Morgunblaðið - 28.02.1989, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 1989
7
Verslunarbankinn býður
nýja gjaldeyrisreikninga
Hægt að geyma yen og svissneska franka
Verslunarbankinn býður nú
viðskiptavinum sínum að geyma
japönsk yen og svissneska franka
á innlendum gjaldeyrisreikning-
um. Til þessa hafa íslensku bank-
arnir boðið innlenda gjaldeyris-
reikninga fyrir Qóra erlenda
gjaldmiðla, það er bandaríska
dollara, sterlingspund, vestur-
þýsk mörk og danskar krónur.
Amar Bjamason hjá gjaldeyris-
deild Verslunarbankans segir að
þessir tveir gjaldmiðlar hafi verið
tveir af sterkustu gjaldmiðlum
heims undanfarin ár. „Við ákváðum
að bjóða viðskiptavinum okkar fjöl-
breytilegri þjónustu. Það er mjög
eðlilegt að geta boðið viðskiptavin-
um okkar að geyma japönsk yen,
þannig geta þeir komist hjá gengis-
tapi sem þeir annars yrðu ef til vill
fyrir ef þeir þurfa að byrja á að
skipta yenunum yfir í dollara. Við-
skipti okkar við Japan hafa farið
ört vaxandi á undanfömum ámm
og yenið er því orðið mikilvægara
en áður í viðskiptum okkar við út-
lönd. Það hefur verið þó nokkur
eftirspum eftir þessum reikningum
og þess vegna bjóðum við nú þessa
möguleika."
Keflavíkiirflugvöllur:
Afengi smygl-
að af vellinum
LÖGREGLAN á Keflavíkurflug-
velli og lögregla Varnarliðsins
hafa undanfarið haft til rann-
sóknar mál sem varðar ólöglegan
flutning áfengis af Keflavikur-
flugvelli.
Þrír bandarískir hermenn hafa
játað að hafa á undanformnum
mánuðum selt fjórum íslenskum
starfsmönnum hersins, búsettum á
Suðumesjum, á annað hundrað
flöskur af sterku áfengi. íslending-
amir hafa ekki játað aðild að mál-
inu. Þeir eru ekki í haldi.
Klemmdist milli bíla
HÖFUÐ manns klemmdist milli
tveggja bfla á Skúlagötu á laug-
ardagsmorgun. Maðurinn skarst
á höfði og meiddist á baki.
Maðurinn hafði ekið bíl sínum
austur Skúlagötu og var með annan
í togi. Móts við hús Hörpu fór hann
út úr bfl sínum til að losa taugina
sem bundinn var milli bflanna. Með-
an hann var að því rann bfll hans
afturábak með fyrrgreindum afleið-
ingum.
Þá varð harður árekstur á mótum
Amarbakka og írabakka aðfara-
nótt laugardagsins. Bfll á leið út
úr írabakka rann í hálku og í veg
fyrir leigubfl á leið suður Amar-
baka. Farþegi í aftursæti leigubfls-
ins slasaðist á fæti og hálsi og var
fluttur á slysadeiid.
Reglugerð um safiisendingar:
Leiðir til lækkun flutn-
ingsgjalda og vöruverðs
Fjármálaráðherra hefur gefíð
út reglugerð um safíisendingar
i innflutningi og segir ráðher-
rann, að þarna sé verið að koma
til móts við óskir innflutningsað-
ila. Fyrirkomulagið skapi mögu-
leika á sameiginlegum innflutn-
ingi margra innflytjenda, sem
Fjarkamótið:
Síðasta um-
ferð í dag
SÍÐASTA umferðin á
Fjarkamótinu á Hótel Loft-
leiðum verður tefld i dag og
hefst hún kl. 13. Fyrir síðustu
umferðina er Balasjov i efeta
sæti með 8,5 vinninga. í öðru
sæti eru Margeir Pétursson
og Helgi Ólafeson með 8
vinninga en í þriðja sæti er
Engom með 7,5 vinninga.
I kvöld lýkur svo mótinu
formlega með hófi í boði
menntamálaráðherra þar sem
verðlaunaafhendingin fer fram.
hafí í för með sér meiri hag-
kvæmni, sem aftur leiði til lækk-
unar á flutningsfíöldum og stuðli
þannig að lækkun vöruverðs.
Samkvæmt reglugerðinni verður
flutningsaðilum, farmflytjendum og
flutningsmiðlurum heimilað að ann-
ast skiptingu safnsendinga sem
þessir aðilar sjá um flutning á til
landsins. Auk ákvæða um safnsend-
ingar er með reglugerðinni kveðið
skýrar á um innheimtu aðflutnings-
gjalda af innfluttum vörum, bæði
að því er varðar gjalddaga og ein-
daga aðflutningsgjalda. Þá er þar
kveðið á um ábyrgð á greiðslu að-
flutningsgjalda, svo og innheimtu
dráttarvaxta og stöðvun tollaf-
greiðslu vegna vanskila.
Ólafur Ragnar Grímsson, fjár-
málaráðherra, sagði þetta vera lið
í því að koma til móts við ýmsar
óskir innflytjenda og verslana á
undanfömum árum. Vonaði hann
að þeir kynnu að meta þessa breyt-
ingu og fullyrðingar þeirra um
lækkun vöruverðs myndu ganga
eftir.
Reglugerðin tekur gildi 1. apríl
nk.
Dagleg grænmetísuppboð
GRÆNMETISUPPBOÐ Sölufé-
lags garðyrkjumanna hefíast í
þessari viku þegar fyrstu gúrk-
urnar koma á markaðinn.
Stefíit er að því að í sumar verði
dagleg uppboð og að þau verði
opin öllum sem hafa verslunar-
leyfi en ekki aðeins heildsölum
og stórmörkuðum eins og var
siðastliðið ár.
Hrafn Sigurðsson fram-
kvæmdastjóri Sölufélagsins sagði
að verið væri að undirbúa upp-
boðin og breytingar á fyrirkomu-
Iaginu í ljósi þeirrar reynslu sem
fengist hefði síðastliðið sumar.
Þeir teldu sig geta ráðið við dag-
leg uppboð og að hafa fleiri kaup-
endur, þannig að stefnt væri að
breyta fyrirkomulaginu í þá veru.
50 flöskum af
áfengi stolið
BROTIST var inn í veitingahús
að Laugavegi 22 aðfaranótt
sunnudags og stolið þaðan um
50 flöskum af áfengi og 20 kar-
tonum af vindlingum. Málið er í
rannsókn.
Þá var brotist inn í íbúðarhús í
Kópavogi og stolið sjónvarpstæki
og tékkhefti. Málið er óupplýst.
-DAGUR á morgun
V eitingastaðurinn
IVESTURBÆ
býður ykkur velkomin
Vió opnum 1. mars nk. kl. 18.00.
Fjölbreyttur matseóill
Opió virka daga kl. 11.00-15.00
og 18.00-01.00
Föstudaga og iaugardaga til kl. 03.00.