryggingar fyrir greiðslu á 30 milljón króna skuld við Eurocontrol, samstarfs- fyrirtæki flugfélaga. Var talið að Eurocontrol gæti kyrrsett flugvél- ina færi hún úr landi. Deila um tryggingar Kristinn Sigtryggsson forstjóri Arnarflugs hefur sagt í fjölmiðlum, að ríkið hefði í síðustu viku sent Amarflugi drög að leigusamningi vegna vélarinnar, sem Amarflug hefðu ekki gert athugasemdir við. Það hafi síðan ekki komið til tals fyrr en á föstudagskvöld að ríkið myndi kreijast tryggingar vegna skuldarínnar við Eurocontrol, og þá hafi verið orðið of seint að út- vega bankatryggingu. Ekki náðist tal af Kristni í gær, en í samtali við Morgunblaðið staðfesti Hörður Einarsson stjómarformaður Amar- flugs þetta. Ólafur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra sagði við Morgun- blaðið, að það hefði verið öllum ljóst, að flugvélin yrði kyrrsett ytra af erlendum lánardrottnum Amar- flugs. íslenska ríkið hefði þá orðið að borga 20-30 milljónir til að fá vélina aftur til landsins. Þess vegna hefði átt að vera augljóst, að ríkið myndi aldrei senda vélina úr landi án trygginga. Um leigusamninginn sagði Ólaf- ur, að aðeins hafði verið gert upp- kast að samningi, ef til leigu kæmi. Það uppkast hefði aðeins verið á vinnslustigi, og á fímmtudag hefðu forsvarsmönnum Amarflugs átt að vita, að þessum samningi yrði að fylgja trygging fyrir því að vélin kæmi aftur til landsins, og að eldri skuldir vegna hennar féllu ekki á ríkissjóð. '*■ Ólafur sagði að sér hefðu því komið yfirlýsingar forstjora Arnar- flugs í fjölmiðlum mjög á óvart. „Ég átti fund með honum, stjómarfor- manni Amarflugs og þeim embætt- ismönnum sem fjölluðu um málið af okkar hálfu, á mánudagsmorgun, og málin eru á hreinu að mínum dómi. Ég tel það þó ekki vera rétt, að ég útskýri það nánar í fjölmiðlum og hef ákveðið, m.a. af umhyggju fyrir félaginu, að tjá mig elcki um þetta," sagði Ólafur Ragnar. Óhagkvæmt að leigja DC-8 flugvél Þeir farþegar sem fara áttu með Amarflugsvélinni á laugardags- morgun, biðu á Keflavíkurflugvelli fram á kvöld, en þá kom hin vél félagsins úr leiguflugi og flutti far- þegana til Evrópu. Amarflugi bauðst fyrir milligöngu samgöngu- ráðherra að leigja DC-8 flugvél frá Flugleiðum til að flytja þessa far- þega, en því var hafnað. Hörður Einarsson sagði, að sú vél hefði verið mjög óhagkvæm í þetta flug. Bæði hefi hún verið allt of stór, og eldsneytisfrek, og því fyrirsjáanlegt að það hefði orðið allt of dýrt, að taka hana á leigu. Ekki er enn ljóst hvaða leiðir verða nú reyndar, til að leysa fjár- hagsvanda Amarflugs. Viðræðuslit viðræðunefnda samgönguráðherra og Flugleiða urðu á föstudagskvöld, og sagði Steingrímur Sigfússon samgönguráðherra við Morgun- blaðið, að viðræðumar hefðu ekki skilað þeim árangri sem vonast var eftir, þar sem bilið milli þess hvað Flugleiðir vildu greiða fyrir Amar- flug, og hvaða verð sett var upp, hefði verið of mikið. Því hefði við- ræðunum verið slitið í bili a.m.k. Hörður Einarsson sagði að áfram yrði unnið að athugun málsins hjá félaginu sjálfu og stjómvöldum. Rætt hefði verið við ýmsa aðila og möguleikar skoðaðir, og því yrði haldið áfram. Hann sagði að hægt væri að halda úti eðlilegri starfsemi um sinn með einni flugvél, en vildi ekki leggja mat á, hvað Amarflug hefði langan tíma til að fá niður- stöðu í málið. Steingrímur Sigfússon sagði að- spurður, að ríkisstjómin hefði út af fyrir sig, aldrei útilokað þann möguleika að Amarflug verði gert gjaldþrota, ef ekki tækist að leysa vandamál félagsins með öðmm hætti. Hann sagði, að segja mætti, að viðræðumar við Flugleiði hafí verið tilraun til að afstýra þvf, og viidi ekki útiloka að aftur yrðu tekn- ar upp viðræður við Flugleiði. Fjár- málaráðherra taldi það hins vegar óliklegt. Ríkissjóður hefur undanfarið greitt ýmis rekstrargjöld Amar- flugs, og einnig af lánum vegna kaupa á flugvélinni TF-VLT, sem nú er komin í eigu ríkisins eins og áður sagði. Þegar Ólafur Ragnar Grímsson var spurður hvort þessari aðstoð við félagið yrði nú hætt, sagði hann að sér heyrðist á for- svarsmönnum Amarflugs að þeir væru bjartsýnir og þyrftu lítið á ríkinu að halda á næstu mánuðum. Hann sagðist ekki vilja tjá sig nán- ar um þetta, en sagði ánægjulegt ef forsendumar hefðu skyndilega breyst. Keflavíkurflugvöllur: Samningaviðræður um endurnýjun vatnsbóla STJÓRNVÖLD á íslandi og í Bandaríkjunum hafa ákveðið að heQa formlegar samningavið- ræður um endurnýjun vatnsbóla Njarðvíkur og Keflavíkur. Vatnsbólin eru talin í yfirvofandi hættu vegna mengunar af völd- um atvinnustarfsemi á Keflavík- urflugvelli, segir í fréttatilkynn- ingu frá utanríkisráðuneytinu. Samningaviðræður þessar voru ákveðnar í framhaldi af viðræðum Jóns Baldvins Hannibalssonar ut- anríkisráðherra við bandarísk stjómvöld, síðast á fundi hans með James A. Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Utanríkisráðherra hefur skipað í samninganefnd af íslands háflu þá Þorstein Ingólfsson skrifstofustjóra vamarmálaskrifstofu utanríkis- ráðuneytisins, Guðmund Eiríksson þjóðréttarfræðing ráðuneytisins og Hannes Einarsson formann bæjar- ráðs Keflavíkur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.