Morgunblaðið - 28.02.1989, Side 17

Morgunblaðið - 28.02.1989, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 1989 -17 Ögmundur Jónasson BÓNUSTALA Þetta eru tölumar sem upp komu 25. febrúar. Heildarvinningsupphæð var kr. 4.828.641 1. vinningur var kr. 2.223.253,-. Einn var með fimm tölur réttar. Bónusvinningurinn (fjórar tölur + bónustala) var kr. 386.036,- skiptist á 4 vinningshafa og fær hver þeirra kr. 96.509,- Fjórar tölur réttar, kr. 665.856,- skiptast á 136 vinningshafa, kr. 4.896,- á rhann. Þrjár tölur réttar, kr. 1.553.496,- skiptast á 3.963 vinningshafa, kr. 392,- á mann. Sölustaðir eru opnir frá mánudegi til laugardags og er lokað 15 mínútum fyrir útdrátt. „BSRB hefitr krafist réttlátari tekjuskipt- ingar í landinu. Ríkis- stjórnin hefiir sagst hafa sama markmið. BSRB mun nú láta reyna á þessi fyrirheit stjórnvalda ummann- sæmandi laun. Öllum hlýtur að vera ljóst að ríkisstjórn sem ekki skilur mikilvægi mann- sæmandi lífskjara al- mennings er einskis virði.“ varla vanþörf á þar sem ríkisvaldið mundar niðurskurðarhnífa í velferð- arstofnunum samfélagsins. BSRB hefur aldrei verið andsnúið því að leitað sé eftir hagkvæmni í opin- berum stofnunum. Hitt verður ekki þolað að dregið verði úr félagslegri þjónustu og ráðist gegn kjörum þeirra sem þar stafa einsog ríkis- stjómin hefur látið í veðri vaka með niðurskurðaráformum sínum. Að ætlast til niðuFskurðar um 4% í stofnunum fatlaðra eins og gert hefur verið bréflega er til dæmis hneyksli, svo dæmi sé nefnt. Nú er kominn tími til þess að sækja fram fyrir hönd velferðar- samfélagsins, efla það og bæta, með það fyrir augum að sameigin- legir sjóðir okkar nýtist sem best þar sem þeirra er mest þörf. Þetta er langtímamarkmið sem BSRB vill vinna að á næstu mánuðum og árum. I umfjöllun um stefnumark- mið BSRB hefur talsvert verið rætt um félagsleg atriði og í leiðara Morgunblaðsins fyrir nokkrum dög- um var sérstaklega varað við því að félagsleg réttindamál með milli- göngu ríkissjóðs væru iðulega dýr í framkvæmd. Þetta er vissulega rétt en fæðingarorlof, veikindarétt- ur og önnur sjálfsögð mannrétt- indi, sem áunnist hafa í tímans rás, þykja okkur flestum þó svo mikils virði að nær óskiljanlegt er, að það skuli hafa kostað mikla baráttu að fá þau viðurkennd. Og ekki má það gleymast að ennþá búa margir ein- staklingar á íslandi ekki við full mannréttindi og á ég þar t.d. við margt fatlað fólk. Annars er ekki nema von að mönnum bregði í brún þegar rætt er um velferð og lífsgæði eftir fijálshyggjuóra síðustu ára þar sem meira hefur verið spurt um umbúðir en innihald og blind pen- ingahyggja hefur ráðið ferðinni. Nú eru hins vegar að byija nýir tímar. Og í anda nýrra tíma talar BSRB um sókn fyrir hönd velferðar- þjóðfélagsins. Félagar í BSRB ganga nú til kjarasamninga. BSRB hefur krafíst réttlátari tekjuskiptingar í landinu. Ríkisstjómin hefur sagst hafa sama markmið. BSRB mun nú láta reyna á þessi fyrirheit stjómvalda um mannsæmandi laun. Öllum hlýtur að vera ljóst að ríkisstjóm sem ekki skilur mikilvægi mannsæmandi lífs- kjara almennings er einskis virði. Höfundur er fommður BSRB. A MORGUN dreifir Sanitas óáfengum og laufléttum Löwenbrau vörum Sanitas i ■ 11

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.