Morgunblaðið - 28.02.1989, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.02.1989, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 1989 18 Miðfiörður: Aðalatriðið er gott fóð- ur og almenn skynsemi - segja bændumir á Búrfelli, afiirðahæsta kúabúinu í fyrra Hvammstanga. „AÐALATRIÐIÐ er að nota almenna skynsemi, setja sér reglur og fara eftir þeim,“ sagði Jón Eiríksson bóndi á Búrfelli i Miðfirði, en bú hans og Sigurbjargar Geirsdóttur var afúrðahæsta kúabú lands- ins á siðasta ári samkvæmt skýrslum nautgriparæktarfélaganna. Meðalnyt á árskú var hjá þeim 5.940 kg en meðalafúrðir yfir landið eru tæplega 4.000 kg. Þá eiga þau níundu afúrðahæstu kú landsins, Sveitasælu, sem mjólkaði 8.256 kg. Það var hríðarveður þegar frétta- vetrarfóðrun er votheyið uppistað- ritari sótti Jón og Sigurbjörgu heim fyrir skömmu. Bærinn stendur í vestanverðum Miðfírði og er einn af fáum bæjum í sveitinni, sem ekki á land að hinni gjöfulu Mið- fjarðará. Hjónin eru á fertugsaldri og hafa búið í um sex ár í félags- búi á móti foreldrum Jóns. Sú verkaskipting er á búinu að Jón og Sigurbjörg annast kúabúið, en for- etdrar hans sauðfjárbúið. Heyskap- ur er sameiginlegur og ýmis önnur samvinna. Mjólkandi kýr eru rúmlega 20, en flestir kálfar settir á, þannig að í fjósi eru um 60 gripir. Nautkálfar eru aldir upp til slátrunar. Kvígurn- ar eru heimaaldar, en með sæðing- um er komið í veg fyrir að um skyld- leika verði að ræða. Viðskipti við sæðingastöðina er eitt af lykilatrið- um í búrekstrinum, svo og fóðuröfl- unin. Taðan er slegin snemma og verkuð í vothey. Áburður borinn á, bæði fyrir seinni slátt og haustbeit. Einnig er sáð til hafra og fóður- næpa. Næpumar eru á um 1,5 ha og éta kýmar bæði kálið og næp- una, sem vex að mestu ofan jarð- vegs. Heyið af seinni slætti, háin, er bundin í rúllubagga, og er það eina vinnaa, sem búið kaupir að. í an, þurrheyið notað sem krydd, segir Jón. Einnig eru gefnir gras- kögglar og kjamfóður. Bæði vinna þau Jón og Sigur- björg við gegningar og mjaltir og em þau um 3 klst. á dag saman við þau störf. Síðan fellur auðvitað til ýmis önnur vinna. Afkoman er allgóð, en Jón bendir á, að í reynd sé alltaf annað þeirra á vakt yfir búinu, þannig að tímakaup verði ekki hátt í reynd. „Aðalatriðið," segir Jón, „er að nota almenna skynsemi, setja sér reglur og fara eftir þeim.“ Þetta virðist vera þeim Sigurbjörgu auð- velt, enda bæði búfræðimenntuð, hann búfræðikandidat frá búvís- indadeild á Hvanneyri og hún bú- fræðingur, einnig frá Hvanneyri, enda kynntust þau þar. Þau hafa haldið skýrslur um framleiðslu bús- ins frá upphafi og gerir það þeim auðveldara að sjá afurðir hvers ein- staks grips. Þau fella þær kýr sem ekki standast gerðar kröfur og setja nýjar kvígur á í staðinn. í fjósinu sýndi Jón afurðamestu kú sína undanfarin ár, sem aldinn bóndi gaf nafnið Formósa, ekki eft- ir landi í Asíu, heldur eftir lit og með þeirri von, að gripurinn yrði Morgunblaðið/Þorkell Leikfélag Menntaskólans í Reykjavík, frumsýnir í kvöld leikritið, Tóm Ást á Herranótt. Leikfélag MR: Tóm ást á Herranótt LEIKFÉLAG Menntaskólans í Reykjavík frumsýnir í kvöld, þriðjudaginn 28. febrúar, leikri- tið Tóm ást á Herranótt. Þetta er frumflutningur á nýju íslensku leikverki efltir Sjón. Leikritið hefst í Reykjavík 23. nóvember árið 2019 klukkan 23.00. Ungur geimprins er lentur á jörð- unni í konuleit og finnur sína heitt- elskuðu á japönsku veitingahúsi í Reykjavík. Leikurinn berst síðan sólkerfi frá sólkerfí, vetrarbraut frá vetrarbraut en fer þó aldrei lengra en í 23. víddina. Leikstjóri er Kolbrún Halldórs- dóttir. Við gerð leikmyndar leik- muna og búninga nýtur leikhópur- inn aðstoðar Dominique Poulain, sem er frönsk leikbrúðu- og grímu- gerðarkona. Tæknileg útfærsla er unnin í samráði við Kára Schram kvik- myndagerðarmann. Þór Eldon samdi tónlistina við verkið. Sýning- ar fara fram í ’ljamarbæ. Miða- pantanir frá klukkan 14.30. til 16.30. alla virka daga. formóðir góðra kúa. Önnur kýr er þó í meira uppáhaldi hjá eigendum, heitir hún Kotasæla og eru fjórar dætur hennar góðar mjólkurkýr. Heita þær Ostasæla, Sveitasæla og Rjómasæla, en sú fjórða hefur ekki hlotið nafn enn. Þetta er því mikið sælu-fjós. Sveitasæla var 9. afurða- hæsta kýr landsins í fyrra, mjólkaði 8.256 kg. - Karl Morgunblaðið/Karl Sigurgeirsson Jón og Sigurbjörg með eina af „sælu“kúnum. Laugardagur til lukku: Flestar hjóna- vígslur eru á laugardögum Arið 1987 fóru fram 1.160 hjónavígslur hér á landi: 1.000 kirkjulegar en 160 borgaraleg- ar. 957 brúðgumanna höfðu ekki kvænst áður, 17 vóru ek- klar, 186 höfðu skilið að lögum. 974 brúðir höfðu ekki gifst áð- ur, 8 vóru ekkjur en 178 skildar að lögum. Hjónavígslur hafá flestar orðið tæplega 1.900 árið 1974, en vóru milli 16 og 17 hundruð árin 1965-78. Af þeim 1.160 einstaklingum, sem gengu í hjónaband árið 1987, vóru 41 á aldursbilinu 15-19 ára, 444 20-24 ára, 396 25-29 ára, 139 30-34 ára, 53 35-39 ára, 42 40-44 ára, 11 45-49 ára, 14 50-54 ára, 11 55-59 áraog9 60 áraogeldri. 950 hjónavígslur fóru fram í krikju, 157 í skrifstofu dómara, 13 hjá presti, 27 á heimilum, 1 annarsstaðar en vígslustaðar er ógetið í 12 tilvikum. Hjónavígslur yóru fæstar í mai- mánuði, 40 talsins, flestar í desem- ber, 129. Af 1.000 kirkjulegum vígslum fóru 764 fram á laugar- degi. [Heimild: Hagtíðindi] Jonathan Speelman hugsar næsta leik gegn Snorra Bergssyni. Við hlið hans er Halldór G. Einarsson en fyrir afltan þá stendur Tómas Björnsson. Tveir náðn jafii- tefli gegn Speelman TVEIR skákmenn náðu jafntefli við breska stórmeistarann Jona- than Speelman, í Qöltefli sem Taflfélag Reykjavíkur stóð fyr- ir á mánudag. Speelman tefldi við 10 kunna skákmenn af yngri kynslóðinni. Þeir Þráinn Vigfússon og Halldór G. Einarsson gerðu jafntefli, en aðrir lutu í lægra haldi. Speelman er í hópi sterkustu skákmanna heims. Hann er einn fjögurra, sem enn eru eftir í áskor- endaeinvígunum og teflir í undan- úrslitum við Jan Timman. Speel- man skýrir m.a. skákir á Fjarka- skákmótinu, sem lýkur í kvöld, þriðjudagskvöld. Við gerð leikmyndar, leikmuna og búninga nýtur leikhópurinn að- stoðar Dpminique Poulain. Greiningar- og ráðgj afarþj ón- usta ríkisins 1 nýtt húsnæði JÓHANNA Sigurðardóttir fé- lagsmálaráðherra hefúr form- lega opnað nýtt húsnæði fyrir greiningar- og ráðgjafarstöðv- ar ríkisins að Digranesvegi 5 í Kópavogsbæ. Meginhlutverk þessarar stöðvar felst í nafiii hennar, þ. e. greiningu og ráð- gjöf vegna ýmis konar fatlana. Þetta þýðir í raun nákvæmt mat á getu og vangetu þeirra sem búa við fótlun, sem og skil- greiningu á þeirri þjónustu og þjálfún sem þörf er á til að draga úr áhrifúm fötlunarinn- ar. Greining fer fram á athugunar- deildum stofnunarinnar, sem eru tvær, sem og á göngudeild. Á athugunardeildum dvelja bömin daglangt í umsjá fóstra og þroska- þjálfa um nokkurt skeið, 4 til 6 vikur, og eru þau athuguð í leik og starfi. Eru út frá því gerðar áætlanir um þjálfun og þróun meðferðar. Á göngudeild koma bömin hins vegar í heimsóknir til hinna ýmsu sérfræðinga sem síðan skipuleggja framhaldið út frá kynnunum. Meðal sérfræðinga sem þama munu starfa má nefna sjúkraþjálfara, talmeinafræðinga, sálfræðinga, iðjuþjálfa, þroska- þjálfa, bamalækna, fóstrur og félagsráðgjafa. Þá verður náin samvinna við ýmsar stofnanir, svo sem Augndeild Landakotsspítala og Heymar- og talmeinastöð ís- lands. Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra og Ólafúr Ólafsson landlæknir moka með skóflum, en viðstaddir fylgjast með. Morg- unblaðið/Þorkell.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.